Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 16
16 ¦ 10M MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1989 Rúsínan í pylsuendanum eftir Egil Jónsson Það vakti að vonum eftirtekt þegar í septembermánuði síðast- liðnum fréttist að verðlag á land- búnaðarvörum hefði, að ósk ríkis- stjórnarinnar, verið tekið til endur- mats, nýr grundvöllur fyrir naut- gripaafurðir gefinn út 18. þessa mánaðar og ákvarðanir teknar um eins konar aukaútgáfu verðákvörð- unar fyrir sauðfjárafurðir í janúar og apríl á næsta ári. Sérstaka at- hygli vakti þó að lækkun búvöru- verðsins fékkst með því að skerða launalið verðlagsgrundvallarins, lækka laun bænda. Enn fremur vekur það eftirtekt að í þessu svo- kallaða samkomulagi við bændur er sérstaklega ráðist að kjörum sauðfjárbænda. Við ákvörðun á verðlagi sauð- fjárafurða í september sl. nam launalækkun til sauðfjárbænda 162 millj. kr. I janúar og apríl á næsta ári á að greiða bændum 100 milljón- ir en vextir af þeirri upphæð og 62 milljónir koma aldrei til greiðslu. Til viðbótar eru svo umsamin fram- leiðsluréttindi sauðfjárbænda lækk- uð um 1,8% þau tvö ár sem búvöru- samningurinn verður í gildi. Auðvitað er það oftast svo við alla samningsgerð að um gagn- kvæman hag beggja aðila er að ræða og þess vegna er nauðsynlegt að líta á hvað bændur fá í sinn hlut. Þrátt fyrir að birgðir kindakjöts í landinu séu í svipuðu horfi og áætlanir búvörusamnings gera ráð fyrir var nú ákveðið að sala á kinda- kjöti inhanlands yrði aukin um 600 tonn. Og nú kemur að rúsínunni í pylsuendanum, því eins og stendur í fjárlagafrumvarpinu, sem nú er til meðferðar á Alþingi, á Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins að borga brúsann!! Nú er það svo að verkefni Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins er fram- ar öllu öðru að auðvelda aðlögun landbúnaðarins að breyttum bú- skaparháttum. Búvörulögin ákveða nánar hvernig því starfi skuli hag- að. Hér er því í raun eigin fé land- búnaðarins ráðstafað til að tryggja hlut ríkisvaldsins í hinu svokallaða sámkomulagi ríkis og bænda. Til viðbótar við allt þetta var svo ákveð- ið þann 16. október sl. að minnka uppígreiðslur sauðfjárafurða úr 75% haustgrundvallarverðs í 45%. Þegar til þess er litið hvað á undan er gengið kemur þessi viðbótar- glaðningur engum á óvart. Þó að hér sé um harða aðför áð hagsmurtum bændastéttarinnar — og þá sérstaklega sauðfjárbænda — að ræða er hitt þó enn alvarlegra að lög og reglur eru brotnar. Þann- ig eru engar heimildir í lögum um að taka upp útgáfu haustgrundvall- ar mjólkurvara og gefa út nýjan grundvöll 18. september. Með breytingu á búvörulögunum nr. 83/1988, bráðabirgðalög frá 28. september 1988, var heimild til að hækka birgðir sauðfjárafurða í verði ársfjórðungsíega felld úr gildi. Greiðslur til sauðfjárbænda í janúar og apríl ganga því gegn þeim breyt- ingum. Greinargerð og umræður, sem fóru fram við setningu búvörulag- anna árið 1985, taka af öll tvímæli um að ákvæði 37. gr. þeirra laga um markaðsleit fyrir landbúnaðar- vörur er bundið við erlendan mark- að. Að verja úr Framleiðnisjóði 150-200 millj. kr. til niðurgreiðslu á kindakjöti innanlands stenst því ekki með neinu móti. Ekki er síður alvarleg sú ákvörð- un að lækka uppígreiðslu sauðfjára- furða, en eins og kunnugt er stað- festi forsætisráðherra bréflega Bréf ríkisstjórnarinnar 30. apríl 1989 8. Vaxta- og geymslugjald og fjármögnun afurða- og rekstrarlána vegna framleiðslu sauðfjárafurða. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að tryggð verði fjármögnun á uppsöfnuðum vaxta- og geymslukostnaði vegna birgða sauðfjár- afurða vegna framleiðsluársins 1988. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að bankakerfið fjár- magni með fullnægjandi hætti með veitingu rekstar- og afurða- lána, framleiðslu sauðfjárafurða, sbr. bókun í ríkisstjórn frá 28. nóvember 1986. Steingrímur Hermannsson (sign.) Bókun ríkissljórnarinnar frá 28. nóvember 1986 Samkvæmt upplýsingum viðskiptabankanna voru afurðalán út á kindakjöt 72,2% af óniðurgreiddu heildsöluverði hinn 21. mars 1985, og voru þau veitt út á allar birgðir. Eiga lánin því að vera þau sömu nú samkvæmt bókun ríkisstjórnarinnar þann dag. Og á sama hátt þau sömu og þá á aðrar afurðir sauðfjár og mjólkur- vöru, miðað við heildsöluverð þeirra á hverjum tíma... þann 30. apríl sl. að bankakerfið skyldi fjármagna með fullnægjandi hætti greiðslu á sauðfjárafurðum og er sérstaklega vitnað í af- greiðslu fyrrverandi ríkisstjórna frá árinu 1986. Það hlýtur að vera mikið um-' hugsunarefni fyrir fólkið í þessu landi á hvaða siðferðisgrundvelli málefni bændastéttarinnar eru meðhöndluð af þeim sem völdin hafa og ekki að ófyrirsynju þótt spurt sé: að hverjum kemur röðin næst? Höfimdur erþingmaður fyrír SjálfstæðisOokkinn í Austurlandskjördæmi. Egill Jónsson Um greiðslu sauðfjárafurða samkv. 29. gr. búvörulaga 1. Frumgreiðsla í síðasta lagi 15. október til þeirra sem slátra fyrir þann dag. Þeir, sem slátra síðar, hljóta greiðsluna í síðasta lagi tíu dögum eftir innleggsdag. Framleiðsluráð setur nánari regl- ur um greiðslurnar. 2. Fullnaðargreiðsla haustgrundvallarverðs (verð ákveðið 1. sept- ember) eigi síðar en 15. desember. Skýringar við 37. gr. ... Þá er einnig gert ráð fyrir að fjármagninu verði að hluta varið til markaðsöflunar fyrir búvörur erlendis, og að gert verði sérstakt átak í þeim efnum á umræddu tímabili... Búvörulög, 37. gr. Ríkissjóður skal leggja fram fjármagn til þess að mæta áhrifum samdráttar í framleiðslu mjólkur- og sauðfjárafurða. Fjármagni þessu skal varið til eflingar nýrra búgreina, markaðsöflunar og til fjárhagslegrar endurskipulagningar búreksturs á lögbýlum. Fjár- magnið skal renna í Framleiðnisjóð landbúnaðarins sem úthlutar þvi samkvæmt ákvæðum reglugerðar, er landbúnaðarráðherra set- ur... Stangveiði og Svisslendingar eftir Torfa Ásgeirsson Eftir nýafstaðinn aðalfund Landssambands stangveiðimanna, sem haldinn var í Munaðarnesi í byrjun þessar mánaðar, hafa birst tvær blaðagreinar um þann fund. Önnur greinin var í Dagblaðinu 6. nóvember og hin í Pressunni 9. nóvember. Samkvæmt blaðagrein- um virðist tvennt vera aðal áhyggjuefni fundarins. Ásókn út- lendinga í íslenskar laxveiðiár, og er í því tilefni nefndur hópur Sviss- lendinga, og virðisaukaskatturinn. Umfjöllunin í Pressunni um Sviss- lendingana er vinsamleg, og vil ég undirritaður bæta þar aðeins í, öðr- um til fróðleiks og leiðrétta áherslu- villur í blaðagreinunum. Árið 1981 Þetta ár fara Svisslendingarnir norður í Þistilfjörð til þess að ræða við bændur um áhuga sinn að leigja árnar Hafralónsá og Hölkná, að byggja veiðihús og laxaræktun í ánum sjálfum, og aðeins staðbundið við þær. Árið 1983 Þetta ár er gerður leigusamning- ur á milli Raplph D. og veiðiréttar- hafa Hafralónsár og svo líka á milli Swice (group), sem þeir gjarnan kalla sig, og eru þeir fjórir, og veiði- réttarhafa við Hölkná. í báðum þessum samningum er samið um byggingu veiðihúss, seiðasleppingar og vegabætur. Báð- ir samningarnir eru samhljóma í viðskiptaháttum, og má þar nefna að veiðihúsin afskrifast á níu árum og var hvert ár sem hluti af leig- unni. Hefðu árin níu ekki orðið öll skyldu bændur endurgreiða Sviss- lendingum það hlutfall sem eftir stóð í níundu hlutum og það vaxta- laust, ef bændur hefðu sagt upp samningum. Hefðu hinsvegar Swice sagt upp leigunni hefðu þeir fengið endurgreitt aðeins helming þessar- ar upphæðar. Góð atvinna í Vogum Vogum. ATVINNA hefur verið góð í Vogum í haust, að sögn Vil- hjálms Grímssonar, sveitar- stjóra, og hefur vantað fólk til starfa við fiskvinnslu. Að sögn Vilhjálms virðist hefð- bundin fiskvinnsla ganga bærilega og laxeldisfyrirtækin ekki hafa enn sagt upp starfsfólki þrátt fyrir greiðsluerfiðleika. Hafa menn áhyggjur af stöðu fiskeldisins og hvernig fer með þau atvinnutæki- færi sem sú grein veitir. Staða fiskeldisfyrirtækjanna hefur áhrif á fjárhag hreppsins því fiskeldisfyrirtæki skulda hreppn- um á fimmtu milljón króna sem er um 10% af áætluðum tekjum sveitarsjóðs á árinu. - EG Samningur til aldamóta Hjá Svisslendingunum hefur ver- ið mikill áhugi á því að rækta upp árnar. Hugmynd þeirra er sú að reisa við hverja á lítið fiskeldishús, þar sem ræktuð yrðu upp seiði að- eins við ána. Til þess að þetta yrði mögulegt voru þeir tilbúnir að að- stoða mann úr byggðariaginu til menntunar í þeim fræðum. Hver samningur er til þriggja ára eins og íslensk lög segja til um þegar um samninga við útlendinga er að ræða. Hefðu bændur strax tekið við sér og þegið boðið um fiskeldið, þegar það var borið upp við ótal tækifæri, væru nú þegar fiskeldis- hús við árnar sem ef til vill hefðu náð góðum árangri og allavega eignast dýrmæta reynslu. Bændur eiga nú þegar veiðihúsin og myndu á sama hátt eignast fiskeldið. Við samningsgerðina fyrir árin sem nú fara í hönd, var þetta aftur boðið, og hefðu afskriftir af þeim kostnaði ef til vill náð fram til aldamóta. Svisslendingarnir vita manna best að þeir geta ekki gert leigusamning lengur en til þriggja ára í senn, samkvæmt hérlendum lögum. Sennilega eru slík lög hugsuð sem einhverskonar verndun gegn áhrif- um útlendinga og ítök þeirra. En öll mál hafa tvær hliðar og geta þau líka verið hemill á hagstæða þróun í ræktun fiska til stangveiða. Það er eftirsjá í þeim árum sem ekki voruð til seiðiseldis við árnar sjálfar. Veiðin Árin 1981, 1982, 1983 og 1984 var laxveiðin í Hafralónsá og Hölkná sem hér segir. Hafralónsá: 36, 60, 52 og 25 laxar. í Hölkná sem hér segir í sömu röð: 26, 26, 25 og 22 laxar. í þessu dæmi taka Svisslendingarnir árnar á leigu, byggja veiðihús, og gerðu sér vonir um átak í laxaræktun. Þeir hafa einnig fengið til leigu Deildará og byggt þar ásamt bændum veglegt veiðihús. Veiði hefur farið vaxandi í þessum ám og ásamt vel búnum Torfi Ásgeirsson „Ef hrun verdur á stangveiðimarkaðinum innanlands, þá er sá munur á bændum og stangveiðimönnum, að hjá öðrum er þetta lifi- brauð en hinum íþrótt." húsum eru þær orðnar áhugaverðar fyrir íslenska stangveiðimenn. Það dugar ekki lengur að koma með 5 til 7 þúsund krónur í vasanum og fá fyrir það veiðileyfi í einn dag. íslendingum hefur verið boðið veiði- leyfi í þessum ám, og ekki þegið nema í litlum mæli. Þróunin hefur því orðið sú að útlendingar hafa komið í æ meira mæli. Verðlag á laxveiðileyfum er orðið það hátt í öllum góðum laxveiðiám að færri og færri geta keypt þau. Virðisaukaskatturinn Stangveiðimenn spá i þá hækkun sem virðisaukaskatturinn mun valda í verði á veiðileyfum. Skattur- inn mun örugglega valda sam- drætti í sölu veiðileyfa. Þar finnst undirrituðum, að í þeim umræðum sem fram hafa farið, vanti að gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar þetta geti haft fyrir bændur. Menn eru almennt sammála að verð til bænda sé í algeru hámarki, og þeg- ar 26% hækkun á veiðileyfum á sér stað gæti það þýtt algjört hrun á þeim viðskiptavenjum sem þróast hefur í fjóra til fimm áratugi. Hag- ur þeirra minnkar og með þessum boðuðu auknum afskiptum ríkis- sjóðs, yrði hagnaður hans af lax- veiðiám um eða yfir 50% af leigu- verði áa með þeim sköttum sem bændur greiða nú þegar. Ekki er gott að glöggva sig á því hvaða viðskiptaform tæki við, ef það sem nú er brestur, og verður það trúlega mismunandi eftir héruðum. Hinu er hættar við, að verði það eftir sem hér er bent á, að þá munu nýjar viðskiptavenjur ekíri verða gerðar til þess að bæta hag ríkis- sjóðs. Við það fyrirkomulag sem nú ríkir í sambýli og samkeppni útlendinga, sem færa mikinn gjald- eyri til landsins og íslendinga, þá hagnast ríkissjóður töluvert með "köttum sínum. Bændur í tímans rás hafa orðið miklar breytingar á búskaparháttum þeirra og hefur það þrengt að þeim. Þeir bændur, sem eiga laxveiði- hlunnindi, hafa orðið að treysta á þau hlunnindi í auknum mæli. Ef hrun verður á stangveiðimarkaðin- um -innanlands, þá er sá munur á bændum og stangveiðimönnum, að hjá óðrum er þetta lifibrauð en hin- um íþrótt sem þeir gætu lagt á hill- una í bili eða farið tii annarra landa eins og útlendingar gera. Þá tapað- ist mikill gjaldeyrir með báðum. Höfundur er umsjónarmaður með laxveiðiám.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.