Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 37
• • • MÓRÖÚNBLAÐÍÐ MÍÐVÍKIÍDAíitíít: 2^! NÓVÍÍfcdÉR Í9&9 ' ELDHUSKRÓKURINN Girnileg „græn“ terta Ef ykkur langar að breyta til og bjóða upp á öðruvísi ávaxtat- ertu í afmælinu, saumaklúbbnum eða spilaklúbbnum, þá ættuð þið að prófa þessa lystugu kívítertu. Tertan er mjög bragðgóð, og hana má jafnt nota með kaffi og sem eftirrétt, þá til dæmis með kældu freyðivíni! I tertuna þarf: Deig: 175 g hveiti, 100 g smjör eða smjörlíki, tsk. salt, 2 msk. sykur, 1 msk. mjólk. Fylling: 75 g marsípan, 1 peli rjómi, 2 eggjarauður, 2 msk. flórsykur, 4-5 kívíávextir. 1. Hnoðið saman hveiti, smjör eða smjörlíki, salt og sykur og vætið í með mjólkinni. Látið standa í kæliskáp í um 1 klukku- stund. 2. Rífið kalt marsípan á grófu riíjárni. Stífþeytið helminginn af ijómanum og hrærið út í hann marsípani, eggjarauðum og sigt- uðum flórsykri. Afhýðið 2 kívíá- vexti og músið þá með gaffli. Hrærið músinni út í íjómajukkið og bætið jafnvel smávegis af flór- sykri út í hræruna til viðbótar ef kívíið er í súrara lagi. 3. Fletjið út smjördeigið — sem búið er að vera að minnsta kosti klukkutíma í kæliskáp — og klæð- ið með því að innaTt smurt tertu- fat eða tertudisk með kanti. Klem- mið mjóar álpappírsræmur með- fram kantinum svo deigið sígi ekki meðan á bakstri stendur. Bakið tertubotninn í um 15 mínút- ur í 200 gráðu heitum ofni (180 gráðu heitum blástursofni), takið svo úr ofninum og íjarlægið álst- rimlana. Hellið fyllingunni í og bakið áfram í 15-20 mínútur við 180 gráðu hita (160 gráður í blástursofni). 4. Látið tertuna næstum alveg kólna áður en þið takið hana var- lega úr forminu. Hafi tertan verið bökuð í tertudiski er hún látin kólna niður, enda þarf þá ekki að taka hana úr diskinum. Þeytið afganginn af ijómanum og sprau- tið honum meðfram kantinum og í rákum þvert yfir tertuna. Af- hýðið hina tvo kívíávextina, skerið þá í sneiðar eftir löngunni og legg- ið sneiðarnar þétt saman milli ijómarákanna. Hugmynd: Ef þetta á að vera lúxus-terta þá bragðbætið fyllinguna með um 3 matskeiðum af sætu sérríi eða portvíni, en látið þá 1 msk. af maisenamjöli í, því annars þykkn- ar kremið ekki nóg. Svo er ekki verra að bera með skál af ískæld- um þeyttum ijóma að auki. Verði ykkur að góðu, Jórunn Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag TálknaQarðar Ævar Jónasson og Jón H. Gíslason sigruðu í þriggja kvölda Butler- tvímenningskeppni sem nýlega er lokið. Hlutu þeir 137 stig eða jafnmörg og Björn Sveinsson og Ólöf Ólafsdóttir. Ævar og Jón sigruðu í leiknum milli paranna og töldust því sigurvegarar. Haukur og Þórður urðu þriðju með 131 stig, Guðlaug og Kristín fjórðu með 113 stig og Egill óg Brynjár fimmtu með 111 stig. Bridsfélag Akureyrar Lokið er 8 umferðum af 18 í sveita- keppni félagsins, Akureyrarmóti. Spil- uð er tvöföld umferð, 2—16 spila leikir á hveiju kvöldi. Röð efstu sveita er nú þessi: Hermann Tómasson 165 Grettir Frímannsson 152 Örn Einarsson 149 DAGUR 136 GunnarBerg 130 Stefán Vilhjálmsson 123 Ormar Snæbjörnsson 101 Bridsfélag Breiðfirðinga Nú er lokið 10 umferðum af þrettán í aðalsveitakeppni félagsins, og er keppni mjög hörð um efstu sætin. Ein- ar sex sveitir koma til greina enn sem sigurvegarar í þessari keppni. Tvær sveitir eru reyndar jafnar í efsta sæti, en staðan eftir 10 umferðir er þannig: Salsha 182 Elís R. Helgason 182 HansNielsen 176 Ólafur Týr Guðjónsson 171 Guðjón Bragason 169 Sigmar Jónsson 163 HelgiNielsen 158 Ingibjörg Halldórsdóttir 153 Krislján Sigurgeirsson 150 Næsta fimmtudagskvöld fellur spila- mennska niður hjá félaginu vegna Reykjavíkurmóts í tvímenningi. Ellefta og tólfta umferðin verða spilaðar 30. nóvember. Myndatökur fró kr. 7.500.- til jóla. Öllum tökum fylgja tvær prufustækkanir, 20x25 cm. Ljósmyndastofan Mynd, sími 5 42 07, Ljósmyndastofa Kópavogs, simi 4 30 20. Hótel Akranesmótið Áformað er að endurvekja Hótel Akranesmótin, og mun mót verða hald- in þann 9. desember nk. (laugardag). Spilaður verður barómeter, hámark 30 pör og 2 spil milli para. Spilað verður um peningaverðlaun sem samtals eru 125.000 kr. Fyrstu verðlaun verða 50.000, önnur 30.000, þriðju 20.000, 37 fjórðu 15.000 og fimmtu verðlaun 10.000 krónur. Spilagjald verður kr. 2.300 á spilara, eða 4.600 á parið. Vegna takmarkaðs fjölda í þetta mót er spilurum bent á að skrá sig hið fyrsta. Skráning í mótið er í síma BSÍ, 689360, eða hjá Guðmundi Ólafssyni í 93-13097, eða Hreini Björnssyni í símum 93-12585 (h) og 93-12950 (v). " IDE -huröirnar frá Bústofni meö fræstum „fullningum“ prýöa heimilið og gefa því viröu- legan blæ. Þær fást gegnheilar eöa meö „frönskum“ gluggum, sem hleypa birtu á milli herbergja. Frönsku hurðirnareru einnig fram- leiddar tvöfaldar. Huröirnarfaravel í nýtízku húsakynnum sem og til endurnýjunar í eldri húsum. Þær eru því hvarvetna aölaðandi og hagnýt lausn. Arkitektar og iönaöarmenn hafa lokið lofs- oröi á hurðirnar fyrir vandaða smíöi. Tré er lifandi efni, sem rakastig loftsins hefur áhrif á. IDÉ-hurðirnareru hannaöarog smíöað- ar til aö þola 70% sveifluaukningu á rakastigi. • Huröarfleki samlímdurog karmurúrmassívri furu eða greni með innfræstum spjöldum. • Allirkarmar m/þéttilista • Allar hurðir fulljárnaðar meö sterkum, sér- smíöuðum lömum. • Allar breiddir fáanlegar af ýmsum gerðum. • Veröiö er vitaskuld hagstætt eins og á öllu ööru hjá BÚSTOFNI. Biöjiö um bækling. Komdu í Kringluna ú óvenjulega símasýningu Pósts og símo Þér er hér með boðið á símasýningu Pósts og síma dagana 22. til 25. nóvember á 2. hæð í Kringlunni. Við verðum með nýja og fullkomna síma og símsvara til sýnis og sölu og þú færð að vita allt um Sérþjónustu í stafræna símakerfinu og Almenna gagnaflutningsnetið. Komdu á símadaga í Kringlunni 22. til 25. nóvember. Þú hefur örugglega gaman afþví. POSTUR OG SIMI Við spörum þér sporin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.