Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐyiffUDAGUR 22. NÓVEMBER 1989 'i í sundur gliðna meginlönd Islensk þáttaröð um eldvirkni og jarðskjálfta í Sjónvarpinu I Sjónvarpinu hefst á fimmtudag íslensk þáttaröð um eldvirkni og jarðskjálfta á hnettinum okkar. Er þetta metnaðarfull þáttaröð og jafnframt dýrasta myndaröðin, sem Islendingar hafa lagt út í til þessa. Þetta er fræðslumynd af því tagi sem á ensku er kölluð „pop- ular science" eða alþýðuvísindi. Að myndaröðinni standa þeir dr. Guðmundur E. Sigvaldason, jarð- eðlisfræðingur, höfundur efnis og þulur í þáttaröðinni, og Jón Her- mannsson, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi hennar. Hafa þeir unnið við myndina í þrjú og hálft ár, ferðast vítt og breitt um jarð- kringluna, á alla þá staði sem Guð- mundur taldi styrkja myndina til að koma meginhugsuninni til skila, að sýna þau innri og ytri öfl, sem móta jörðina, svo og náttúruham- farir og háska mannfólksins í hinum ýmsu löndum jarðar. En jafnframt að fræða um að maðurinn þurfi ekki endilega að líta á þessar nátt- úrhamfarir sem óhjákvæmileg ör- lög, sem ekkert sé hægt að gera við, eins og Guðmundur E. Sig- valdason sagði við fréttamann blaðsins, sem horfði með aðstand- endum myndarinnar á tvo þessara þátta. — Jón og Guðmundur kváðust hafa bundist samtökum um gerð þessara þátta af tveimur ástæðum, Jón var að hugsa um að ýta undir íslenska kvikmyndagerð og Guðmundur að koma upplýsingum á framfæri. Þeir kváðust hafa gert þættina á þann hátt að ná_ til stærri áhorf- endahóps en er á íslandi, enda varla grundvöllur til annars, þegar gera á mynd af þessari stærðargráðu. Kostnaður er nú kominn upp í 25 Mál og menning: Söngvar Satans gefhir út á íslensku MÁL og menning hefur gefið út bókina Söngvar Satans eftir Salman Rushdie, í íslenskri þýðingu Sverris Hólmarssonar og Árna Óskars- sonar. Bókin vakti mikla athygli erlendis í febrúar á þessu ári, þeg- ar Khomeini, erkiklerkur í íran, lýsti höfundinn réttdræpan, þar sem hann hæddist að trú múslima og Múhammeð spámanni. Á bókarkápu segir svo um sög- una: Farþegaþotu er rænt og hún springur í loft upp yfir Ermar- sundi. Eins og fyrir kraftaverk bjargast tveir farþeganna lifandi, annar þeirra ástsæll indverskur kvikmyndaleikari, hinn ákafur aðdáandi alls þess sem enskt er. Þeim skolar á land á Englands- ströndu, en brátt kemur í ljós að þeir eru ekki samir og áður. Annar virðist hafa fengið geislabaug, hin- um vaxa klaufir og horn. I frétt frá Máli og menningu kemur fram, að í frásögn bókarinn- ar af draumum annarrar aðalsögu- hetjunnar sé dregin háðuleg mynd af Magún spámanni, en fyrirmynd hans sé Múhammeð spámaður. Þá sé lýst trúarleiðtoga, sem búi í út- legð í London, en bíði heiftúðugur þeirrar stundar er hann getur snúið aftur til ættjarðar sinnar og komið skikk á þjóðina. Hafi menn í þeirri lýsingu þóst sjá Khomeini erkiklerk Þá segir í fréttinni að útgáfa bókarinnar sé nú orðin liður í bar- áttu fyrir prentfrelsi. Bókin kon fyrst út í Bretlandi um mitt. síðasta ár, en hefur nú verið gefin út í Frakklandi, á ítalíu, Spáni, Noregi, Danmörku og í Þýskalandi. Söngvar Satans eru prentaðir í prentsmiðjunni Odda og eru 522 blaðsíður. Aftast í bókinni er orða- listi með helstu erlendu orðum, sem fyrir koma í henni. l,5%hækkun byggingar- vísitölu VÍSITALA byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan nóvember 1989, reyndist vera 157,9 stig, samkvæmt reikning- um Hagstofunnar, og hefur því hækkað um 1,5% frá október- mánuði. Þessi vísitala gildir fyrir desembermánuð. Þessi breyting samsvarar 20,1% hækkun, um- reiknuð til árshækkunar. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækk- að um 26,4%. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 7,2% og samsvarar það 32,1% árshækk- un. Af hækkun vísitölunnar frá októ- ber til nóvember má re"kja tæplega 0,4% til fjölgunar mælieininga í húsasmíði undanfarna mánuði, sem fram hefur komið við endurskoðun. Þá hækkar vísitalan um 0,3% vegna hækkunar á útseldri vinnu verkamanna. Raflagnaefni hækk- aði í verði um 3,8% og olli um 0,2% hækkun vísitölunnar. Verðhækkun ýmissa annarra efnisliða hafði í för með sér alis 0,6% hækkun vísitölu byggingarkostnaðar. l,08%hækkun lánskjaravísitölu SEÐLABANKINN hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir desem- ber 1989. Lánskjaravísitala 2722 gildir |fyrir desember 1989 og varð hækk- unin frá mánuðinum á undan 1,08%. Umreiknuð til árshækkunar hefur breytingin verið sem hér seg- ir samkvæmt fréttatilkynningu Seðlabanka íslands: síðastamánuð 13,7% síðustu 3 mánuði 23,1% síðustu 6 mánuði 21,0% og síðustu 12 mánuði 19,7% Launavísitala hækkar um 0,2% HAGSTOFAN hefur reiknað launavísitölu fyrir nóvember- mánuð 1989, miðað við meðal- laun í október. Er vísitalan 110,3 stig, eða 0,2% hærri en vísitala fyrri mánaðar. Samsvarandi launavísitala til greiðslujöfnunar fasteignaveðlána tekur sömu hækkun og erþví 2.414 stig í desembermánuði. Sigurður Sverrir við myndatöku á Hawaii. milljónir króna. Og hefur jafnframt verið gerð ensk útgáfa af henni. Þeir félagar fóru ásamt mynda- tökumanni kvikmyndarinnar, Sig- urði Sverri Pálssyni, og hljóðmann- inum, Þórarni Guðnasyni, víða um lönd, til Austurlanda fjær, Sov- étríkjanna, Mexíkó, Himalajafjalla, Frönsku Vestur-Indía og víðar. M.a. tóku þeir mynd af eldgosi á Hawaii. „Okkur tókst að halda kostnaði innan við 25 milljónir króna með því að fara allt á apex-fargjöldum og skipta á okkur að bera 100 kg. Einnig voru gerðar áætlanir upp á dag, við gátum hvergi beðið fram yfir það og vorum alls staðar ljón- heppnir," sögðu þeir. Línurit og teikningar gera sitt til að gera þessa þáttaröð aðgengi- lega og auðskilda hverju barni, en teiknari er Jón Axel Egilsson. Tón- listina, semfellurmjögvelaðmynd- inni, samdi Jón Ásgeirsson. I raun- inni er myndaröðin svo aðgengileg og lifandi að þarna ættu fullorðnir og börn að geta áttað sig fyrir- hafnarlítið á þessari jörð, sem við búum á, með eðliseinkennum henn- ar og hreyfingum, flekareki og meðfylgjandi náttúruhamförum og hvernig náttúrufarsógnir hafa áhrif á líf manna og störf. Enda höfðu bæði Sjónvarpið og Námsgagna- stofnun keypt sýningarrétt fyrir- fram, sem gerði þeim félögum fært að leggja í ævintýrið. En til að hafa upp í myndina þurfa þeir að selja þáttaröðina til 10-15 sjón- varpstöðva erlendis. Þótt yfir myndaröðinni sé al- þjóðlegur blær og hún berist um víða veröld, þá er í henni mikið efni af Islandi, eldgosum og jarð- myndunum, enda eru aðeins tveir staðir á jörðinni þar sem jarðplötu- hryggina má sjá á þurru landi, í Eþíópíu og á íslandi. Kvaðst Guð- mundur hafa átt mikið eldgosaefni sjálfur, enda hefur hann upplifað og unnið við jarðelda á íslandi í áratugi. En undirtitlar þáttanna sex gefa innsýn í efni þeirra. Þeir eru teknir úr texta sem birtist fremst í hverjum þætti á eftir aðalheitinu: Hin rámu reginöfl. Er í hverjum þætti lýst upp það vísuorð, sem við á hverju sinni: Um sól og jörð, um sjó og strönd í sundur gliðna meginlönd. Um kraft sem skelfir drótt og dýr í dróma glóðin undir býr Ef notum vit sem Guð oss gaf vér getum kannski lifað af. E.Pá. Mengunar- varnir við ál- verið ræddar FULLTRÚAR ÍSAL og full- trúar frá heilbrigðis- og iðn- aðarráðuneytinu, Hafhar- fjarðarbæ og Hollustuvernd eiga um þessar mundir form- Iegar viðræður um aðgerðir til mengunarvarna og meng- unarmörk við álverið í Straumsvík. Þessar viðræður eiga sér stað í framhaldi af árlegri skýrslu Flúornefhdar þar sem kemur fram að flúor- mengun frá álverinu. var óvenju mikil í fyrra og með því mesta sem mælst hefur. Á fundi Jóns Sigurðssonar, iðnaðarráðherra, og Edward Notter, aðalforstjóra Alusuisse, fyrir skömmu voru þessi mál rædd og sérstaklega mengun fyrrihluta síðasta árs. Notter ítrekaði á þeim fundi að áætlun fyrirtækisins um mengunar- varnir yrði fylgt eftir. Mengunin var mest fyrri- hluta ársins í fyrra og talið er að slæm rafskaut hafi verið átæðan fyrir óvenju mikilli mengun. Einnig er talið að gerð og gæsla á kerjalokum hafi verið ábótavant og rekstur hreinsitækja gengið illa. ÍSAL hefur á þessu ári varið töluverðum fjármunum til mengunarvarna og m.a. sett um vélknúinn lokunarbúnað á hluta kerjanna en til stendur að slíkur búnaður komi á öll kerin í Straumsvík. Þ.ÞORGRlMSSON&CO ABET HARÐPLAST Á BORÐ ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 Viö erum ekki bara hagstœöir... K R I N G L A N "VÍd *""" betrL & ** 58 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.