Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 33
\- MORGUNBLABÍÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1989 33 Minning: Sigmundína Péturs- dóttir frá Laugum Fædd 16. september 1918 Dáin 15. nóvember 1989 Ekkert er jafn erfitt að sætta sig við í lífinu og þegar náinn ástvinur fellur frá, þá verður mannlegur þáttur svo magnlaus. Nú er elsku amma dáin eftir löng og ströng veikindi. Margar góðar minningar vakna og söknuðurinn er sár, en vitneskjan umað hvíldin var henni kærkomin er okkar huggun. Amma stóð alltaf með okkur, sama hvað á gekk. Alltaf vorum við velkomin upp á Holt, og stóð hún í dyrunum þegar við komum og sá maður alltaf glitta í lítið tár sem leyndist í augnkrókunum af gleði að sjá okkur þrjár systurnar þegar við komum að norðan að heimsækja hana. Amma var sú sem hélt fjölskyld- unni saman, hún fylgdist vel með stórum sem smáum atburðum í lífi hvers fjölskyldumeðlims. Ekkert var svo lítilfjörlegt að hún sýndi því ekki áhuga. Elsku afi, missir þinn er mikill. Þú studdir ömmu í hennar erfiðu baráttu sem nú er lokið. Megi guð styrkja þig, börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin á þessari erfiðu stundu. Arna María Ævarsdóttir og fjölskylda. í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín, Sigmundína Pét- ursdóttir frá Laugum við Súganda- fjörð. Hún iést að morgni 15. nóv- ember eftir erfitt stríð við þann sjúkdóm sem dró hana til dauða. Kynni mín af þessari konu verða mér alltaf ógleymanleg, fyrst og fremst vegna þess hversu heilsteypt hún var í gegnum lífið og samkvæm sjálfri sér í einu og öllu. Það var sérstaklega skemmtilegt að hafa hana nálægt sér, því það var alltaf grunnt í hláturinn og húmorinn. Enda var það ekki að ástæðulausu að við hjónin tókum hana með okk- ur í mörg skemmtileg sumarleyfi og var hún í raun ómissandi að okkur fannst. Það sem Munda hafði fram yfir margar aðrar manneskjur var að hún hugsaði fyrst um sína nánustu og lét sig sjálfa koma síðast. Kom það greinilega fram þegar hún lá fársjúk heima hjá sér og eiginkona mín var að eiga sitt síðasta barn, að hún reyndi að láta sem henni liði bara vel, þótt hún væri helsjúk, enda var hún búin að ákveða það að fara ekki aftur á spítalann fyrr en hún væri búin að sjá barnabarn sitt. Og sama daginn og hún fékk að líta litla dóttursoninn augum var hún flutt með sjúkrabíl á Landspít- alann og Iést þar viku seinna. Ég hefði ekki viljað missa af því að kynnast Sigmundínu Péturs- dóttur, því þó að hún sé nár, þá er svo margt sem hún skilur eftir sem við munum geyma alla tíð í brjóstum okkar. Eitt ferðalag er mér alveg ógleymanlegt sem við fórum sumar- ið 1968. Ég hafði skrapað saman í lítinn bíl, og við lögðum af stað akandi alla leið í Súgandafjörð, ég, konan mín Sonja, Ástþór bróðir hennar og Munda, sem var sjálf- skipaður fararstjóri. Við lentum í miklum og skemmtilegum erf iðleik- um á leiðinni, en enduðum í firðin- um fallega Súganda og þá sá ég hvaðan Munda hafði þetta blíða og skérnmtilega í fari sínu. Ég gæti haldið endalaust áfram og þess vegna skrifað heila bók um Mundu, en læt hér staðar numið að sinni. Ég vil fyrir hönd barna minna og barnabarns míns þakka henni samfylgdina sem hefði mátt vera lengri og eins og hún sagði einu sinni við mig; „að þú vildir alltaf hafa þína nánustu næst þér, þá veistu að við eigum öll eftir að hittast á sama stað aftur". Guð geymi elsku Mundu. Magnús Ólafsson Þegar æviþrautin dvín, þegar lokast augun mín, þegar ég við sælli sól sé þinn dóms- og veldisstól: Bjargið alda, borgin mín, byrg mig þá í skjóli þín. (M. Joch.) Það var fyrir tíu árum að ég kom fyrst á heimili Mundu tengdamóður minnar og tengdaföður míns, Harð- ar Vigfússonar. Þar var mér frá upphafi tekið sem dóttur þeirra og þannig hefur það verið síðan. Þegar ég í dag kveð hana Mundu mína, fer það svo að mér veitist erfitt að tjá tilfinningar mínar og að lýsa svo sterkum persónuleika sem hún var. Hún tilheyrði þeirri kynslóð, sem upplifað hefur mestu breytingatíma sem orðið hafa í íslensku þjóðfé- lagi. Fædd var hún á Laugum í Súgandafirði, dóttir hjónanna Pét- urs Sveinbjörnssonar og Kristjönu Friðbertsdóttur, en þau eignuðust 12 börn. í þessum stóra systkina- hópi ólst Munda upp, en einn bróð- ur missti hún ungan. Þó að hún byggi í áratugi í Hafn- arfirði, voru æskuárin á Laugum henni svo kær, að hún verður alltaf tengd þeim stað í huga mínum. Hún hafði mikla frásagnarhæfi- leika og var óþreytandi að segja okkur frá þessum tíma, svo að það var allt ljóslifandi í huga okkar. Þessi tími var svo gjörólíkur okkar tímum. í gamla bænum á Laugum hefur sjálfsagt ekki verið hátt til lofts né vítt til veggja samanborið við það sem nú er. En þar ólst stóri systkinahópurinn upp hjá ástríkum foreldrum. "• Er mér minnisstæður vitnisburð- ur þeirra systkina á ættarmóti sem haldið var 1984 í aldarminningu Kristjönu Friðbertsdóttur. Þar kom fram að þau höfðu verið alin upp í óbifandi kærleika og trú, sem var þeim það vegarnesti sem best reyndist. Nú hefur stórt skarð verið höggv- ið í þennan samrýnda systkinahóp. Jófríður féll frá 1972 og nú hafa tvö systkinanna látist á aðeins þremur mánuðum. Páll, sem bjó á Laugum eftir foreldra sína, lést hinn 7. ágúst síðastliðinn. Eins og títt var um barnmargar fjölskyldur fóru systkinin frá Laug- um ung að vinna fyrir sér. Munda kynntist því snemma mikilli vinnu og þannig var hún alla tíð, vinnu- söm svo af bar. Leið hennar lá hing- að suður og hér vann hún hin ýmsu störf. Frásagnir hennar af þeim störf- um geymast í minningunni, sem brot af öllu því sem þessi lífsreynda kona fræddi mig um. Eitt var þó það starf eða hlutverk sem var henni allra mest yirði og það var móðurhlutverkið. Ástrfkari móður var ekki hægt að finna — daga og nætur vakti hún yfir velferð barna sinna til hins síðasta dags. Það er því mikið tóm sem slík móðir skilur eftir sig, en minning- arnar munu lýsa börnum, eigin- manni hennar og öðrum ástvinum um ókomin ár. Tengdamóðir mín eignaðist alls átta börn, það yngsta lést fárra daga gamalt. Barnabörnin eru orðin tuttugu og eitt og barnabarnabörn- in þrjú. Stuttu eftir að við kynntumst veiktist Munda alvarlega og varð að fara í mikinn hjartauppskurð úti í London. Eftir það var hún aldrei heil heilsu og varð að hætta að skúra í Lækjarskóla, sem hún gerði í mörg ár. Það þótti henni sárt, því henni þótti afar vænt um starfið og skólann. Hún lét sig þó ekki muna um að prjóna óteljandi vettl- inga, peysur, húfur og sokka á barnabörnin og stór litskrúðug teppi heklaði hún og gaf hverju barna sinna. Á hverjum sunnudegi kom fjöl- skyldan saman hjá Mundu og Herði á Mosabarði 11. Þar biðu okkar ýmiskonar heimabakaðar tertur og kökur. Tengdamamma lék á alls oddi og var hrókur alls fagnaðar. Lífsgleði hennar var smitandi og hnyttin tilsvör ógleymanleg. Heimilið og börnin hennar báru vitni um ást hennar á því fagra og bjarta — hinu ljóta sneiddi hún hjá og gleymdi. Hún átti sterka trú á Jesú Krist, sem hún miðlaði til okkar hinna meðal annars með vísum sem hún orti. Það átti hún reyndar ekki langt að sækja, því Kristjana móðir henn- ar var hagmælt, svo og mörg systk- ini Mundu. Þá var Munda* ákaflega söngelsk kona. Söng hún mikið við vinnu sína og á hverjum sunnudags- morgni hlýddi hún á messu í útvarp- inu og söng með, því_ hún kunni ógrynni af sálmum. í sjötugsaf- mælinu hennar fyrir rúmu ári, þar sem fj'öldi vina hennar og skyld- menna var samankominn á Mosa- barðinu, er minnistætt að hún fékk alla til að syngja saman, — annað gat hún ekki hugsað sér. Sem amma var hún óþreytandi ög sinnti öílum barnabörnuhum með mildi og þolinmæði. Hverju einasta þeirra var hún kær. Lítinn sonarson hafði hún í gæslu síðast- liðinn vetur, eða allt þar til sá sjúk- dómur uppgötvaðist, sem nú hefur orðið henni að aldurtila. í sjúk- dómsstríði sínu, sem var bæði langt og strangt, stóð hún sig eins og hetja, hógvær og lítillát og hélt áfram að gefa af sjálfri sér. Ég veit að hún hefði viljað að við ástvinir hennar sýndum sama styrk og trú og hún ger'ði og værum minnug fyrirheitsins sem Jesú gaf okkur: „Sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Og hver sá sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu deyja." Blessuð sé minning mætrar konu. sísr Það er mikill missir þegar ein- hver okkur mjög kær fellur frá. Ekki síst þegar um er að ræða manneskju sem gaf svo miklu meira af sjálfri sér en flestum er unnt. , Munda móðursystir okkar var einstök frænka. Foreldrar hennar voru hjónin Kristjana Friðberts- dóttir og Pétur Sveinbjörnsson, Laugum, Súgandafirði. Hún ólst upp í foreldrahúsum við ástríki og hlýju í stórum systkinahópi. Munda var sú áttunda í röðinni af tólf systkinum og eru átta þeirra enn á lífi. Heimili hennar einkenndist af stakri reglusemi. Tími til leikja var skipulagður, jafnt sem tími til vinnu. Sumarleikir voru boltaleikir, hopp og hlaup um þúfur, búleikir en leikfóngin iyrst og fremst fund- in { fjörunni neðan við heimilið. Yfir vetrartímann voru systurnar oft í mömmuleik eða þá að þær settu upp leikrit, þar hefur skemmtileg frásagnargáfa Mundu örugglega notið sín. Úti renndi hún sér á skíðum sem voru tunnustafir og prik notaði hún sér til stuðn- ings. Sem barn síns tíma fékk hún fljótt sín störf á heimilinu, t.d. við að hreinsa, raka, rifja, kemba ull, prjóna og gæta kinda við fráfærur. Hún fékk trúarlegt uppeldi sem hafði gildi fyrir hana allt h'fið. Minn- ingar hennar um æskustöðvarnar voru bjartar og ljúfar. Okkur finnst að vísa sem móðir hennar orti um æskustöðvar sínar eigi einnig við minningar Mundu um æskuna: Þá var ævin björt og blíð bærði lítt á meini. Þá var lundin létt og þýð sem lækur rynni af steini. ,Tr „, 1 (K.F.) Munda fór ung að heiman til vinnu á ýmsum stöðum á Vestfjörð- um. Nítján ára fluttist hún suður. Hún var eftirsótt til vinnu enda dugnaðarforkur. Hún vann m.a. á Vífilsstöðum, þar eignaðist hún sitt fyrsta barn, Magnús Einarsson 1941. 30. desember 1945 giftist hún Herði Vigfússyni, blikksmið, og hófu þau búskap á Vitastíg 6a í Hafnarfirði. Saman eignuðust þau sjö börn: Vigfús Ævar, f. 1946, Elísabet Sonju, f. 1948, Kristjönu, f. 1949, Þórð, f. 1951, Kristínu Ásu, f. 1953, Ástþór, f. 1956, og dreng sem þau misstu strax eftir fæðingu, f. 1961. Barnabörn þeirra eru tuttugu og eitt og barnabarna- börnin þrjú. 1965 fluttu þau að Mosabarði 11 í sama bæ og hafa þau hjónin búið þar síðan. Heimili þeirra var alla tíð snyrtilegt og hlý- legt, þrátt fyrir stóran barnahóp. Munda naut þess að fegra í kringum sig og hafði mikið dálæti á blómum. Hún hafði gaman að söng og söng líka iðulega við heimilisstörfin. Hann létti henni oft stundirnar á erfiðum tímum. Lestur var henni einnig hugleikinn, einkum ljóðalest- ur, og kunni hún fjöldann allan af kvæðum. Það sem einkenndi Mundu þó einna mest var lífsgleðin. Munda^var sérstaklega næm á barnssálina, hafði alltaf tíma til að setjast niður og tala við okkur og sýna þeim viðfangsefnum áhuga sem við vorum að fást við þá stund- ina. Hún átti 'íka alltaf eitthvað góðgæti í fórum sínum þegar við komum í heimsókn. Við eigum líka ljúfar minningar frá þeim tíma þegar Munda kom með barnahópinn að æskustöðvum okkar í Selskarði. Oft fengu syst- urnar lítinn tíma til að spjalla sín á milli, þvi forvitin barnseyru vildu ekki missa af neinu. Ekki síst þeg- ar verið var að rifja upp gamla tíma. Leikhæfileikar Mundu og smitandi hiátur drógu okkur að. Eftír að börnin komust á legg vann Munda í fjölda ára við ræst- ingar í Lækjarskóla og minntist hún oft góðra félaga þar. Því varð það henni erfitt þegar hún vegna veik- inda þurfti að hætta vinnu. Þau höfðu það í för með sér að hún fór í hjartaaðgerð til London 1981 og náði hún aldrei fullri heilsu eftir það. Heilsufari Mundu fór svo hrak- andi í fyrravetur, nýr sjúkdómur greindist sem ekki var hægt að ráða við. Við vottum eiginmanni hennar, Herði, okkar innilegustu samúð. Einnig börnum og tengdabörnum sem sýndu henni einstaka hlýju og ræktarsemi, ekki síst í veikindum hennar. Aðrir afkomendur fá einnig okkar bestu samúðarkveðjur sem og systkini Mundu. Við þökkum Mundu frænku fyrir samfylgdina og alla þá hlýju sem hún gaf okkur. Tilvitnun úr bókinni „Spámaður- inn" eftir Kahlil Gibran finnst okk- ur viðeigandi: „Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín." Sveinbjörn, Sóley og Guðrún. 0, mamma, elsku mamma, ég hugsa heim til þín. „0, Jesús, bróðir besti", þér sendi ljósin sín. - Og guð þig gleðji, þegar þú grætur - vegna mín! (Jóhannes úr Kötlum) Það er vetur og myrkvast af nótt. Þá rennur upp tími kveðju- stundar. Nánasti ástvinur leggur í för til grænna grunda í heimi eilífra lifenda. Móðir mín, sem öllum öðr- um var mér nánari og kærári legg- ur frá landi og kveður þennan heim. Það er harmsefni. Það er líka þakkarefni. Margra mánaða þrautir og bar- átta er á enda, Drottinn hefur tekið hana til sín í náðarfaðm sinn, eins og hún umvafði okkur öll með kær- leik sínum, meðan hún enn gekk um grundir. Enginn vinnur sitt dauðastríð. Frá fyrstu dögum sínum á Laug- um í Súgandafirði til síðustu daga í Hafnarfirði umvafði hún umhverfi sitt, ættingja og vini, með >elsku sinni, gleði og hjartahlýju. Hún var dásamlegur ferðafélagi minn í þessu Iífi í meir en fjörutíu ár og fórnaði öllu til að reynast mér og öðrum hinn sanni lífsvinur sem hún var. Hún elskaði allt, fyrirgaf allt, umbar allt. Hvar sem hún gekk, markaði hún spor, — ekki sjálfri sér til þæginda eða upphefðar, heldur af umhyggju fyrir öðrum, — mönnum og málleys- ingjum. Allir þeir sem hana þekktu, vissu að hún hugsaði ekki um eigin hag, — heldur náungans, — skyldra sem vandalausra. Bernskuslóðirnar, foreldrar, systkini og annað venslafólk, var ¦ henní ávallt ofarlega í huga og hún unni því öllu heilum huga. I for- eldragarði á Laugum hlaut hún það vegarnesti sem hún bjó að alla tíð. Þar lærði hún að vinna, lesa og iðja. Og þar lærði hún aðlsiðja og elska og að óttast Guð sinn herra, sem reyndist hennar styrkur í gtíkí og raunum til hinstu stundar. Hún vissi að Hann var mátturinn og dýrðin og að Honum mætti treysta. Til síðustu stundar efaðist hún aldr- ei og æðraðist ekki þegar vitað var að hverju dró. Því þó líkaminn tærð- ist og sjúkdómurinn réðist á hold og bein, var hugurinn skýr og hjart- að hreint. Aldrei óhrein hugsun, aldrei blót eða ragn, aðeins bæn og óskir og uppörvandi orð. Og heimilið. Sinn unaðsreit átti hún. Og dulítinn garð. Hann ra^ía? aði hún vel eins og allt annað. Vildi að öllu hlúa. Og það greri undan hollum höndum hennar. Hún hafði grænar hendur. Blómin hennar gráta nú eins og aðrir sem iðrast og sakna. Hún studdi mann sinn og börn sín jafnt á glóðum tímum og döpr- um. Hún hugsaði um barna- og barnabörnin öllum stundum og heimsóknir, sendibréf og myndir af þeim voru henni afar dýrmæt. Hún var fyrst og fremst móðir, formóð- ir, og gladdist yfir því, þó stundum bæri ský fyrir sólu. Nú styttist til jóla. Frá bernsku voru þau hennar hátíð. Hún minnt- ist kertanna og spilanna. Ég mlfífr- ist alls þess sem hún á sig lagði, til að geta, — af litlum auði, — glatt sína nánustu á helgustu hátíð árs- ins. Hver munnur, hver vinur, hver ættingi skyldi hljóta einhverja glaðningu frá hennar hendi, enginn mátti gleymast. Enginn gleymdist. Jafnvel allt árið var hún að und- irbúa næstu hátíð, kaupa eða prjóna eitthvert lítilræði, sem notast skyldi í fyllingu tímans. Hún var gull. Sérhver dagur, sérhver stund var í rauninni hátíð. Návist hennar gerði í rauninni alla daga að jólahátíð. Ég get aldrei launað allt það mikla sem hún lagði á sig í lífinu fyrir mig. Og ég get ekki þakkað henni alla þá umhyggju sem hún ávallt bar fyrir dætrum mínum. Algóður Guð gerir það. Það er mikill tregi í sálu minni og söknuður djúpur og sár. Og eng- inn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Ég kveð hana í harmi og a eftir að sakna hennar mjög. Drottinn blessi hana og varðveiti alla tíð. Kærum pabba mínuni, Herði Vig- fússyni, og öðrum ástvinum mömmu votta ég dýpstu samúð og bið Guð um að gefa þeim styrk á saknaðarstundu. Blessuð sé minning móður minnar, Sigmundínu Pétursdóttur. Nú siglir hún lygnan sjó á landi lifenda. Starfsfólki deildar 13D á Land- spítala eru færðar hugheilar þakkir fyrir umönnun hennar alla. Hún er mikils metin. Ævar Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.