Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLABIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1989 c-23 ¦ LONDON. Nytt alnæmibólu- efhi sem þróað hefur verið í Bret- landi verður að öllum líkindum próf- að á sjálfboðaliðum á næsta ári, að því er breskur vísindamaður, dr. Geoffrey Schild, sagði á sunnudag. „Á aðeins einu ári eru menn orðnir miklu bjartsýnni á það en áður að unnt sé að búa til bóluefni gegn alnæmi," sagði dr. Schild í viðtali við PA-fréttastofuna í Bretlandi. Hann sagði að ætlunin væri að prófa nýja bóluefnið á nokkrum tugum sjálfboðaliða. Eftir bólu- setninguna yrði kannað hvort mót- efni, sem veitt gætu vörn gegn al- næmi, ef viðkomandi smitaðist, væru til staðar í blóði hans. ¦ KAÍRÓ. Mikill fjöldi egypskra yerkamanna, sem starfað hafa í írak síðan á dögum Persaflóastríðs- ins, streymir nú heim til Egypta- lands vegna óánægju með nýjar reglur um hámarksupphæð, sem þeir mega senda heim til Egypta- lands. Hefur fjöldaflótti þessi orðið til þess að írösk stjórnvöld hafa lof- að að greiða verkamönnunum sam- anlagt u'm það bil eina milljón Bandaríkjadollara (63 - milljónir ísl.kr.) á dag til að bæta þeim upp það sem þeir telja sig hafa verið svikna um. Við heimkomuna hafa egypsku verkamennirnir borið írök- um illa söguna og meðal annars sakað þá um hafa myrt nokkra ianda sinna, sem eftir urðu í Bagh- dad. Baskaþingmaður myrtur í Madrid Madrid. Reuter. VOPNAÐIR menn réðust inn í veitingahús í Madrid á Spáni og skutu baskneskan þingmann til bana á mánudagskvöld. Annar þingmaður særðist alvarlega. Bensínsprengjum var kastað á banka og lestar- stöðvar og allsherjarverkfall boðað í Baskahéruðunum í norðurhluta landsins er morðinu var mótmælt í gær. Denis Healey. ¦ LONDON. Verkamannaflokks- þingmaðurinn Denis Healey, sem nú er orðinn 72 ára gamall, sagði á mánudagskvöld að hann ætlaði að draga sig í hlé í breskum stjórn- málum. Hann sagði í bréfi til stuðn- ingsmanna sinna í Leeds í Norður- Englandi, að hann mundi ekki bjóða sig fram í næstu kosningum, heldur vildi hann rýma fyrir sér yngri manni. Healey gegndi um árabil embættum varnarmálaráðherra og fjármálaráðherra í ríkisstjórnum Verkamannaflokksins. Hann hefur verið talinn hafa alla burði til að verða forsætisráðherra án þess að ná því marki. Á efri árum hefur hann notið óumdeildrar virðingar sem reyndasti stjórnmálamaður flokks síns og hefur nýlega gefið út endurminningar, sem.hafa feng- ið góðar viðtökur. ¦ WELLINGTON. Á ráðstefnu um fiskveiðimál, sem nú stendur yfir á Nýja-Sjálandi með þátttöku 20 landa við Suður-Kyrrahaf, hefur reknetaveiði verið harðlega gagn- rýnd. „Við teljum að reknetaveiðar séu óábyrg veiðiaðferð frá vist- fræðilegu sjónarmiði," sagði Geof- frey Palmer, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, við setningu ráð- stefnunnar á þriðjdag, en hann fer einnig með umhverfismál í ríkis- stjórninni. „Stjórnvöld, sem leyfa að allt að 50 kílómetra langar neta- lagnir myndi „dauðamúr" úti fyrir ströndum landa sinna, brjóta með því hafréttarlög," sagði Palmer. ¦ VARSJÁ. Verðbolgan er kom- in í 447% í Póllandi miðað við þró- un verðlags þar í landi í október- mánuði, samkvæmt upplýsingum stjórnarinnar. Hækkun verðlags í september jafngilti 269% verðbólgu á ári. Verðbólgan í fyrra nam 74%. Samdráttur varð í iðnaðarfram- leiðslu seinni hluta október og þá dró einnig úr verðhækkunum. Þannig hækkuðu matvæli að jafn- aði um 65% í október en þó aðeins 4,5% í síðustu viku mánaðarins. Sjónarvottar sögðu að tveir menn, annar þeirra með hettu yfir höfðinu, hefðu hafið skothríð á sjö þingmenn Herri Batasuna (HB), er þeir sátu að snæðingi í veitingahús- inu. HB er róttækur flokkur Baska og talinn stjórnmálaarmur aðskiln- aðarhreyfingarinnar ETA. Einn þingmannanna, Jose Muguruza, lést á sjúkrahúsi og annar, Ignacio Esnaola,' er í lífshættu. Talsmenn flokksins höfðu skýrt frá því að þingmennirnir myndu taka þátt í störfum þingsins eftir að hafa snið- Svíþjóð: Fjölgarí verkfalli kemrara Stokkhólmi. FrA Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. Kennaraverkfallið í Svíþjóð nær nú til 17.000 kennara. Fyrir viku lögðu um 10.000 háskóla- menntaðir kennarar niður vinnu og á mánudag bættust í hópinn 7.000 kennarar, sem tilheyra öðrum samtökum. Vegna þessa hefur rúmlega hálf milljón nem- enda litla sem enga kennslu. Deilurnar snúast um kaup og kjör og hvað háskólamenntaða fólk- ið varðar ekki síst um þá fyrirætl- an, að hámarkslaun allra kennara verði þau sömu án tillits til mennt- unar. Kennararnir, sem lögðu niður vinnu á mánudag, eru félagar í samtökum fólks í skrifstofu- og stjórnunarstörfum, TCO, en þau hafa í meginatriðum fallist á tillögu um nýjan kjarasamning. í dag, miðvikudag, kemur í ljós hvort kennarar hafa samþykkt hann og er þess beðið með mikilli eftirvænt- ingu. Verði samningurinn felldur ætla háskólamenntaðir kennarar að gera hlé á verkfallinu og setjast aftur að samningaborðinu við hlið TCO en verði hann samþykktur segjast þeir tilbúnir til að halda aðgerðun- um áfram í langan tíma. Ingvar Carlsson forsætisráðherra sagði á þingi háskólamenntaðs fólks, sem var haldið á mánudag, að deilan yrði ekki leyst með lögum. Kanada: Erfiðleikar ílaxeldinii Washington. Frá fvari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Stæirsta laxeldisfyrirtæki v í Kanada, Royal Pacific Seafarms í Bresku Kólumbíu, getur ekki stað- ið í skilum með afborganir af rúm- lega 200 milljón kr. láni, sem fall- ið er í gjalddaga. Fjárhagserfiðleikar fyrirtækisins hafa orðið til þess, að helstu frammá- menn í stjórn þess hafa sagt af sér. Var sala á hlutabréfum fyrirtækisins í kauphöllinni í Vancouver stöðvuð eftir að þau höfðu fallið verulega í verði Á síðasta ári var velta fyrirtækis- ins rúmlega hálfur milljarður ísl. kr. en í upphafi þessa árs varð það að taka rekstrarlán, sem var heldur meira en ársveltan. Fyrirtækið er að mestu í eigu Evrópumanna. gengið þau í tíu ár til að knýja á stjórnvöld um að hefja samninga- viðræður við Baska. Flokkurinn missti eitt þingsæti en hélt fjórum í kosningunum til neðri deildar þingsins 29. október og er með þrjá þingmenn í efri deildinni. Felipe Gonzales forsætisráðherra fordæmdi morðið og sagði það til- ræði við lýðræðið í landinu. Tals- menn HB skelltu hins vegar skuld- inni á stjórnarflokkinn og ýmsa aðra flokka, sem þeir sögðu hafa komið upp vopnaðri sveit til að ráð- ast á baskneska aðskilnaðarsinna. Óþekktur maður hringdi í bask- neska fjölmiðla og lýsti morðinu á hendur sér í nafni GAL, leynilegrar dauðasveitar sem sökuð er um að hafa myrt 27 ETA-liða á árunum 1983-87. Grunur leikur einnig á að menn innan ETA, sem andvígir eru viðræðum við stjórnvöld, hafi myrt þingmanninn. Arásin á mánudag var gerð er þess var minnst að fjórtán ár voru liðin frá því Francisco Franco hers- höfðingi, fyrrum einræðisherra landsins, lést. Þann dag voru einnig fimm ár liðin frá því atkvæðamikill baskneskur þingmaður, Santiago Brouard, var myrtur. ¦\ Drottninghlakkar til Islandsfhrar Fyrsti fundur neðri deildar breska þingsins eftir þinghlé var í gær og var þá sjónyarpsmönnum heimil.að í fyrsta sinn að taka myndir í þingsalnum. Á myndinni sjást vélar þeirra fyrir ofan nokkra þing- menn Verkamannaflokksins. Elísabet II Bretadrottning hélt hefð- bundna setningarræðu sína og kynnti fimmtán ný stjórnarfrumvörp, sem afgreidd verða í vetur, og búast menn við snörpum umræðum. í upphafi ræðunnar sagðist drottningin hlakka til opinberra heim- sókna sem hún afráðið að fara í á næsta ári til Nýja Sjálands, ís- lands og Kanada. slípirokkur verð frá kr. 7.744 HORKUTOL FYRIR VANDLÁTA >BU1CI< DECKER I ÖLL TÆKIERU í STÁLKÖSSUM J SÖLUSTAÐIR UM ALLT LAND BORGARTUNI 31 SINDRAA aSIALHF SIMI -62 72 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.