Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 39
. MORGfONBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÖVÉMBER 1989 39 TR í undanúrslit Evrópu- keppninnar á byggingarárinu Skák MargeirPétursson TAFLFÉLAG Reykjavíkur stendur í miklum stórræðum þessa dagana. Það er komið í fjögurra liða úrslit í Evrópu- keppni taflfélaga með stórsigri yfir hinu öfluga ungverska liði MTK Budapest, 8-3 á útivelli og á föstudaginn verður nýtt og glæsilegt félagsheimili í Faxafeni 12, 2. hæð, tekið í notkun. Við það gjörbreytist öll aðstaða til skipulagðrar tafi- mennsku á Reykjavíkursvæð- inu. Flesta alþjóðlega skákvið- burði verður mögulegt halda þar og einnig er hægt að halda bæði mót og æfingar á sama tíma, án þess að annar hópur- inn trufii hinn. Síðast en ekki sízt getur Taflfélagið nú enn aukið við sína öflugu barna- og unglingastarfsemi, en í núver- andi húsnæði hafa stundum komist færri að en vildu. Fyrsta keppnin í nýja hús- næðinu fer fram á föstudags- kvöldið en það verður deilda: keppni Skáksambands íslands. í fyrstu deild tefla þá m.a. sveitir Taflfélags Reykjavíkur innbyrðis. En víkjum nú að Evrópukeppn- inni í Búdapest. Fyrirfram voru Taflfélagsrrienn ekki sérlega bjartsýnir, sérstaklega eftir slak- an árangur landsliðsins í átta- landakeppninni um daginn. Vitað var að ungverska sveitin væri mjög öflug, með Lajos Portisch, sterkasta skákmann Ungverja um 30 ára skeið, á fyrsta borði og hinar þrjár störhættulegu Polgar- systur, sem lagt hafa margan stórmeistarann að velli. Að auki voru tveir þrautreyndir stórmeist- arar í liðinu, Argentínumaðurinn Barbero og Forintos, sem stóð sig mjög vel á'Reykjavíkurskákmót- inu árið 1974. Það gerði þó gæfumuninn í þessari keppni að liðsmenn sáu nú við öllum brögðum Polgar- systra og lögðu þær samanlagt með fimm vinningum gegn einum. Súrt í broti fyrir stúlkurnar eftir alla velgengnina upp á síðkastið. Mér segir þó svo hugur um að þqssi úrslit fái litla sem enga umfjöllun í alþjóðaskákpressunni, sem heldur þó yfirleitt ekki vatni þegar þær systur eru annars veg- ar. Þær hafa þegar öðlast mikla m H V^» J|: Iv'. '&Z m\ ^M M.......1: ":^^^l / ¦'¦**% 11 :;,?&.** Hn^* r «' .<**!&?$¦ ' 1 mT L ' ) jj ¦S^H ¦«¦ »;: I i ; l . ^m é m fHJf Bmt 1 Fáir skákmenn njóta jafnmikillar frægðar og ungversku Polgar-systurnar. Hér eru þær með banda- rísku forsetahjónunum í Hvíta húsinu í vor, frá vinstri Zusza, 20 ára, Judit, 13 ára og Zsofia, sem er nýorðin 15 ára. frægð og eru alls staðar aufúsu- gestir, en mér sýnist að of mikið hafi verið á þær lagt upp á síðkas- tið hvað varðar ferðalög, fjöltefli og hvers konar uppákomur. Það er fjarri lagi að búast við því af 20, 15 og 13 ára stúlkum að þær geti bæíði tekið þátt í slíkum sirk- us og jafnframt æft nægilega mikið til að auka styrkleika sinn. Illt til þess að hugsa að þessar prúðu og snjöllu systur verði slíkum sýndargróða að bráð. Einstök úrslit í keppninni urðu þessi: Jóhann-Portisch 0-1 Jón L-Zsusza Polgar 1-0 Margeir-Judit Polgar jafnt Helgi-Barbero 0-1 Hannes-Forintos 0-1 Karl-Zsofia Polgar jaí'uí. Daginn fyrir keppnina barst okkur tillaga um það frá Ungverj- unum að keppnin yrði ekki reikn- uð til stiga, en við töldum þetta veikleikamerki og höfnuðum.. I lokahófinu kom þó Portisch með skýringu á þessari ósk. Hann hefði geymt snjalla nýjung sem hann hefði hrist fram úr erminni gegn Jóhanni, ef stig hefðu ekki verið í húfi. Sannur atvinnumaður Portisch, en liðsandinn hjá Ung- verjunum hefði greinilega mátt vera betri. í seinni umferðinni hafði Portisch hvítt, en bauð jafn- tefli á óteflda skák sem Jóhann þáði. Þar með minnkuðu mögu- leikar Ungverjanna verulega. Ég held að slíkt háttarlag, að semja stórmeistarajafntefli á hvítt í liði sem þarf nauðsynlega á vinningi að halda, myndi kalla á mikla gagnrýni hér heima. Það er líka venja að skipstjórinn sé síðastur frá borði þegar skipið er að sökkva. Úrslit seinni umferðar: Portisch-Jóhann jafnt Zsusza Polgar-Jón L 0-1 Judit Polgar-Margeir 0-1 Barbero-Helgi jafnt. Forintos-Hannes 0-1 Zsqfia Polgar-Karl 0-1 Úrslitin voru nokkuð sanngjörn eftir gangi skákanna, nema hvað Zsofia Polgar virðist eiga mikið ólært í endatöflum því hún missti vinningsstöðu niður í tap. Varamaður Taflfélagsliðsins í Búdapest var Þröstur Þórhallsson, alþjóðlegur meistari og fararstjóri var Jón G. Briem, formaður TR. Þar sem TR er í miklum fjárk- röggum vegna húsnæðiskau- panna fór enginn sveitarmanna fram á þóknun fyrir þátttökuna, þótt ferðin hafi tekið viku og und- irbúningurinn annað eins hjá flestum. Móttökur Ungverjanna voru til fyrirmyndar og aðbúnaður allur sízt lakari en gerist og gengur í vestari löndum. Teflt var í félags- heimili skákdeildar MTK Buda- pest, sem reyndist fulllítið þar sem áhugi fyrir keppninni var tölu- verður. Taflfélag Reykjavíkur hafði áður náð að slá tvö öflug félög út úr keppninni, fyrst Anderlecht frá Belgíu, með hollensku stór- meisturunum Thnman og Sosonko úr belgíska Glympíuliðinu og síðan v-þýzku meistarana, Bayern Miinchen, með jafntefliskónginn Ribli í fararbroddi mjög jafn- sterkrar sveitar. í undanúrslitunum bíða TR erf- iðir andstæðingar sem ekki er ljóst hverjir verða. Hfugsanlegt er jafn- vel að haldið verði mót með þátt- töku allra fjögurra sveitanna, eri þannig var fyrirkömulagið á úr- slitum síðustu keppni þegar CSKA Moskva sigraði, á undan Honved, Búdapest, Volmac, Hollandi og Solingen. Fyrst til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum varð hið öfluga v-þýzka félag Solingen, en fyrir það tefla m.a. stórmeistararnir Short, Spassky, Hiibner, Kavalek, Lobron og Lau. Aðrir í liðinu eru Dueball og B. Schneider. Það minnkar þó örlítið möguleika Sol- ingen að þeir mega aðeins nota tvo „útlendinga" í hverri keppni. Short, Spassky og Kavalek geta því ekki allir teflt í einu. Öðrum viðureignum í áttalið- aúrslitum keppninnar er ekki lok- ið. Sovézku sveitirnar Vector og CSKÁ Moskvu tefla innbyrðis og sovézkt lið sem heitir I höfuðið á Petrosjan mætir Waasa frá Stokk- hólmi. Líklegt er því að það verðí núverandi Evrópumeistararnir í CSKA og landar þeirra í Petrosjan sem komast áfram. Það er ekki hörgull á liðtækum skákmönnum hjá þessum öflugu rússnesku fé- lögum, það er eina huggun okkar Taflf élagsmanna að þeir geta ekki stillt upp nema sex manns í einu. Fyrir CSKA tefla m.a stórmeistar- arnir Jusupov, Ivanchuk, Lputjan, Tukmakov, Makarichev og-Vlad- imirov, auk sterkra alþjóðlegra meistara, t.d. Dreev, Evrópu- meistara unglinga og Dautov. Við skulum að lokum líta á fyrsta heila vinningmn sem TR fékk í Búdapest: Hvítt: Zsusza Polgar Svart: Jón L. Árnason Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 - Rf6 2. RÍ3 - e6 3. e3 - b6 4. Bd3 - Bb7 5. 0-0 - c5 6. c4 Nú kemur upp fremur bitlítið afbrigði af drottningarindverskri vörn. Oftast er hér leikið 6. b3 6. - Be7 7. Rc3 - cxd4 8. exd4 - d6 9. Hel - 0-0 10. a3 - Rbd7 11. b4 - He8-12. Bb2 - BÍ8 13. d5 - e5 14. Rd2 - g6 15. a4!? - a5 16. bxa5 - bxa5 17. Rb3 - Ba6 18. Dd2 - Rg4!? 19. h3 - Bh6 20. Dc2?! Eftir nokkuð vel heppnaða byrj- un missir hvítur nú þráðinn og það sígur ótrúlega fljótt á ógæfu- hliðina. Hann hefði losnað við mikil óþægindi með því að leika hér 20. De2 og eftir næsta leik er svartur kominn með öruggt frumkvæði. 20. - Rgf6 21. Ba3?! - Hc8! 22. Bxd6 - e4! 23. Bfl - Bxc4 24. Bxc4 - Hxc4 25. Rd2 - Hc8 26. Db2 - e3 27. Rf3 27. - Hxc3! 28. Dxc3 - Re4 og hvítur gafst upp, því stórfelldu liðstapi verður ekki forðað. Helgi S. Eggerts- son - Minning Fæddur 4. mars 1923 Dáinn 14. nóvember 1989 Ég var líklega 12 ára þegar ég hitti Helga í fyrsta sinn. Eg kom í búðina hans, Roða við Laugaveg, til þess að endurnýja í happdrætt- inu. Hann tók mér eins og gömlum vini og ég man að ég braut heilann um það, hvaðan við gætum þekkst. Hressilegt og hlýlegt viðmót var hans einkenni. Þannig held ég að flestir minnist hans. Sagt er að sérhver ævi sé í þrem- ur þáttum: upphafi, miðhluta og endi. í ævi Helga, var upphafið án efa erfiðast. Hann fæddist seni þriðja barn hjónanna Sumarrósar Sigurðardóttur og Eggerts Krist- jánssonar. Faðir hans var söðla- smiður og fjölskyldan bjó í reisulegu húsi við Laugaveg 74, sem ennþá stendur. Á öðru aldursári veikist Helgi af lömunarveiki með þeim afleiðingum, að báðir fætur lamast varanlega. Þegar hann er 4 ára gamall deyr móðir hans eftir alvar- leg veikindi. Þetta voru hörð örlög ungum dreng, en til allrar ham- ingju eignaðist hann góða stjúp- móður, Oddbjörgu Jónsdóttur, sem gat bætt honum að hluta móður- missinn. 17 ára missir hann stjúpu sína og fóra nú í hönd erfið ár. En þá, sem ávallt síðar, var það vilja- styrkurinn og lífsgleðin, sem gerðu honum kleift að halda sínu striki. Helgi stundaði nám í leirbrennslu og teikningu, enda mjög listhneigð- ur. Á þessum árum átti þófjazz- tónlistin hug hans allan og marga ánægjustundina átti hann við grammófóninn éða á hljómleikum. Alla ævi síðar leið varla sá dagur að ekki væri sett plata á fóninn og sveiflunnar notið. 29 ára gamall kynnist Helgi eftir- lifandi eiginkonu sinni, Lilju Jóns- dóttur. Þau hófu búskap við þröng- - an húsakost á Laugaveginum og ráku verslunina Roða í sama húsi. Þau eignuðust tvær dætur: Rósu Björgu og Guðrúnu og ber undirrit- aður þá gæfu að vera livæntur þeirri síðarnefndu. Ófáir yoru þeir sem þáðu kaffi- sopann í eldhúskróknum hjá Lilju, og þetta líf átti vel við Helga, mik- ill gestagangur og fjölbreytt mannlíf. Sem fatlaður maður á hann fáa sína líka. Hann knúði fram leyfi til að aka bíl og ferðaðist síðan með fjölskyldu sína um allt land og sigldi og flaug margsinnis til út- landa. Til að gera slíka hluti, þurfti ekki bara sterkar axlir og hand- leggi til að vega sig áfram á arm- stöfunum, heldur líka sem fyrr, viljastyrk og einlæga lífsgleði. Þegar efnahagurinn Ieyfði byggðu þau hjónin sér hús í Foss- vogi, þar sem þau hafa búið, tvo síðustu áratugi. Helgi hætti versl- unarrekstri og vann 18 ár hjá Landsbankanum á Laugavegi gegnt fæðingarheimili sínu. Segja má að ævilokin hafi til- kynnt komu sína fyrir tveimur árum, þegar Helgi veiktist af alvar- legum sjúkdómi. Uppgjöf var hon- um víðs fjarri, hann aðlagaðist breyttum aðstæðum á aðdáunar-. verðan hátt og þegar hann að lokum var orðinn rúmfastur, þá spilaði hann géisladiska tímum saman, en nú varð jazzinn að víkja fyrir klassískri tónlist og meistari allra meistara, Bach, var í mestu uppá- haldi. Á þennan hátt sýndi hann hughreysti sína og æðruleysi og tók örlögum sínum með mikilli karl- mennsku. Það er gæfa að hafa kynnst slíkum manni, sem aldrei kvartaði eða hugleiddi uppgjöf þó að lífið færi um hann óblíðum höndum. Blessuð sé minning hans. Garðar Guðmundsson t Munið minningarkort Bandalags íslenskra skáta, Skátahúsinu, sími91-23190. i Kransar, lcrossar og kistwkreytihgar. Sendum nm allt land. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. sími 84200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.