Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 45
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVÍKUDAGUR‘22. NÓVÉMBER 1989 VELXAKANDI SVARjiR í SÍMA 691282KL. 10-12 FRÁ NÁNUDEGI TIL FCSTUDAGS ii 'fiiiimáPivnin/.w MJUKA BANDALAGIÐ Til Velvakanda. Forsætisráðherra Bretlands, hin skynsama og stefnufasta frú Thatcher er, tortryggin gagnvart skýjaborgum og bralli þeirra megin- landsmanna er stofna á til Evrópu- bandalags. Hún og margir landar hennar eru haldin efasemdum um ágæ'i þess, að Bretlandi verði stjórnað frá Brussel af möppudýr- um með ofstjórnaráráttu. Þetta ætti að vera íslendingum auðskilið. Þeir, líkt og Bretar, hafa löngum borft með undrun og vantrú til at- burða á meginlandi Evrópu úr dálít- illi fiarlægð. Sú atburðaflækja er ekki til þess fallin að efla trú manna á því, að hinar 12 þjóðir sem nú vilja nálgast í viðskiptum og öðrum samskiptum, nái að vekja einingu um form og stefnu náins banda- lags. Engin álfa er viðlíka tætt af ófriði og tilfærslu á landamærum, kúgun á minnihlutum og þjóðar- brotum, sviknum samningum og mannfrekum styrjöldum sem Evr- ópa. Friður í þeirri álfu er brothætt ker og fullt af minningum um gaml- ar væringar og óuppgerðar sakir. Þesslr hringdu . . . Armband Ambandskeðja fannst nálægt Vesturbæjarlaug fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 13804. Föt Poki með nýjum fötum fannst í biðskýli við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði fyrir nokkru. Upplýs- ingar í síma 51889. Hver orti? Sigurður hringdi: „Eftirfarandi erindi hef ég kunnað legni og er það úr löngu kvæði. Langar mig til að vita hver höfundurinn ef og eins hvort kvæðið sé til á prenti. Ekki veit ég hvort ég fer rétt með erindið en ég kann það svona: Nú líður óðum mín æskutíð og árin fossandi streyma. 0, hvað mín bernska var björt og blíð því best af öllu var heima. Eftir þrautagöngu um dimmar aldir eru íbúarnir kaldlyndir og tækifær- issinnaðir, þeir skástu einhverskon- ar útgáfa af góða dátanum Svejk. En er þá ekki full ástæða til að splæsa saman þessar margbútuðu þjóðir svo þær hætti að fara í hár saman og verði svolítið ríkari? En hvar er hin berandi tilfinning og hvar eru jaðrarnir? Lönd megin- landsins hafa fóstrað marga snill- inga en saga þeirra er flekkuð meiri stéttamun, græðgi og grimmd en saga annarra svæða heimsins. Ibúarnir eru margbarðir undir „sterka menn“ og fjötrandi miðstýr- ingu. Þótt heyra megi leiknar fúgur og Vínarvalsa hér og þar er álfan oftar en ekki líkust geðveikrahæli og lækningatilraunir árangurslitlar. Bretar eru ekki alveg saklausir gagnvart taugaveiklun meginlands- ins en hafa lagst þar á sveif með þjóðum á víxl til að koma í veg fyrir ofurvald einnar. Ef ógn birtist við sjóndeildarhringinn verða við- brögðin í Evrópu jafnmörg og ólík sem fjöldi hleypidómafullra brota kann að bjóða. Vonandi hafa Bretar Lyklakippa Lyklakippa með fímm lyklum fannst á Grensásvegi sl. föstudag. Uppiýsingar í síma 32956. Engar skaðabætur Gróa Jónsdóttir hafði sam- band: „Ég keypti poplínjakka hjá P.Ó. í Austurstræti fyrir nokkru og kostaði hann 9.450 krónur. Það kom blettur í jakkann og reyndist ekki mögulegt að ná honum úr. Ég fó með hann í verslunina og sendu þeir hann í hreinsun fyrir mig en þegar hann kom þaðan var hann allur krumpaður. Mér var hins vegar neitað um skaða- bætur fyrir jakkann." Góður sjónvarpsþáttur Guðrún hringdi: „Ég vil þakka fyrir sjónvarps- þáttinn Listaskáldin vondu. Sérstaklega þótti mér ljóðið Kött- ur á sjöundu hæð eftir Sigurð Pálsson gott. Fólk sem heldur dýr má ekki loka þau inni og ekki heldur loka þau úti.“ Úr Vandað karlmannsúr fannst við biðskýlið fyrir neðan Breiðablik við Bústaðaveg. Upplýsingar í síma 685974. örugga fyrirvara varðandi ofstjórn- argleði meginlandsmanna, sem er trúandi til að teyma okkur í sorgir og ógöngur eina ferðina enn. Er ekki rétta stundin fyrir þjóðir beggja vegna Atlantshafsins að auka samskipti sín á sviðum versl- unar og menningar? Frú Thatcher ætti að hafa frumkvæði að þægi- legu bandalagi hinna enskumælandi þjóða ásamt með íslandi. Menntað bandalag Bandaríkjanna, Bret- lands, Kanada, írlands og íslands myndar góðkynjaða blökk sem veg- ur mót EB annarsvegar og Asíu- veldum hinsvegar. í ríkjum þessum búa meira en þijú hundruð milljón- ir manna. Þær búa yfir afburða þekkingu og afkastagetu á nær öll- um sviðum efnahags, vísinda og lista. Sálarlíf þessara þjóða á meira af umburðarlyndi og mannúð en er að finna hjá öðrum þjóðum. Réttar- far þeirra tekur mið af því að veita einstaklingunum vernd gegn vald- níðslu. í deilumálum sýna þær sátt- fýsi og samningsvilja. Hið erfiða ástand á írlandi er blæðandi sár á annars góðum líkama. Með tíð og tíma mun takast að græða það og hinir gáfuðu Keltar munu ásamt frændum sínum íslendingum setja á bækur sögur fyrir heimsbyggðina. ísland er sjálfsagður og ómiss- andi aðili í slíku bandalagi Atlants- þjóða. Það er vegna legu sinnar ómissandi hlekkur í varnarbúnaði svæðisins og þarf á því skjóli að halda sem upptaldar þjóðir geta veitt og gera raunar þegar. Aukin samskipti við Bandaríkin, Bretland og Kanada verða Islendingum ómetanlegur fengur en í löndum þeirra eru bestu mennta- og vísindastofnanir veraldarinnar. Tollfijáls markaður þeirra tæki við framleiðslu okkar af öllu tagi. Ávinningurinn af auknum sam- skiptum við þjóðir Engilsaxa getur orðið firnamikill yfir allt svið efna- hags, mennta og menningarlífs. Við megum ekki gleyma því, að íslend- ingar eru ekki síður menn nýja heimsins en þess gamla. Margt í fari Vesturheims er okkur meira að skapi en það sem er á að líta í sjálfumglöðum ríkjum Norður- og Vestur-Evrópu. En auðvitað má margt gott sækja í báðar áttir. ís- land getur orðið fundarstaður gamla heimsins og hins nýja og boðberi góðra tíðinda. Fari svo að Atlantshafsbandalag- ið taki að riðlast á útjöðrunum fer vel á því að eftir standi heilbrigður kjarni Engilsaxa og íslendinga. Munu þau ríki standa vörð um fijálshyggju og mannúð heiminum öllum til eftirbreytni. ísland á er- indi ekki ómerkt í slíkan félagsskap. E.A. ■ BLÖNDUÓSI.- Hjá Leikfé- lagi Blönduóss eru hafnar æfingar á leikritinu „Sveitasinfónía“ eftir Ragnar Arnalds. Áætlað er að frumsýna verkið þann 16. desember í félagsheimilinu á Blönduósi. Leik- stjóri er Þórhallur Sigurðsson og taka sautján leikarar þátt í sýning- unni. Að sögn Njáls Þórðarsonar formanns leikfélagsins er ætlunin að sýna leikritið á heimaslóðum höfundarins í Varmahlíð í Skaga- firði. Jón. Sig. I Á FUNDI bæjarstjornar Akraness 14. nóvember síðastlið- inn var sú samþykkt gerð að stjórn- völd beini fyrirliggjandi verkefnum í skipasmíðaiðnaði til innlendra skipasmíðastöðva í ljósi þess ástands sem skapast hefur í skip- asmíðaiðnaði hérlendis. P ÍRSKT kvöld verður haldið í Operukjallaranum við Hverfis- götu fimmtudagskvöldið 23. nóv- ember. Tilefnið er koma írsku hljóð- færaleikaranna Frankie Gavins fiðluleikara og Tony MacMahon harmonikuleikara hingað til lands, en þeir eru báðir sérfræðingar í upprunalegri írskri þjóðlagatónlist. Þeir munu bæði leika saman og hvor í sínu lagi, en auk þess munu þeir leika með Ríó trióinu, sem skipað er þeim Ágústi Atlasyni, Gunnari Þórðarsyni, Ólafí Þórð- arsyni, Magnúsi Einarssyni og Helga Péturssyni. eðaheílar samstæður Níðsterkarog hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. Margarog stillanlegar stærðir. Hentar nánast allsstaðar. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga UMBOÐS OG HEILDVERSLUN BiLDSHÖFDA 16 SÍMI 672444 KARLMANNAFÖT Nýir litir. Verð frá 5.500,- til 9.900,- Terylenebuxur kr. 1.395,- til 2.195,- Yfirstærðir, mittismál mest 128 cm. Gallabuxur kr. 1.420,- og 1.650,- Flauelsbuxur kr. 1.420 og 1.900,- Skyrtur nýkomnar no. 39 til 46. Nærföt, sokkar o.fl. ódýrt. S’ ANDRES, Skólavörðustíg 22a, s. 18250. Samtcfcum byggingu tónlistarfiúss AÐALFUNDUR miðvikudaginn 22. nóvember 1989 kl. 20.30 í fundasal Meistara- og verktakasambands byggingamanna, Skipholti 70, 2. hæð. Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin FLYGLAR Vorum að fá sendingu af hinum rómuðu YOUNG CHANG flyglum. Hverjum flygli fylgir 10 ára ábyrgð, og við bjóðum mjög hagstæða afborgunarskilmála, JL til allt að 2 ára. HLJÓÐFÆRAVERSLUN PÁLMARS ÁRNA HF Verð frá krónum 356.000.- ÁRMÚLI38.108 REYKJAVlK, SÍMI91-32845 JAPIS - AKUREYRI SKIPAGATA1 - SÍMI 96-25611 Ul 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.