Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1989
Bókasöfn og rannsóknir
eftir Guðrúnu
Pálsdóttur
Fámennið og vísindin
í okkar litla og fámenna landi
er erfitt að búa þannig að vísinda-
mönnum að hæfileikar þeirra fái
notið sín. Þrátt fyrir það hafa marg-
ir þeirra náð að afla sér alþjóðavið-
urkenningar fyrir vísindastörf. Þeir
hafa tileinkað sér þacj helsta sem
er að gerast í heiminum á sviði
tækni og vísinda, jafnframt því sem
þeir hafa sýnt frumkvæði og djörf-
ung. Nýjustu fræðirita hafa þeir
m.a. aflað sér með því að skrifa
erlendum starfsbræðrum sínum og
útgáfufyrirtækjum. Smám saman
hafa þeir byggt upp sérhæfð bóka-
og tímaritasöfn á vinnustöðum
sínum, söfn sem nú eru ýmist köll-
uð sérfræðisöfn eða rannsóknar-
bókasöfn. Nú þykir sjálfsagt að
hver vísindastofnun hafi að geyma
gott safn fræðibóka og þó einkum
tímarita, þar sem greinar um nýj-
ustu rannsóknirnar birtast.
Bókasafiiið — gluggi út í
heiminn
Háskólar eiga að vera vagga til-
vonandi vísindamanna og kenna
þeim að vinna að rannsóknum. Ef
háskólanemendur hafa ekki áður
kynnst bókasöfnum og lært að nota
þau á þeim nú að vera það algjör
nauðsyn. Á þessu hefur verið mis-
brestur hér en er nú óðum að fær-
ast í betra horf með aukinni mennt-
un þeirra er á söfnunum starfa.
Háskólabókasafn og starfsemin þar
er kynnt öllum nýjum nemendum
skólans. Nemendur í hinum ýmsu
deildum fara líka í heimsóknir á
stofnanir sem tengjast því fræða-
sviði sem þeir hafa valið sér og
sumir vinna að námsverkefnum á
þeim. Margir hrista hausinn yfir
fátækt safnanna og telja sig ekkert
hafa þangað að sækja, þau séu svo
lítil að eins gott sé að láta bara
skyldubundnar námsbækur duga.
Aðrir leggja ótrauðir á brattann og
verða þess brátt áskynja að útsýnið
af toppnum er hreint ekki svo
slæmt. Það hefur nefnilega ekki
allt að segja að bókin eða tímaritið
sé í ákveðinni hillu, helst við lestrar-
borðið. Hægt er að útvega greinar
erlendis frá og úr öðrum íslenskum
söfnum á tiltölulega skömmum tíma
þar sem samstarf bókasafna í heim-
inum er mjög gott. Bækur eru )án-
aðar milli landa og greinar ljósritað-
ar og sendar frá einu safni til ann-
ars. Þannig bæta söfnin hvert ann-
að upp og hérlendis hafa mörg söfn
skipt á milli sín kaupum á dýrum
en mikilvægum tímaritum.
Tölvuleitir í fræðabönkum
sívaxandi
Erlendis hafa verið byggðir upp
viðamiklir fræðabankar þar sem
hinu ólíkasta efni er safnað saman
á einn stað sem hægt er að tengj-
ast með aðstoð tölvu og leita að
ákveðnum upplýsingum. Háskóla-
bókasafn og mörg bókasöfn
íslenskra rannsóknastofnana geta
tengst þessum bönkum og sparað
þannig rannsóknarmanninum
geysimikinn tíma við að afla sér
heimilda vegna verkefnis sem hann
er að vinna að. Til að skýra þetta
betur er rétt að taka ítarlegt dæmi:
Til Jóns Jónssonar læknis Ieitar
sjúklingur með sjaldgæfa tegund
krabbameins. Jón Jónsson hefur
ekki meðhöndlað þennan ákveðna
sjúkdóm í nokkur ár og vill gjaman
endurnýja þekkingu sína á honum
■ og öðlast vitneskju um nýjustu
rannsóknir og meðferð. Hann hefur
ekki tíma til að leita í tímaritum
bókasafns Landspítalans og snýr
sér því til bókasafnsfræðingsins
sem gerir tölvuleitir. Sá síðarnefndi
leitar í hinum alþjóðlega læknis-
fræðilega gagnagrunni Medline og
fær undireins upp á tölvuskjáinn
hve margar greinar eru til í þeim
grunni um þessa tegund krabba-
meins. Hægt er að skoða heiti
greinanna, sjá hver skrifaði, hvar
þær birtust og lesa stuttan útdrátt.
Jón velur þær greinar sem honum
líst best á og starfsmenn safnsins
útvega þær sem ekki eru í tímarit-
um á bókasafni Landspítalans.
Hægt er að senda beiðni um ljósrit
með aðstoð tölvu og ef Jóni Jóns-
syni bráðliggur á getur hann fengið
greinar í póstfaxi samdægurs er-
lendis frá. Yfirleitt dugir þó venju-
legur póstur.
Árvekniþjónusta til að
fylgjast með
Nú myndu flestir meðaljónar
vera ánægðir með árangurinn en
Jón okkar veit að þarna á bókasafn-
inu er hægt að fá aðra þjónustu,
árvekniþjónustu, sem er í því fólgin
að fylgst er með nýjum greinum
um ákveðið efni og viðkomandi lát-
inn vita. Með einni skipun í tölv-
unni geymir hún leitina og gerir
Guðrún Pálsdóttir
„Á söftium flestra
íslenskra rannsókna-
stofiiana vinnur nú fólk
sem er sérhæft í að skrá
þekkingu á skipulegan
hátt og miðla henni. Is-
lenskir vísindamenn
taka enn virkan þátt í
að byggja þessi söfii
upp, bæði með stöðug-
um ábendingum um
ritakaup og eigin rit-
verkum.“
hana reglubundið í hvert skipti sem
nýtt efni er sett inn í grunninn. Jón
fær þannig inn á borð til sín skrá
yfir greinar um sjúkdóminn jafnóð-
um og þær birtast. Þannig er bóka-
safnið upplýsingamiðstöð tengd
öðrum slíkum.
Oft eru upplýsingaleitir „hand-
virkar", þ.e. leitað er í gögnuni
safnsins — útdráttarritum —, farið
í gegnum eidri heimildaleitir og
fylgst með efni ákveðins tímarits
fyrir vísindamahn sem veit að í því
birtast sennilega greinar er varða
hans rannsóknarsvið. Hin hraðfara
tækni hefur svo fært inn á bóka-
söfnin myndbönd og geisladiska
sem geta geymt ógrynni upplýsinga
og eru nú sem óðast að leysa prent-
uð útdráttarrit af hólmi.
Markviss
þekkingaröilun...
’ Dæmi um hve svona heimildaleit-
ir geta sparað rannsóknaraðila
tíma, fé og fyrirhöfn er það þegar
vísindaménn þurfa að hefja rann-
sóknir á nýju fræðasviði. Má þar
t.d. nefna rannsóknir í fiskeldi sem
á mörgum sviðum eru í burðarliðn-
um hérlendis vegna fjársveltis og'
aðstöðuleysis. Er það í litlú sam-
ræmi við það ofurkapp sem lagt er
í framkvæmdir. Erlendis hefur víða
verið lögð áhersla á fiskeldisrann-
sóknir og hafa menn hér því getað
lagt upp með góða þekkingu á hin-
um ýmsu vandamálum er upp
kunna að koma.
Fyrir kemur að menn finna fáar
ritaðar heimildir um rannsóknir
svipaðar þeim sem þeir ætla að
gera. Skýringar geta m.a. verið þær’
að: 1) eldri rannsóknir hafi verið
gerðar fyrir það löngu að tölvutæk-
ir gagnagrunnar nái ekki svo langt
aftur í tímann (fæstir ná lengra
aftur en til 1968-70), 2) leit sé
ómarkviss (verkefnið sé ekki nógu
vel skilgreint) og 3) þetta afmark-
aða svið hafi ekki áður verið rann-
sakað. (Liðir 2 og 3 eiga jafnt við
um „handvirkar" leitir.) Sumir leita
til þess eins að fá grun sinn um liö
3 staðfestan og verða allra manna
kátastir ef ekkert finnst — þeir eru
þá frumhetjar að kanna ókunn mið.
... og miðlun þekkingar
Bókasöfn háskóla og rannsókna-
stofnana eru fyrst og fremst upplýs-
ingamiðstöðvar. Þar er stöðugt afl-
að nýrra rita í stað þeirra sem úreld-
ast og reynt að fylla upp í eyður
með ritaskiptum, lánum milli safna
og með því að leita í fræðabönkum.
Á söfnum flestra íslenskra rann-
sóknastofnana vinnur nú fólk sem
er sérhæft í að skrá þekkingu á
skipulegan hátt og miðla henni.
íslenskir vísindamenn taka enn
virkan þátt í að byggja þessi söfn
upp, bæði með stöðugum ábending-
um um ritakaup og eigin ritverkum.
Söfnin geyma niðurstöður hinna
íslensku rannsókna og byggja upp
íslenska fræðabanka sem þau svo
miðla úr. Þangað sækir almenning-
ur og vísindamenn sem vita að söfn-
in tengja þá við íslenskan fræða-
heim og alþjóðlegan heim þekking-
ar og framfara.
Höfundur er bókasafnsfneðingur
við Rannsóknastofnun
landbúnaðarins.
Vísindamenn eiga hér greiðan aðgang að nýjustu fagtímaritum.
VIÐ MÚRINN
eftir Birgi ísl.
Gunnarsson
Það var síðla vetrar 1963. Ég
var staddur í Vestur-Berlín, ungur
maður, ásamt nokkrum félögum.
Múrinn var þá 1 árs gamall. Ég
gleymi því aldrei þegar við gengum
að múrnum og tilfinning óhugnaðar
og undrunar hríslaðist niður eftir
bakinu. Þó hafði maður lesið um
þetta allt, en eins og endranær var
sjón þarna sögu ríkari.
Yfir í Austur-Berlín
Við létum þó ekki staðnæmast
við þetta eitt, heldur fórum í gegn-
um Checkpoint Charlie fótgangandi
inn í Austur-Berlín. Við fórum að
kvöldlagi úr iðandi mannlífí og
ljósadýrð Vestur-Berlínar inn í
dimmar, fáfarnar götur Austur-
Berlínar. Mest áberandi vegfarend-
ur voru lögreglumenn með stóra
Scháfer- eða Dobermanhunda.
Munurinn á öllu yfirbragði var ótrú-
legur. Þessi reynsla varð mér mjög
eftirminnileg. Mér fannst það með
ólíkindum þegar heim kom, að á
íslandi væru harðar deildur um
ágæti sósíalismans og sæluveröld-
ina í Austur-Evrópu. Árið áður
hafði . þekktur Alþýðubandalags-.
maður ritað í Þjóðviljann eftir heim-
sókn sína í Austur-Þýskalandi orð-
rétt:
„En fullyrt er að yfirleitt hafi
almenningur í Austur-Þýskalandi
orðið því feginn að freistingin var
frá þeim tekin og andi léttar en
áður.“
Að taka freistinguna
Þetta var hin opinbera skýring
valdhafanna í Austur-Þýskalandi á
byggingu múrsins. Að taka freist-
inguna frá fólkinu. Það er stutt
síðan einn af þingmönnum Alþýðu-
bandalagsins vildi láta banna kred-
itkort á Islandi af því að þau væru
of mikil freisting fyrir fólkið. Við
þekkjum orðalag sósíalistanna sem
alltaf vilja hafa vit fyrir fólkinu og
verð ég þó að viðurkenna að hér
er ólíku saman að jafna.
Um svipað leyti voru allmargir
íslenskir sósíalistar við nám í Aust-
ur-Þýskalandi. Þeir komu heim og
héldu áfram að boða sósíalisma
þótt þeir hefðu kynnst af eigin raun
þeim alþýðubandalögum sem höfðu
tögl og hagldir í sósíalistaríkjunum
í Austur-Evrópu. Á þeim tíma sögðu
þeir okkur hinum aldrei satt um
ástandið eins og það var í þessum
ríkjum sósíalismans. Það skrifuðu
þeir.Ueyniakýrslumtil flokksbrodda
á íslandi. Og Þjóðviljinn, sem enn
þann dag í dag titlar sig sem mál-
gagn sósíalisma, talaði þegar best
Iét í háifkæringi um það sem þarna
var að gerast. Innrás Sovétmanna
í Tékkóslóvakíu var þegar hér var
komið sögu enn ekki orðin stað-
reynd. Eftir þá innrás sagði einn
af forustumönnunum í þessari fylk-
ingu íslenskra sósíalista og þeirra
menningarleiðtogi: „Þetta verði
lengi notað.“
Moggalygi
Tilhneigingin til að færa allt til
betri vegar, afsaka í eigin huga og
gagnvart öðrum allt svínaríið var
með ólíkindum. „Moggalygi" var
vinsælt slagorð hjá íslenskum sósí-
alistum þegar verið var að segja
satt um ástandið í austantjaldslönd-
unum. í dag hijóta menn að spyija:
„Hveijir höfðu rétt fyrir sér?“ Og
auðvitað verða íslenskir sósíalistar
að svara þeirri spurningu hreint út
undanbragðalaust.
Fyrir 18 mánuðum var ég aftur
staddur í Vestur-Berlín og nú með
konu minni. Við fórum að múrnum
og sama tilfinningin og áður gagn-
tók mig. Nú voru víða blóm við
múrinn og minnismerki til að minn-
ast þeirra sem reyndu að flýja vest-
uryfir. en. voru drepnir _að skipun
Birgir ísleifúr Gunnarsson
„Maður spurði sjálfan
sig hvernig getur þetta
gerst? Þetta er sama
gatan, sama borgin,
sama fólkið, sama þjóð-
in. Samt eru þetta tveir
ólíkir heimar.“
stjórnmálaleiðtoga sósíalista í Aust-
ur-Berlín. Við hjónin ákváðum að
ganga yfir til Austur-Berlínar og
eyða þar hluta úr degi. Við fórum
í gegnum víghreiðrið á Checkpoint
Charlie, stóðum lengi í biðröð en
að lokum vorum við stödd í Austur-
Berlín.
Sama borgin, sama fólkið
Enn var munurinn á borgarhlut-
unum ótrúlegur. Maður fór úr ys
og þys hins fjölbreytta mannlífs í
Vestur-Berlín yfir í fátæklega,
þunglamalega og drungalega Aust-
ur-Berlín. Þó varstu alltaf í sömu
borginni. Checkpoint Charlie liggur
í gegnum hlið á múrnum sem hlað-
inn hefur verið þvert yfir Friedrich
Strasse og gatan ber sama nafn
báðum megin. Maður spurði sjálfan
sig hvernig getur þetta gerst? Þetta
er sama gatan, sama borgin, sama
fólkið, sama þjóðin. Samt eru þetta
tveir ólíkir heimar. Heimur vest-
ræns frelsis og heimur sósíalism-
ans. í raun var það tilviljun hvoru
megin fólkið lenti. Þetta voru
óraunveruleg strik á korti, en samt
áttu þau eftir að skipta sköpum.
Ráða örlögum heillar kynslóðar sem
lenti austan við múrinn. Við geng-
um þarna götu eftir götu, fundum
veitingastað, fengum okkur að
borða og fengum hlýlegt viðmót
afgreiðslufólksins, en þegar við
komum út og ég vildi halda áfram
göngunni, sagði konan mín: „Ég
get þetta ekki lengur. Það er í mér
slíkur óhugur að ég verð að komast
héðan.“ Við fórum eftir sömu leið
til baka, framhjá vopnuðu vörðun-
um sem skoðuðu vegabréf okkar
af stakri nákvæmni og yfir okkur
gnæfðu varðturnar þar sem sátu
hermenn með Rambo-byssur. Við
önduðum léttar þegar yfir var kom-
ið.
Höfundur er einn af
alþingismönnum
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.