Morgunblaðið - 16.12.1989, Qupperneq 2
2
esei áaaaBsgaqÉ m íiuoAajiA-y’f •sigaj3V'’j;'-j-<w \
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDÁGUR 16. DESEMBER 1989
Sveitarstjórnarmenn hafna hugmyndum um að fresta hluta verkaskiptingarinnar:
Kemur til greina að flytja
lagafiumvarp um frestun
- segir heilbrigðisráðherra - slíkt myndi enn auka jólaálagið á Alþingi
STJORN Sambands íslenzkra sveitarfélaga hafhaði á fundi sínum í
gær hugmyndum ríkisstjórnarinnar um að því verði frestað að ríkið
taki að sér skólatannlækningar og rekstur Heilsuverndarstöðvarinnar
í Reykjavík, eins og ný lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga
mæla fyrir um. Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra segir að
til greina komi að fresta þessum kostnaðarliðum þrátt fyrir andstöðu
sveitarfélaganna. Það yrði að gerast með flutningi lagafrumvarps
fyrir áramót, sem enn myndi auka álagið á Alþingi.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra, Guðmundur Bjama-
son heilbrigðisráðherra, Jóhanna
Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
og Svavar Gestsson heilbrigðisráð-
herra, sendu stjóm Sambands sveit-
arfélaga erindi í gærmorgun, þar
sem segir að nauðsynlegt sé að ríki
og sveitarfélög ræði nánar hvemig
fara eigi með tannlækningamar og
rekstur Heilsuvemdarstöðvarinnar í
framtíðinni og þann kostnaðarauka
sem af þeim kunni að verða. Til
athugunar komi að bíða með að ríkið
taki þessa tvo þætti að sér í eitt
ár, meðan viðræður við sveitarfélög-
in um viðbrögð við vandanum fari
fram.
Sveitarstjómarmenn krefjast
þess á móti að staðið verði við ný-
sett iög um breytingu á verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga og mót-
mæla „hvers konar hugmyndum,
sem ganga í berhögg við þau og
það víðtæka samkomulag ríkis og
sveitarfélaga er að baki liggur," eins
og segir í samþykkt fundar stjómar
Sambands sveitarfélaga. Þeir segja
að einhliða framsetning ríkisins á
kostnaðartölum sé mjög villandi, þar
sem þær miði við áætlun fjárlaga
1990, en við samningu lagafmm-
varpsins hafi verið stuðzt við fram-
reiknaðar kostnaðartölur sveitar-
sjóða frá 1985. „Við mat á þeim
var ekki gert ráð fyjiir aukningu á
þjónustu, og af því leiðir, að ýmsir
kostnaðarliðir, sem færðir vom til
sveitarfélaganna, reyndust vanáætl-
aðir,“ segir í samþykktinni.
Breytingum á stjórn
sjúkrahúsa verði frestað
í bréfi ríkisstjórnarinnar var vikið
að deilu Reykjavíkurborgar og ríkis-
ins um stjórnunarlegt forræði yfir
Borgarspítalanum. Borgaryfirvöld
hafa sagt að fmmvarp heilbrigðis-
ráðherra um að stjómir sjúkrahúsa
verði skipaðar af ráðherra og ábyrg-
ar gagnvart ríkisvaldinu, jafngildi
eignaupptöku á sjúkrahúsum í eigu
sveitarstjóma. Ráðherramir segja
að það sé ekki ætlunin að knýja
fram slíka breytingu í andstöðu við
borgaryfirvöld. „Þess vegna kemur
til greina að annað fyrirkomulag
gildi um verkaskiptingu og kostnað-
arskiptingu milli ríkisins og
Reykjavíkurborgar á sviði heilbrigð-
ismála en milli ríkisins og annarra
sveitarfélaga. Sé það vilji borgar-
yfirvalda og stjómar Sambands
íslenzkra sveitarfélaga þá er ríkis-
valdið tilbúið að ræða það mál. Sá
góði andi sem og sú ánægjulega
samvinna sem tekizt hefur um fram-
kvæmd verkaskiptingarinnar á öll-
um öðmm sviðum má ekki spillast
vegna ágreinings Reykjavíkurborg-
ar við ríkið um þennan þátt máls-
ins,“ segir í bréfi ráðherranna.
Sveitarstjómarmenn svara með
því að árétta fyrri afstöðu sína um
að eðlilegast sé að halda óbreyttri
skipan á stjórnum sjúkrahúsa, með-
an þau séu rekin á nafni sveitarfé-
lags eða sjálfseignarstofnana, og
að formaður stjómar verði úr hópi
fulltrúa þess, sem sé skráður fyrir
rekstrinum. „Stjórnin tekur fram
að við breytingar á verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga, sem tekur
gildi nú um áramótin, var skipun á
stjórnun sjúkrahúsa sveitarfélaga
ekki í umræðu milli fulltrúa aðila,
enda var þá engin breyting gerð á
fjárhagslegum samskiptum ríkis og
sveitarfélaga, að því er þennan
rekstur varðar. Stjómin harmar, að
deilur um þetta mál skuli nú vera
notaðar til að stefna framkvæmd
verkaskiptingarinnar í hættu," segir
í samþykkt sveitarstjómarmanna.
„Stjóm sambandsins telur nauðsyn-
legt, að um breytingar á stjórn
sjúkrahúsanna verði samið við sveit-
arfélögin og leggur eindregið til, að
þessum þætti frumvarpsins verði
frestað en það ekki keyrt í gegn í
jólaönnum Alþingis. Stjómin leggur
ríka áherzlu á að þessi frestun hef-
ur engin áhrif á þá verkaskiptingu,
sem hefur verið lögfest.“
Ráðherrar ræða viðbrögð
Guðmundur Bjamason heilbrigð-
isráðherra sagði í samtali við Morg-
unblaðið að ráðherrarnir, sem málið
varðaði, myndu hittast í dag til þess
að ræða viðbrögð við svörum sveit-
arstjómarmanna. Hann sagði að það
væri alveg ljóst að umræddir kostn-
aðarliðir hefðu fallið niður og því
væri ekki mótmælt af sveitarfélög-
unum. Hann væri því undrandi á
afstöðu sveitarstjómarmanna og
sæi ekki að þeir færðu rök fyrir
henni. Ráðherra sagði að það kæmi
auðvitað til greina að láta þessa
kostnaðarliði vera áfram hjá sveitar-
félögum þrátt fyrir ágreining við
sveitarstjómir. „Það er engin hótun
af minni hálfu, heldur sjónarmið,
sem verður að taka til skoðunar,"
sagði ráðherra. Hánn sagði að slík
frestun gæti ekki orðið nema að
flytja lagafmmvarp til breytingar á
verkaskiptingarlögunum. Slíkt
frumvarp yrði að flytja fyrir ára-
mót, og hann viðurkenndi að það
myndi auka álagið á Alþingi, sem
hefur yfrin verkefni nú fyrir jólin.
Varðandi viðbrögð sveitarstjóm-
armanna við breytingum á skipun
stjórna sjúkrahúsa sagði Guðmund-
ur að ekkert í samþykkt þeirra
hnekkti þeirri skoðun, sem sett
væri fram í fmmvarpi til breytingar
á lögum um heilbrigðisþjónustu, að
fjárhagsleg og stjómunarleg ábyrgð
á stofnunum ætti að fara saman.
Hann lýsti undran sinni á niðurstöðu
stjórnarinnar. „Allir þeir fjölmörgu
sveitarstjómarmenn, sem ég hef
rætt við um málið hafa verið þeirrar
skoðunar að ákvæði fmmvarpsins
séu eðlileg. Það em aðeins fulltrúar
Reykjavíkurborgar, sem hafa verið
á annarri skoðun,“ sagði ráðherra.
Hann sagði að það yrði rætt hvern-
ig bmgðizt yrði við ósk sveitar-
stjórnarmanna um frestun málsins
og viðræður um það. „Mér finnst
ekki sett fram nein rök, sem and-
mæla því sjónarmiði, sem koma
fram í fmmvarpinu. Af þeim sökum
væri það út af fyrir sig hægt að
láta það hafa sinn gang í þinginu
og láta koma í ljós hvort þingið sé
sama sinnis. En ég hef ekki tekið
neina endanlega ákvörðun um það
og um það verður að vera samkomu-
lag í ríkisstjóminni og stjómarflokk-
unum.“
Jón L. Árnason.
Jón L. meðal
efstu manna
JÓN L. Ámason tryggði sér rétt
til þátttöku í forkeppni Heims-
bikarskákmóta næsta árs, er hann
vann Margeir Pétursson í lokaum-
ferð opins móts stórmeistarasam-
bandsins á Mallorca á Spáni í
gær. Þeir félagar vom óánægðir
með að tefla saman í lokaumferð-
inni, þar sem þeir áttu báðir mögu-
leika á að verða í hópi þeirra átta
efstu manna, sem komust áfram.
Jón L. hafhaði í sjöunda sæti á
mótinu, með 6 'h vinning.
Jón L. og Jóhann Hjartarson
keppa í forkeppninni á næsta ári,
ásamt rúmlega fimmtíu öðram skák-
mönnum. Tólf af þeim komast síðan
í næsta heimsbikarmót, þar sem tutt-
ugu og fjórir stórmeistarar keppa
um meistaratitilinn 1991-1992.
Margeir fékk 5 'h vinning, en Helgi
Olafsson, sem tapaði sinni skák í
gær, fékk 4'A vinning. Sigurvegari
varð Sovétmaðurinn Boris Gelfand,
sem fékk 7 'A vinning. Englendingur-
inn Miles og 16 ára skákmaður,
Kamskíj, sem er landflótta Sovét-
maður í Bandaríkjunum, komu næst-
ir með 7 vinninga. 160 stórmeistarar
tóku þátt í mótinu, en þátttakendur
vom 184.
Lést í bruna 1
á Skagaströnd
MAÐURINN sem lést í eldsvoða
á Skagaströnd aðfaranótt
fimmtudags hét Guðjón Pálsson
og var 25 ára gamall.
Hann lætur eftir sig unnustu,
nýfædda dóttur og fimm ára son.
Guðjón Pálsson, var fæddur 10.
febrúar 1964. Hann var sjómaður,
búsettur að Fellsbraut 13, Skaga-
strönd.
Sigling fyrir
Hornvarasöm
SIGLINGALEIÐIN fyrir Horn er )
orðin varasöm og eru ísrastir og
íshrafl á víð og dreif frá hafís-
brúninni að landi. Ef vindátt
breytist ekki lokast siglingaleiðin
trúlega í dag.
Skattafrádráttur vegna hlutafjárkaupa;
Samkomulag' náðist
um rýmri heimildir
FJÁRHAGS- og viðskiptanefnd neðri deildar Aiþingis hefiir komist
að samkomulagi um framlagningu frumvarps um auknar frádráttar-
heimildir af skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna i at-
vinnurekstri. Frumvarpið byggir að stofni til á frumvarpi þingmanna
sjálfstæðismanna í neðri deild.
Sauðfjárafurðir:
Ríkissjóður veitir
staðgreiðslulán
RÍKISSJÓÐUR veitti á föstudag staðgreiðslulán vegna sauðfjárfram-
leiðslu í samræmi við búvörulögin, að sögn Gísla Karlssonar fram- ,
kvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Ríkissjóður veitir
lánið til að hægt sé að greiða bændum fyrir sauðfjárafúrðir.
Helstu efnisatriði fmmvarpsins
eins og það lítur út frá nefndinni
eru eftirfarandi:
í fyrsta lagi hækkar frádráttar-
heimild vegna fjárfestingar í at-
vinnurekstri. Þannig hækkar frá-
dráttarheimild fyrir hjón úr 91.800
í 230.000. (Var 500.000 samkvæmt
upphaflega frumvarpinu.)
I öðm lagi er heimilt að færa
frádráttarheimild á milli ára.
í þriðja lagi geta einstaklingar
notið þessara skattfríðinda ef þeir
fjárfesta hjá fyrirtæki þar sem
hlutafé verður 12 milljónir í heild-
ina. I gildandi lögum er lágmarkið
18 milljónir.
í fjórða lagi er skilyrðinu um
lágmarksfjölda hluthafa sem sam-
kvæmt núgildandi lögum er 50
breytt í 25 samkvæmt fmmvarpinu.
I fimmta lagi er ráð fyrir því
gert í frumvarpinu að heimildin nái
til starfandi fyrirtækja sem vilja
bjóða út sitt hlutafé. Samkvæmt
gildandi lögum á heimildin bara við
um ný hlutafélög eða félög sem
þegar hafa náð tilskilinni stærð.
I samtali við Morgunblaðið sagði
Friðrik Sophusson alþingismaður,
sem hafði framsögu með fmmvarpi
sjálfstæðismanna í neðri deild, að
þó ekki væri komið til móts við öll
sjónarmið sjálfstæðismanna, væri
samt við því að búast að fmm-
varpið gæfi mörgum fyrirtækjum
kost á að tryggja eiginfjárstöðu
sína. Gat Friðrik þess að 30 fyrir-
tæki hefðu til þessa skráð sig hjá
skattstjóra til þess að kaupendur
hlutafjár nytu skattfríðinda. „Það
má búast við því að þeim fari fjölg-
andi, nái frumvarpið fram að
ganga,“ sagði Friðrik.
„Bændur eiga því að fá loka-
greiðslu núna ef sláturleyfishafar
standa sig í stykkinu," sagði Gísli
Karlsson í samtali við Morgunblað-
ið. Alls er um að ræða 954,9 milljón-
ir króna en þegar eldra lán hefur
verið gert upp standa um 582 millj-
ónir króna eftir. Hins vegar er eftir
að taka ákvörðun varðandi ýmsa
aðila gagnvart veðum og þess hátt-
ar, þannig að heildarlánið verður
að öllum líkindum á bilinu 540-582
milljónir króna, að sögn Gísla.