Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 30
30 MORGÚNBlJölÖ LÁÓGAIÍDÁOTÍR lfe'. ©ÉSEMBÉR Í9«9 > >H M í€ Arbók hestamanna HESTAR og menn 1989 - arbók hestamanna eftir Guðmund Jónsson og Þorgeir Guðlaugs- son er komin út hjá Skjald- borg. Þetta er í þriðja skiptið, sem ár- bók hestamannsins kemur út. Sem fyrr er helztu hestamótum ársins gerð skil og til viðbótar eru viðtöl við hestamenn og ferðafrásagnir. Kaflaheitin eru: Ferða um Trölla- skaga, Baldvin Ari Guðlaugsson, Einar Öder Magnússon, Aðal- steinn Aðalsteinsson, Saga fjórð- ungsmóta á Austurlandi, Fjórð- ungsmót Austurlands, Rúna Ein- arsdóttir, Atli Guðmundsson, ís- landsmót í Borgarnesi, Úrtaka og undirbúningur fyrir EM, Evrópu- mótið í Danmörku, Hinrik Braga- son, Sandra Suhutzbach, Andreas Trappe og Jón Pétur Ólafsson. Bókin er 288 blaðsíður. Í henni eru 300 myndir, þar af litmyndir á 40 síðum. Bókin er unnin hjá Prentstofu G. Benediktssonar og Arnarfelli hf.. Þorgeir Guðlaugsson Guðmundur Jónsson ■ FJÖLVA ÚTGÁFAN hefur gef- ið út bókina Brandari breiðvöxnu konunnar eftir skáldkonuna Fay Weldon. Steinunn Þorvaldsdóttir þýddi bókina. Sagan af Breiðvöxnu konunni er sögð margslungið verk, sem hafi fengið einróma lof gagn- rýnenda. Þar birtist strax sterkustu höfundareinkenni Fay Weldon sem eru ótrúlegt hugmyndaflug og mis- kunnarlaus kaldhæðni í skopi henn- ar. ■ FJÖLVA/VASA-útgáfan hefur gefið út skáldsöguna ímyndir eftir Richard Bach sem samdi söguna Jónatan Livingstón Máfúr. Eftir það tók hann sér langt hlé, þangað til hann sendi ímyndir frá sér. Páll Ingólfsson hefur íslenskað bókina. í Imyndum er því lýst, hvernig nýr Messíás kemur til jarðarinnar fljúg- andi af himni á lítilli tví vængja einkaflugvél. Sögumaður er annar flugmaður, sem kynnist honum og gerist einskonar lærisveinn meist- arans. Kryddhilla. kr. 2.804,- Útvarp/kassettutæki kr. 5.800,- Piparkökuhús kr. 717,- SKimjVOGI16 SÍMI 687700 í verslun Húsasmiðjunnar fást nytsamar jólagjafír við allra hæfí og á jólamarkaði á 2. hæð er mikið úrval skrauts og gjafavara. í Húsasmiðjunni fæst einnig allur húsbúnaður og heimilistæki, öll áhöld og efni sem þarf til að fegra og prýða heimilið fyrir jólin. Makita slípirokkur kr. 12.950,- Peugeot borvél kr. 5.653,- Expressó kaffivél kr. 5.963, Jólatilboð Húsasmiðjimnar ■ BÓKA ÚTGÁFAN Reykholt hefur gefið út ljóðabókina Blá fiðr- ildi, en hún hefur að geyma íslen- skar þýðingar á Ijóðum söngvarans og lagasmiðsins Leonards Cohen. Ljóðin eru þýdd af Guðmundi Sæ- mundssyni, og bókin er gefin út með styrk frá Þýðingarsjóði menntamálaráðuneytisins. Bókin er innbundin. Kápumynd er gerð af Bjama Jónssyni, listmálara. ■ PRENTHÚSIÐ hefur tekið til útgáfu á íslensku bókaflokkinn „Lífsspeki Edgars Cayce“. Rit- stjóri bókaflokksins er Charles Thomas Cayce. Fyrsta bókin í flokknum fjallar um drauma. Höf- undurinn heitir Mark Thurston en bókin nefnist „Draumar — svör næturinnar við spurningum morg- undagsins“. Hún fjallar um drauma, eðli þeirra, merkingu og tákn og um það hvemig megi efla hæfileikann til að dreyma og til að ráða sína eigin drauma og annarra. ■ ÖRN OG ÖRLYGUR hafa gef- ið út bókina Flóttinn gegnum Finnland eftir Colin Forbes í þýð- ingu séra Kristjáns Bjömssonar. Hér er að sjálfsögðu á ferðinni njósna- og átakasaga sem gerist beggja vegna Atlansála. Leyniþjón- ustumenn Svíþjóðar fá að finna fyrir blóðugum atgangi stórveld- anna þegar athyglin beinist að skerjagarði þeirra og líklegum flótta huldumanns gegnum Finn- land. Gabriele 100 Ritvélar í úrvali Verð frá kr. 17.900,-stgr. EinarJ. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 686933 XJöföar til n fólks í öllum starfsgreinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.