Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.12.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989 31 I tilefni áskorunar ríkissjóðs eftirJón Sigurðsson Vegna auglýsinga ríkissjóðs að undanförnu um eignarskattsfrelsi spariskírteina ríkissjóðs, svo og áskorun um að menn kynni sér eignarskattsfrelsi sömu bréfa, langar mig að koma eftirfarandi á framfæri til fjármálaráðherra og sparifjáreigenda: 1. Eignarskattsfrelsi spariskír- teina ríkissjóðs ræðst algjörlega af efnahag hvers og eins. Skuldir eigenda (framteljenda) spariskír- teina ráða öllu um eignarskatts- skyldu eða eignarskattsfrelsi þeirra. Fjárfesti einstaklingur í spariskírteinum, sem nema lægri upphæð en hann skuldar, bætast þau við eignarskattsstofn hans og þarf hann að greiða af þeim eignar- skatt eða eignarskatta. 2. Fyrir mig sem sparifjáreig- anda er mun hagkvæmara að spara í skuldabréfum hjá hinum frjálsu verðbréfasjóðum, þ.e. í eininga- bréfum, kjarabréfum, sjóðsbréfum, bankabréfum o.þ.h. Eg fæ mun. hærri raunávöxtun að teknu tilliti til eignarskatts, sbr. auglýsingar ríkissjóðs. ' 3. Ef ég keypti spariskírteini ríkissjóðs, þá væri raunávöxtun þeirra hjá mér, að teknu tilliti til eignarskatts, sbr. auglýsingar ríkissjóðs, á „nýjum spariskírtein- um“ 2,9% og af „eldri spariskír- teinum“ 3,0%, en ekki 6,0% og 6,1% eins og fram kemur í sömu auglýsingum. 4. I auglýsingum ríkissjóðs ef fullyrt að spariskírteini ríkissjóðs séu með öllu eignarskattsfijáls er þau eru umfram skuldir. Þetta er rangt. Hægt er að gera ráð fyrir því, nær undantekningarlaust, að spriskírteini í eigu barna á aldrin- um 0-16 ára séu að fullu eignar- skattsskyld. Þótt börnin séu skuld- laus með öllu ber að telja spariskír- teini þeirra með eignum foreldra eða forráðanda og bætast þau þannig við eignarskattsstofn þeirra og er því greiddur af þeim fullur eignarskattur, jafnvel þjóðarbók- hlöðuskattur. Miðað við framanritaðar upplýs- ingar get ég vel ímyndað mér að þeir séu mun fleiri, sem eiga spari- „Hvetja ber til fjárfest- ingar í verðbréfiim, hvort heldur er í spari- skírteinum ríkissjóðs eða verðbréfum ann- arra verðbréfasjóða, til að koma í veg fyrir er- lenda skuldasöfhun og til að tryggja sjálfstæði þjóðarinnar.“ skírteini er mynda eignarskatts- stofn hjá þeim er þeir verða síðan að greiða eignarskatt af, en hinir er eiga þau með öllu eignarskatts- fijáls. Sem sjálfstæður sparifjáreig- andi, sem veg og met hagkvæm- ustu raunávöxtun hveiju sinni, vil ég lýsa yfir furðu minni á þeim slagorðakenndu og óvönduðu aug- lýsingum, sem hafa birst að undan- förnu og raunar allt þetta ár frá ríkissjóði, þar með talinn bækling- ur sem borinn var á hvert heimili í landinu sem ber heitið „Byijaðu strax á öruggum og reglubundnum sparnaði á einfaldari og betri hátt en áður hefur þekkst“. Endalaus slagorð um eignar- skattsfrelsi spariskírteina tel ég byggð á veikum grunni og ekki samboðin æðsta yfirmanni skatta- mála í landinu, sjálfum fjármála- ráðherra, sem að sjálfsögðu ætti að sýna gott fordæmi í stað þess að afhjúpa vonda samvisku með því að flagga vafasömum og jafn- vel alröngum upplýsingum um raunávöxtun spariskírteina ríkis- sjóðs. Ég vil skora á fjármálaráðherra að koma með leibeinandi og réttar auglýsingar, jafnt fyrir núverandi og væntanlega sparifjáreigendur sem og skattgreiðendur í landinu. Hann ætti að snúa sér til ríkis- skattstjóra og fá þar greinargóðar upplýsingar um skattalega með- ferð spariskírteina, sem birtast raunar að hluta til í leiðbeiningum hans ár hvert, og miðla þeim með jákvæðum hætti í auglýsingum til landsmanna. Hvetja ber til fjárfestingar í verðbréfum, hvort heldur er í spa- Jón Sigurðsson riskírteinum ríkissjóðs eða verð- bréfum annarra verðbréfasjóða, til að koma í veg fyrir erlenda skulda- söfnun og til að tryggja sjálfstæði þjóðarinnar. Heiðarleg samkeppni er af hinu góða, hvort sem ríkissjóður eða aðrir eiga í hlut. Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs ætti öðrum fremur að sýna þar gott fordæmi. Höfundur er bókhaldari. ER HERMANN GENGINN AF GÖFLUNUM Frjálstframtak ÁRMÚLA 18 SÍMI 82300 • Hvað ú það að þýða að rjúka í að brjóta niður stofuvegginn svona rétt fyrir jólin? • Ætlar maðurinn virkilega að kaupa sér farsíma? • Ætlar hann að halda áfram að fylla stigahúsið með ódaun afsaltfiski og kœstri skötu? Hermann er skemmtileg bók. Allir, sem hafa skopskyn, munu ekki bara brosa heldur skellihlœja að ýmsum uppókomum sem Hermann, Alli kommi, Ottó krati, Marinó hetjutenór, Erlingur ó móti, Benni smiður, Oddur rakettumeistari, Ungverjinn ó 1. hœð til vinstri, Jói klobbi og allir hinir eða öll hin lenda í. Örlög Gísla eru hins vegar ekki hlœgileg. Pað er ekkert broslegt við að fó upphringingu og þœr frétlir að eiginkonan, hún Ósk, sé farin að halda framhjó. HERMANN er saga um fólk í Reykjavík. Söguhetjurnar stíga Ijóslifandi fram ó sjónarsviðið og frósagnarmóti höfundar er þannig að flestir munu þekkja persónurnar úr eigin umhverfi og lífi og taka þótt í gleði þeirra og sorgum, basli og óhyggjum. HERMANN ersaga íslensks nútímaþjóðfélags í hnotskurn. Hver þekkir ekki lífsgœðakapphlaupið, baróttuna við vísitöluna, yfirvinnustreðið og eyðslustuðið? P.s. En hvemig stendur á því að hann Sigurjón, sem er bœði greppitrýni og rauðhaus, nýtur sllkrar kvenhylli? ARNMUNDUR BACKMAN Ammundur Backman er kunnur lögfrceðingur f Reykjavík. Þótt HERMANN sé fyrsta skáldsaga hans er enginn nýgrœðingsbragur á stíl né efnistökum höfundarins. Pessi bók ber vott um leiftrandifrásagnar- hœfileika og nœmi á per- sónur, atvik og umhverfi. Þá kemurekki síðurfram nœmt skopskyn höfundarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.