Morgunblaðið - 16.12.1989, Síða 42
4%
M9F.pyí^LA£Ift. L^UffA^pAPUR 16, DlySEMBEH 1,989
Nefiidarálit sjálfstæðismanna um virðisaukaskattinn:
Eykur tekjur ríkisins um 1,6
milljarð miðað við söluskatt
FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um virðisauka-
skatt var afgreitt úr fjárhags- og viðskiptanefiid efri deildar í gær.
Frumvarpið var tekið til anparrar umræðu og samþykkt með afbrigð-
um frá þingsköpum að taka það strax til þriðju umræðu. Efri deild
afgreiddi fiúmvarpið til neðri deildar með breytingum meirihluta
nefndar, auk tveggja annarra smávægilegra breytinga. Nefndin skipt-
ist í þrennt í afstöðu sinni til frumvarpsins. I áliti 1. minnihluta kem-
ur það fram að tekjuaukning ríkisins við það að taka upp virðisauka-
skattkerfið er 1.600 miHjónir króna miðað við það sem þær hefðu verið
í söluskattskerfinu.
Að meirihlutaálitinu standa full-
trúar stjórnarflokkanna, Guðmund-
ur Ágústsson (B/Rv), Jóhann Ein-
varðsson (F/Rn), Skúli Alexand-
ersson (Ab/Vl) og Eiður Guðnason
(A/Vl). Meirihlutinn leggur til eftir-
farandi breytingar: íslenskar kvik-
myndir verði undanþegnar virðis-
aukaskatti, öll blaða- og útgáfu-
starfsemi verði undanþegin, en ekki
bara útgáfa tímarita og blaða. Sala
á orku til húshitunar verði undan-
þegin, svo og sala laugarvatns. End-
urgreiðsla virðisaukaskatts til hús-
byggjenda verði verðbætt. Meirihlut-
inn tekur undir þá tillögu fjármála-
ráðherra að virðisaukaskattur sem
sveitarfélögin greiða af sorphreins-
un, ræstingu og þjónustu sérfræð-
inga verði endurgreiddur. Lagt er
til í áliti meirihlutans að veittur verði
gjaldfrestur á greiðslu virðisauka-
skatts að því er varðar innflutning
á aðföngum innlendrar framleiðslu
og olíuviðskipti. Þá er og lagt til að
fjármálaráðunéytið kanni kosti þess
að veita gjaldfrest almennt í inn-
! flutningi og gæti breytingin að sögn
nefndarinnar átt sér stað í nokkrum
áföngum til þess að milda áhrif
breytingarinnar á greiðslustöðu
rfkissjóðs.
Ríkissjóður græðir
en tapar ekki
Halldór Blöndal (S/Ne) og Eyj-
ólfúr Konráð Jónsson (S/Rv)
standa að fyrra minnihlutaáliti
nefndarinnar. I áliti þeirra er fyrst
vikið að áhrifum upptöku virðisauka-
skatts á tekjur ríkissjóðs. Er þar
bent á að í greinargerð með frum-
varpinu sé á það bent með útreikn-
ingum að tekjutap ríkissjóðs vegna
upptöku þessa frumvarps sé 2 millj-
arðar. „í þessum útreikningum var
hins vegar aðeins afmarkaður hluti
breytingarinnar dreginn fram, en
þegar kerfisbreytingin er skoðuð í
heild er ljóst að ríkissjóður mun
hagnast um allt að 1600 milljónir
króna.
í áliti Halldórs og Eyjólfs segir
að enn sé margt á huldu um fram-
kvæmd laganna. Ekki hefði legið
ljóst fyrir við afgreiðslu frá nefnd-
inni hver áhrif yrðu á fjárhag sveit-
arfélaganna, en upplýsingar hefðu
bent til þess að útgjaldaaukning
sveitarfélaganna yrði 900 milljónum
króna meiri en í söluskattskerfinu.
Um virðisaukaskatt á bókum er bent
á að niðurfelling skatts þann 15.
nóvember komi niður á skólafólki
og verði fast við þessa tímaákvörðun
haldið muni margir slá bókakaupum
sínum á frest. Er lagt til að miðað
verði við 1. september.
Gjaldfrestur í innflutningi
Bent er á í álitinu að í frum-
varpinu, eins og það hafi verið sam-
þykkt í tíð ríkisstjómar Þorsteins
Pálssonarm, felist heimild til gjald-
frests á greiðslu skattsins vegna
innflutnings. Fjármálaráðherra hafi
hins vegar ekki gefið afdráttarlaust
svar um það hvort hann hygðist
veita almennan frest eða ekki. Er á
það bent að samtök verslunarinnar
telji áhrif þess á verðlag, ef ekki
verði veittur gjaldfrestur, vera á bil-
inu 1-2%. Er á það bent að þetta
bitni sérlega hart á dreifbýlisverslun.
Um reglugerð um greiðslu virðis-
aukaskatts af skattskyldri starfsemi
sveitarfélaga og annarra opinberra
aðila er á það bent að hún feli í sér
tvísköttun í sumum tilvikum, en slík
framkvæmd laganna sé andstæð
þeirri hugsun sem að baki lögunum
hvíli. Gagnrýnt er að skattur falli á
ræstingu þegar hún er boðin út en
hins vegar ekki ef hún er unnin af
starfsmönnum. Gagnrýnd er sú fýr-
irætlan að ætla að ieggja skatt á
veiðarfæri og brennsluolíu til fiski-
skipa; eðlilegt sé að með það sé far-
ið sem sambærilegan kostnað í milli-
landaförum. Um virðisaukaskatt í
byggingariðnaði segir að vandkvæði
verði við framkvæmd hans og gagn-
stætt fyrirheitum muni byggingar-
vístala hækka um 1%. í frumvarpinu
er gert ráð fyrir að virðisaukaskatt-
ur sé aðeins endurgreiddur ef endur-
bætur á húsnæði nemi a.m.k. 7%
af fasteignamati húseignar. Er í
nefndarálitinu talið augljóst að mik-
ill þrýstingur verði frá húseigendum,
að öll viðhaldsvinna verði unnin án
þess að hún verði gefin upp til
skatts.
Tvö þrep og frestun
gildistöku
Þingmennirnir tveir sem að nefnd-
arálitinu standa telja eðlilegra að
virðisaukaskattur sé í tveimur þrep-
um, með lægra þrepi á matvæli,
frekar en að endurgreiða virðisauka-
skatt af ákveðnum tegundum mat-
væla. Leggja þeir til tvö þrep.
Um undirbúning frumvarpsins
segja þingmennirnir að það mikið
skorti á að þeir leggi þess vegna til
að gildistöku laganna verði frestað
til 1. júlí 1990. Verði ekki við því
orðið liggi ljóst fyrir að sníða þurfi
helstu agnúa af löggjöfinni á vor-
þingi.
Matarskatturinn verði
afnuminn
Guðrún Agnarsdóttir (SK/Rv)
skipar annan minnihluta nefndarinn-
ar. í áliti hennar koma um margt
fram sömu atriði og í áliti Halldórs
og Eyjólfs.
Rauði þráðurinn í hennar áliti er
andstaða við skattlagningu á mat-
væli; frá henni beri að hverfa með
öllu. Segir Guðrún að jafnvel 14%
ígildi virðisaukaskatts sé hærri
skattlagning en í allflestum ríkjum
Evrópubandalagsins. Telur Guðrún
neyslustýringu sem í skattlagning-
unni felist fáránlega og einnig megi
gagnrýna mismunun einstakra kjöt-
tegunda sem í þessu felist; slíkt
hljóti að hvetja til innflutnings á
þeim matvælum sem skattlögð eru.
Tekjuáhrif af virðisaukaskatti
skv. Qármálaráðuneyti.
Millj. kr.
Tekjur af söluskatti -39.800
Tekjur af virðisaukaskatti
37.800
Mismunur -2.000
Tekjuáhrif af virðisauka-
skatti, heildaráhrif.
Millj. kr.
Tekjur af söluskatti ■39.800
Jöfnunargjald nettó -200
Endurgreiddur söluskattur 1.600
Niðurgreiðslur, fjárlög 4.100
16% álag á niðurgreiðslur v. verðbólgu 700
Tekjuþörf -33.600
Tekjur af virðisaukaskatti 38.800
Niðurgreiðslur, fjárlög Niðurgreiðslur á virðis- -4.100
aukaskatt -1.000
Jöfnunargjald 500
Áhrif bættrar innheimtu 1.000
Tekjur af VSK-kerfi 35.200
Tekjuaukning 1.600
Guðrún tók einnig fyrir mat ríkis-
endurskoðunar á endurgreiðslu mat-
væla og benti á að samkvæmt mati
Ríkisendurskoðunar sé ekki hjá því
komist að kveða á með einhveijum
hætti um endurgreiðsluna í fjárlög-
um, nái frumvarpið fram að ganga.
Annað væri ekki unnt án lagabreyt-
inga.
Guðrún gagnrýnir ákvæði frum-
varpsins um skuldjöfnun, sem feli í
sér að sá sem skuldi ríkissjóði opin-
ber gjöld eða skatta fái ekki endur-
greiðslu virðisaukaskatts. „Mörg
dæmi eru þess að ríkissjóður eða
ríkisstofnun skuldi fyrirtæki mun
hærri upphæð en viðkomandi fyrir-
tæki skuldar ríkinu. Fyrirtækið á
þá ekki kost á því að skuldjafna
skatta sína og fær yfirleitt ekki
greidda dráttarvexti.“
Éggert Haukdal:
Frumvarp um afíiám
Ingi Björn Albertsson:
Fækka á þingmönn-
um og ráðherrum!
lánskjaravísitölu
EGGERT Haukdal (S/Sl) hefiir lagt fram frumvarp um lánskjör og
i ávöxtun sparifjár. Frumvarpið sem nú er lagt fram í þriðja sinn
gerir ráð fyrir því að lánskjaravísitalan verði afhumin og verðtrygg-
ingu samkvæmt henni hætt.
Tilgangurinn með frumvarpinu
er sá að skapa möguleika til þess
að stemma stigu við frekari verð-
bólgu, vanskilum og annarri óreiðu.
Hins vegar hæfi gengistrygging á
lengri tíma spariinnlánum.
Frumvarp þessa efnis var fyrst
lagt fram af þingmanninum á al-
þingi 1987-88, en var þá vísað til
ríkisstjómarinnar eftir miklar um-
ræður. Frumvarpið var aftur lagt
fram á síðasta þingi og var þá einn-
ig vísað til ríkisstjórnarinnar með
því nefndaráliti að ekki yrði komið
í veg fyrir víxilhækkanir verðlags
og lánskjara nema með því að af-
nema lánskjaravísitöluna.
Þingmaðurinn kemst svo til orða
í greinargerð: „Sjálfkrafa hækkun
fjármagnskostnaðar samkvæmt
lánskjaravísitölu, sem er verð-
bólguvísitala, fær ekki staðist leng-
ur. Hún bitnar þyngst á útflutnings-
framleiðslunni. Það stafar fyrst og
fremst af því að hún er fjármagns-
frek og skuldug og í öðru lagi af
hinu að hún ræður ekki verðinu á
vörum sínum sem seldar eru á
heimsmarkaði. Hækkun láns-
kjaravísitölu um fáein prósentustig
eykur skuldabyrði útflutningsfram-
leiðslunnar um milljarða króna.
Útgerð og fiskvinnsla sem standa
undir meginverðmætasköpun í
þjóðfélaginu, riða nú til falls, svo
sem fjöldagjaldþrot og greiðslu-
stöðvanir bera vott um. Sérhver
Eggert Haukdal
hækkun lánskjaravísitölu krefst
gengisleiðréttingar ef ekki á illa að
fara. Hún krefst jafnframt hærra
kaupgjalds fyrir launþega svo að
þeir geti staðið í skilum með íbúð-
arián og fleira. Margar fjölskyldur
hafa þegar misst húsnæðið. Má af
þessu Ijóst vera, að lánskjaravísital-
an er rót vaxta- og verðlagsskrúf-
unnar sem hér hefur verið í gangi
í áratug."
„Framtíðin veðsett“ vegria opinberrar óráðsíu
Það er okkar hlutverk, sagði Ingi Björn Albertsson (FH-Vl) í ljár-
lagaumræðu, að sporna gegn því að framtiðin sé veðsett vegna þess
að við erum ekki tilbúnir til að taka á vandamálum liðandi stundar.
Gagnrýnd er hækkun á refsiviður-
lögum úr 1% á dag í 2% (úr 10% í
20% að viðbættum dráttarvöxtum).
Sé þetta úr öllu sannhengi við al-
menn refsiviðurlög í landinu. Gagn-
rýnd er sú fyrirætlan að greiða skuli
skatt af eldsneyti í innanlandsflugi;
þetta komi landsbyggðarfólki sér-
lega illa. Lagt er til að ekki verði
reiknaður skattur af lögfræðiþjón-
ustu, þar sem það bitni helst á þeim
sem eigi undir högg að sækja. Er á
það bent að í Noregi sé ekki inn-
heimtur skattur af þessari þjónustu.
Lagt er til að endurgreiddur sé skatt-
ur af byggingarkostnaði hótela;
reynslan sýni að vegna mikillar fjár-
festingar og stutts ferðamannatíma-
bils eigi hótelrekstur undir högg að
sækja og sé víða þungur baggi á
sveitarfélögum.
Ingi Björn Albertsson sagði
rangt að velta bruðli og óráðsíu
ríkisstjómarinnar, fjárlagahallan-
um og skuldasöfnunni, yfir á upp-
vaxandi kynslóð. Ég fæ ekki annað
séð, sagði þingmaðurinn, en að
ríkisbúskapurinn fljóti áfram að
feigðarósi aukinnar skattheimtu og
aukins hallarekstrar. Fjárlagahall-
inn í ár verður 6-8 milljarðar króna
og trúlega 10-20 milljarðar á næsta
ári. Tímabært er að grípa til rót-
tæks niðurskurðar á kerfinu og
sparnaðar á öllum sviðum. Þing-
flokkar eiga að koma sér saman
um sparnaðarnefnd til að fara ofan
í sauma á ríkisfjármálunum.
„Nauðsynlegt er að einfalda stjórn-
kerfið, fækka þingmönnum um allt
að helming og setja þarf skorður
við fjölgun ráðherra ... Ráðherrar
þurfa ekki að vera fleiri en fimm,
hugsanleg hámarkstala þeirra sjö.“
Ingi Bjöm sagði að stjómkerfi okk-
ar væri allt of stórt, fjölmennt og
kostnaðarsamt fyrir jafn fámenna
þjóð.
Frumvarp vegna sölu Utvegsbankans:
Kaupendur bankans starfa
áfíram sem eignarhaldsfélög
VIÐSKIPTARÁÐHERRA lagði fram í efri deild Alþingis í gær frum-
varp um breytingar á lögum um viðskiptabanka. Er frumvarpið lagt
fram í tilefni af sölu ríkisins á Útvegsbankanum til þriggja viðskipta-
banka og sameiningu þeirra í íslandsbanka.
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra mælti fyrir frumvarpinu í efri
deild. Sagði hann að í bankalögum
væri gert ráð fyrir samruna hlutafé-
laga en ekki samruna rekstrar eins
og orðið hefði við sammna Verslun-
ar-, Alþýðu- og Iðnaðarbanka. Gat
hann þess að á síðari stigum myndi
koma til skipti á hlutabréfum og
samruni hlutafélaga. Að sögn ráð-
herra lögðu kaupendur hlutafjár
ríkissjóðs í Útvegsbankanum mikla
áherslu á að geta fyrst um sinn starf-
að sem eignarhaldsfélög í hinum
sameinaða banka og haldið at-
kvæðarétti á hluthafafundum í hlut-
falli við hlutafjáreign sína. „Var á
það fallist, enda leggja félögin allan
bankarekstur sinn til hins nýja fyrir-
tækis og ljóst er að nokkum tíma
mun taka að koma þeirri breytingu
á, að hluthafa í félögunum skipti á
hlutabréfum sínum í þeim og hluta-
bréfum í íslandsbanka hf. eins og
stefnt er að.
Guðmundur H. Garðarsson
(S/Rv) lýsti yfir stuðningi sínum við
frumvarpið. Kvað bæði sölu Útvegs-
bankans og sameiningu viðskipta-
banka vera hið besta mál. Hann
taldi þó varhugavert það fyrirkomu-
lag sem væri varðandi eignarhalds-
félögin og ítrekaði nauðsyn þess að
aðeins væri um tímabundið fyrir-
bæri að ræða.
T