Morgunblaðið - 16.12.1989, Síða 45
MOKGIINBIADK) IAUGAHPAQUfi 16. DESJKMBEiR 1989
45
2% sam-
dráttur í
mjólkur-
framleiðslu
SAMDRÁTTUR í mjólkurfram-
leiðslu það sem af er þessu verð-
lagsári er um 2% miðað við
sama tíma í fyrra, að sögn Gisla
Karlssonar hjá Framleiðsluráði
landbúnaðarins. Greitt var
hærra verð fyrir innlagða mjólk
í nóvembermánuði í því skyni
að hvelja bændur til að fram-
leiða vetrarmjólk og koma
þannig í veg fyrir skort á
neyslumjólk á þessum árstíma.
Að sögn Gísla Karlssonar var
mjólkurframleiðslan í september
og október samanlagt mjög áþekk
því sem var á sama tíma í fyrra,
en framleiðslan í nóvember var
lakari. í því skyni að hvetja bænd-
ur til aukinnar mjólkurframleiðslu
yfir vetrarmánuðina hefur Fram-
kvæmdanefnd búvörusamninga
ákveðið hækkun á staðgreiðsluláni
ríkissjóðs vegna mjólkurfram-
leiðslu, og fá bændur greitt 8,5%
álag á grundvallarverð innveginn-
ar mjólkur frá nóvember til 1.
mars næstkomandi. Útborgunar-
verð fyrir mjólk verður síðan skert
um allt að 15% mánuðina maí-júlí
1990, en það fé sem þannig inn-
heimtist verður notað til þess að
endurgreiða staðgreiðslulán ríkis-
sjóðs.
Hljómplata
með trúar-
tónlist
KROSSGÖTUR hafa sent frá sér
nýja hljómplötu, „Niður við
Krossinn". Efhi hennar er
blönduð trúartónlist og söngv-
arar eru: Þoi-valdur Halldórs-
son, Samúel Ingimarsson,
Hrefiia Guðnadóttir og Ingi-
björg Guðnadóttir. Hljómsveit
Magnúsar Kjartanssonar sér
um allan undirleik.
Hér er um að ræða hljómplötu
með gömlum og nýjum lögum, sem
færð em í ferskan búning og sung-
in af trúarinnlifun.
Hljómplata þessi er gefin út til
styrktar Áfangaheimilinu við Álf-
hólsveg í Kópavogi.
(Fréttatilkynning)
S Kork'O'Plast
Sœnsk gœðavara í 25 ár.
KORK O PLAST et meO slitstertta vtnythúö og nouO á gótf sem mikiö
rocöir á. svo sem á flugstöOvum og á sjúkrahúsum
KORK O PIAST er auövrll að þrffa og þægiiegt er að ganga á því.
Sértega hentugt fym virmustaOi. banka og opinberar sknfstofur
KORK O PLAST byggv efcta upp spennu og er mikið notaö í
töfvuheibergium
KORK O PLAST tæst I 13 rresmunandi korkmynstrum
Geansæ. slitsterk
og auöbrifanleg
vinyl-filma
_ rstaklega
Rakavarnarhúö korkur i 13
I köntum. munstrum.
Sterkt vinyl-undirlag Fjaðrandi korfcur
EF ÞÚ BÝJfO tm Á LANDI ÞÁ SENDUM \AD ÞÉJt ÓKETPIS
SÝNISHORN OG BÆKUNG.
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Armula 29 Reykjavik simi 38640
manna
Myndband
um Evrópu-
mót hesta- >
Gufustöðin í Bjarnarflagi.
Gufuaflstöðin í Bjarnarflagi:
Áhugamenn telja tíma-
bært að fá nýja vél
Björk, Mývatnssveit.
Gufuaflstöðin í Bjarnarflagi var gangsett 8. nóvember síðastlið-
inn og er afl hennar nú um 2,5 MW verður stöðin væntanlega
keyrð þannig til vors. Á þessu ári eru 20 ár frá því stöðin tók til
starfa en hún var fyrst gangsett vorið 1969. Þessi virkjun var
fyrsta raforkuver íslendinga til að nýta jarðvarma og var sett upp
í tilraunaskyni með notaðri vélasamstæðu úr enskri sykurverk-
smiðju. Þrátt fyrir fornlegan vélbúnað hefur rekstur stöðvarinnar
gengið mjög vel og hún fyrir löngu sannað tilverurétt sinn.
Umræður um gufuvirkjun .í
Bjarnarflagi hófust 1967 og voru
meðal hvatamanna þeir Sveinn
Einarsson og Gunnar Böðvarsson.
Vorið 1968 er kominn skriður á
þetta mál og fékk þá Laxárvirkjun
heimild til að reisa 2,5 MW ra-
forkuver í Bjarnarflagi vestan und-
ir Námafjalli. Eflaust var það m.a.
vegna tilkomu Kísiliðjunnar sem
hóf rekstur 1967 að svo greiðlega
gekk að hrinda þessu í framkvæmd
en verulega aukið rekstraröryggi
fyrir Kísiliðjuna varð við tilkomu
gufustöðvarinnar, sem auk þess
dró úr keyrslu dísilvéla á Akureyri
yfir veturinn.
Stöðin hefur lengst af verið rek-
in frá hausti til vors og framleiðir
hún mun meira en sem nemur
þörf Kísiliðjunnar og Mývatns-
sveitar fyrir raforku. í náttúni-
hamförunum sem gengu yfir þetta
svæði 1977 varð mjög mikið tjón
á gufuveitunni og stöðvarhús
skemmdist nokkuð. Vegna þessa
var vélbúnaður fjarlægður til varð-
veislu haustið 1978 en settur niður
að nýju haustið 1980 eftir að mikl-
ar endurbætur og árangursríkar
boranir nýrra gufuhola höfðu farið
fram.
Landsvirkjun keypti gufuveit-
una í Bjarnarflagi 1987 af Jarð-
varmaveitum ríkisins og afgreiðir
síðan gufu til kísiliðjunnar, Hita-
veitu Mývatnssveitar, Léttsteyp-
unnar og til rafstöðvarinnar.
Rekstur gufuveitunnar er sameig-
inlegur rekstri Kröfluvirkjunar og
sinna starfsmenn við Kröflu eftir-
liti og viðhaldi í Bjarnarflagi.
Áhugamönnum finnst að nú sé
löngu tímabært að tilraunarekstri
þeim sem hafinn var á útmánuðum
1968 verði hætt en ný og fullkom-
in vélasamstæða til raforkufram-
leiðslu komi í stað gömlu vélarinn-
ar sem nýtir orku. gufunnar mjög
ilia samanborið við nútímavél. Láta
mun nærri að nú séu til ráðstöfun-
ar 15—20 kg/sek. af gufu til raf-
orkuframleiðslu, sem nægja
myndu fyrir 8—10 MW i rafafli.
- Kristján
HESTAMYNDIR hafa sent frá
sér myndband um Evrópumót
eigenda islenska hestsins sem
haldið var í Danmörku í sumar.
Textahöfundur og þulur mynd-
arinnar er Valdimar Kristins-
son.
Í frétt frá Hestamyndum segir
að á þessu Evrópumóti hafi sjald?
an eða aldrei hafi jafn mörg af-
burðahross att kappi og á þessu
móti. Þar kepptu bestu knapar og
hestar frá 13 þjóðlöndum. „I
- myndinni má sjá úrval íslenskra
hesta sem og hæfileikaríka knapa
frá nánast öllum heimshornum,
t.a.m. koma við sögu islendingam-
ar Jón Pétur Ólafsson, Aðalsteinn
Aðalsteinsson, Sigurbjörn Bárðar-
son, Hinrik Bragason og Eindar
Öder Magnússon, þjóðveijarnir
Andreas Trappe, Sandra Schutz-
bach og Bernd Vitþ, norsku stúlk-
urnar Unn Krogen og Line
Haugslien. Meðal hestanna eru
stóðhestarnir Gnýr frá Björnli,
Fjalar frá Hafsteinsstöðum og
Hrafnketill 996 frá Sauðárkróki.
Síðan má nefna Glaum frá Sauðár-
króki, Snjall frá Gerðum, Strák frá
Kirkjubæ, Glampa frá Erbeldingar
Hof og Röð frá Ellenbach, auk
fjölmargra annarra. Myndin gerir
og því sérstaka andrúmslofti og
stemmningu sem einkenna mót
sem þetta athyglisverð skil,“ segir
í fréttatilkynningu.
Myndbandið er til sölu hgi
Hestamyndum, í ýmsum bóka-
verslunum svo og sportvöruversl-
unum sem hafa hestavörur á boð-
stólum.
Þ.ÞOBGRlMSSOW&CO
QQE3QDDI0.
gólfflísar- kverklistar
ÁRMÚLA29, SÍMI 38640
Bók frá Orði lífsins
Bókaútgáfa Orðs lífsins í
Reykjavík hefur sent frá sér
bókina „Meira en sigurvegari“
eftir Terry Mize.
í frétt frá Orði lífsins segir að
bókin lýsi daglegu lífi höfundarins
sem verið hefur trúboði í mörg ár
og lent í ýmsum ævintýrum. „Með-
al annars tók hann upp puttaling
á förnum vegi í Mexíkó og var sá
vopnaður skammbyssu og hótaði
honum lífláti. Terry lýsir í bókinni
mætti guðs; jafnvel skotin úr byss-
unni gátu ekki gert honum mein.
Þetta er sannsöguleg bók sem lýs-
ir staðreyndum. Bókin svarar einn-
ig áleitnum spurningum, eins og:
Af hveiju grípur guð inn í líf sumra
og ekki allra? Hvað leysir kraft
guðs úr læðingi? Af hveiju er Terry
meira en sigurvegari? o.s.frv.“
Meira en sigurvegari en 160
blaðsíður. Bókin var þýdd og sett
af Matthíasi Ægissyni, litgreind
Tcrrv) Mizc
Meira ETM
£IGVRVEGARI
hjá Litgreiningu sf. og prentuð hjá
Prentsmíði hf.
Ymislegt
Hljóðritanir - bækur
Nýjar hjóðritanir: Russ Taff,
Debby Boone, Deniece Williams,
öll Praise-serían (frá nr. 1-11 á
kassettum og geisladiskum) o.fl.
Úrval uppbyggilegra bóka fyrir
börn sem fullorðna. Mjög hag-
stætt verð. Heitt á könnunni.
Opið frá kl. 9.00-22.00.
ifff-r T ^
l/erslunin IKM
Hátuni 2. w mn
Wélagslíf
□ MÍMIR 598912187-jf
□ Gimli 598917126 - Jf.
Auðbrekku 2.200 Kópavogr
Samkoma i kvöld kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Almenn bænasamkoma kl.
20.30.
iKÍJ Útivist
Sandfell - Selfjall
Sunnud. 17. des. Hressandi
ganga i miðju jólaamstrinu.
Brottför kl. 13.00 frá Umferðar-
miðstöð, bensínsölu, og kl.
13.15 frá Árbæjarsafni.
Áramótaferð Útivistar
Pantanir skulu sóttar fyrir 20.
des. Miðar annars seldir öðrum.
Simi: 14606/23732.
Sjáumst!
Útivist.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferð sunnudaginn
17. desember
Kl. 10.30 Esja - Kerhólakambur
(856 m). Gengið frá Esjubergi á
Kerhólakamb.-Þægiieg gönguleið
- hófleg áreynsla. Þennan dag
er birting kl. 10.00 og myrkur ki.
16.48 (vetrarsólstöður 21. des.).
Fólk á eigin bílum velkomið að
slást í för. Munið þægilega skó
og hlýjan klæðnað. Verð 800,-.
Brottför frá Umferöarmiðstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bíl.
Ferðafélagið óskar þátttakend-
um í ferðum félagsins gleði-
legra jóla.
Ferðafélag l’slands.