Morgunblaðið - 16.12.1989, Síða 53
4
«
f
f
u
f
f
■ j
f
+
esei wmmsasi æi HuoAcraAouAj ðraMawuofloií-
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989
53
Loðnubresturinn:
Hátt afiirðaverð kemur
bræðslum að litlu gagni
MARKAÐSVERÐ á loðnuafurðum er nú með allra hæsta móti.
Lýsistonnið selzt á um 18.000 krónur, en mjöltonnið á 34.000. Þetta
háa verð kemur að litlu gagni fyrir framleiðendur hér á landi, þar
sem veiði og um leið framleiðsla er lítil sem engin. Eftirspurn eft-
ir mjöli er umfram framboð og lýsisalan gengur vel þeim, sem
lýsi eiga. Skýringar eru að mestu tvær. Nánast engin veiði hér og
hjá Norðmönnum og miklir erfiðleikar í Perú vegna verkfalla.
Vegna aflabrestsins hafa íslenzkar fiskimjölsverksmiðjur misst af
mögulegum útflutningi svo nemur tugum tonna, en til haustsins
var útflutningur meiri en undanfarin ár og verð hátt.
Um síðustu mánaðamót höfðu
verksmiðjurnar flutt út um 70%
af útflutningi síðasta árs og er þá
átt við alla framleiðslu þeirra, ekki
aðeins loðnuafurðir, sem þó vega
langmest í framleiðslunni. Alls
fluttu verksmiðjurnar utan
172.427 tonn af mjöli á síðasta
ári, en um mánaðamótin nú höfðu
121.000 tonn farið utan. Lýsisút-
flutningurinn hefur dregizt meira
saman. í allt var hann í fyrra
87.296 tonn, en er nú 45.671 eðá
52%. Samkvæmt upplýsingum
Jóns Ólafssonar, framkvæmda-
stjóra Félags íslenzkra fiskmjöls-
framleiðenda, hafa verksmiðjurnar
misst af tæplega 10.000 tonna
mjölútflutningi miðað við sama
mánuð í fyrra og nær 8.000 tonn-
um af lýsi. í desember í fyrra voru
flutt utan 23.500 tonn af mjöli og
17.300 tonn af lýsi. Jón segir enga
von til að vinna það magn upp í
desember og því sé ljóst að tekj-
utap þessa mánuði sé, samanborið
við sama tíma í fyrra, gífurlegt.
Hvort úr rætist með mikilli veiði
eftir áramót viti auðvitað enginn.
Fiskifélag íslands hefur unnið
upp tölur yfir allan útflutning
loðnuafurða árin 1986 til ’88 og
til septemberloka í ár. Athyglivert
er hve mikill útflutningur hefur
verið þetta tímabil í ár. Alls voru
flutt utan með ýmsum hætti
226.500 tonn að verðmæti 4,9
milljarðar króna. Það er meira að
virði en allur útflutningur síðasta
árs, sem skilaði 4,7 milljörðum
króna. Mestu munar um mikla
aukningu á frystingu loðnu og
loðriuhrogna.
í fyrra voru flutt utan 301.800
tonn alls, 155.900 tonn af mjöli,
99.300 af lýsi, 42.900 fersk, 1.900
af frystum hrognum og 1.600 af
heilfrystri loðnu. Loks má nefna
55 tonn af söltuðum hrognum.
Andvirðið var 4,7 milljarðar. Til
loka september í ár voru flutt utan
109.700 tonn af mjöli, 51.000 af
lýsi, 58.000 fersk, 4.400 heilfryst
og 3.300 af hrognum. Andvirðið
er 4,8 milljarðar. Sé útflutningur-
inn árin frá 1986 tekinn til loka
september, kemur í ljós að þetta
ár er magnið næstmest, en verð-
mæti langmest, enda töluverðar
gengisbreytingar milli ára.
Loðnuvinnslan 1988:
SR, Austfirðing’ar og
Eyjar bræða mest
Móttekið hráefiii á loðnuvertíð 1988
Nafn fyrirtækis
Síldarverksmiðja ríkisins, Sigluf irði
Fiskimjölsverksm.Hraðfr.húss Ólafsfjarðar
Síldarverksmiðjan Krossanes, Akureyri
Síldarverksmiðja ríkisins, Raufarhöfn
Fiskimjölsverksmiðja H.Þ., Þórshöfn
Fiskimjölsverksm. Tanga hf. Vopnafirði
Síldarverksmiðja ríkisins, Seyðisfirði
Hafsíld, Seyðisfirði
Síldarvinnslan hf., Neskaupstað
Síldarverksm. Hraðfrhúss. Eskifj. hf.
Síldarverksmiðja ríkisins, Reyðarfirði
Fiskimjölsverksmiðja Hornafjai-ðar hf.
Fiskimjölsverksmiðjan hf., Vestmeyjum
Fiskimjölsverksmiðja E.S., Vestmeyjum
Fiskimjöl & lýsi hf., Grindavík
Njörðurhf., Sandgerði
Valfóður (MELTA), Njarðvík
Lýsi & mjöl hf., Hafnarf irði
Síldar- & fiskimjölsverksm. hf., Reykjavík
Síldar- & fiskimjöisverksm. hf., Arnarnesi
Síldar- & fiskimjverksm. EG, Bolungarvík
Færeyjar
Noregur
Skotland
Danmörk
Fryst í beitu og til f iskeldis
Til frystingar vegna útflutning
Fryst hrogn
Urgangur vegna hrogna í Grindvíkingi
Samtals
Samt.
vertíð
94.998
5.145
44.952
55.521
32.771
10.134
71.090
38.351
84.180
93.491
29.972
26.294
69.085
56.929
38.647
9.293
3.566
5.512
26.042
38.950
26.867
22.104
10.804
7.161
3.494
333
3.092
1.910
1.150
911.838
SHIRLEY
MACLAINE
LEITIN
iríN AVIÐ
Leiðsögn til innri
þroska
Enn kemur shirley maclaine
LESENDUM SÍNUM Á ÓVART MEÐ
ÓTRÚLEGUM FRÁSÖGNUM AF FÓLKIER
FRAMKVÆMIR HLUTISEM ERU 0FAR
MANNLEGUM SKILNINGI.
LEITININN Á VIÐ ER ÆVINTÝRALEG
FERÐ Á VIT OKKAR SJÁLFRA 0G
LEIÐSÖGN HVERJUM ÞEIM ER LEITAR
LEIÐATIL BETRALlFS.
BOKAFORLAGIÐ BIRTINGUR
LISTAJÓL
BORG
Pósthússtræti 9, Austurstræti 10, sími 24211.