Morgunblaðið - 16.12.1989, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989
55
Úr Aftur til framtíðar II; frábær gamanmynd.
undár að því leyti að áhorfendur eru
beðnir að bíða eftir framhaldinu og
það er jafnvel sýnt úr næstu mynd.
Maður hefur alltént eitthvað til að
hlakka til. Velkomin i framhalds-
myndalandið þar sem Zemeckis er
galdrakarlinn.
Eins og þið munið kannski lauk
Aftur til framtíðar I aldrei en númer
II bytjar nákvæmlega þar sem hún
skildi við okkur og á sama hátt lýk-
ur númer II ekki fyrr en í númer
III, sem frumsýnd verður í sumar.
Númer II er fyrsta mynd sinnar teg-
Fram og aftur, aftur og aftur
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Aftur til framtíðar II („Back to
the Future II“). Sýnd í Laugarás-
bíói. Leikstjóri: Robert Zemeckis.
Aðalhlutverk: Michael J. Fox,
Christopher Lloyd og Lea Thomp-
son.
Hraði er töfraorðið hér. Aftur til
framtíðar II byijar í æði og „endar“
í ennþá meira æði og allt þar á milli
er æðisgenginn hraði. Frásögnin
þýtur hjá fram og aftur í tíma og
hliðartíma og stoppar aldrei til að
kasta mæðinni og maður getur ekki
ímyndað sér hvað gerist næst, hvar
og hvenær. í millitíðinni sýna leik-
stjórinn Robert Zemeckis og hand-
ritshöfundurinn Bob Gale ekki hvað
síst snjalla uppfinningasemi þegar
kemur að öllum þeim frábæru, heila-
frumudrepandi möguleikum sem
tímaferðalög bjóða uppá.
Þið hafið sjálfsagt velt fyrir ykkur
öllum spurningunum í sambandi við
tímaferðalög en Aftur til framtíðar
II getur auðveldlega fengið heilann
í þér til að bráðna og leka útum
eyrun yfir slíkum heilabrotum því
hún er sannarlega fyrsta timaferða-
lagsmyndin sem notfærir sér út í
ystu æsar allt þetta fárániega furðu-
lega og frábærlega skemmtilega
sem tímaferðalög hafa uppá að
bjóða. Hún er líka fyrsta bíómyndin
sem segir: Framhald í næstu mynd.
H.G. Welles hefði gaman af þess-
ari. Hún gerist á fjórum og jafnvel
fimm (ef númer III svíkur ekki)
tímaskeiðum þar af einu sem hugs-
anlega gæti orðið ef ákveðinn at-
burður gerist rriörgum árum fyrr
(myndin snýst um að koma í veg
fyrir hann) og aðalpersónan, Marty
McFly, frábærlega leikinn af hinum
geðþekka Michael J. Fox, hittir fyrir
afkomendur sína í framtíðinni og
sjálfan sig í fortíðinni í tímaferða-
lagi fyrri myndarinnar þar sem, eins
og við munum, hann var að tryggja
að foreldrar sínir næðu saman svo
hann yrði til.
Flókið? Ekki í myndinni. Eitt það
besta við leikstjórn Robert Zemeck-
is, sem er sérfræðingur í tæknilega
flóknum uppsetningum, er hvernig
honum tekst að halda öllum tíma-
skeiðunum og persónunum og hraðri
atburðarásinni alltaf þannig að mað-
ur missir ekki af neinu. Aftur til
framtíðar II er betri en fyrri mynd-
in, frábærlega úthugsuð og fram-
leidd, grípur þig strax á fyrstu mín-
útunni og þú veist ekki af þér fyrr
en þeir lofa framhaldinu í sumar.
Það er hrein unun að sjá hvernig
henni tekst að beygja og teygja
tímann en það er einkum þrennt,
sem sýnir hugvitssemi kvikmynda-
gerðarmannanna og gerir myndina
að metsölufyrirbæri. Það er framtíð-
arsýnin — McFly og tímavélasmiður-
inn, sem Christopher Lloyd leikur
glettilega ruglaður, byija á því að
fara til 2015 — sem er öll hin skop-
legasta satíra. Annað er glettilega
góð og nákvæm beiting Zemeckis á
ijölföldunartækninni í líkingu við þá
sem beitt er við getraunaauglýs-
ingarnar í sjónvarpinu og David
Cronenberg_ fullkomnaðií „Dead
Ringers“. í einu atriði myndar
Zemeckis er Fox þrefaldur í hlut-
verki dóttur sinnar, sonar og sjálfs
sín á fullorðinsaldri. Og í þriðja lagi
hvernig Zemeckis lætur atburði fyrri
myndarinnar rekast saman við þessa
og sýnir Fox, með sömu tækninni,
bæði í gamla og nýja hlutverkinu
samtímis. Allt kostar þetta ótrúlega
skipulagningu og útreikninga, sem
er raunar lítið mál fyrir Zemeckis
eftir hann gerði Hver skellti skuld-
inni á Kalla kanínu þar sem leikara-
liðið iék mestmegnis út í loftið.
Svo er það spurning hvort upphaf
og endir séu ekki að fara úr tísku.
wsa
aóðu’ff'
htt«da | /
í Kringlunni Sími:689811
Hafðu Braga
í bollanum
yfir hátíðarnar!
Hátídablandan frá Braga
er jólakaffíð í ár.
Kaffibrennsla Akureyrar hf.
-KAR