Morgunblaðið - 16.12.1989, Page 64
wmpAmw- m.
Kveðjuorð:
Bjarni F. Halldórsson
fyrrv. skólastjóri
Fæddur 6. mars 1922
Dáinn 6. desember 1989
Vinur minn, Bjarni F. Halldórsson,
var kvaddur í gær. Lát hans kom
mér mjög á óvart. Tilvera mannsins
er víst þannig að enginn veit sín
örlög fyrirfram né heldur hvenær
hann hverfur úr þessum heimi yfir
á lendur óendanleikans.
Leiðir okkar Bjarna lágu fyrst
jaman haustið 1962 þegar stofnaður
var gagnfræðaskóli í Keflavík og ég
var ráðinn þar skólastjóri, en Bjarni
kennari. Þennan nýja skóla sóttu
fyrst í stað unglingar aðallega úr
Keflavík og Njarðvíkum. Bjarni var
þá kennari við barnaskólann í
Njarðvíkum. En við þá fækkun sem
varð er unglingarnir úr Njarðvíkum
fóru í nýja skólann í Keflavík fluttist
staða sú sem Bjarni hafði í Njarðvík
að nýja skólanum og þar með hófst
samstarf okkar Bjarna sem stóð um
20 ára skeið. Ég hygg að hvorugan
okkar hafi grunað haustið 1952 að
við ættum framundan svo náið sam-
starf sem síðar varð. Og það yrði
okkar hlutskipti meira en annarra
að móta og byggja upp Gagnfræða-
'Skólann í Keflavík. Bjarni sem fyrst
var kennari gerðist síðar yfirkennari
við skólann um langt árabil. Hann
varð þar áhrifamikill í ýmsum málum
er snertu skólann beint og óbeint.
Hann var skólastjóri skólans veturinn
1962-63, en þá var ég í ársleyfi frá
störfum.
Bjarni var viðskiptafræðingur að
mennt, gáfaður og fróður á ýmsum
sviðum utan sérgreinar sinnar. Hann
var glaðlyndur og félagslyndur mað-
ur að eðlisfari, Ijúfur í skapi og til-
yögugóður sem vildi öllum vel og
hafði lag á að miðla málum þegar
þess þurfti með. Hann var góður
kennari og vel liðinn af nemendum
sínum. Hann stjórnaði meira með
lagni og festu en hörku og nemend-
um skynjuðu góðsemina í fari hans
og Virtu hann fyrir það. Þeir vissu
að hann vildi veg þeirra sem mestan,
en rétt skyldi þó farið að hlutunum.
Undirferli og baktjaldamakk var
Bjarna lítt að skapi. Ég á Bjarna
mikið og margt að þakka.
Ég þakka honum fyrir sanna vin-
áttu sem ekki er hægt að meta vegna
þess að hún er ómetanleg. Einnig
þakka ég honum fyrir samstarf og
samvinnu í gegnum árin. Hann var
mér góður aðstoðarmaður, ráðhollur
og traustur í vandasömum málum
sem upp komu og var ótrauður að
taka á sig ábyrgð að sínum hluta
er af þeim leiddi. Það var mikil eftir-
sjá í honum er hann hvarf frá gagn-
fræðaskólanum til þess að gerast
skólastjóri við barnaskólann í
Njarðvíkum árið 1973.
Góðir og nýtir menn vinna góð
störf hvar sem þeir eru. Þeirra er
alls staðar þörf. Eftirsjá okkar er
mikil þegar þeir hverfa á braut.
Bjarni F. Halldórsson var einn slíkur
maður. Blessuð sé minning hans.
Við hjónin vottum Guðrúnu konu
hans, börnum þeirra, tengdabörnum
og barnabörnum okkar dýpstu sam-
úð.
Rögnvaldur J. Sæmundsson
fyrrverandi skólastjóri Gagn-
fræðaskólans í Keflavík.
Tíminn, hlýðinn þjónn örlaganna,
vinnur verk sitt skilvíslega, án til-
finninga, án manngreinarálits. Hann
skilar okkur öllum af kaldri blindni
til áningarstaða og að síðustu til leið-
arloka, eftir því sem hveiju okkar
er fyrirbúið, og enginn í’æður sjálfur
sólsetri eða næturstað. Þessu verðum
við að una, eigum ekki annars kost.
Hins vegar trúum við því og treyst-
um, að forsjónin kunni alltaf bestu
lausn allra hluta, þó að ýmsum þyki
hart undir að búa um sinn og dyljist
rétt rök í svip.
Kallið kom snögglega til vinar
míns og bekkjarbróður, Bjarna F.
Halldórssonar. Vel má segja, að hon-
um hafi verið dæmdur fagur og mild-
ur dauði, að mega kveðja jarðvistina
á heimili sínu og í návist konu sinnar,
meira að segja í fullu fjöri og án
langra harmkvæla, énda varð hann
drengilega við dauða sínum að hætti
fornra garpa.
Sjálfur var hann garpur mikill og
vaskleikamaður, hnellinn og hnar-
reistur, og kominn var hann af sæ-
görpum Hornstranda og Snæfjalla í
ættir fram. Hann fæddist á Hesteyri
í Jökulfjorðum 6. mars 1922, en ólsfc—'
upp á ísafirði. Fundum okkar bar
fyrst saman, þegar hann þreytti próf
utanskóla upp í 3. bekk Menntaskól-
ans á Akureyri vorið 1938, en síðan
vorum við fjóra vetur saman í bekk.
Bjarni var ágætur námsmaður, en
sérstaklega var hann elskur að mál-
fræði og þá einkum íslenskri mái-
fræði og málsögu. Ég minnist þess,
að veturinn, þegar við vorum í 4.
bekk, las hann Norron Grammatikk
eftir Ragnvald Iversen sér til
skemmtunar á kvöldin, og öll
menntaskólaárin var hann meðal
bestu og hörðustu íslenskumanna
skólans.
Þó fór svo eftir stúdentsprófið
1942, að hann lagði ekki fyrir sig
málvísindi, heldur hóf hann nám í
viðskiptadeild Háskóla íslands og
lauk prófi í þeim fræðum með heiðri
og sóma árið 1947.
Öll þessi skólaár vorum við góðir
vinir og félagar og tókum m.a. marg-
ar góðar borðtennissyrpur saman í
kjallaranum á Nýja Garði. Alltaf var
Bjarni glaður og hláturmildur, ljúfur
og lundgóður. Aldrei varð neitt illt
eða Ijótt fundið í fari hans, því að
hann var samiur maður og heill og
drengur hinn besti.
Svo fór, að Bjarni fékkst ekki lengi
við viðskiptastörf, þó að hann hefði
menntast til þeirra. Eðlið sagði til
sín, maðurinn var rakinn húmanisti
og menntastefnumaður. Eftir ársvist
sem skrifstofustjóri í Reykjavík gerð-
ist hann kennari suður með sjó, og
veit ég ekki betur en hann hafi lengst
af haft dönsku að aðalkennslugrein.
Hann lagði sig allan fram við að
verða fyirmyndarkennari í þeirri
tungu og tókst það. Bæði stundaði
hann dönskunám við heimspekideild
Háskóla íslands og þar að auki var
hann orlofsár við dönsku- og uppeld-
isfræðinám í Kennaraháskólanum í
Kaupmannahöfn. Bjarni var piýðis-
vel að sér og kennari af köllun og
guðs náð. Slíkir uppfræðarar eiu
blessunar- og þakkarefni íslenskri
þjóð og ómetanlegir ungri kynslóð,
sem foreldrarnir hafa gefið sér tak-
markaðan tíma til að ala upp. Þeir
eiga þó ekki allir upp á pallborðið
hjá einstrengingslegum skólastefnu-
mönnum nútímans, ef þeir hafa ekki
pappírana og leyfisbréfin sín í lagi,
mega ékki einu sinni kalla sig kenn-
ara.
Suðurnesjamenn sáu fljótt,
hvílíkan hvalreka þeir höfðu fengið
á fjörur sínar, og mátu Bjarna mik-
ils. Hann var kennari við Miðskólann
í Njarðvík 1949-1952, Gagnfræða-
skóla Keflavíkur 1952-1962, skóla-
stjóri 1962-1963 og yfirkennari
1963-1973. Þá gerðist hann skóla-
stjóri Grunnskólans í Njarðvík og
gegndi þeirri stöðu í 10 ár eða til
1983. Munu það sannmæli kennara,
foreldra og nemenda, að hann hafi
unnið tii og notið þakklætis, virðing-
ar og vinsælda fyrir störf sín að
skólamálum í þessum byggðarlögum
og að þeirri muni þar verða lengi
minnst.
Til að drýgja tekjur heimilisins rak
Bjarni hin síðari ár fasteignasölu í
Keflavík, og síðustu árin mun hann
eingöngu hafa haft framfæri af
henni. Ma segja, að loksins hafi
gamla viðskiptabókvitið verið í
askana látið.
En Bjarni stóð ekki einn. Hann
átti góða konu, sem var honum mik-
ill félagi og studdi hann með ráðum
og dáð. Hún heitir Guðrún S. Björns-
dóttir, ættuð frá Breiðafirði. Þau
gengu í hjónaband 22. febrúar 1947
og hafa alið upp 6 börn sín og kom-
ið til manns. Húsakynnin voru þröng
stundum framan af og efnin eftir
því, en ánægjan og lífsgleðin aldrei
af skornum skammti. Sumarið 1953
vann ég við bikbræðslu á Keflavíkur-
flugvelli, oft langan vinnudag, og
hélt til við óhijálegar aðstæður í
Landshafnarhúsinu í Njarðvík, við
áttunda mann í herbergi. Mér leidd-
ist mjög, og það vissu Guðrún og
Bjarni. Þau bjuggu þá ekki allfjarri
í lítilli kjallaraíbúð og börnin orðin
fjögur, að heita mátti sitt á hveiju
árinu. En það var alltaf hægt að
bæta við einum í kvöldkaffi, og þess
naut ég oft, var alltaf velkominn á
þetta litla, hlýja heimili þessara glað-
væru, hjartagóðu hjóna og barnanna
þeirra til að spjalla yfir kaffibolla við
eldhúsborðið. Og stundum vildi
teygjast á þessu spjalli fram á sumar-
bjarta nóttina, því að við Bjarni vor-
um þá báðir eldheitir þjóðvarnar-
menn, þó að við ynnum á Vellinum
eða kannski vegna þess. En ég verð
þeim Guðrúnu og Bjara ævinlega
þakklátur fyrir atlætið þetta sumar.
Án þess hefði þessi Suðurnesjadvöl
fjarri mínu fólki orðið mér býsna
þungbær.
Bjarni var góður og traustur
bekkjarbróðir og rækti vel samband-
ið við hópinn frá MA 1942, sótti vel
samkomur bekkjarins og var þar
hrókur alls fagnaðar. En nokkuð
hefir kvistast úr þeim græna skógi,
enda langt liðið á fimmta áratuginn,
frá því að við hlupum frá prófborði
út í vordaginn langan með hvíta
kolla í miðri heimsstyijöld. Tíminn
hefir.þegar skilað mörgum okkar á
leiðarenda. Og nú var röðin komin
að Bjama Fertram.
Fyrir fáum árum átti ég stutt
símtal við Bjarna á afmælisdegi hans
og spurði þá, eins og menn spyija
oft hver annan, hvernig honum liði.
Svarið var stutt og laggott: „Hvernig
ætti mér að líða öðmvísi en vel, við-
góða heilsu og með hreina sam-
visku?“
Þarna tjáði hann á nútímamáii þá
hugsun, sem höfundur Hávamála
orðaði svo á sinn hátt á sínum tíma:
„.. .heilyndi sitt,
ef maður hafa náir,
án við löst að lifa.“
Og þarna var Bjarna Fertram
rétt lýst. Þannig tókst honum að
lifa. Þess vegna leið honum vel,
meðan lifði. Bestu kveðjur okkar
bekkjarsystkinanna fylgja honum á
leið, farsældaróskir og þökk fyrir
löng og glöð kynni. Blessuð sé
minning góðs vinar.
Sverrir Pálsson
Minning:
*
Sigurbjörg Asgeirs-
dóttir Seyðisfírði
Fædd 23. ágúst 1909
Dáin 8. desember 1989
„Dáinn, horfinn, harmafregn".
Þegar ég heyrði lát Sigurbjargar
fyllist hugur minn söknuði og trega,
þó þakka ég Guði fyrir að hún fékk
að sofna svefninum langþiáða, því
hennar þrek og kraftar voru búnir,
þó ég hefði viljað óska að okkar sam-
verustundir hefðu getað orðið fleiri.
Sigurbjörg var ein af hinum miklu
hetjum okkar lands, sem þó bar lítið
á.
Hún ólst upp með móður sinni í
vinnumennsku hingað og þangað,
sem vinnu var að fá í þá daga. Sem
barn og unglingur kynntist Sigur-
björg þrotlausri vinnu, þegar hún svo
sem ung stúlka giftist og fór að
búa, hélt sú vinna áfram við fátækt,
basl og erfiðleika ýmiskonar. Hún
rnissti mann sinn frá fjórum börnum
og erfiðleikarnir héldu áfram. Það
voru oft erfíð spor hennar gegnum
lífið, svo erfið að fáum hefði tekist
eins vel og henni að axla þær byrðar
allar. Allt það lífs- og sálarþrek sem
Sigurbjörgu var gefið er aðdáunar-
yert. Hún eignaðist fimmtán börn,
en missti tvö á unga aldri. Hún
reyndist bömum sínum góð móðir
og var vakin og sofin yfir velferð
þeirra. Það getur hver maður séð
hvort ekki hefur verið langur vinnu-
dagurinn hjá Sigurbjörgu með börnin
sín öll í iitlu húsnæði og sárri fá-
tækt, en aldrei kvartaði hún, aldrei
, heyrðist æðruorð, hún vann verk sín
í hljóði í orðsins fyllstu merkingu.
Strax þegar börnin komust á legg
fóru þau að vinna fyrir sér og eru
öll hinir nýtustu borgarar. Sigurbjörg
stóð fyrir búi sínu og seinni manns
síns, Kristjáns Þórðarsonar, þar til
fyrir fáum ámm að hún varð fyrir
áfalli og varð að fara á sjúkrahús
Seyðisfjarðar. Það var henni sár
raun, en hún bar harm sinn í hljóði
eins og oft áður. Það var ákaflega
erfitt fyrir hana eftir þetta áfall að
hún gat ekki nema takmarkað tjáð
sig, en hún fylgdist vel með hvað
var að gerast í kringum hana og
skildi allt hvað talað var við hana
mjög vel. Fótavist hafði hún fram á
það síðasta og henni fannst mjög
gaman að fara í bíltúr með manni
sínum, Kristjáni, sem reyndist henni
mjög umhyggjusamur enda mat hún
hann mikils.
Ég fór austur í sumar með syni
hennar, Gesti, en milli þeirra ríictu
miklir kærleikar alla tíð. Hún var
glöð og hress, þetta var rétt fyrir
áttatíu ára afmælið hennar. Hún kom
með okkur í bíltúr, hún benti okkur
á bátana á firðinum, kindumar við
vegkantinn og lækina sem runnu
niður hlíðina, hún brosti og gleðig-
lampi var í augunum. Þessi ánægju-
stund tók enda sem var sú síðasta
sem við áttum saman. Við kvöddum
hana, hún sat í stól út við glugga
sem vísar út á planið sem við lögðum
bílnum, ég stóð dálitla stund við
bílinn og sá að hún sneri sér við og
veifaði okkur. Þessi og aðrir sam-
fundir okkar Sigurbjargar eru mér
ógleymanlegir. Þetta eru mér dýr-
mætar perlur í mínum minningasjóð.
Sigurbjörg var stórbrotinn persónu-
leiki, góð eiginkona, móðir og amma.
Ég þakka henni fyrir alla þá blíðu
og umhyggju sem hún sýndi mér frá
því ég kynntist henni.
Eiginmanni hennar, börnum,
tengdabömum og barnabörnum
sendi ég samúðarkveðjur.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(V. Briem.)
Ásta Gunnarsdóttir
Föstudaginn 8. desember síðastlið-
inn lést í Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, Lönguhlíð,
Seyðisfirði. Þar með lauk alllöngu
sjúkdómsstríði tengdamóður minnar.
Er ég sest niður og minnist Sigur-
bjargar nokkrum orðum, minnist ég
hennar fyrst og fremst fyrir einlægni
hennar, kraft og ótrúlegan dugnað
í gegnum lífið, sem var henni oft og
tíðum ekki neinn dans á rósum, en
hún átti sína gleði fyrst og fremst í
afkomendum sínum.
Sigurbjörg fæddist 23. ágúst 1909
í Loðmundarfirði, foreldrar hennar
voru Ásgeir Sigurðsson, ættaður frá
Þerney, og Guðrún Sigurðardóttir,
ættuð frá Yijum á Rangárvöllum.
Sigurbjörg giftist Magnúsi Friðriks-
syni árið 1930 og bjuggu þau á
Þráhdarstöðum, Eiðaþinghá. Magn-
ús lést árið 1937 og fluttist Sigur-
björg þá til Seyðisfjarðar. Síðar gift-
ist Sigurbjörg Kristjáni Þórðarsyni
frá Seyðisfirði, er lifir konu sína.
Hjónaband þeirra var alla tíð einlægt
og saman var barist í lífsbaráttunni,
sem ekki var ávallt svo léttbær, því
ekki voru hin veraldlegu efni svo
mikil. Sigurbjörg eignaðist 15 börn,
tvö dóu ung og eru 13 á lífí, en þau
eru: Sigurður bankastarfsmaður,
Eskifirði, hann á 3 börn, Sigurborg,
hjúkrunarfræðingur, Hafnarfírði, en
hún á 5 börn, Magnús Hörður, verka-
maður í Keflavík, sem á 2 börn,
Guðrún Ása, bankastarfsmaður,
Reykjavík, hún á 5 börn, Knútur,
sjómaður á Seyðisfírði, hann á 3
börn, Kjartan, sjómaður á Seyðis-
firði, hann á 3 börn, Gestur bensínaf-
greiðslumaður í Reykjavík, á 1 barn,
Kristbjörg, kaupmaður, Reykjavík, á
4 börn, Gunna Sigríður, húsmóðir á
Seyðisfirði, en hún'á 4 börn, Sveinn
trésmiður á Seyðisfirði, á 2 börn,
Kristín húsmóðir í Landeyjum, hún
á 4 börn, Hjörtur vélvirki í Reykjavík,
hann á 3 börn, Sigurbjörn rafvirki á
Seyðisfírði, hann á eitt barn. Nú eru
langömmubörnin orðin 24 og afkom-
endur Sigurbjargar eru því orðnir
79 samtals. Vissulega er þetta stór
barnahópur, og oft var þröngt í búi
er börnin voru að alast upp, en kröf-
urnar þá voru líka ekki eins miklar
og nú tíðkast. En börnin fengu aftur
á móti það veganesti með sér sem
mölur og ryð fá ei grandað. Og vissu-
lega hafa þau ávaxtað það „pund“
er þau fengu á heimili sínu, ekki síst
frá móður sinni, er var ótrúlega ósér-
hlífín og dugleg. Ekki var hún bless-
unin að klæða sig eftir neinni tísku
heldur gekk í því sem hentaði henni
til inni- og útiverka í sveitinni.
Ég minnist þess hve lærdómsríkt
var að heimsækja hana heim f litla
húsið hennar fyrir utan Seyðisfjörð,
það var hennar yndi að vinna í úti-
verkum við heyannir og annað sem
til féll. Þær stundir man maður best
er hún ræddi við fullorðna og börn
í heyskap. Þar leið henni vel og þar
var hún í því umhverfi sem hún dáði
mest.
Nú síðustu tvö árin dvaldi Sigur-
björg að mestu á Sjúkrahúsi Seyðis-
fjarðar og hrakaði henni sérstaklega
ört síðustu mánuðina. Þó virtist helst
birta yfir henni er yngsta kynslóðin
heimsótti hana, þá var sem hún átt-
aði sig á hlutunum og kannaðist við
þau. Vil ég hér með koma á fram-
færi innilegu þakklæti til starfsfólks
Sjúkrahúss Seyðisfjarðar fyrir alla
þá umönnun og fórnfýsi er þar var
í té látin til að gera henni lífið léttara.
Nú er Sigurbjörg er látin er gott
og lærdómsríkt að minnast hennar
sem hinnar dæmigerðu íslensku al-
þýðukonu sem ekki gerði miklar
kröfur til lífsins, var sátt við allt og
alla og öllum þótti innilega vænt um.
Ég vona að nú þegar Sigurbjörg
hefur kvatt þetta tilverustig megi
hún ávallt hafa það sem best.á Guðs
vegum.
Guð blessi minningu Sigurbjargar
Ásgeirsdóttur.
Jón Kr. Óskarsson
Leiðrétting
I fyrirsögn á minningargrein um
Steinþór Ó. Siguijónsson á fimmtu-
daginn var, slæddist með starfs-
heitið bifreiðastjóri, án þess að geta
átt við um hann. Starfsvettvangur
Steinþórs var annar. Er beðist vel-
virðingar á þesum mistökum.