Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
l.tbl. 78. árg.
MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Kommúnistar handteknir í Rúmeníu:
Umbætur sl^orn-
valda gagnrýndar
Talið að um 5.000 manns hafi fallið
í byltingunni gegn Ceausescu
Búkarest, Róm. Reuter, The Daily Tclegraph.
TALSMAÐUR rúmenska utanríkisráðuneytisins skýrði frá því í
gærkvöldi að allir félagar í stjórnmálaráði kommúnista hefðu ver-
ið handteknir. Stjórnmálaflokkar í Rúmeníu eru teknir að búa sig
undir kosningar, sem boðað hefiir verið til í aprílmánuði. Ríkis-
stjórn Þjóðarráðsins, sem mynduð var eftir að Nicolae Ceausescu
var steypt af stóli, ítrekaði á nýársdag að kosningarnar yrðu öldung-
is frjálsar og að fjölflokkakerfi yrði innleitt i landinu. Áætlanir
stjórnarinnar um umbætur á sviði landbúnaðar hafa mælst fremur
illa fyrir og þykja ekki nægifega róttækar.
Talsmaðurinn lét þess ekki getið
hversu margir væru í haldi en tal-
ið er að félagar í stjórnmálaráðinu
hafi verið um 40. Þá vildi hann
ekki greina frá því hvaða ákærur
yrðu gefnar út á hendur þeim.
Af flokkum þeim sem nú eru
að koma fram á sjónarsviðið eftir
40 ára einræði kommúnista þykir
Smábændaf lokkurinn einna líkleg-
astur til að höfða til væntanlegra
kjósenda. Flokkurinn hefur birt
stefnuskrá sína og ber þar einna
hæst afnám samyrkjubúskapar
auk þess sem flokksmenn kveðast
beijast fyrir því að kristileg lífsvið-
horf verði grundvöllur hinnar nýju
Rúmeniu.
Smábændaflokkurinn hefur
einnig gagnrýnt áætlanir þær sem
Ion Iliescu, forseti bráðabirgða-
stjórnarinnar, kynnti í nýársávarpi
sínu til þjóðarinnar. Þar boðaði
hann að hveijum bónda yrði feng-
Uppþot við
landamæri
Azerbajdzh-
ans og Irans
Moskvu. Reuter
SOVÉSKA sjónvarpið skýrði frá
því í gærkvöfdi að ótifgreindur
fjöldi Azera hefði haft í firammi
mótmæli við landamæri Sovét-
lýðvefdisins Azerbajdzhans og
Irans frá því á sunnudag og þar
til í gær.
Sagt var að margir hefðu verið
undir áhrifum eiturlyfja og áfengis.
Mannfjöldinn hefði ögrað sovéskum
landamæravörðum og ráðist á
stöðvar þeirra. Hluti fólksins hefði
reynt að komast yfir landamærin
til írans en Azerar eru múhameðs-
trúar líkt og íranar. Er þetta í
fyrsta skipti sem skýrt er frá slíkum
uppþotum.
Einn maður lést og þrír særðust
í gær í héraðinu Nagorno-Karabakh
' í Azerbajdzhan er menn, sem taldir
voru Armenar, gerðu hóp Azera
fyrirsát. Að sögn sovésku TASS-
fréttastofunnar var skotið á fólks-
fiutningabíl Azeranna og hann
grýttur er þeir voru á leið milli
tveggja bæja í héraðinu en á þessu
svæði búa einkum Armenar. Sagði
í fréttinni að lögreglumenn hefðu
verið með í för. Hefðu þeir neyðst
til að grípa til skotvopna til að veij-
ast og hefði einn árásarmannanna
fallið.
in rúm ekra lands en lýsti ekki
yfir því að horfið yrði frá sam-
yrkjubúskapnum, sem kommúnist-
ar innleiddu. Bændur mun eftir
sem áður þurfa að afhenda ríkinu
um 70 prósent framleiðslu sinnar.
Telja talsmenn Smábændaflokks-
ins að áætlanir stjórnarinnar gangi
alltof skammt.
Erlendir stjórnarerindrekar og
starfsmenn hjálparstofnana segja
að um 5.000 manns og hugsanlega
færri hafi fallið í byltingunni í
Rúmeníu en ekki 60.000 eins og
ráðamenn þar hafa haldið fram.
Sjá fréttir á bls. 27.
Reutcr
Vaclav Havel, hinn nýi forseti Tékkóslóvakíu, við Berlínarmúrinn í
gær. Sfjórnvöfd í A-Þýskalandi hafa nú staðfest að múrinn verði
rifínn.
Marokkó:
Olíuleki ógn-
ar lífríki og
fiskimiðum
Rabat. Reuter
TALIÐ er að um 70.000 tonn af
hráolíu hafi fekið úr íranska olíu-
skipinu Kharg-5 frá því áhöfhin
yfírgaf það undan strönd Mar-
okkó fyrir tveimur vikum er
sprenging varð um borð. Fjöldi
erlendra björgnnarmanna er
komiim á staðinn. Sérfiræðingar
hafa sagt að þetta kunni að reyn-
ast eitt mesta mengunarslys sög-
unnar.
Olíubrákin, sem talin er tæplega
300 kílómetra löng, var í gærdag
. tæpa 30 kílómetra frá strandlengj-
unni og kváðust veðurfræðingar
búast við því að hvessa tæki á þess-
um slóðum i dag, miðvikudag, er
vindáttin breyttist. Óttuðust menn
þá að olíunni myndi skola á larid og
valda óbætanlegu tjóni á lífríkinu
auk þess sem gjöful fiskimið eru
skammt undan ströndinni. Menn eru
teknir að líkja slysi þessu við Exxon
Valdez-slysið svonefnda í Alaska í
mars í fyrra en það er alvarlegasta
mengunarslys í sögu Bandaríkjanna.
Ríki Evrópubandalagsins lýstu því
á hinn bóginn yfir fyrr í gær að
strandlengja Marokkó væri ekki i
hættu.
Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, sækir þýsku ríkin heim:
Ástæðulaust að óttast sam
einingu verði lýðræði virt
Austur-Þjóðverjar staðfesta að Berlínarmúrinn verði rifinn
Austur-Berlín, Mlinchen. Reuter.
VACLAV Havel, hinn nýi forseti Tékkóslóvakíu, sagði á fundi með bfaða-
mönnum í Austur-Berlín í gær að ríki Evrópu þyrftu ekki að óttast
nýtt og sameinað Þýskaland svo framarlega sem leikreglur lýðræðisins
yrðu í heiðri hafðar. Forsetinn kvaðst telja það skilyrði fyrir samein-
ingu þýsku ríkjanna að haft yrði náið samráð við stjórnvöld í öðrum
ríkjum Evrópu. Stjórnvöld í A-Þýskalandi hafa staðfest að Berlínarmúr-
inn verði rifinn en ekki er vitað hvenær það verk verður hafið.
Á blaðamannafundinum lagði for-
setinn, sem var einn þekktasti and-
ófsmaður Tékkóslóvakíu í valdatíð
kommúnista, áherslu á að stjórn-
Reuter
Bandarískir hermenn fluttirfrá Panama
Fyrstu bandarísku hermennirnir, sem sendir voru til Panama, hafa
verið kallaðir heim og sjást hér nokkrir þeirra ganga upp í flugvél,
sem flutti þá til Bandaríkjanna í gær. 141 hermaður fór frá Panama
i gær og í fyrradag en alls voru 13.000 hermenn sendir til landsins.
Sjá „Bush Bandaríkjaforseti . . .“ á bls. 28.
völdum í þýsku ríkjunum tveimur
væri hollast að bíða með að hefja
formlega viðræður um sameiningu
því menn væru enn í gleðivímu vegna
opnunar Berlínarmúrsins. Á hinn
bóginn kvaðst hann vona að viðræð-
ur um framtíð ríkjanna hæfust sem
fyrst. Með Havei í för voru þeir
Marian Calfa, forsætisráðherra
Tékkóslóvakíu, og Jiri Dientsbier,
utanríkisráðherra, en þeir dvöldu í
fjórar klukkustundir í Austur-Berlín.
Forsetinn og fylgdarlið hans hafði
viðdvöl við Berlínarmúrinn og kvaðst
Have! undrandi á því að hann stæði
enn uppi. Kvað hann Manfred
Gerlach, forseta Austur-Þýskalands,
hafa tjáð sér að múrinn yrði brátt
rifinn. „Ég sagði honum að við vær-
um tilbúnir til að senda verkamenn
til Austur-Berlínar til að aðstoða við
verkið, Austur-Þjóðveijum að kostn-
aðarlausu," sagði Havel og fögnuðu
viðstaddir þessum ummælum hans.
Gerlach staðfesti síðar í viðtali við
dagblaðið Bilcl að múrinn yrði rifinn
en sagði að enn hefði ekki verið
ákveðið hvenær hafist yrði handa.
Það þótti táknrænt fyrir þær miklu
breytingar sem orðið hafa í Austur-
Evrópu að Havel skyldi sækja Aust-
ur-Þjóðveija heim í fyrstu opinberu
heimsókn sinni. í þau 40 ár sem
kommúnistar voru einráðir í ríkjum
Austur-Evrópu var hefðin sú að nýir
leiðtogar héldu fyrst til Moskvu til
viðræðna við ráðamenn í Kreml.
I gærdag hélt Havel til Múnchen
í Vestur-Þýskalandi til viðræðna við
þarlenda ráðamenn en þar í borg
árið 1938 samþykktu ítalar, Frakkar
og Bretar áætlun Hitlers um að inn-
lima Súdetahéruðin í Tékkóslóvakíu.
Sagði Richard von Weizsacker, for-
seti V-Þýskalands, að heimsókn Hav-
els markaði þáttaskil í samskiptum
ríkjanna.
Sjá „Landið verði á ný . . .“ á
bls. 26.
Meiiiiing’ar-
árið hafíð
í Glasgow
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari
Fríinannssyni, fréttaritara Morgunblaðs-
ins.
MIKIL hátíðahöld voru í Glasgow
í Skotlandi á gamlárskvöld en
borgin verður menningarborg
Evrópu út þetta ár.
Á Georgs-torgi í GJasgow var
haldin mikil útihátíð og komu 15
þúsund manns þar saman en löngu
var uppselt. Hátíðahöldin voru í til-
éfni af því að Glasgow er menningar-
borg Evrópu í ár og tók við því hlut-
verki af París.
Á nýársdag hófst dagskrá ársins
með f lutningi á Messíasi eftir Hánd-
el.