Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 l.tbl. 78. árg. MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kommúnistar handteknir í Rúmeníu: Umbætur sl^orn- valda gagnrýndar Talið að um 5.000 manns hafi fallið í byltingunni gegn Ceausescu Búkarest, Róm. Reuter, The Daily Tclegraph. TALSMAÐUR rúmenska utanríkisráðuneytisins skýrði frá því í gærkvöldi að allir félagar í stjórnmálaráði kommúnista hefðu ver- ið handteknir. Stjórnmálaflokkar í Rúmeníu eru teknir að búa sig undir kosningar, sem boðað hefiir verið til í aprílmánuði. Ríkis- stjórn Þjóðarráðsins, sem mynduð var eftir að Nicolae Ceausescu var steypt af stóli, ítrekaði á nýársdag að kosningarnar yrðu öldung- is frjálsar og að fjölflokkakerfi yrði innleitt i landinu. Áætlanir stjórnarinnar um umbætur á sviði landbúnaðar hafa mælst fremur illa fyrir og þykja ekki nægifega róttækar. Talsmaðurinn lét þess ekki getið hversu margir væru í haldi en tal- ið er að félagar í stjórnmálaráðinu hafi verið um 40. Þá vildi hann ekki greina frá því hvaða ákærur yrðu gefnar út á hendur þeim. Af flokkum þeim sem nú eru að koma fram á sjónarsviðið eftir 40 ára einræði kommúnista þykir Smábændaf lokkurinn einna líkleg- astur til að höfða til væntanlegra kjósenda. Flokkurinn hefur birt stefnuskrá sína og ber þar einna hæst afnám samyrkjubúskapar auk þess sem flokksmenn kveðast beijast fyrir því að kristileg lífsvið- horf verði grundvöllur hinnar nýju Rúmeniu. Smábændaflokkurinn hefur einnig gagnrýnt áætlanir þær sem Ion Iliescu, forseti bráðabirgða- stjórnarinnar, kynnti í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar. Þar boðaði hann að hveijum bónda yrði feng- Uppþot við landamæri Azerbajdzh- ans og Irans Moskvu. Reuter SOVÉSKA sjónvarpið skýrði frá því í gærkvöfdi að ótifgreindur fjöldi Azera hefði haft í firammi mótmæli við landamæri Sovét- lýðvefdisins Azerbajdzhans og Irans frá því á sunnudag og þar til í gær. Sagt var að margir hefðu verið undir áhrifum eiturlyfja og áfengis. Mannfjöldinn hefði ögrað sovéskum landamæravörðum og ráðist á stöðvar þeirra. Hluti fólksins hefði reynt að komast yfir landamærin til írans en Azerar eru múhameðs- trúar líkt og íranar. Er þetta í fyrsta skipti sem skýrt er frá slíkum uppþotum. Einn maður lést og þrír særðust í gær í héraðinu Nagorno-Karabakh ' í Azerbajdzhan er menn, sem taldir voru Armenar, gerðu hóp Azera fyrirsát. Að sögn sovésku TASS- fréttastofunnar var skotið á fólks- fiutningabíl Azeranna og hann grýttur er þeir voru á leið milli tveggja bæja í héraðinu en á þessu svæði búa einkum Armenar. Sagði í fréttinni að lögreglumenn hefðu verið með í för. Hefðu þeir neyðst til að grípa til skotvopna til að veij- ast og hefði einn árásarmannanna fallið. in rúm ekra lands en lýsti ekki yfir því að horfið yrði frá sam- yrkjubúskapnum, sem kommúnist- ar innleiddu. Bændur mun eftir sem áður þurfa að afhenda ríkinu um 70 prósent framleiðslu sinnar. Telja talsmenn Smábændaflokks- ins að áætlanir stjórnarinnar gangi alltof skammt. Erlendir stjórnarerindrekar og starfsmenn hjálparstofnana segja að um 5.000 manns og hugsanlega færri hafi fallið í byltingunni í Rúmeníu en ekki 60.000 eins og ráðamenn þar hafa haldið fram. Sjá fréttir á bls. 27. Reutcr Vaclav Havel, hinn nýi forseti Tékkóslóvakíu, við Berlínarmúrinn í gær. Sfjórnvöfd í A-Þýskalandi hafa nú staðfest að múrinn verði rifínn. Marokkó: Olíuleki ógn- ar lífríki og fiskimiðum Rabat. Reuter TALIÐ er að um 70.000 tonn af hráolíu hafi fekið úr íranska olíu- skipinu Kharg-5 frá því áhöfhin yfírgaf það undan strönd Mar- okkó fyrir tveimur vikum er sprenging varð um borð. Fjöldi erlendra björgnnarmanna er komiim á staðinn. Sérfiræðingar hafa sagt að þetta kunni að reyn- ast eitt mesta mengunarslys sög- unnar. Olíubrákin, sem talin er tæplega 300 kílómetra löng, var í gærdag . tæpa 30 kílómetra frá strandlengj- unni og kváðust veðurfræðingar búast við því að hvessa tæki á þess- um slóðum i dag, miðvikudag, er vindáttin breyttist. Óttuðust menn þá að olíunni myndi skola á larid og valda óbætanlegu tjóni á lífríkinu auk þess sem gjöful fiskimið eru skammt undan ströndinni. Menn eru teknir að líkja slysi þessu við Exxon Valdez-slysið svonefnda í Alaska í mars í fyrra en það er alvarlegasta mengunarslys í sögu Bandaríkjanna. Ríki Evrópubandalagsins lýstu því á hinn bóginn yfir fyrr í gær að strandlengja Marokkó væri ekki i hættu. Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, sækir þýsku ríkin heim: Ástæðulaust að óttast sam einingu verði lýðræði virt Austur-Þjóðverjar staðfesta að Berlínarmúrinn verði rifinn Austur-Berlín, Mlinchen. Reuter. VACLAV Havel, hinn nýi forseti Tékkóslóvakíu, sagði á fundi með bfaða- mönnum í Austur-Berlín í gær að ríki Evrópu þyrftu ekki að óttast nýtt og sameinað Þýskaland svo framarlega sem leikreglur lýðræðisins yrðu í heiðri hafðar. Forsetinn kvaðst telja það skilyrði fyrir samein- ingu þýsku ríkjanna að haft yrði náið samráð við stjórnvöld í öðrum ríkjum Evrópu. Stjórnvöld í A-Þýskalandi hafa staðfest að Berlínarmúr- inn verði rifinn en ekki er vitað hvenær það verk verður hafið. Á blaðamannafundinum lagði for- setinn, sem var einn þekktasti and- ófsmaður Tékkóslóvakíu í valdatíð kommúnista, áherslu á að stjórn- Reuter Bandarískir hermenn fluttirfrá Panama Fyrstu bandarísku hermennirnir, sem sendir voru til Panama, hafa verið kallaðir heim og sjást hér nokkrir þeirra ganga upp í flugvél, sem flutti þá til Bandaríkjanna í gær. 141 hermaður fór frá Panama i gær og í fyrradag en alls voru 13.000 hermenn sendir til landsins. Sjá „Bush Bandaríkjaforseti . . .“ á bls. 28. völdum í þýsku ríkjunum tveimur væri hollast að bíða með að hefja formlega viðræður um sameiningu því menn væru enn í gleðivímu vegna opnunar Berlínarmúrsins. Á hinn bóginn kvaðst hann vona að viðræð- ur um framtíð ríkjanna hæfust sem fyrst. Með Havei í för voru þeir Marian Calfa, forsætisráðherra Tékkóslóvakíu, og Jiri Dientsbier, utanríkisráðherra, en þeir dvöldu í fjórar klukkustundir í Austur-Berlín. Forsetinn og fylgdarlið hans hafði viðdvöl við Berlínarmúrinn og kvaðst Have! undrandi á því að hann stæði enn uppi. Kvað hann Manfred Gerlach, forseta Austur-Þýskalands, hafa tjáð sér að múrinn yrði brátt rifinn. „Ég sagði honum að við vær- um tilbúnir til að senda verkamenn til Austur-Berlínar til að aðstoða við verkið, Austur-Þjóðveijum að kostn- aðarlausu," sagði Havel og fögnuðu viðstaddir þessum ummælum hans. Gerlach staðfesti síðar í viðtali við dagblaðið Bilcl að múrinn yrði rifinn en sagði að enn hefði ekki verið ákveðið hvenær hafist yrði handa. Það þótti táknrænt fyrir þær miklu breytingar sem orðið hafa í Austur- Evrópu að Havel skyldi sækja Aust- ur-Þjóðveija heim í fyrstu opinberu heimsókn sinni. í þau 40 ár sem kommúnistar voru einráðir í ríkjum Austur-Evrópu var hefðin sú að nýir leiðtogar héldu fyrst til Moskvu til viðræðna við ráðamenn í Kreml. I gærdag hélt Havel til Múnchen í Vestur-Þýskalandi til viðræðna við þarlenda ráðamenn en þar í borg árið 1938 samþykktu ítalar, Frakkar og Bretar áætlun Hitlers um að inn- lima Súdetahéruðin í Tékkóslóvakíu. Sagði Richard von Weizsacker, for- seti V-Þýskalands, að heimsókn Hav- els markaði þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Sjá „Landið verði á ný . . .“ á bls. 26. Meiiiiing’ar- árið hafíð í Glasgow St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Fríinannssyni, fréttaritara Morgunblaðs- ins. MIKIL hátíðahöld voru í Glasgow í Skotlandi á gamlárskvöld en borgin verður menningarborg Evrópu út þetta ár. Á Georgs-torgi í GJasgow var haldin mikil útihátíð og komu 15 þúsund manns þar saman en löngu var uppselt. Hátíðahöldin voru í til- éfni af því að Glasgow er menningar- borg Evrópu í ár og tók við því hlut- verki af París. Á nýársdag hófst dagskrá ársins með f lutningi á Messíasi eftir Hánd- el.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.