Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 49
voru ávallt mjög fjölmenn og ég
ókunnugur þá, en hin hlýju handtök
Hildar og Stefáns eyddu strax þeim
kvíða og frá þeim degi voru heim-
boð þeirra ávallt tilhlökkunarefni.
Aldrei hefur borið skugga á vináttu
milli heimila okkar og höfum við
átt margar ógleymanlegar sam-
verustundir hjá Iiildi og Stefáni,
ekki einungis við hjónin, heldur
einnig börn okkar.
Stefán var enginn meðalmaður
og fátt mannlegt var honum óvið-
komandi. Hann er ekki einungis
landskunnur fyrir störf sín í þágu
Sjálfstæðisflokksins, því hann
sinnti mörgum fleiri störfum, auk
kaupsýslu og furða var hvað hann
gat skipt sér milli gerólíkra verk-
efna og vafalaust hefur vinnudag-
urinn oft verið langur og erfiður.
Stefán var vinmargur, enda hafði
hann sérstakt lag á að afla sér vina.
Minni hans varðandi fólk, ættir
þess og búsetu var alveg einsdæmi
og mun það oft hafa gert honum
auðveldara að afla skoðunum sínum
fylgis og vinna sér hylli, bæði þeirra
sem ekkert skorti og 'hinna sem
minna máttu sín og voru hjálpar-
þurfi. Hjálpsemi var Stefáni í blóð
borin og ekki var Hildur eftirbátur
hans í því efni, en hún var hans
trausti förunautur í blíðu og stríðu.
Ekki léku alltaf blíðir vindar um
Stefán, en kjarkur og dugnaður
Hildar brást ekki. Ég held að Stef-
án hafi líka metið konu sína meira
en almennt gerist, það gat maður
merkt af þeirri hlýju sem fólst í
rödd hans þegar hann sagði „Hilla
mín“, en þessi orð voru honum töm.
Fyrir allmörgum árum missti
Stefán skyndilega heilsuna og hlýt-
ur það að hafa verið geysilegt áfall
fyrir þvílíkan athafnamann svo og
konu hans og fjölskyldu, en hann
tók þessu með stakri karlmennsku
og ró. Það var í rauninni aðdáunar-
vert hvað hann undi vel hag sínum
þrátt fyrir að sjón og heyrn daprað-
ist svo og minnkandi möguleikar á
að fylgjast með þeim málum sem
áður voru honum hugleikin. En
þessi missir var honum bættur svo
sem unnt var með einstakri ástúð
og umhyggju eiginkonu, barna og
barnabarna, sem öll voru samhent
i að gera honum elliárin sem létt-
bærust.
Þó við hjónin komum til með að
sakna þess að sjá ekki lengur með-
al okkar þennan glaða og góða öld-
ung, þá gleður það okkur að hann
varð þeirrar náðar aðnjótandi að fá
hægt andlát í faðmi þeirrar konu
sem hann elskaði og dáði og trúlega
hafa hans síðustu orð verið „Hilla
mín“.
Við óskum Stefáni okkar velfarn-
aðar á þeim leiðum sem hann nú
gengur og þökkum vináttu hans.
Blessuð sé minning hans. Guð varð-
MQRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990
veiti eftirlifandi konu hans, börn
og íjölskyldur þeirra.
Unnur og Bergsteinn
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Orð eru svo fátækleg, þegar
komið er að því að kveðja elsku
afann okkar.
Við, sem eldri erum, munum eft-
ir afa Stefáni, í því fulla fjöri, sem
hann var, þar til fyrir tæpum 10
árum, er hann fékk áfall og varð
skyndilega gamall maður. Fram að
þeim tíma, var hann yngri í anda,
en margir þeir, sem mun yngri voru.
Alltaf gat afi bjargað hlutunum og
aldrei var það nokkuð, sem hann
vildi ekki fyrir okkur reyna að gera.
Afi var skapstór maður, en svo
ótrúlega Ijúfur og einlægur. Svo
aftur við, sem yngri erum af barna-
börnum, svo og öll barnabarnabörn-
in, munum hann, sitjandi í stólnum
sínum, alltaf með brjóstsykurinn í
vasanum, tilbúinn að stinga upp í
litla munna.
Alltaf var jafngott að koma í
Stigahlíðina til elsku ömmu og afa,
ávallt tekið á móti okkur með þeirri
hlýju og ástúð, sem alla tíð hefur
einkennt heimili þeirra. Og fast er
það greypt í minni okkar, allir jóla-
dagarnir í Stigahlíð, við urðum fleiri
og fleiri, en ávallt var piáss hjá afa
og ömmu í Stigó. Alltaf var byijað
á að syngja uppáhaldssálm afa, „0,
Jesú bróðir bezti“, sem forfaðir
hans, séra Páll Jónsson frá Viðvík,
orti. Því var það nú, þennan nýliðna
jóladag, að við hvert á sinn hátt
söknuðum svo sárt og fundum svo
sterkt þann tómleika, sem fylgdi
því að vera ekki í Stigahlíðinni, eins
Skrifstofutækni
Opnar þér
nýjar leiðir
Skrifstofutæknin er markvisst nám þar sem þú lærir
tölvugreinar, viðskiptagreinar og tungumál í skemmti-
legum félagsskap. Sérstök áhersla er lögð á notkun
tölva í atvinnulífinu. Námið tekur 3 mánuði og að því
loknu útskrifast nemendur sem skrifstofutæknar.
og alltaf áður.
En við erum í þeirri góðu trú,
að nú líði elsku afa okkar vel og
eitt er víst, að tekið hefur verið vel
á móti honum af öllum þeim ástvin-
um hans, sem á undan eru farnir.
Við biðjum algóðan Guð að
styrkja og blessa elsku góðu ömmu
Hildi okkar, sem nú sér á eftir ást-
vini sínum, eftir liðlega 57 ára
hjónaband og óhætt er að segja,
að hafi staðið við hlið hans í blíðu
og stríðu,
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði;
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Br.)
Við biðjum þann, sem öllu ræð-
ur, að varðveita elsku afann okkar,
við munum aldrei gleyma honum.
Kveðja frá barna- og
barnabarnabörnum
í náminu eru kenndár m.a. eftirfarandi greinar:
Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla,
gagnagrunnur, töflureiknar og áætlanagerð, tölvubókhald,
toll- og verðútreikningur, almenn skrifstofutækni, grunn-
atriði við stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikn-
ingur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska.
Yfir 700 ánægðir skrifstofiitæknar eru
okkar besta auglýsing.
Innritun og nánari upplýsingar eru
veittar í síma 687590.
Hringdu strax og fáðu sendan bækling.
TÖLVUFRÆÐSLAN
Borgartúni 28, sími 687590
49
Hvað segja
þau um
námskeiðið:
Hildur
Aðalsteinsdóttir:
I kennaraverkfallinu
síðastliðið vor dreif
ég mig í skrifstofu-
tækninámið. Að
námi loknu hefur
sjálfstaust mitt aukist
til muna og ég á auð-
veldara með að taka
ákvarðanir. Það sem
hefur komið sér bcst
er það að ég fékk 12
einingar metnar til
stúdentsprófs í
menntaskólanum
sem ég slunda nám
við.
Guðfinna
Halldórsdóttir:
Ég rck eigið fyrirlæki
með manninum mín-
um og hefur námið
verið mér mjög gagn-
legt í fyrirtækinu,
hvort sem er tölvu-
eða viðskiptagrein-
arnar. Skólinn var
mjög skemmtilegur
og ég var ánægð með
konnarana som voru
færir og mjög hjálp-
legir.
Bati
BREFABINDI- TÖLVUBINDI
SKIPTIBLÖÐ - STAFRÓF
-DISKLINGABOX
-PLASTMÖPPUR
-GATAPOKAR
OG MARGT
FLEIRA
allar geróir af möppum fyrir /990
VIS/NINUO