Morgunblaðið - 03.01.1990, Síða 56

Morgunblaðið - 03.01.1990, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990 # Krabbameinsfélagið ‘ NÁMSKEID í ! REYKBINDINDI j Innritun er hafin á janúarnámskeið Krabbameinsfélags- ins í reykbindindi. Tveir undirbúningsfundir verða í janúar og stefnt verður að því að hætta að reykja mánudaginn 29. janúar. Alls eru 7 fundir á námskeiðinu. Að námskeiði loknu taka við stuðningsfundir á fimmtu- dagskvöldum eins lengi og þörf krefur. Námskeiðin og stuðningsfundirnir verða haldnir í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, Reykjavík. ■ Leiðbeinendur verða: 8 Ásgeir R. Helgason frá Krabbameinsfélaginu, Sigurður Árna- son, krabbameinslæknir, og dr. Eiríkur Örn Arnarson, yfirsál- fræðingur á Landspítalanum. Umsjón með stuðningsfundum hefur Vigdís Esradóttir, fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu. Um er að ræða hópnámskeið, en auk þess er innifal- in einstaklingsráðgjöf fyrir þá, sem þess óska. Námskeiðsglald er kr. 3.500,- sem svarar til 18 daga j| reykinga, pakka á dag. Upplýsingar og skráning í síma 621414 á skrifstofutíma (kl. 8.30-16.30). SICUNGASKÓUNN Námskeið TIL 30 TONNA RÉTTINDA hefst miðvikudaginn 10. janúar. Kennsla fer fram á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl. 7-11 og stendur I 7 vikur. Launamisrétti o g efiiahagur Til Velvakanda. Það virðist vera hægt að græða á flestu öðru en sjávarútvegi hér á íslandi - jafnvel starfsemi í land- búnaði á það til að skila arði. Fyrir skömmu birtist frétt í Morgunblað- inu þar sem fram kom að áætlaður er fjögura prósenta halli á fisk- vinnslu í upphafi þessa árs. Þó eru sjávarútvegurinn og fiskvinnslan sem honum tengist líkiega þær at- vinnugreinar sem í raunveruleikan- um skila mestum arði til HÁRLOS Kæri Velvakandi. Ég er vel fullorðinn maður sem langar til að segja frá mjög jákvæð- um hlut sem kom fyrir mig, svona bara til að jafna dálítið allt það neikvæða, sem dynur yfir mann, allan ársins hring. Það eru nú ann- ars meiri ósköpin. En þetta með mig var að ég var kominn langleið- ina að missa hárið. Hvern einasta dag fylltist greiðan og ég fylltist sífellt meiri og meiri áhyggjum. Þá var það að mér var bent á Weleda- hárvatnið. Ég tölti af stað og fann loksins Þumalínu á Leifsgötunni, en þar fékkst það. Ég hafði nú ósköp litla trú á þessu, en sagði við sjálfan mig að varla skaðaði að reyna, ég var svo sem - búinn að reyna margt, án nokkurs árangurs. Það þarf ekki að orðlengja það að á örfáum dögum gerðist hreinlega kraftaverk á mér, það var alveg ótrúlegt. Þess vegna er ég svo þakk- látur, og get ekki orða bundist. Ég tel í dag að ég hafi aldrei haft betra hár, nú tveim mánuðum eftir að ég byrjaði að nota hárvatnið. Ég verð að geta þess í leiðinni að ég hafði þjáðst af miklum fótakulda lengi og nefndi það svóná í „fofbyfarten*1 við stúlkurnar. Þær voru ekkert nema elskulegheitin og hjálpsemin og út fór ég með nuddolíu með arnikunni góðu og f leiru, og munur- inn er mikill, fótakuldinn er horfinn eins og dögg fyrir sólu. Mér finnst ég verða að segja frá þessu. J.H.J. þjóðarbúsins en kerfinu er hagað þannig að útkoman verður að hvor- ugt ber sig á pappírunum. Ég tel að efnahagsstjórnun hér á landi ætti að vera markvissari. Það ætti að verðlauna þá sem sýna dugnað og þau fyrirtæki sem gefa mikið af sér. Koma ætti í veg fyrir að menn geti hagnast á einhveiju braski sem ekki hefur neina þýð- ingu fyrir þjóðarhag. Það er allt of mikið um slíkt. Ef unnt væri að koma á betri stjórnun í efnahags- málum færi margt betur. Að lokum langar mig til að gera launamisréttið að umræðuefni. Ein- hvers staðar las ég ég blaði að þtjár stéttir væru í þessu landi: þeir ríku, þeir sem væru vel bjargálna og þeir snauðu. Ekki efast ég um að f lestir íslendingar sem einhver dug- ur er í séu vel bjargálna en hinu Hvet' er skoðun Morgunblaðsins á dóminum yfir Magnúsi Thoroddsen? Margir hafa beðið eftir því að heyra skoðun Morgun- blaðsins á þessu mesta dómsmáli ársins. Útvarpið, bæði Rás 1 og 2, hafa sparkað í Magnús liggj- andi eftir dóminn og þykjast vera að halda uppi vörn fyrir ríkisvald- ið. Hvorug rásin hafði áhuga á því að kynna sér málstað Magnús- ar, hvorki nú né þegar Olafur vil ég halda fram að allt of mikið launamisrétti sé í landinu. Sumir láta sér ekki nægja minna en marg- föld laun verkamanns og vilja þar að auki njóta alls konar forréttinda og nota sér þau alveg ómælt. Hóf vet'ður að vera á öllum hlutum. Væri ekki eðlilegt að hafa þak á þessu, eins og það er kallað. Mætti t.d. setja lög um að enginn mætti hafa nema tvöföld laun verka- manns, allt sem þar væri framyfir yrðu menn að greiða í skatta. Þessi einfalda regla myndi leiða til jafn- réttis að verulegu leyti. Einhver segir kannski sem svo að óeðlilegt sé að einhver hafi helmingi meira kaup en annar fyrir sama vinn- utíma, en það eru ekki öll störf sambærileg. Núverandi kerfi bygg- ir hins vegar á allt of miklu mis- rétti og þarfnast leiðréttingar við. Ragnar Grímsson og Guðrún Helgadóttir réðust á hann í upp- hafi málsins. En sem sagt. Hver er skoðun Mot'gunblaðsins? Við bíðum svars. Ólafitr Hannesson, Snælandi 4. Svar ritstjóra: Morgunblaðið hefur fjallað um áfengiskaup Magnúsar Thoroddsens í forystugrein. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur tii — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstúdaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnhúmer og, heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því tii lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunúm. Fyrirspurn til Velvakanda Bókanlr á skútusiglinganámskeið sumarsins hefjast 15. janúar. öll kennslugögn fáanleg í skólanum. Upplýsingar og innritun í símum 68 98 85 og 3 10 92 allan sólarhringinn. m SiCUNCASKÓUNN Lágmúla 7 ■ meðlimur i Alþjóðasambandi siglingaskóla, ISSA. Metsölublod ú hverjum degi! Víkverji skrifar Um áramót heita menn sjálfum sér og öðrum oft ýmsu, sem þeim gengut' síðan misjafttlega vel að efna. I bók A New Day, sem Víkvetji les stundum sér til hugar- hægðar og hefur að geyma vitur- lega hugleiðingu fyrir hvern einasta dag ársins stendur þetta fyrir síðasta dag ársins: „Þetta er síðasti dagur ársins og aðfarardagur nýs árs. Við stöldrum flest við á tímamótum sem þessum, lítum í eigin barm og hugleiðum. Við hugum einnig að því hvemig okkur hefur miðað — horfumst í augu við ágalla okkar en viðurkenn- um einnig það sem við höfum til brunns að bera. Við jólahaldið hafa margir látið of mikið eftir sér á ýmsum sviðum. Algengustu öfgamar — og þær sem minnst ber á — em þær að gera of mikið úr þeirri hugmynd, að frá miðnætti í nótt breytist allt. Við semjum skrá yfir allt sem við ætlum að gera, hætta að gera eða gera á annan hátt. Við strengj- um þess hátíðlega heit hvemig við ætlum að bæta okkur. Við bindum miklar vonir við „nýja árið“. Það er sjálfsagt og gott að vilja breytast; eins og við vitum öll er það nauðsynlegt til að njóta lífsins til fulls. Hinu má þó ekki gleyma, að án tillits til þess sem við gemnt skilar breytingin sér best, ef ákveð- ið er að líta til eins dags í senn. Því kynni að skila meiri árangri að hugsa aðeins um 1- janúar en ekki árið í heild. Mestu máli skiptir þó, að við þurfum ekki að bíða til loka ársins — eða þess að deginum ljúki — til að vilja hefja eitthvað nýtt.“ XXX Hinar miklu breytingar sem urðu á síðasta ári hjá milljónum manna er búa með okkurí Evrópu staðfesta að hið óvænta og ótrúlega gerist og með miklum hraða, þegar stíflum er mtt úr vegi. Víkvetji minnist þess ekki að hafa heyrt nokkum spá því við upphaf ársins 1989, að Berlínarmúrinn myndi hrynja á því herrans ári. Þeir sem kröfðust þess á Vesturlöndum að honum yrði mtt úr vegi vom stjórn- málamenn, sem töluðu í anda þeirra, er hafa staðið öflugastan vörð um lýðræði og frelsi. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í þessum hópi árið 1988 og segir frá því í áramótagrein sinni hér í blaðinu á gamlársdag, hvaða við- tökur krafa hans um þetta efni í ræðu á allshetjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlaut í Þýskalandi, en þaðan fékk hann bréf frá þakklátum hlustendum. Ýmsir Vesturlandabúar litu þannig á haustið 1988 og langt fram á árið 1989, að það væri í anda kalda stríðsins að kreíjast þess, að Berlínarmúmum yrði rutt úr vegi eðlilegra samskipta milli austurs og vesturs í Evrópu. xxx Eins og jafnan endranær era skoðanir skiptar um áramótas- kaup sjónvarpsins. Víkverji hefur skipað sér í hóp þein-a, sem telja að skaupið hafi ekki verið fyndið; efnisvalið hafí ekki heppnast og ein- stök atriði verið of langdregin. Þess- ari skoðun var að sjálfsögðu and- mælt í samkvæmum. Víkverja þótti sem viðmælendur hans væm þó sammála um eitt: að það hafi verið miður smekklegt hvemig Davíð Oddsson borgarstjóri var lagður í einelti í tilefni af því að hann ákvað að vera einn dag í hjólastól til að styrkja gott málefni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.