Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990 Vegagerð ríkisins: Hafiiarfj ar ðarvegur rofínn á Amameshæð HAFNARFJARÐARVEGUR hefiir verið rofinn á Amarneshæð í Garðabæ vegna framkvæmda Vegagerðar ríkisins. Lagðar verða nýjar akbrautir yfir hæðina, byggð brú fyrir umferð um Arnarnes- veg, Kópavogslækur brúaður og undirgöng gerð við Fífuhvamms- veg. Vegna framkvæmdanna verða íbúar Amarness og Garðabæjar að leggja lykkju á leið sína. Fyrir íbúa Arnames's hafa verið gerðar U-beygjur inn á Hafnarfjarðarveg norðan Arnameslækjar og önnur nálægt bæjarmörkum Kópavogs. Þá er Garðbæingum bent á að nýta sér í auknum mæli Reykja- nesbrautina á leið sinni til og frá Garðabæ. Nauðsynlegt er að fella niður eina biðstöð Landleiða austan veg- ar á Arnameshæð og vagninn sem ekur milli Garðabæjar og Reykjavíkur mun ekki geta ekið út á Arnames á leið til Reykjavík- ur. Innanbæjarvagninn í Garðabæ mun aka út á Arnarnes eins og verið hefur. David Tutt píanóleikari. Christian Giger sellóleikari. Dúótónleikar haldnir í Listasaftii Sigurjóns DÚÓTÓNLEIKAR verða haldnir i Listasafni Sigurjóns Ólafssonar næstkomandi fímmtudagskvöld. Eru það fyrstu tónleikar ársins á vegum safiisins. Christian Gig- er sellóleikari og David Tutt píanóleikari flytóa sónötur fyrir selló og píanó eftir Debussy og Rachmaninoff. Svissneski sellóleikarinn Christ- ian Giger er nemandi hjá prófessor Boris Pergamenschikow í Hoch- schule fúr Musik í Köln 0% hefur auk þess numið kammertónlist hjá Amadeus-kvartettinum. David Tutt, sem er búsettur í Sviss, stundaði nám í heimalandi sínu, Kanada, og hjá prófessor Gyorgy Sebok í háskólanum í Indi- ana í Bandaríkjunum. Hann hefur víða komið fram sem einleikari bæði austanhafs og vestan. Þeir félagar David og Christian hafa áður leikið á íslandi og komu meðal annars fram á tónleikum í Norræna húsinu haustið 1988 á vegum Háskólatónleika. Tónleikamir í Listasafni Sigurr jóns hefjast klukkan 20.30 og munu standa í um það bil klukkustund. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Eldsneyti sett á Boeing 737-200 þotuna sem Arnarflug hefur tekið á leigu frá Svíþjóð. Þotan var enn merkt flugfélagi Perú þegar hún kom úr sinni fyrstu ferð fyrir Arnarflug í gær. Breytingar á yfirsljórn Arnarflugs: Gunnar Þorvaldsson tekur við daglegum rekstri á ný Kristinn Sigtryggsson „hugsar um framtíðina“ GUNNAR Þorvaldsson, flugstjóri og fyrrum framkvæmdastjóri Arnarflugs hf., hefiir verið skipaður formaður þriggja manna framkvæmdastjórnar hjá Amarflugi. „Gunnar mun taka við dag- legum rekstri fyrirtækisins í þijá mánuði, en ég mun hugsa um framtíðina," sagði Kristinn Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Arn- arflugs hf., sem mun einbeita sér að sérstökum verkefnum í tengslum við fjárhagsvanda félagsins, endurfjármögnun þess og framtíðarskipulags. Með Gunnari í daglegri fram- kvæmdastjórn verða Magnús Bjarnason, aðstoðarfram- kvæmdastjóri og Magnús Odds- son, svæðisstjóri. Vegna þeirra rekstrarerfiðleika sem Arnarflug hf. hefur átt við að glíma undan- farið, var ákveðið að gera tíma- bundnar breytingar á yfirstjóm fyrirtækisins, segir í fréttatil- kynningu frá Arnarflugi. Ennfremur hefur sú breyting verið gerð á stjóm flugrekstrar- deildar að Þorsteinn Þorsteinsson mun láta af störfum og Krist- mundur Magnússon, flugstjóri, mun taka við flugrekstrarþættin- um. Boeing 737-200-flugvélin, sem Arnarflug hefur fengið leigða frá Transwede í Svíþjóð, fór sína fyrstu ferð til Amsterdam í gær- morgun. Vél Arnarflugs, sem var stöðvuð á dögunum, fer í skoðun fljótlega og þá væntanlega til Bretlands. Amarflug og írskt fyrirtæki, hafa gert sameiginlegt tilboð í þotu ríkissjóðs og ræddu Arnar- f lugsmenn við menn frá fjármála- ráðuneytinu um helgina. „Verð- tilboð okkar er hærra en áður. Ég get ekki sagt nánar um það tilboð eins og málin standa, en ég er bjartsýnn á að því verður tekið,“ sagði Kristinn Sigtryggs- Annríki hjá ríkisskattstjóra vegna virðisaukaskattsins: 3-5% hækkun byggingarkostn- aðar umfram byggingarvísitölu - segir Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Verktakasambandsins 'O MIKIÐ annríki var hjá virðisaukaskattsdeild ríkisskattstjóra í gær vegna upptöku virðisaukaskatts í stað söluskatts um áramót, að sögn Jóns Guðmundssonar, deildarstjóra. Einkum voru það fyrirspurnir um ýmis álitamál vegna undanþágna frá skattinum, sem fólk var að velta fyrir sér. Virðisaukaskatturinn verður 24,5% og kemur í stað 25% söluskatts. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Islands er gert ráð fyrir að vegna breytingarinnar lækki framfærsluvísitalan um 0,5-1,0%, en byggingarvísitalan hækki um 1-2%. INNLENT Strand Hofsjökuls: Sjópróf á fÓstudag’ Sjópróf vegna strands Hofs- jökuls á Tálknafirði fara fram í Reylqavík á föstu- daginn kemur. Rifa kom á stefni Hofsjö- kuls er skipið strandaði í inn- siglingunni við Tálknafjarðar- höfn 27. desember. Jón sagði að mikið væri hringt og þeir reyndu að leysa úr spumingum fólks eins og kostur væri, en kerfið hefði verið kynnt á mörgum kynning- arfundum að undanfömu, auk þess hefði deildin verið með upplýsing- asíma frá því í september. í dag færi í dreifingu leiðbeiningarbæklingur um kerfið og síðan væri einnig sér- stakt færsluhefti, sem væri ætlað einyrkjum og aðilum sem ekki væru bókhaldsskyldir. Auk þess væm eitt- hvað um 15 reglugerðir komnar út vegna virðisaukskattsins, sem gætu verið mönnum til leiðbeiningar. Helstu breytingamar varðandi þá vöm og þjónustu sem ber virðisauka- skatt en var áður undanþegin sölu- skatti, sagði Jón, vera að vinna á byggingarstað yrði nú skattskyld, en skatturinn yrði endurgreiddur til þeirra sem væm að byggja íbúðar- húsnæði og skatturinn ætti því ekki að hafa áhrif til hækkunar þar. Byggingarkostnaður atvinnuhús- næðis hækkaði sem skattinum næmi, en rekstraraðilar sem greiddu virðis- aukskatt gætu dregið hann frá. Þetta hefði því ekki áhrif hjá þeim til hækk- unar, en hjá bönkum og tryggingar- félögum til dæmis sem ekki væm skattskyld og gætu ekki dregið hann frá ylli þetta hækkun sem þessi fyrir- tæki þyrftu að bera. Þá yrði vömf lutningar skattskyld- ir en þeir hefðu ekki verið það. Sama gilti um þá að virðisaukaskattskyldir aðilar gætu dregið hann frá. Hins vegar hækkuðu flutningar einstakl- inga sem skattinum næmi, t.a.m. flutningur búslóðar með sendibíl. Skattprósentan hjá sérfræðingum, svo sem arkitektum og verkfræðing- um, hækkar úr 12% í 24,5%, en þjón- usta þeirra bar 12% söluskatt. Þá em bændur og aðilar í útgerð og fiskvinnslu nýir aðilar í þessu kerfi vegna þess að virðisaukaskatturinn er innheimtur á öllum stigum við- skipta. Jón sagði að ein af forsendum fyrir virðisaukaskattinum væri sá kostur sem hann hefði umfram sölu- skattinn að hann hefði ekki uppsöfn- unaráhrif í för með sér vegna þess að skattur á öllum aðföngum í at- vinnurekstri fengist endurgreiddur. Milli jóla og nýárs var gefin út reglugerð um niðurgreiðslu á ný- mjólk, dilkakjöti, fiski og íslensku grænmeti, þannig að virðisauka- skattsprósentan verði í raun sem nemur 14%. Hjá Jóhannesi Gunnars- syni á Verðlagsstofnun fengust þær upplýsingar að l lítri af mjólk í pökk- um, eins og seld er í búðum á suð- vesturhorninu lækki úr 71,70 í 65,40 krónur og mjólk í fernum sem er í verslunum annars staðar lækkar úr 72,40 kr. í 66 krónur. Léttmjólk lækkar jafnmikið og undanrenna lækkar úr 48,60 í 44,30 krónur. Skyr, smjör og ostur lækkar hins vegar um sem nemur lækkun skatt- prósentunnar úr 25% í 24,5%. Verð á kjöti í 2. verðflokki lækkar úr 462,30 krónum í 422 krónur, en eft- ir því sem kjötið er meira unnið veg- ur niðurgreiðslan minna vegna þess að virðisaukaskattur kemur á vinnu við vinnslu kjötsins og pökkun. Fisk- ur og innlent grænmeti eiga að lækka einnig sem nemur endurgreiðslunum á skattinum eða um 7-9%, en verð- lagning þessarar vöru er fijáls. Þá á líkamsrækt að verða ódýrari þar sem hún er undanþegin virðis- aukaskatti en var söluskattsskyld. Bensín lækkar úr 49,90 í 49,20 krón- ur lítrinn og gasolíulítrinn hækkar úr 17,30 krónur í 22,50. „Verðlags- stofnun hvetur almenning til að vera mjög á verði og styðja þá viðleitni verðlagsyfirvalda að reyna að tryggja að þessi breyting gangi eðli- lega fyrir sig með virku eftirliti. Það er fátt sem getur komið í stað virks eftirlits almennings að maður tali ekki um þegar jafn miklar breytingar eiga sér stað eins og núna,“ sagði Jóhannes. Áfengi og tóbak lækka um 0,4% vegna lækkunar skatthlutfallsins. Þannig lækkar flaska af íslensku brennvíni um tíu krónur úr 1.500 krónum í 1.490 og flaska af algengu koníaki lækkar um 20 krónur. Pakki af algengum amerískum sígarettum lækkar um eina krónu úr 199 í 198 krónur. Guðjón Oddsson, formaður Kaup- mannasamtakanna, sagði að kaup- menn væru nú vanir söluskatti og hrykkju því ekki í kút við virðisauka- skattinn. Það væri margt gott um hann að segja, enda hefðu kaupmenn hvatt til þess að hann yrði tekinn upp, en hann væri auðvitað alltof hár og slæmt væri ef hann yrði eyði-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.