Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 50
á'o MOHGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990 Minning: Narfí Þorsteinsson tæknifræðingur Fæddur 23. maí 1922 Dáinn 25. desember 1989 Mig langar að minnast Narfa móðurbróður míns með örfáum línum. Hann var yngstur af fjórum bræðrúm móður minnar, einstak- lega elskulegur og ljúfur maður. Narfi var ákaflega vel liðinn, frekar hæglátur, en alltaf var stutt í kímni og léttleika og laumaði hann gjarnan frá sér spaugsyrðum með bros í augum. Hann var mjög barn- góður og frá honum stafaði mikil hlýja. Narfi og Gyða áttu sérlega lifandi og hlýlegt heimili, sem ætíð hefur staðið mér opið frá því ég var smástelpa og gisti þá oft hjá Stellu, elstu dóttur þeirra. Þau hafa allar götur síðan reynst mér og seinna mínum börnum ákaf- lega vel. Þau sýndu hlýhug sinn oft í verki. Í ófá skiptin var bankað uppá á mínu heimili — á afmæli barnanna, eða ef eitthvað stóð til ... Narfi og Gyða sportklædd á leið í gönguferð upp í Heiðmörk ... með glaðning fyrir börnin eða hei- malagað góðgæti. Þau voru svo samhent i einu og öllu. Á aðfangadag litum við Helgi Gunnar sonur minn inn í Hvassa- leiti til að óska gleðilegra jóla. Þeg- ar ég kyssti Narfa á vangann, spaugaði hann á sinn hlýlega hátt, þó fársjúkur væri, — ekki grunaði mig þá, að þetta væri hans hinsti dagur. Narfi var einn þeirra manna, sem maður verður ríkari af að kynnast. Elsku Gyða, Stella, Guðrún og Þorsteinn. Við Gunnar sendum ykk- ur og öllum í fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um mætan mann mun lifa. Dagný Helgadóttir t Systir mín, MARY A. FRIÐRIKSDÓTTIR frá Gröf, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, föstudaginn 5. janúar kl. 14.00. Fanný Friðriksdóttir og aðrir vandamenn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN INGJALDUR JÚLÍUSSON, Grensásvegi 60, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. janúar kl. 10.30. Sigrfður Sölvadóttir, Sölvi Jónsson, Dagbjört Jónsdóttir, Karl Karlsson, Jónfna Jónsdóttir, Gunnar Marteinsson og barnabörn. t Maðurinn minn, GRÍMUR M. HELGASON cand. mag., Kambsvegi 23, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Hólmfríður Sigurðardóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi KRISTJÁN S. GUÐJÓNSSON, Dvalarheimilinu Hlff, ísafirði, verður jarðsunginn frá isafjarðarkapellu fimmtudaginn 4. janúar kl. 14.00. Jóhanna Jakobsdóttir, börn, tengdabörn barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, STEINUNNAR SÆMUNDSDÓTTUR, Hraunbraut 1, Kópavogi, verður gerð frá Fossvogskapellu föstudaginn 5. janúar kl. 15.00. Páll Pétursson, Saemundur Pétursson, Katrfn Egilsdóttir, Steinunn Pétursdóttir, Skúli Kristjánsson og barnabörn. i Okkur langar að kveðja með nokkrum orðum tengdaföður og afa, Narfa Þorsteinsson, tækni- fræðing, sem lést að morgni jóla- dags eftir stutta en erfíða sjúk- dómslegu. Þegar hann afi Narfi, eins og við kölluðum hann, veiktist fyrir tæpum 2 mánuðum óraði eng- an fyrir því að hann yrði svo stutt meðal okkar. Þrátt fyrir alvarlegan sjúkdóm tók hann veikindum sínum og örlögum m^ð miklu æðruleysi og því jafnaðargeði, sem einkenndi hann alltaf. Og enda þótt honum liði mjög illa undir það síðasta sló hann á létta strengi og hafði yndi af að spjalla við vini sína, sem komu í heimsókn, og riíja upp liðna tíð. Hann vissi að hveiju stefndi og vildi dvelja í faðmi fjölskyldunnar á að- fangadagskvöld og þó hann væri orðinn helsjúkur lét hann það ekki á sig fá að bregða sér bæjarleið að heimili okkar þar sem við dvöldum öll saman. Hann hafði einnig óskað eftir því að fá að deyja heima hjá sér og varð honum að ósk sinni varðandi það. Hann var sannkölluð hetja til hinstu stundar. Hann hvarf hins vegar á braut allt of fljótt og söknuður okkar er mikill. í minning- unnni lifa allar gleðistundirnar með honum og ömmu Gyðu og sér í lagi eru minnisstæðar samverustundir á ferðalögum innanlands. Sérstak- lega voru ánægjulegar allar göngu- ferðirnar í Heiðmörk um helgar og gönguskíðaferðir í Bláijöllum. Hann afí Narfí hafði svo mikið yndi af því að ferðast um landið sitt og var mjög fróður um flesta staði lands- ins, enda hafði hann sem ungur maður ferðast fótgangandi oftar en einu sinni um landið þvert og endi- langt ásamt félögum sínum. Afi Narfi var dulur maður og haggaðist yfirleitt ekki, en þegar komið var af stað í ferðir stuttar sem langar lifnaði hann allur við og lék við hvern sinn fingur. Við minnumst sérstaklega samverustunda og langra gönguferða í Skaftafelli og nágrenni, sem var einn af uppá- haldsstöðum hans og honum þótti svo gaman að heimsækja. Þá hafði hann mikla ánægju af að bjóða heim til sín vinum og ættingjum og minnumst við margra slíkra ánægjustunda. Hann var afskap- lega félagslyndur maður, vinsæll og vinamargur. Við fundum að það var alltaf hægt að treysta honum og gott að leita til hans. Hann var hógvær og réttsýnn. Það var gott að eiga hann að. Við söknum hans sárt og minningin um yndislegan tengdapabba og afa mun alltaf lifa með okkur. Guð blessi minningu hans. Gunnar Helgi, Guðmundur og Gunnar Narfi Narfí Þorsteinsson lést á heimili sínu á jóladagsmorgun 25. desem- ber. Þar er genginn einn besti dreng- ur sem ég hefi kynnst og það langt um aldur fram. Narfi var sonur hjónanna Guðrúnar Geirsdóttur Zoéga og Þorsteins Þorsteinssonar hagstofustjóra. Á því mikla menn- ingarheimili ólst hann upp ásamt systkinum sínum, þeim Geir, Hann- esi, Þorsteini og Bryndísi. Að lokinni skólagöngu hér heima fór hann til náms í Svíþjóð. Þar lauk hann prófi sem rafmagns- tæknifræðingur. Eftir heimkomuna hóf hann störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og síðan tók hann til starfa hjá Rafmagnsveitu ríkisins. Þar var hann virtur af öllum enda mjög fær í sínu starfi og vandaður til orðs og æðis. Hlý glaðværð hans, meðfædd háttvísi og féiagslyndi laðaði menn að honum, einnig gam- ansemi og góðar gáfur léðu honum þá töfra að gaman var að vera í návist hans. En þrátt fyrir glaðværð, félags- lyndi og óvenjulega hlýtt þel mun Narfi hafa verið dulur maður. Narfi kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Gyðu Guðjónsdóttur, 30. nóv. 1952. Börn þeirra eru þijú, þau Ragnheiður, Guðrún og Þor- steinn og bera þau foreldrum sínum fagurt vitni. Hús þeirra hjóna í Hvassaleiti 85 lýsir vel smekkvísi þeirra og dugnaði. Allt frá æsku sinni var Narfi mjög virkur þátttakandi í skátastarfi og í félagi St. Georgs- gilda starfaði hann í meira en tvo áratugi. Með okkur félögum sínum í því skátastarfi fór hann margar ferðir til útlanda bæði á Norðurlandaþing og heimsþing. Þessar ferðir með þeim hjónum verða okkur ógleymanlegar. Alltaf var hann boðinn og búinn til að rétta hjálparhönd ef með þurfti. Með virðingu og þakklæti í huga senda félagar hans í Gildinu honum hinstu kveðju. Það er ein eign sem hvorki mölur né ryð fær grandað, en það eru + Systir mín, mágkona og frænka, HÓLMFRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR, Rauðarárstíg 9, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. janúar kl. 15.00. Kristin Ingimundardóttir, Birgir Steinþórsson, Ragnhéiður Magnúsdóttir, Brynja Birgisdóttir, Kristfn Stefánsdóttir, Anna Bryndís Óskarsdóttir, Birgir Karl Óskarsson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Arnarstapa, verður jarðsungin frá Ljósavatnskirkju miðvikudaginn 3. janúar kl. 13.30. Guðmundur Sigurgeirsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Kristinn Sigurgeirsson, Pálina Hannesdóttir, Herdfs Þorgrfrrisdóttir, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Sigurveig Sigurgeirsdóttir, Páll Jónsson, Guðrfður Sigurgeirsdóttir, Skúli Sigurðsson, Erna Sigurgeirsdóttir, Hreinn Kristjánsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. minningarnar hvort sem þær eru myrkar og sárar eða bjartar og ljú- far. Þá eign hefur Narfi skilið okk- ur vinum sínum eftir. Minningar um fagurt líf góðs drengs. Við þær getum við ornað okkur meðan við lifum. Guð varðveiti ástvini hans alla. Ragnheiður Finnsdóttir Okkur samstarfsmenn Narfa hjá Rafmagnsveitum ríkisins langar til að minnast hans nokkrum orðum. Narfi lauk rafvirkjanámi hjá Eiríki Ormssyni haustið 1945 og hélt þá utan til framhaldsnáms í rafmagnsfræði í Stokkhólmi. Á þeim árum höfðu fáir íslendingar farið þessa leið í námi og starfs- heitið tæknifræðingur var ekki við- urkennt fyrr en 1960. Námi lauk hann'i ársbyijun 1948, kom þá heim og hóf störf hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Hinn 1. júní 1956 kemur hann síðan til starfa hjá Rafmagnsveitum ríkisins, 34 ára gamall. Þá höfðu íslendingar gert stóran viðskipta- samning við Tékka þar sem keypt var efni í fimm virkjanir og þijátíu og tvær aðveitustöðvar. Narfi tók þátt í þeirri kröftugu uppbyggingu í raforkumálum sem fylgdi í kjölfar- ið og var stórt framfaraspor. Hann byggði upp teiknistofu Rafmagns- veitnanna frá grunni og stjórnaði henni í mörg ár. Upp úr 1970 kom hann til starfa á áætlanadeild rafmagnsveitnanna og síðar á rafmagnsdeild en þá fór í hönd tími mikilla framkvæmda. I hans hlut kom að vinna að áætlun- um og undirbúningi aðveitustöðva á byggðalínum og á árunum 1979- 1984 stjómaði hann uppsetningu á rafbúnaði í flestar þær stöðvar sem yfirmaður rafmagnsdeildar. Nú síðustu árin vann hann að undirbún- ingi að endurskráningu og tölvu- væðingu á öllum tæknilegum upp- lýsingum um rafbúnað rafmagns- veitnanna, auk þess að stjórna teiknistofunni. í starfi hafði hann glögga yfirsýn yfir það sem gera þurfti og var hafsjór af fróðleik og upplýsingum um raforkukerfið. Til hans leituðu margir um upplýsingar seinni árin þegar fjöldi nýrra tækni- manna kom til starfa við hina hröðu uppbyggingu, margir reynslulitlir beint af skólabekk. Það var einstak- lega gott að leita til hans og menn fengu yfirleitt góða úrlausn sinna mála. Narfi starfaði óslitið hjá Raf- magnsveitum ríkisins í rúm 33 ár. Auk starfa sinna hjá rafmagns- veitunum fékkst hann við kennslu í tækniteiknun bæði við iðnskólann og tækniskólann. Þá má nefna að hann teiknaði kortin í Vegahand- bókina sem Örn og Örlygur gáfu út fyrir nokkrum árum. Narfi var ekki margmáll maður og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Um einkahagi sína ræddi hann ekki og aldrei kvartaði hann um líðan sína. Fyrir fáeinum vikum veiktist hann alvarlega og andaðist á heim-. ili sínu að morgni jóladags. Hann var hæglátur og tryggur starfs- félagi og með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka honum sámferðina. Við sendum Gyðu, börnunum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Samstarfsmenn hjá Rafinagnsveitum ríkisins Kransar, krossar og kisíuskreýtihgar. Sendum um allt land. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. sími 84200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.