Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 27
MORGUMBLAÐÍÐ MIljVlKlíDAr.UR :L JANÚAR 1990
;27
„Kínverji“ í
freyðivínið
„Vissulega hefiir oft verið
mikið fjör um áramót hér í
Berlín en ekkert þessu líkt og
þetta er í fyrsta skipti sem múr-
inn er aðalsamkomustaðurinn,"
sagði Gísli Valdimarsson bygg-
ingarverkfræðinemi í samtali við
Morgunblaðið.
„Eg tók strætisvagn ásamt f leir-
um niður að Brandenborgarhliðinu
skömmu fyrir miðnætti. Mann-
þröngin var slík að við urðum að
ganga síðasta spölinn. Ekki var
heldur hægt að komast nær hliðinu
en í svona 200 m fjarlægð. Þarna
var náttúrulega mikið fjör, f lugeld-
ar og freyðivín. Það var ótrúlegt
að upplifa þetta. Ofan á múrnum
og uppi á hliðinu sjálfu sat fólkið.
Búið var að taka niður austur-
þýska fánann sem blakti efst á
hliðinu og rífa hann og draga hann
aftur að húni.Ég var með plastglas
í hendinni með smá freyðivínslögg
og vissi ekki fyrr til en „kínvetji“
kom ofan af himnum og lenti í
glasinu en sem betur fer var hann
búinn að springa."
Reuter
Mörg hundruð þúsund manns söfnuðust saman við Brandenborgar-
hliðið í Berlín á nýársnótt. Margir komu sér fyrir uppi á múrnum
og jafnvel ofan á hliðinu.
Nýári fagnað í Berlín:
Fjörugasta nóttin frá falli múrsins
Austur-Berlín. Reuter.
NOKKURN skugga bar á nýárshátíðarhöld í Berlín þegar gríðar-
stórt sjónvarpstjald við Brandenborgarhlið hrundi með þeim afleið-
ingum að hundrað manns slösuðust. Gera þurfti að meiðslum sam-
tals 271 manns í borginni þessa nótt sem var sú fjörugasta síðan
múrinn var rofinn 9. nóvember sl.
Hátíðahöldin voru geysifjölmenn
og hamslaus í Berlín á gamlárs-
kvöld og nýársnótt. Talið er að
400.000 manns hafi safnast saman
við Brandenborgarhliðið í hjarta
borgarinnar en múrinn var opnaður
við hliðið skömmu fyrir jól. Mikið
var drukkið, sungið og hrópað. Á
miðnætti rigndi flugeldum og
kampavíni yfir mannfjöldann.
Sumir létu varnaðarorð lögreglu
sem vind um eyru þjóta og klifruðu
upp á hliðið sjálft eða geysistórt
sjónvarpstjald þar sem fylgjast
mátti með hljómlistarmönnum. Um
klukkan 1.30 hrundu súlurnar sem
báru tjaldið uppi. Austur-þýskir
landamæraverðir lokuðu við svo
búið landamærunum á þessum stað
milli borgarhlutanna. Talið er að
rúmlega hundrað manns hafi slas-
ast þegar tjaldið hrundi.
Ungur Vestur-Þjóðverji fannst
látinn á nýársnótt við breiðstrætið
Unter den Linden í Austur-Berlín.
Lögregla telur sennilegt að hann
hafi fallið niður úr tré en margir
höfðu búið um sig uppi í trjám til
að fylgjast með hátíðarhöldunum á
hreiðstrætinu.
Á nýársdag var efnt til „gleði-
hlaups" um borgina þar sem tug-
þúsundir Berlínarbúa tóku þátt.
Múrinn- hafði látið nokkuð á sjá
yfir nóttina. Brotist hafði verið inn
í varðturna við múrinn og slagorð
verið máluð á austurhlið hans.
Einnig höfðu margir nælt sér í
múrbrot yfir nóttina og mátti víða
sjá stór skörð i múrvegginn. Walter
Momper borgarsjóri Vestur-Berlín-
ar spáði því í áramótaávarpi sínu
að múrinn yrði horf inn eftir nokkr-
ar vikur hvort sem það yrði af
völdum austur-þýskra yfirvalda
eða minjagripasafnara.
Nicu Ceausescu verður dreginn fyrir rétt:
Stunginn í magann
eftir handtökuna
Búkarest. Reuter.
GERT er rád fyrir því að systkinin Nicu og Zoia, börn Nicolae Ceauses-
cus, verði leidd fyrir rétt í Rúmeníu um miðbik ársins. Ekki er Ijóst
hverjar ákærurnar verða og ekkert hefúr verið sagt um örlög bróður
þeirra, Valentins. Vopnaðir verðir gæta nú ríkmannlegrar, 15 her-
bergja villu Nicus í Búkarest, skammt frá aðaltorgi borgarinnar.
Skemmdir urðu á húsinu meðan bardagar stóðu sem hæst en ekkert
verður fjarlægt af búnaði þess; munaðurinn verður notaður sem sönnun-
argögn gegn Nicu. Hann er 36 ára og hafa lengi farið miklar sögur
af kvennafari hans, bruðli og taumlausum drykkjuskap.
Rúmenska sjónvarpið sýndi mynd- bækur um efnafræði voru gefnar út
ir af Nicu eftir að hann var hand-
tekinn, skömmu eftir að uppreisnin
hófst, og var hann þá skrámaður í
andliti. Síðar mun hann hafa verið
stunginn með hnífi í magann en er
nú á sjúkrahúsi og ekki í lífshættu.
Sagt er að Nicu hafi tapað stórfé
við fjárhættuspil í Las Vegas í
Bandaríkjunum meðan veldi fjöl-
skyldunnar var og hét. í kjallara vill-
unnar í Búkarest bjuggu tvær stof-
ustúlkur í einu herbergi og áttu þær
m.a. að sjá um að forsetasoninn
skorti aldrei kampavín eða rússnesk-
an kavíar; stór skál af hnossgætinu
fannst í kæliskáp.
Er fréttamenn nálguðust tveggja
hæða villuna í Búkarest heyrðist
varðhundur Nicus gelta í einum af
þrem bílskúrum bústaðarins. „Við
fóðrum hann og gætum hans,“ sagði
einn af byltingarvörðunum. Rúðurn-
ar í gluggunum höfðu ekki brotnað
í átökunum enda skotheldar. „Þarna
eru sex geymslur, fullar af rúmensku
og útlendu áfengi, ásamt gríðarleg-
um„birgðum af tyggigúmmí," sagði
einn af vörðunum og benti á innsigl-
aðar dyr. Um allt húsið voru erlend
blöð og tímarit og hvers kyns íþrótta-
búnaður. Opinber leiðsögumaður og
verðir sögðust undrandi á því að
ekki skyldu hafa fundist nein klám-
blöð. Nicu skildi við konu sína fyrir
tveim árum og var vanur að ferðast
um landið með hirðmönnum sínum
og lagskonum. Er hópurinn birtist á
veitingastöðum var öðrum gestum
skipað á brott.
Komið hefur í ljós að Elena, eigin-
kona einræðisherrans, sem tekin var
af lífi ásamt eiginmanni sínum, lauk
skólagöngu sinni tíu ára gömul eftir
að hafa fallið á lokaprófi. Margar
A
Stjórnarkreppu afstýrt í Israel:
Weizman áfram ráðherra en
settur úr öryggismálaráðinu
Jerúsalem. Reuter.
STJÓRNARKREPPU var afstýrt í ísrael í gær er leiðtogar Verka-
mannaflokksins og Likudflokksins féllust á málamiðlun er felst í því
að Ezer Weizman, vísindamálaráðherra, heldur ráðherrasæti en sit-
ur ekki lengur í öryggismálaráði stjórnarinnar, sem í silja 12 ráð-
herrar. Völd Weizmans verða því minni en áður. Meintar viðræður
hans við fulltrúa Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) urðu til þess
að Yitzhak Shamir, forsætisráðherra, rak hann úr stjórninni á gaml-
ársdag.
I yfirlýsingu forsætisráðuneytisins
um lausn stjórnarkreppunnar sagði
að Weizman hefði fallist á að viðræð-
ur við fulltrúa PLO brytu í bága við
samþykktir stjórnarinnar og lög
landsins og samþykkt að hafa regl-
urnar í heiðri í framtíðinni. Héldi
hann því ráðherrastarfi og hefði
Shamir jafnframt heitið því að endur-
skoða ákvörðun um að setja hann
úr öryggismálaráði stjórnarinnar
innan hálfs annars árs. Rökin fyrir
brottrekstri úr ráðinu eru þau, að
ekki sé unnt að ræða um öryggi og
varnir landsins á fundi með manni,
sem eigi viðræður við óvini ríkisins
eins og PLO.
Shamir sagðist hafa tekið ákvörð-
un um að reka Weizman úr stjórn-
inni á grundvelli upplýsinga um
meintan fund hans með fulltrúa PLO
í Genf í júní sl. Ennfremur hefði
Weizman sl. haust ráðlagt PLO að
krefjast fyrirvara í tillögum Banda-
ríkjamanna um frið í Miðausturlönd-
um. Að sögn Shimons Peres, varafor-
sætisráðherra og leiðtoga Verka-
mannaflokksins, byggði Shamir
ákvörðunina á skýrslu fulltrúa PLO
um fundinn. „Skýrslan er líkast til
meiri og minni hugarburður höfund-
ar. Þeir Weizman munu hafa hist
augnablik í hótelmótttökunni,“ sagði
Peres. Innan ríkisstjórnar Shamirs
hefur Weizman verið helsti talsmað-
Utsalan hetst
í nafni hennar og doktorsgráðu hlaut
hún einnig. Ljósrit ■ af einkunnum
hennar frá árinu 1928 eru til og
voru tekin er gerð var nákvæm rann-
sókn á því 1973 hvetjir hefðu fallið
í skólum landsins. Var þetta gert í
tengslum við herferð gegn ólæsi.
Elena mun auk þess hafa logið til
aldur, var fæddd 1917 en ekki 1919
eins og áður var haldið. Skólagöngu
forsetans fyrrverandi lauk við 14 ára
aldur.
ur viðræðna við PLO.
ísraelska lögreglan var sökuð um
að hafa beitt óþarfa hörku er hún
lét til skarar skríða gegn alþjóða-
legri göngu friðarsinna í Jerúsalem
á gamlársdag. Að minnsta kosti 70
manns slösuðust, margir lífshættu-
lega, í aðgerðum lögreglunnar, sem
skaut á göngumenn gúmmíkúlum og
beitti táragasi auk háþrýstivatns-
dælna. Talsmaður lögreglunnar
vísaði ásökunum um hörku á bug.
Sagði hann lögreglu aðeins hafa
skorist í leikinn þar sem þátttakend-
ur hefðu veifað hinum bannaða fána
Palestínumanna og kastað grjóti.
Ráðherra
lést úr
hjartaslagi
Búkarest. Reuter.
CORNELIU Bogdan, sem skip-
aður var aðstoðarutanríkisráð-
herra Rúmeníu er byltingár-
menn höfðu tekið völdin, er
látinn, 68 ára að aldri. Hann
fékk hjartaslag á nýársdag, að
sögn talsmanns utanríkisráðu-
neytisins. Stjórn Ceausescus
rak Bogdan úr utanríkisþjón-
ustunni 1982 en hann hafði
áður verið sendiherra lands
síns í Bandaríkjunum.
Byltingar-
menn hafa leit-
að logandi ljós-
um að reyndu
fólki sem ekki
hefur haft of
náin tengsl við
Ceausescu en
Bogdan hafði
undanfarin ár
unnið fyrir sér
með þýðingum. Corneliu
Hann talaði Bogdan.
reiprennandi ensku og frönsku
og annaðist tengsl byltingar-
stjómarinnar við erlenda frétta-
menn. Hann þótti sýna mikla
hreinskilni í þeim samskiptum og
ekki spillti góð kímnigáfa fyrir
honum. Á óvenju skipulagslaus-
um fréttamannafundi þar sem
myndatökumenn og fréttamann
börðust um sætin sagði Bogdan:
„Hegðun ykkar er í góðu sam-
ræmi við óreiðu byltingarinnar
okkar en það er nú óþarfi að
ýkja þetta.“
Á sunnudag var Bogdan spurð-
ur hvort biðja ætti fyrrverand
kommúnista að viðurkenna mis-
tök sín. „Ég var einn þeirra,“
svaraði hann. „Hugmyndimar
sem ég bar fyrir bijósti hafa enn
gildi. Þið verðið að setja ykkur í
sj)or fólks á fimmta áratugnum.
Ég er ekki reiðubúinn að segja
að þetta hafi verið mestu mistök
sem ég gerði á ævinni. Krefjist
ekki of mikils af vesölum manni.
dan
v/ Laugalæk, sími 33755.