Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990 Einar Sigfús- son - Minning Fæddur 8. apríl 1951 Dáinn 23. desember 1989 Skuggi verður, þegar geisli birt- unnar fellur á það er heftir för hans til áfangastaðar. Allir verða þess varir en fyrst er myrkrið fer að fylgja manneskju er harmur að kveðinn. Fráfall frænda míns, Einars Sigfússonar, kallar á minningar um sviphreinan dreng og tíma festu mannlífsins. Ljósið við hvert fótmál og öll huggun nærtæk ef útaf brá. ■ Ungir bræður komu norður á stað- inn undir fjallinu og tóku til við að vappa um hús og bæjarhlöðin en fugl- arnir sömu daga að velja hreiður- stæði. Svo gægðist gróðurnálin upp úr sinufætinum, vorið hafði tekið við af vetri og sólin var kjur á himni. Þessir dagar eru liðnir en veita fótfestu, þegar stormurinn er í fang- ið og þörf fyrir huggun frá horfnum degi. Einar Sigfússon hafði flest það til að bera, sem auðveldar fólki að ná fram ætlunarverki í lífinu, framkom- an ljúf og kímnin laus. Hæfileikar til náms ótvíræðir og það sannaði hann með stúdentsprófi utanskóla á furðu skömmum undirbúningstíma. Með því varð leiðin að frekara námi greið að því er virtist en skapgerð hans þoldi ekki er gijót hrundi á veginn, sem hann hafði hafið göngu sína eftir. Draumar og framtíðarsýn eru með þeim ágöllum að stöðugt breytast aðstæður og því þarf að mæta eins og ólagi á siglingarleið og hrakviðri á fjöllum. Svo hastarlegt sem það er verður oft á tíðum einlægni og velvild til annarra þess valdandi að mótgangur kemur sem reiðarslag. Síst bætir úr skák að geta kennt sjálfum sér um en frænda mínum voru ljós þau Sann- indi að hver er sinnar gæfu smiður. Áð leiðarlokum hafði ský hulið sól ailtof lengi á leið hins unga manns. Huggunarmeðöl við gráma hvers- dagsleikans eru jafnan hendi næst en eftirgjaldið með afarkjörum. Þó spyrnti Einar við fæti. Starfaði með öðrum að málum drykkjusjúkra þegar hann hafði sjálfur notið hjáipar og náði handfestu á klæðafaldi Drottins. Dauðanum mætti hann í slysi er þungur hlutur féll á máttfarinn mann. Því er hér komið inn á það sem oftast er talið til ávirðinga að Einar hafði gengist undir merki þeirra sam- taka er hefja manneskjuna til reisnar og sjálfstæðis. Sá sem ekki einasta vill breyta lífi sínu og virða þær náð- argjafir er honum hafa hlotnast held- ur hrópar á torgum um syndir sínar gagnvart eigin lífi — honum sé hrós. Hitt verður nokkuð að varast, hrópandinn gerir stundum fullmikið úr eigin misstigum. Áróður fyrir frelsi og betri dögum er sjaldnast rekinn með tæpitungu og litablöndu. Fögnuð skal flytja skorinort og í litum án íblöndunar. Hneykslist hinir syndlausu, aðrir rétti hönd til hjálpar. Hér er sá kvadd- ur sem kallaður var af velli heim um miðjan dag og því sviptur möguleik- um er þeir hafa er betur endist sand- urinn í stundaglasinu. Einar Sigfússon fæddist 8. dag aprílmánaðar 1951. Foreldrar hans eru Sigrún sjúkraliði Sigurðardóttir vígslubiskups Stefánssonar og konu hans, Maríu Ágústsdóttur heilbrigðis- fulltrúa í Reykjavík Jósefssonar, og Sigfús Bergmann læknir í Svíþjóð Einarsson múrarameistara Sveins- sonar og konu hans, Huldu Bergmann Sigfúsdóttur. Skilnaður varð með þeim Sigfúsi og Sigrúnu. Uppvaxtarár Einars skiptust milli heimilis syðra og Möðruvalla sem urðu meira en sumardvalarstaður. Þar fermdist Einar sem utansóknar- barn afa síns. Drengurinn var bjartur í ásjónu og brosti með öllu andlitinu. Gat hins vegar tekið þann pólinn að draga sig út úr og vera einn ef honum mislík- aði. Ósatt að halda fram uppihalds- iausum fögnuði, svo er ekki og síst á bernskuskeiði. Árið 1976, tveimur árum eftir stúdentspróf, kvæntist hann Önnu Maríu Egilsdóttur. Þau eignuðust þtjá drengi. Svavar f. 1976, Sigfús f. 1978 og Sigurbjörn f. 1981. Anna María og synirnir eru búsett á Hvammstanga. Hjónabandið gekk sundur. Heimili þeirra stóð í Vogum en eftir samvistaslitin valdi Einar hlut- skipti farandverkamannsins og vann því á hinum ýmsu stöðum. HvaiTetna varð hlýhugur hans og yfirgangsleysi til þess að laða að góðkunningja og vini. Óvildarmönnum kynntist hann ekki. Hin seinni misseri var Einar sambandslítill við sína nánustu nema synina ef færi buðust. Nokkru eftir hjónaskilnaðinn inn- ritaðist Einar í guðfræðideild Háskóla íslands. Hóf þó ekki nám. Þó svo að öfugmæli virðist, urðu Einari góðar gáfur allt að því fjötur um fót. Hann hugðist hasla sér völl og reisa merki sitt á hæð sem ber yfir flatlendið. Þar er vindasamt og leiðin þangað grýtt og háð farartálm- um. Einar kaus frekar að stöðvast í miðjum hlíðum en velja hina greiðu leið til mýrlendis þar sem auðvelt er að koma merki sínu niður því mjúkt er undir. Önnu Maríu og sonum þeirra Ein- ars, foreldrum hans og bræðrum fjór- um bið ég þess að minningin verði blessuð. Björn Sigurðsson Það var á Þorláksmessu og jóla- undirbúningurinn var í hámarki. Gleðin og eftirvæntingin var mikil fyrir hátíðina. Rétt um það leyti sem ég hóf að skreyta jólatréð barst mér sú fregn að æskuvinur minn, Einar Sigfússon, hefði látist fyrr um dag- inn. Það er stutt milli gleði og sorgar í þessu lífi. Við Einar hittumst fyrst í byijun október 1967, er við lentum saman í bekk í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Kynni okkar urðu fijótt mjög náin, er við gerðumst félagar í brids, en á þessum árum spilaði hann mikið. Greind og útsjónarsemi Einars kom vel fram við spilaborðið, en hann var einn besti bridsspilari skólans. Kímnigáfa Einars var líka einstök og hnyttin tilsvör sérstaklega skemmtileg. Hafði hann _ mikið dá- læti á ýmsum persónum íslendinga- sagnanna og vitnaði gjarnan í þær á spaugsaman hátt. Áð loknu menntaskólanámi var Einar við ýmis störf, bæði tii sjós og lands. Féllu honum best störf þar sem hraustlega þurfti að taka til hendinni og hópur vinnufélaga var litríkur. Kynntist Einar ýmsum hlið- um mannlífsins á þessum árum. Einar kvæntist Ónnu Maríu Egils- dóttur og eignuðust þau þijá drengi, Svavar Má, Sigfús og Sigurbjörn. Þau skildu eftir .fremur stutt hjóna- band, en drengirnir voru ávallt ofar- lega í huga Einars. í stuttu lífi Einars skiptust á skin og skúrir. Skúrirnar urðu þó allt of margar. Bið ég góðan guð að blessa góðan dreng og veita honum sólríkt umhverfi. Öllum aðstandendum Einars sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ólafúr H. Johnson Skólabróðir minn og vinur, Einar Sigfússon, lést af slysförum í Reykjavík laugardaginn 23, desem- ber síðastliðinn. Hann var fæddur 8. apríl 1951 og var því einungis 38 ára gamall þegar hann lést. Móðir Einars er Sigrún Sigurðardóttir vígslubisk- ups á Möðruvöllum í Hörgárdal Stef- ánssonar og konu hans, Maríu Júlíönu Kristjönu Ágústsdóttur, og faðir Sig- fús B. Einarsson, læknir, Sveinssonar J i) Ö J SMD M UJi Uj'jJ íj\ Uj'J Uj'jJ Frá og með 1. janúar 1990 skulu starfsmenn greiða 4% iðgjald af öllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjaldaskyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Með auknum iðgjaldagreiðslum ávinna sjóðfélagar sér aukinn lífeyrisrétt! Lsj. byggingamanna S Lsj. Lsj. Dagsbrúnar og Framsóknar S Lsj. Lsj. Félags garðyrkjumanna S Lsj. Lsj. framreiðslumanna S Lsj. Lsj. málm- og skipasmiða 3 Lsj. Lsj. matreiðslumanna 3 Lsj. Lsj. rafiðnaðarmanna 3 Lsj. Lsj. Sóknar 3 Lsj. Lsj. verksmiðjufólks 3 Lsj. Lsj. Vesturlands 3 Lsj. Lsj. Bolungarvíkur 3 Lsj. Lsj. Vestfirðinga 3 Lsj. Lsj. verkamanna, Hvammstanga 3 Lsj. stéttarfélaga í Skagafirði Iðju á Akureyri Sameining, Akureyri trésmiða á Akureyri Björg, Húsavík Austurlands Vestmanneyinga Rangæinga verkalýðsfélaga á Suðurlandi Suðurnesja verkafólks í Grindavík Hlífar og Framtíðarinnar bygg. iðnaðarmanna í Hafnarf. SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.