Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990 Samkomulag um lánskjör á skuldabréfakaupum lífeyrissjóðanna af Húsnæðisstofiiun: Áætluð skuldabréfakaup 20-25 milljarðar á næstu tveim árum SAMKOMULAG um lánskjör á skuldabréfakaupum lífeyrissjóðanna af Húsnæðisstofnun á árunum 1990 og 1991 var undirritað 30. desem- ber siðastliðinn. Nær samkomulagið til skuldabréfakaupa sem gætu numið 20-25 milljörðum króna á næstu tveimur árum, en í láns- fjáráætlun fyrir 1990 er áætlað að sjóðirnir kaupi beint skuldabréf af Húsnæðisstofiiun fyrir um 11 milljarða króna, auk þess sem áætl- að er að sjóðirnir kaupi húsbréf fyrir um 2,5 milljarða. í samkomu- laginu er gert ráð fyrir að vextir á skuldabréfum með innlendri verðtryggingu ráðist af vöxtum spariskírteina ríkissjóðs, og allt að 35% skuldabréfakaupanna geti verið gengistryggð miðað við evr- ópsku mynteininguna, ECU, og bera erlenda nafnvexti. í sérstakri bókun með samkomulaginu er gert ráð fyrir breyttri skilgreiningu á ráðstöfunarfé sjóðanna, sem ætlað er að greiða fyrir viðskiptum þeirra með hlutabréf, svo og með ríkisvíxla og önnur verðbréf til skemmri tíma en eins árs. Morgunblaðið/Bjarni Fyrsta barn ársins Fyrsti íslendingurinn sem fæddist á árinu 1990 kom í heiminn klukk- an 1.45 á nýársnótt. Það var drengur sem vó 16 merkur og mældist 51,5 sm og heilsast móðurinni, Gunnhildi Stefánsdóttur, og bami henn- ar vel. Gunnhildur sagði að það hefði komið sér á óvart að fæða fyrsta bam ársins, en fæðingin hafði einmitt verið áætluð 1. janúar. í fréttatilkynningu frá fjármála- ráðuneytinu segir að samkomulag ríkisins og lífeýrissjóðanna byggi í meginatriðum á samkomulagi sem þessir aðilar gerðu með sér 18.' apríl 1989 um kjör á skuldabréfa- kaupum á því ári, en meginatriði þess séu eftirfarandi: Lfeyris- sjóðirnir muni lána Húsnæðisstofn- VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 3. JANUAR. YFIRLIT í GÆR; Fyrir norðan land er 1.006 mb. minnkandi smá- lægð á leið norðnorðvestur en grunnt lægðardrag fyrir sunnan land þokast norður. Skammt norðaustur af Labrador er vaxandi 940 mb. lægð á hægri hreyfingu austnorðaustur. SPÁ: Hægt vaxandi suðaustanátt, fyrst suövestanlands. Bjart veð- ur um landið norðanvert en fer að rigna á Suðvesturlandi undir kvöld. Hlýnandi veöur. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Sunnan- og suðaustanstrekkingur með rigningu víða um land. Hiti 3-7 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Fremur hæg suðlæg átt með skúrum eða slydduéljum um landið sunnanvert en bjart veður nyrðra. Heldur kólnandi en víðast frostlaust. * K oá W 4 w T VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri 41 léttskýjað Reykjavík *2 þokumóða Björgvin 2 alskýjað Helsinki +5 alskýjað Kaupmannahöfn +1 kornsnjór Narssarssuaq 3 skafrenningur Nuuk t-5 skafrenningur Ósló t-6 skýjað Stokkhólmur -5-4 þokumóða Þórshöfn 5 léttskýjað Algarve 15 skýjað Amsterdam 2 þokumóða Barcelona 12 léttskýjað Berlín t1 kornsnjór Chicago +3 heiðskírt Feneyjar 3 þokumóða Frankfurt t-3 kornsnjór Glasgow 4 rigning Hamborg +1 skýjað Las Palmas 20 léttskýjað Lundúnir 8 skýjað Los Angeles 11 rigning Lúxemborg +2 hrímþoka Madríd 7 skýjað Malaga 15 skýjað Mallorca 16 skýjað Montreal *7 snjóól New York 0 heiðskírt Orlando 7 heiðskirt París 2 þoka Róm 11 heiðskírt Vín 0 skýjað Washington 42 heiðskirt Winnipeg 413 þokumóða un annars vegar gegn skuldabréf- um með innlendri verðtryggingu og hins vegar gegn skuldabréfum sem tryggð eru með evrópsku myntein- ingunni (ECU). Vextir á skuldabréf- um með innlendri verðtryggingu séu ákvarðaðir í upphafi hvers sex mánaða tímabils þannig að þeir séu 0,1 prósentustigi lægri en þágild- andi meðalvextir á binditíma nýrra spariskírteina ríkissjóðs með bind- itíma til sem næst 8 ára. Miðað við að vextir spariskírteina séu nú 6% verði vextirnir á fyrsta tímabilinu 5,9%, en þeir verði síðan endurskoð- aðir í ljósi þess hveijir vextir spa- riskírteina hafi verið á tímabilinu og hvernig sala þeirra hafi gengið. Ekki komi til endurskoðunar ef vextir spariskírteina haldast óbreyttir og innlend lánsfjáröflun ríkissjóðs í formi sölu verðtryggðra verðbréfa á tímabilinu nái 25% af áætlaðri innlendri lánsfjáröflun ríkissjóðs samkvæmt lánsfjárlögum á árinu. Sú regla sem hér sé höfð við á ákvörðun vaxta á skuldabréf- um með innlendri verðtryggingu feli það í sér að vextirnir lækki sjálf- krafa ef frekari skref verða stigin í lækkun vaxta á spariskírteinum ríkissjóðs. Samningurinn myndi því ekki neina hindrun á vegi vaxta- lækkana og því sé óþarfi að semja sérstaklega við lífeyrissjóðina til að koma slíkum lækkunum í fram- kvæmd. I fréttatilkynningu fjármálaráðu- neytisins segir að lífeyrissjóðirnir geti keypt ECU-bréf fyrir 35% af skuldabréfakaupum af Húsnæðis- stofnun ríkisins. Ákvæði í fyrra samkomulagi um að sjóðunum væri skylt að kaupa ECU-bréf fyrir 15% af skuldabréfakaupum hafi hins vegar verið afnumið. Vextir á nýjum ECU-bréfum skuli í hveijum mán- uði vera 0,15 prósentustigum hærri en ávöxtun nýlegrar ECU skulda- bréfaútgáfu Danmerkur, og skal miða við þá ávöxtun sem birt er mánudegi fyrir hver mánaðamót. Vextirnir séu fastir á lánstíma hvers bréfs, sem er 15 ár, og nafnvextir skuldabréfa sem keypt verða í jan- úar séu 9,6%. Endanlegir raun- vextir muni ráðast af verðbólgu í Evrópubandalagslöndunum á líftíma bréfanna, þróun raungengis krónunnar og þróun ECU gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Miðað við um 4,5% áætlaða verðbólgu í Evrópu- bandalagslöndunum í ár, óbreytt raungengi krónunnar og stöðu ECU gagnvart öðrum gjaldmiðlum, sam- svari þessir vextir um 5% raun- vöxtum. I sérstakri bókun með samkomu- laginu er gert ráð fyrir að skilgrein- ingu ráðstöfunarfjár lífeyrissjóð- anna verði breytt þannig að sala hlutafjár teljist ekki til ráðstöfun- arfjár nema hún sé umfram kaup á nýju hlutafé, og að innlausn ríkisvíxla og verðbréfa til skemmri tíma en árs teljist ekki til ráðstöfun- arfjár. Þessi breyting er gerð til að greiða fyrir hlutafjárviðskiptum lífeyrissjóðanna og gera þeim kleift að fjárfesta í ríkisvíxlum og öðrum skammtímakröfum. Til að sjóðfé- lagar fái fullan lánsrétt hjá Hús- næðisstofnun skulu sjóðirnir kaupa skuldabréf af Húsnæðisstofnun fyr- ir 55% af ráðstöfunarfé sínu, eins og það er skilgreint hveiju sinni. Sjóðunum er þó heimilt að uppfylla samningsbundin skuldabréfakaup sín að hluta með því að kaupa hús- bréf fyrir allt að 10% af ráðstöfun- arfé sínu, en það hlutfall verður tekið til endurskoðunar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Borgarráð: Takmarkanir á opnunar- tíma sölubúða BORGARRÁÐ hefur samþykkt að stytta leyfilegan afgreiðslutíma sölubúða og vagna um helgar. Mega þessir aðilar hafa opið til 02 í stað 04 áður. Á þarsíðasta fundi borgarráðs var lagt fram erindi frá lögreglustjóran- um í Reykjavík varðandi aðgerðir til að stöðva skrílslæti í miðbænum um helgar. Var þar meðal annars lagt til að afgreiðslutími sölubúða yrði takmarkaður frá því sem nú er. Borgarráð fól á þeim fundi Gunnari Eydal skrifstofustjóra að kanna lagalegar forsendur fyrir slíkri breytingu. Á fundi borgarráðs fyrir áramót kom það fram að forsendur væru til að breyta lokunartímanum og var sú tillaga samþykkt samhljóða að breyta lokunartíma söluvagna og, búða í þijá mánuði frá lokum janúar til reynslu. Leyfilegur af- greiðslutími um helgar verður nú til 02 en var áður 04. Ekki er breytt leyfilegum afgreiðslutíma á virkum dögum, en hann er til 01. Almenna bókafélagið: Dagskrá í aímæli Matthíasar Almenna bókafélagið efiiir til dagskrár kl. 17.30 í dag í Súlna- sal Hótels Sögu, til heiðurs Matthíasi Johannessen, skáldi og ritstjóra, sem er sextugur í dag. Jafnframt munu Hanna og Matthías taka á móti vinum á sama stað milli kl. 17.30-20.00. (Fréttatilkynning frá AB) Matthías Johannessen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.