Morgunblaðið - 03.01.1990, Síða 20

Morgunblaðið - 03.01.1990, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990 Frelsi trúar og styrkur Nýársprédikun herra Ólafs Skúlasonar biskups í Dómkirkjunni í Reykjavík Nýársdagur 1990 Texti: Sálm. 19,1-5. Gleðilegt nýár. Giið gefi okkur öllum, íslenzkri þjóð og börnum sínum um víða veröld gleðilegt, frið- sælt og gott nýtt ár. Leiftrið frá flugeldum næturinn- ar er löngu horfið. Bálkestir brunn- ir, þar sem borinn var að logi, galsi kvöldsins hefur vikið fyrir morgnin- um nýja. Þannig kvaddi hið gamla og var í flestra hugum jafnvel horf- ið á eilífðarbraut fyrr en klukkan í sjónvarpinu sló höggin sín tólf og hver leit á annan við mild áhrif sálmsins máttuga: „Nú árið er liðið í aldanna skaut.“ Eða gef ég mér of mikið, þegar ég tala um hin mildu áhrif áramóta- sálmsins? Ætti ég frekar að tala um krefjandi áhrif, ef til vill ógn- vekjandi? Svarar þar hver fyrir sig og efast ég þó ekki um, að öll þessi stig og túlkunartilbrigði hafi gert vart við sig í flestra hugum, þegar ekki aðeins gamalt ár var að hverfa, kveðja, heldur einnig nýr stafur að ryðja bróður sínum frá, svo að nú er það 9 í stað 8, sem telur tug og markar daga. Það er tregi, sem fylgir kveðjum. Og er þó ekki einn um áhrif. Við munum, hin eldri, hver andi ríkti í hópnum, sem kvaddi Gullfoss, áður en hann lagði út á víðan sjó. Mann- fjöldi safnaðist saman á biyggju og það gætti þar allra kennda mannlegs tilfinningasviðs. Líka galsa, líka kátínu, líka eftirvænting- ar. Einnig hjá þeim, sem komu nið- ur að höfn án þess að eiga nokkurt tilefni, aðeins af því að flaggskip flotans var að leggja frá bryggju. En hinir, sem áttu erindi, hlutu sumir að bregða klút að auga til að þerra tár. Þar voru þeir í hópi, sem vissu ekkert um endurfundi, vissu ekki hvort eða jafnvel hve- nær. Þar vék kátína fyrir trega, galsi fyrir alvöru. Við höfnina var svo til í hvert skipti, sem skip lagði af stað hlaðið farþegum, eins og runnið væri upp gamlárskvöld. Skip að kasta land- festum, farþegar að búa sig undir nýtt að kanna eða kunnuglegs að vitja. Reikna má með, að áætlun standist og endurkoma fylgi réttum degi, og þó veit aldrei neinn með þeirri vissi, að aldrei haggist. Ekki frekar en þegar við fögnum nýju ári. Við væntum þess að skila því frá okkur og sjá núllið víkja fyrir einum í talningu eftir mánuðina tólf og vitanlega vonum við það. En fyrir því er engin vissa og hjá mörgum getur slíkt ekki orðið. Þess vegna var full ástæða til að syngja af innlifun bænarinnar versið áðan: Því hræðst þú ei, þótt hér sé kalt og heimsins yndi stutt og valt og allt þitt ráð sem hverfult hjól, í hendi Guðs er jörð og sól. Ég las í upphafi prédikunar minnar miklu eldra vers en þetta, þar sagði: „Himnamir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunngjörir verkin hans handa. Hver dagurinn kennir öðrum, hver nóttin boðar annarri speki. Engin ræða, engin orð, ekki heyrist raust þeirra. Og þó fer hljómurinn um alla jörðina, og orð þeirra ná til endimarka heims.“ Máttugt er þetta og lýsir sjálfsagt áramótum betur en nokkr- um öðrum tíma. Þá þarf ekki orð, heldur túlkar þel tilfinningar, þá þarf ekki ræðuhöld eða samsetning orða til þess hver skilji annan, af því nóttin boðar speki. Og hví skal þá bætt nokkm við þetta, annað en að ítreka, að „í hendi Guðs er hver ein tíð — hið mikla djúp, hið litla tár“. En tilfinningar er hægt að rang- túlka. Ekki er víst, að allir skilji hið sama í gamalkunnum hugtök- um. í mjög eftirtektarverðu Reykja- víkurbréfi Morgunblaðsins á jólum er komið inn á það, að nýjar stefn- ur laði til fylgis og þjóðkirkjan okk- ar góða og gamla þurfi að skýra kenningar sínar og átta sig á stöðu sinni. Og allt er það rétt. Ekki eiga allir við hið sama, þegar þeir nefna guð og ekki beinist bæn til hæða byggð á sömu trú. Við þurfum að vita, hveiju við trúum og á hvern. Ámælisdómur er það þungur og harður, ef rétt er, að öll þau orð, sem flutt eru og öll sú fræðsla, sem miðlað er, hafi ekki dugað til að árétta forna Iærdóma um þann Guð, sem lét sig ekki án vitnis- burðar, en gekk síðan fram á foldu í syni sínum í fullkomnun opin- beranarinnar. Þungt er það þjóð- kirkju, þegar hillir undir þúsund ára starf, ef rétt reynist, að kristallar skyggi á Krist og ákall í hans nafni fyrir bænarsöngli. Og rétt er að taka undir með velviljuðum mönn- ,um, sem benda á vá og hvetja til réttrar túlkunar án undanbragða. Og ætti ekkert að vera okkar kristnu þjóðkirkju sjálfsagðara. Og enn kemur glögglega í ljós, að við eram ekki ein á báti hér uppi á íslandi. Það er mikið talað um breytingar, sem verði eftir tvö ár, eða 1992. En breytingar á þjóð- um og þjóðfélögum Evrópu eiga sér langan aðdraganda og hafa þegar átt sér stað. Er það hollt fyrir okk- ur að huga að slíku. Eða vitum við, að í Frakklandi, þar sem lengi hef- ur verið siður stjórnvalda í anda byltingarinnar rniklu, að þrengja að kirkjunni og hefta störf hennar, er nú svo komið, að fleiri sækja moskur múhameðstrúarmanna á föstudögum en kristnar kirkjur á sunnudögum? Og veldur nú stjórn- völdum loksins áhyggjum. Eða höf- um við hugsað út í það, að í Eng- landi era fleiri moskur byggðar og búddahof en kristnar kirkjur, og líka að fleiri kirkjur era afhelgaðar og teknar til annarrar notkunar en byggðar era nýjar í Bretlandi eða hugað að því að reisa? Ekki óskum við hins sama eða hvað? Og heyrist þó frá fólki, sem þykist velviljað í fullum skilningi, kvartað undan kirkjufjöld í höfuðborg okkar. Og hjá alltof mörgum, sem lítt eru kunnugir staðreyndum fjargviðrast yfir því, hve tómar þessar sömu kirkjur séu. Ætli það sé ekki rétt hjá höfundi Reykjavíkurbréfs, að við þurfum að halda vöku okkar og búa okkur undir fleiri breytingar en þær ein- ar, sem hugsanlega fylgja 1992? Og má í þeim sama anda minna á það, að nýlega hurfu hjón til starfa í Danmörku og ætluðu að leggja fýrir sig trúboð. Þau vora frá hinum svonefnda þriðja heimi og þurftu því að læra dönsku. En þau vora ekki komin til að láta kall frá turn- spíru beina huga til Mekka í kné- falli þeirrar áttar, og ekki heldur til að kyija bænir í sefjandi hljóm- falli. Nei, hjón voru komin til Dan- merkur og námu danska tungu til að boða trú á Krist. Þriðji heimur- inn vildi ekki vita afskiptalaus leng- ur af andvaraleysi okkar á norður- slóðum og sendi hjálp. Mundi vera þörf slíkra kristniboða á íslandi? Ólafur Skúlason biskup íslands. Og merkileg reynsla var það mér að sitja í haust dagstund í skrif- stofu þess starfsmanns Lútherska heimssambandsins, sem hefur með tengslin við kirkjurnar í Austur- Evrópu að gera. Að vísu skildi ég ekki öll símtölin, sem hann afsak- aði, að trufluðu samtal okkar, en mér þótti opinberun; en það sem ég skildi og það sem hann síðar útskýrði færði mig óvænt í nánd þeirra, sem eru að leitast við að átta sig á því, hvað felst í því að njóta frelsis til að tilbiðja og hafa á ný þegið eignarrétt yfir kirkjum sínum, sem um áratugi hafa verið notaðar til alls annars en þess að leiða fólk fram fyrir Krist. En Krist- ur varð ekki kúgaður, þótt leynt þyrfti víða að fara með hollustu sína. Og þegar rofaði til, flykktust þakklátir fram fyrir hann og höfðu af því reynslu, að hann einn dugði þeim. Veldisstólar kúgara urðu valt- ir og gjafir um áramót, sem áttu að skyggja á hátign jóla, náðu aldr- ei öðram árangri en þeim að gera falsið enn greinilegra. En vandi fylgir nýfengnu frelsi og því er mikið leitað til þeirra, sem vilja allt gera, svo að framhald megi verða í líkingu við roðann, sem nú leikur um tinda frelsisins um öll þau lönd, sem járntjald og múrar áttu fyrr að einangra og ekki síst að halda þjóðum frá Kristi. En það tókst ekki, og í flestum tilfellum veittu kirkjur skjól fyrir fundi og áætlanir og þjónar Krists gengu fram fyrir skjöldu, hvort heldur var í því að ryðja frelsinu braut eða hlúa að þeim, sem lögregla og her ætlaði áfram að halda í helgreipum. Og fólkið efaðist ekki um það, hveijum það gat treyst, og það vildi ekki láta neina falsspámenn villa fyrir sér eða gera sjón dapra. Boðskapur- inn, sem hafði farið hljótt í líkingu við fræðslu dagsins og speki nætur- innar, sprengdi fjötra og lét rödd Krists hljóma máttugt á torgum, þar sem fyrr hafði orðið að láta hvíslið eitt duga. Og rödd Krists ómar, þar sem fyrr létu kúgarar þjóna sína benda á rangar brautir. Og hún leiðir til frelsis, af því að Jesús tryggir það, frelsi andans, burt séð frá því, sem hið ytra bend- ir til. Og Kristur þarf ekki skjól nokkurs hlutar eða styrk nokkurs annars, máttur hans nægir og líkn hans dugar. Og gerir enn, hér líka, já, á að duga okkur líka — og ger- ir það. Himnarnir segja frá Guðs dýrð, rétt er það, en þegar himnar opnuð- ust og minntust við veröld í fæðingu Jesú Krists, þá birtist Orðið sjálft og má aldrei þagna, Orðið sem er Jesús og er staðfesting þess, að Guð er með okkur. Festingin kunn- gjörir verkin hans handa, vissulega, en sífelld sköpun á sér stað og sá Guð, sem í árdaga skóp er enn að verki og er ekki þóknanlegt, að hið skapaða skyggi á Skaparann sjálf- an, en kveður okkur með sér til hins góða verks, af því að ábyrgð fylgir fæðingu, ábyrgð foreldra á barni, ábyrgð á þeirri jörð, sem barnið fæðist til að lifa á. Enga ræðu flytur dagurinn en kennir þó, og nóttin er hljóð en boðar þó speki, þannig segja og himnar frá dýrð Guðs og festingin kunngjörir verkin hans handa, en sá einn heyrir raust guðs og hlýðir henni, sem veit, hvert hann á að halda og í umboði hvers, og hver sá er, sem Guð sendi til jarðar og er eitt með hinum himneska föður. Barnið var borið átta daga gamalt í musterið og gefið nafnið Jesús, rættist þar spádómur forn og merk- ur, þegar sagt var: „Óttast þú eigi, því að ég frelsa þig. Ég kalla á þig með nafni, þú ert minn“ (Jes. 43, 1). Nafn frelsarans er Jesús, tært og ómengað, þannig á trúin líka að vera, sem að honum beinist. Og enn nægir hann, enn dugar hann. Breytingar eiga sér stað og f leiri en þær, sem við tengjum sérstökum árum. Allt er breytingum undirorp- MEÐAL ANNARRA ORÐA J ólabók eftirNjörð P. Njarðvík Ætli það sé ekki svo um marga rithöfunda, að þeir beri nokkuð blendnar tilfinningar til hins árlega jólabókaflóðs með öllum þeim fyrir- gangi og fjölmiðladansi sem því fylgir. Allt er þetta einhvem veginn óeðlilegt og óraunverulegt, og líkt og í andstöðu við bókina sjálfa. Það er hljóðlátt og að sumu leyti ein- manalegt starf að skrifa sögu og yrkja Ijóð. Og það felur líka í sér hljóða einvera að njóta bókar. í báðum tilvikum er sjónum beint inn á við, inn í veröld hins kyrrláta hugar sem geymir þó í sér allar þær óravíddir sem skynjun og ímyndun býr yfir. Leið bókarinnar liggur sem sé frá hinum hljóða hug sköpunar til hins hljóða hugar endurskapandi viðtöku. Óg hvers vegna í ósköpun- um þá allur þessi gassagangur? Stundum finnst mér að við séum alveg dæmalaust fólk íslendingar, svo furðulegt að það er engu lagi líkt. Yið köllum okkur bókmennta- þjóð, og ég held að við trúum því sjálf að við séum það. En við kaup- um ekki bækur nema tíu daga fyr- ir jól. Og við kaupum ekki bækur handa okkur sjálfum, heldur til að gefa öðrum. Ög þær bækur sem við gefum öðram, það er ekki orðs- ins list sem lifir í hugum þjóðar um aldur. Það eru bækur þar sem nafn- togað fólk hælir sjálfu sér og talar svolítið niðrandi um aðra („hrein- skilið, opinskátt og dregur ekkert undan") — og era gleymdar fyrir þrettándann. Þetta eru auðvitað dálítið glanna- legar ýkjur sem betur fer, en því miður ekki tilhæfulausar. Fólk kaupir sér miða í leikhús og á tón- leika og fer sjálft, kaupir málverk handa sjálfu sér (og auðvitað líka til gjafa), veitir sér sælgæti og vín og alls kyns munað. En kannanir hafa leitt í ljós að meginþorri bóka er keyptur handa öðáim. Og víst er gaman að fá góða bók að gjöf, „Ekki er ég í nokkrum vafa um, að fjölmargir geyma í huga sér slíkar minningar og kannski miklu merkilegri. Eg er viss um að fleiri en mig langar að Ijájóla- bókinni ást sína.“ svo afstætt sem það hugtak er. Við könnumst áreiðanlega flest við þann kyrrláta unað sem í því felst að hverfa inn í veröld jólabókanna frá amstri hversdagsins. Einhvern veginn eru engin jól án bóklestrar. Og ekki væru íslenskir rithöfundar betur á vegi staddir ef sá siður legð- ist af að gefa bók í jólagjöf. Minningarnar um tvær bækur Ég á mér margar minningar um gleði yfir jólabók, en þó einkum tvær. Þegar ég var tólf ára gam- all, veiktist ég skyndilega og hast- arlega nokkrum dögum fyrir jól. Á Þorláksmessu bráði nokkuð af mér, en ljóst var að ég yrði rúmfastur um jóladagana, og því setti að mér mikið óyndi og leiða. Þá aumkuðust foreldrar mínir yfir vesöld mína og ákváðu að flýta einni jólagjöf. Ég varð hissa og opnaði þennan. snemmkomna pakka með eftir- væntingu. Þá kom í ljós Sagan hans Hjalta litla eftir Stefán Jóns- son, ný á bókamarkaði og ilmandi af prentsmiðjulykt. Ég hafði heyrt lesið úr henni í útvarpinu og var auðvitað búinn að sá gjafavon minni með varfærni í huga foreldra minna. Samt var aldrei að vita hvort þau skildu þvílíkt rósamál. En nú var bókin komin í hendur mínar degi fyrr en ég átti þess nokkra von. Og þar með hafði ég eignast nýjan vin. Ég hvarf með Hjalta litla inn í veröld hans og deildi sorgum hans og gleði af þvílíku raunsæi, að ég gleymdi ekki aðeins veikind- um mínum og sjálfsvorkunn, heldur líka sjálfum mér. Ég var ekki við- mælandi, og jólin voru liðin og mér batnað án þess að ég tæki eftir því. Sjö árum síðar var ég í fyrsta skipti að heiman á jólum. Ég var kominn til útlanda í fyrsta sinn, nemandi í háskóla suður í Miinchen í Þýskalandi, og dálítið einmana þrátt fyrir góða félaga. Þá kom til- kynning um pakka á Þorláksmessu, og ég skundaði rakleiðis á póst- húsið. Foreldrár mínir sendu mér Sjödægru, nýja ljóðabók eftir Jó- hannes úr Kötlum. Þetta var ekki falleg bók að sjá, kápan bláköflótt eins og vaxdúkur á eldhúsborði, og hún var óbundin og óuppúrskorin. Um kvöldið sótti ég mér borðhníf og fór að skera og lesa. Þegar ég var kominn á blaðsíðu 24 að ljóðinu Þú leggst í grasið, datt 20-marka seðill út úr bókinni. Ekki löngu síðar kom annar, og þegar ég var búinn með bókina, hélt ég á 120 mörkum. Það var mikil búbót í þá daga, og ég blessaði foreldra mína í hugan- um og Jóhannes úr Kötlum. Síðan hefur mér þótt vænna um þessa bók en margar aðrar, og ekki bara vegna peninganna, þótt góðir væru. Hún liggur nú á borðinu hjá mér og er komin í hálfgerðar tætlur. Svo oft hef ég lesið hana. Ég las atómskáldin af áhuga í mennta- skóla, þeir voru mínir menn, og þegar ég las Sjödægra suður í Miinchen, þá skildi ég að mikil tíðindi hefðu gerst í íslenskri ljóða- gerð. Jóhannes úr Kötlum hafði skipt um ham, og héðan af yrði ekki aftur snúið: „Loks opnaðist veröldin mikla/og huldan steig fijáls út úr dalnum“ — eins og seg- ir í Rímþjóð. Bókin er ekki raupsöm Ekki er ég í nokkrum vafa um, að fjölmargir geyma í huga sér

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.