Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 52
52
MÖHGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990
fclk í
fréttum
Þorstemn skorar eitt af fjórum mörkum sínum í leik gegn Rich-
mond-háskóla.
^ KNATTSPYRNA
Islenskur marka-
kóngur
Sautján ára skiptinemi úr
Kópavogi, Þorsteinn Hall-
grímsson, hefur vakið nokkra at-
hygli vegna hæfni sinnar í knatt-
spyrnu þar sem hann stundar
nám, nánar tiltekið við Wiscaset-
háskólann í Maine í Bandaríkjun-
um. í skólaliðakeppninni í Maine
gerði hann sér lítið fyrir og skor-
aði 35 mörk í 15 leikjum og var
langmarkahæsti leikmaður móts-
ins, Þrátt fyrir markaregnið hjá
Þorsteini hafnaði lið hans í 7.
sæti í forkeppni og var þar með
úr leik. Þess má geta, að mörk
Þorsteins voru fleiri heldur en
í Mame
heilu liðin gátu státað af í keppn-
inni.
„Þetta eru gloppótt lið og varn-
arleikurinn hjá okkur var lélegur,
því fór sem fór. Það hefði verið
gaman að komast lengra, því að
sigurvegarar í svæðakeppninni
leika til úrslita og skólameistara-
lið ýmissa ríkja leika saman,“
sagði Þorsteinn. Hann hefur leikið
með yngri flokkum ÍK í Kópa-
vogi. Á árinu 1988 lék hann í
þriðja flokki ÍK og skoraði þá 9
mörk og síðasta .sumar iék hann
með 2. flokki, en sleit liðband og
var úr leik meiri hluta sumarsins.
HEIMKOMA
Dræmar undirtektir
Wolf Biermann, lagasmiður
og söngvari, hraktist frá
heimalandi sínu Austur-Þýska-
landi árið 1976. Þá hélt hann í
10 daga söngferðalag tii Vestur-
Þýskalands og ákvað að setjast
að í Hamborg fyrir vestan múr-
inn. Hann var sviptur austur-
þýskum ríkisborgararétti. Fyrir
skömmu sneri hann aftur til Aust-
ur-Þýskalands og kom þar fram
í fyrsta sinn á tónleikum í 24 ár.
Að sögn vestur-þýskra blaða vakti
hann takmarkaða hrifningu.
Biermenn er nú 52 ára og seg-
ir blaðið Hannoverische Allge-
meine, að hann hafi greinilega
staðnað þannig í efnisvali sínu og
pólitískum skoðunum, að ungu
fólki í Austur-Þýskalandi þyki
ekki mikið til hans koma við nú-
verandi aðstæður.
Hann efndi til tónleika í Leip-
zig og Austur-Berlín og andrúms-
loftið á þeim sýndi, að allt hefur
breyst frá því að Biermann naut
mestra vinsælda og höfðaði til
áheyrenda sinna. Aðeins einu
sinni hitti hann í mark á tónleik-
unum í Leipzig, en það var þegar
hann vísaði til núverandi ástands
í A-Þýskalandi og veittist að Egon
Krenz, sem þá var enn í forystu-
sveit kommúnista.
í þýska blaðinu er þetta haft
eftir námsmanni, sem var á tón-
leikunum: „Þetta höfðar ekki til
okkar kynslóðar, menn höfða ekki
til tvítugs fólks í Austur-Þýska-
landi núna með gömlum söngvum
Wolf Biermann sneri aftur heim
til Austur-Þýskalands og söng
en við dræmar undirtektir.
og draumum um sósíalískt sam-
félag.“ Annar sagðist hafa farið
á tónleikana af forvitni og bætti
við: „Ég botna ekkert í honum.
Biermann tengist ekkert því sem
hér er að gerast."
Bolholti 6. Símar 68 74 80 og 68 75 80
Fjölbreytt námskeiðahald fyrir ðllð hefst í næstu viku.
Hvaða hópur hen ar jiér?
Ungar konur
á ðllum aldri
Snyrting
Hárgreiösla
Framkoma
Borösiöir
Fataval
Hreinlæti
Gestaboö
Mannleg samskipti
Ungar stúlkurog
13-16 ára
Snyrting
Framkoma
Fataval
Hreinlæti
Borösiöir
Mannleg samskipti
Ganga
Bjóöum fyrirtækjum
námskeiö fyrir
starfsfólk sítt
Framkoma
Kurteisi
Simaþjónusta
Hreinlæti
Klæönaöur
Snyrting
Mannleg samskipti
Sérhópar
Starfshópar
Saumaklúbbar
Snyrting
Framkoma
Borösiöir
Gestaboó
Mannleg samskipti
Unnur Arngrímsdóttir,
framkvæmdastjóri.
SÓSÍALISMI
Demantskór
Elenu
Hulunni hefur nú verið svipt af
ríkidæmi Ceausescu-hjónanna.
Er talið að þau hafi stungið undan
allt að milljarði bandarískra dollara,
eða rúmlega 60 milljörðum íslenskra
króna. Auk þess lifðu þau við kjör
sem ekki er unnt að bera saman við
annað en lifnaðarhætti milljarða-
mæringa í auðvaldsheiminum. Rúm-
enskur almenningur fékk hins végar
ekki nóg að borða, enda voru mat-
væli flutt úr landi til að standa und-
ir eyðslu höfðingjastéttarinnar. Þá
var rafmagn skammtað þannig og
hiti í húsum var af skornum skammti.
í ríki hjónanna var sem sé hungur
og kuldi.
Á þessari mynd sést hve langt
óhófið gekk hjá einræðishjónunum.
Hún er af skóm Elenu Ceaucescu,
sem eru smíðaðir af Charles Jordan
í París. Sérstaka athygli vekur, að
demantsrós er ofan á tánni og hæll-
inn er einnig gerður úr demöntum.
HÉGÓMI
Rambo fékk
að hnykla betur
A
FIMA*
Alþjóðleg
umboösskrifstofa.
Nú er farið að sýna nýja löggu-
kvikmynd með hörkutólunum
Sylvester Stallone, Rambo, og Kurt
Rgssel í aðalhlutverkunum. Leika
þeir þar tvo harðsvíraða lögreglu-
menn sem kalla ekki allt ömmu
sína. Rauði þráðurinn í myndinni
er metingur og rígur þeirra tveggja,
stanslaus keppni þeirra að gera
betur með sem stórkostlegustum
aðferðum.
Ekki er sagt að samstarfið hafi
gengið að óskum, raunar fór lygi-
legur tími í margar tökurnar og
stafaði það allt af sérvisku Rambos
sem var mikið ( mun að hann væri
karlmannlegri og glæsilegri á tjald-
inu heldur en mótleikarinn Russel.
Sagd- er enn fremur að Russel hafi
kært sig kollóttan um samanburð-
inn og hent gaman að ollu saman.
Rambo skoðaði gaumgæfilega
margar tökurnar og heimtaði að
þær væru endurunnar ef vöðvar
hans virtust ekki nægilega hrika-
legir fyrir smekk hans sjálfs. Var
þá skotið aftur þannig að kappinn
gat hnyklað kjötið betur.
Innritun alla daga í símum 687480 og 687580 fró kl. 16-19. Unnur Arngrímsdóttir, sími 36141.
Nýtt - Nýtt
1. Föt og föröun
Litgreining
Litakort
2. Andlitssnyrting
Litakassar
6
Stutt
snyrtinámskeió
Handsnyrting
Húðhreinsun
Andlitssnyrting
7
Herrar á öllum
aldri
Framkoma
Fataval
Hreinlæti
Snyrting
Hárgreiösla
Borösióir
Mannleg samskipti
Ganga
8
Módelnámskeió
fyrir verðandi
sýningarfólk
1. Ganga
Snúningaro.fl.
Sviósframkoma
o.fl.
2. Upprifjun
framhald
Umboðsmaður
ó íslandi: