Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 48
eí> 48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR l&'d^ Minning: Stefán A. Pálsson fv. stórkaupmaður Þann 21. desember sl. andaðist hér í Reykjavík Stefán A. Pálsson fyrrverandi stórkaupmaður, 88 ára gamall. Með Stefáni er genginn þekktur Reykvíkingur, mikill fé- lagsmálamaður, eldhugi í stjórn- málum og mikill mannvinur sem oft lagði lykkju á leið sína til að hjálpa öðrum. Stefán fæddist 2. febrúar 1901 að Hrauni í Djúpavogi. Foreldrar hans voru Páll Haraldur Gíslason þá faktor á Djúpavogi en síðar kaupmaður í Kaupangi í Reykjavík og kona hans, Stefanía Guðmunds- dóttir húsmóðir, en hún dó úr spönsku veikinni 1918. Frá þeim hjónum er kominn mikill ættbogi en systkini Stefáns A. Pálssonar voru þessi: Gísli Pálsson læknir (faðir Páls Gíslasonar læknis og borgarfulltrúa), Júlíus Pálsson símvirki, Kristín Pálsson húsmóðir (gift Jens Jóhannessyni lækni). Fóstursystir Stefáns var Þóra Sig- urðardóttir (kona Péturs Sigurðs- sonar háskólaritara). Hálfbróðir Stefáns er Páll H. Pálsson stórkaup- maður í Reykjavík. Stefán A. Pálsson gekk í Versl- unarskóla Islands árin 1917-18 og stundaði síðan framhaldsnám í verslunarfræðum í Edinborg árin 1919-21. Hann rak eigin heildversl- un í Reykjavík um langt árabil eða árin 1921-60. Þá var hann skrif- stofumaður hjá Bæjarútgerð Reykjavikur og gegndi því starfi til ársins 1979. Á árunum 1934-48 var hann umboðsmaður Happdrættis Háskóla Islands í samstarfi við Sig- þjörn Ármann. Stefán A. Pálsson hafði alla tíð mikinn áhuga á félags- málum. Hann var formaður knatt- spyrnufélagsins Fram árið 1929 og sat nokkur ár í stjóm félagsins og var hann sæmdur silfurkrossi Fram árið 1943. Hann sat í stjóm Frjáls- lynda safnaðarins árin 1941-45. Hann sinnti miklum félagsmála- störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hann sat í stjórn Landsmálafé- lagsins Varðar árin 1934-38 og aftur 1940-42 ög var formaður fé- lagsins 1942-43. Hann var gerður að heiðursfélaga Varðar árið 1971. Hann var varamaður í bæjarstjórn Reykjavíkur árin 1938-46 og sat þá m.a. í framfsérslunefnd. Einn er sá þáttur í starfsferli Stefáns sem ekki má gleymast en það em störf hans fyrir Vetrar- hjálpina í Reykjavík. Vetrarhjálpin í Reykjavík var starfrækt um ára- bil og hafði það að markmiði að aðstoða fátækt fólk fyrir jólin og var starfsemin rekin í nóvember og desember ár hvert. Þessari starf- semi veitti Stefán A. Pálsson for- stöðu árin 1934-54. Hér var oft um erfitt starf að ræða ekki síst á kreppuárunum en Stefán sinnti því af mikilli kostgæfni og við þetta erfiða starf komu skipulagshæfi- leikar hans vel í ljós. Starfið var tvíþætt: Annars vegar þurfti að skipuleggja söfnun á fjármunum og vistum og hins vegar að útdeila því sem inn kom þannig að réttlát- lega væri skipt. Var til þess tekið hvað Stefán sinnti þessu starfi af mikilli hjartahlýju. Stefán A. Pálsson kvæntist 8. október 1932 Hildi E. Pálsson sem verið hefur lífsförunautur hans æ síðan og lifir hún mann sinn. Hildur fæddist að Borgargerði í Reyðar- firði 10. september 1912. Foreldrar hennar voru Jóhann Pétur Malm- quist bóndi þar og kona hans, Kristrún Bóasdóttir. Hún ólst þó að mestu leyti upp hjá Rolf Johans- <en (eldri) kaupmanni á Reyðarfirði. Hildur gekkí Kvennaskólann í Reykjavík árin 1926-29 en fór þá aftur til Reyðarfjarðar en fluttist til Reykjavíkur 1931 og kvæntist Stefáni svo ári síðar. Böm þeirra urðu átta. Þrjú dóu ung en á legg komust: Stefanía Stefánsdóttir f. 26.1. 1935, skrifstofustúlka hjá Flugleiðum, gift Birni Valgeirssyni arkitekt hjá Reykjavíkurborg og eiga þau þrjú börn. Páll Stefánsson f. 10.5. 1941, auglýsingastjóri hjá DV,- kvæntur Önnu Guðnadóttur kaupkonu og eiga þau tvö börn. Stefán H. Stefánsson f. 25.11. 1943, forstöðumaður í Húsi versl- unarinnar, kvæntur Jórunni Magn- úsdóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn. Kittý Stefánsdóttir f. 19.3. 1945, húsmóðir, gift Ólafi Ólafssyni verzlunarmanni og eiga þau tvö börn. Hrafnhildur Stefáns- dóttir f. 12.12. 1950, flugfreyja, gift Val Ásgeirssyni forstöðumanni hjá Flugleiðum. Þau eiga eitt barn, en Hrafnhildur átti eitt fyrir. Barna- börn þeirra Stefáns og Hildar eru því orðin þrettán og barnabarna- börnin átta. Ég kynntist Stefáni A. Pálssyni fyrst og fremst í stÖrfum hans fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. Á þeim vett- vangi vann Stefán mjög mikið og óeigingjarnt starf. Hann var kallað- ur til fyrir hveijar kosningar og árin 1932-74 stjórnaði hann kosn- ingastarfi í Reykjavík. Mér er það mjög í fersku minni hversu næmur Stefán var á úrslit kosninga meðan kosningabaráttan var í algleymi. Við sem höfum þurft að standa í miðri eldlínunni í kosningabaráttu missum gjarnan sjónar á því hvert straumarnir liggja hveiju sinni. Þegar svo var komið var gjarnan hringt í Stefán A. Pálsson og hann spurður álits á því. Ég minnist slíkra viðtala fyrir margar kosningar og ég held að aldrei hafi það brugðist að þegar talið hafði verið upp úr kjörkössunum reyndust spár Stef- áns hafa verið réttar. Þannig gegndi Stefán fyrir Sjálfstæðis- flokkinn því verkefni sem skoðana- kannanir gera nú til dags. Ástæð- urnar fyrir því hversu sannspár Stefán reyndist voru kynni hans af ótrúlega mörgu fólki og hversu næmur hann var á tilfinningar þess. Síðustu kosningarnar sem Stefán vann við voru borgarstjómarkosn- ingarnar og alþingiskosningarnar sem fram fóru 1974. Vann Sjálf- stæðisflokkurinn mikinn sigur í hvorum tveggja þessum kosning- um. Næstu kosningar fóru síðan fram 1978 og var þá aftur kosið bæði til borgarstjórnar og Alþingis. Stefán A. Pálsson mætti ekki til leiks í þeim kosningum enda var þá heilsan farin að gefa sig hjá 77 ára gömlum manninum. Þær kosn- ingar fóru illa fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og höfðu ýmsir á orði, þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutann í Reykjavík með 70 atkvæða mun að hefði Stefán A. Pálsson verið við störf í þeim kosn- ingum hefðu þau 70 atkvæði ömgg- lega skilað sér. Síðustu æviárin dvaldist Stefán á heimili sínu í góðri umsjá konu sinnar og fjölskyldu. Hann fylgdist vel með öllu sem var að gerast til hinstu stundar, en andlát hans bar brátt að og sjúkrahúsdvölin aðeins nokkrar klukkustundir. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Stefáni A. Pálssyni góð persónuleg kynni og sendi Hildi og börnunum samúðarkveðjur frá okkur Sonju. Sjálfstæðismenn í Reykjavík kveðja nú góðan félaga og gamlan vin og biðja honum allrar blessunar í ferð- inni yfir móðuna miklu. Birgir ísl. Gunnarsson Kveðja frá Knattspyrnufélaginij Fram Stefán A. Pálsson var kallaður til formennsku í Knattspymufélag- inu Fram á örlagatímum í sögu þess, þegar við sjálft lá, að félagið væri að lognast út af. Endurreisn Fram hófst í formannstíð hans 1928-29, en ásamt Stefáni vann harður kjarni að enduruppbyggingu félagsins á þessum árum. Verður honum og öðmm, sem þarna komu við sögu, seint fullþökkuð þau störf, sem þeir inntú af hendi. Ástæðan til þess, að Fram lenti í djúpum öldudal seint á þriðja ára- tugnum var aðallega sq, að ekki var hirt um að leggja rækt við ung- viðið. Annað reykvískt íþróttafélag var einnig í öldudal um þetta leyti, Knattspyrnufélagið Víkingur, og var rætt um það í fullri alvöru að sameina þessi tvö félög, en úr því varð ekki. Segja má, að Fram hafi látið þessi mistök sér að kenningu verða, því að jafnan síðan hefur verið lögð rík áherzla á unglinga- starf hjá félaginu. Enda þótt Stefán A. Pálsson sæti aðeins eitt ár sem formaður, tók hann mjög virkan þátt i starfi félagsins og var jafnan boðinn og búinn að leggja hönd á plóginn, einkum, þegar afla þurfti fjár, en á þeim árum voru hlutaveltur að- alíjáröflunarleiðin. Eins og margir íþróttaaðdáendur var hann hjátrú- arfullur, þegar Fram átti í hlut, og segir sagan, að eitt sinn, er Stefán var á leið ffá heimili sínu á Lindar- götunni til að horfa á Fram leika á Melavellinum, hafi svartur köttur hlaupið í veg fyrir hann móts við sendiráð Dana á Hverfisgötunni. Nægði það til þess, að Stefán sneri frá. Margir samheijar og samtíðar- menn Stefáns A. Pálssonar eru horfnir af sjónarsviðinu. Yngra fólk í félaginu þekkir lítt til starfa þeirra, sem á undan eru gengnir. Þó er bætt úr því með útkomu bókarinnar „Fram í 80 ár“, sem út kom skömmu fyrir jólin. Til að skilja samtíðina er nauðsynlegt að þekkja söguna. Saga frumheijanna í Fram er merkilegur þáttur í íþróttasögu Reykjavíkur. Stefán A. Pálsson er hluti þeirrar sögu. Alfreð Þorsteinsson, form. Fram. Stefán A. Pálsson var orðinn þjóðsagnapersóna í röðum þeirra er stjómuðu kosningastarfi hér á landi er ég komst í snertingu við þann hóp manna fyrir um það bil 40 ámm. í aldarfjórðung eftir það var hann oftast á fullu í öllum meiri háttar kosningum og munaði um minna. Stjórnmálamenn eru í sviðsljós- inu og almenningur þekkir þá. En ræður þeirra og yfirlýsingar hrökkva skammt, ef þeir sem sann- færast, koma því ekki í verk að kjósa. Þá koma til skjalanna skipu- leggjendur kosninga, sem oftast vinna að sviðsbaki. Hvort sem mönnum líkar betur eða ver ráðast örlög lýðræðisþjóða í kosningum. Fyrir • stjórnmálaflokk skiptir öllu máli að þá sé róið á bæði borð. Meðal stærri þjóða er skipulag og stjórnun kosninga flókin fræði- grein, og þau störf einungis falin færustu atvinnumönnum. Islenzka stjómmálaflokka hefur skort bæði fé og fyrirhyggju til að koma sér upp slíkum mönnum. En Sjálfstæð- isflokkurinn átti Stefán A. Pálsson. Hann var að vísu aldrei atvinnu- maður í þeim skilningi að hann byggði afkomu sína á stopulu kosn- ingastarfi, enda hefði hún þá orðið harla rýr. En hann var það sem á erlendu máli kallast „professional" og án efa færastur allra á þessu sviði, þegar hann var upp á sitt bezta. Fyrir utan alla reynsluna, skipu- lagshæfileikana og dugnaðinn, hygg ég að persóna Stefáns hafi ráðið mestu um árangur hans. Hann átti ótrúlega létt með að umgang- ast fólk og gilti einu hvort höfðingj- ar eða utangajjísmenn áttu í hlut. Við alla var hann hlýr og þægileg- ur, hjálpfús, léttur í lund og gaman- samur ef því var að skipta. Vegna kosningastarfsins hlaut hann að eiga mikil samskipti við starfsmenn annarra stjórnmálaflokka. Þessir menn glíma við sömu vandamál og þurfa að leysa mörg þeirra sameig- inlega og fleiri en marga fylgismenn þeirra grunar. Enginn átti greiðari og betri aðgang að pólitískum and- stæðingum en Stefán og efast ég um að hann hafi nokkurn tímann eignazt óvildarmann í þeirra hópi en veit vel að þar átti hann marga vini. Ekki sóttist Stefán eftir pólitísk- um frama fyrir sjálfan sig. Grunar mig að með því hafi hann m.a. vilj- að varðveita sjálfstæði sitt og frelsi til að geta óháður tekið þar til hendi sem hánn helzt vildi. Það gerði hann líkia stundum og féll ekki öll- um jafn vel, en ævinléga tókust sættir og keppzt var um liðsinni hans. Gaman var að vinna með Stef- áni. Flestir þekkja kjördag og vita hve þá er hart barizt, en ekki er öllum ljóst að á undan er genginn heill mánuður, þegar hver dagur er kjördagur og kosið frá morgni til kvölds. Utankjörstaðakosning var sérgrein Stefáns síðari árin. Hvort sem karlakór eða togara- skipshöfn var á förum og atkvæðin glötuð að kveldi, kunni Stefán ráð til að finna menn og fá þá til að kjósa, ef hann taldi þá líklega til fylgis. Við alla persónuþekkinguna og samböndin við háa sem lága fannst mér hann stundum bæta sjötta skilningarvitinu. Eitt sinn voru starfsmenn hans ráðþrota gagnvart því að finna þekktan borg- ara sem var á förum tii útlanda. „Ég skal tala við hann,“ sagði Stef- án, og sneri sér að allt öðru. All- löngu síðar sá ég hann taka símann og hringja viðstöðulaust í manninn, sem á því andartaki kom við á skrif- stofu sinni að sækja hattinn sinn eða eitthvað annað sem hann hafði gleymt. Éyrir daga skoðanakannana, sem hér eru fremur nýlegt fyrirbæri, var ekkert vitað um pólitíska strauma milli kosninga, annað en það sem glöggir menn fundu á sér, líkt og þeir sem spáðu um veður áður en veðurstofan varð til. Engan mann vissi ég veðurgleggri í pólitík en Stefán A. Pálsson. Kom þar til tak- markalaus áhugi á öllu sem var að gerast í kringum hann, dómgreind, þekking á stjórnmálum og stjórn- málamönnum en umfram allt jarð- samband við venjulegt fólk, samúð hans með því og skilningur á hags- munum þess og kjörum. „Mitt fólk ferðast í strætó", sagði hann eitt sinn, „og ég vil það miklu frekar en þessa í einkabílunum. Auk þess ferðast margfalt fleiri í strætó", bætti hann svo við kíminn. Kynni okkar Stefáns náðu langt út fyrir kosningastarf, enda hélt hann það miklu lengur út en ég, þótt hann væri næstum þrem ára- tugum eldri.' Öll voru þessi kynni ánægjuleg og mætti vitaskuld margt annað frá svo íjölhæfum manni greina, en það sem hér hefur verið sagt. Læt ég þó við það sitja. Með Stefáni A. Pálssyni er geng- inn „grand old man“ á sérstöku sviði íslenzkra stjórnmála. Hann náði háum aldri og löngu dagsverki var lokið. Er þá gott að kveðja. Hildi konu hans, börnum og öðrum ástvinum færi ég innilegar samúð- arkveðjur. Magnús Óskarsson Þegar við nú kveðjum Dedda frænda, koma margar minningar upp í hugann. Þegar ég var að alast upp, var alltaf tilhlökkun í huga, þegar frétt- ist að von væri á Stefáni föðurbróð- ur í heimsókn. Á þeim árum ferðaðist Stefán vítt og breitt um landið sem sölu- maður. Hitti þá margt fólk, enda man ég ekki eftir neinum, sem þekkti eins marga með nafni og hann. Síðan jókst sú kunnátta enn- þá, er hann tók að sér forustu fyr- ir Vetrarhjálpina og stærsta umboð Happdrættis Háskóla íslands í Reykjavík. Það var unun að heyra hann tala um margvísleg málefni, ekki síst stjórnmál, sem margir í ijolskyld- unni höfðu og hafa mikinn áhuga á. Ekki var Deddi dómharður, en alltaf sanngjarn. Slíkar samræður, sem oft fóru fram í hádeginu, þeg- ar allir sátu við sama borð — ungir sem gamlir — eru því miður of sjald- gæfar í þjóðfélaginu í dag. Og á kvöldin, þegar hann var sestur við píanóið, fékk hann alla til að syngja og leika með sér gam- alkunna slagara svo sem: „Uti í argelenu", „Ég gisti í Grafholti“. Þetta var allt eins og Dedda var einum lagið, þó að hann kynni lítið að spila almennt séð. Og svo, þegar hann giftist Hillu, þá bættust við ánægjustundir þar í ótal skipti á hátíðum og tyllidög- um. Þá urðu það mikil verðlaun, fyHr að standa sig vel í skólanum, að fá að fara til Reykjavíkur og gista á Njarðargötunni, þar sem þau áttu sitt fyrsta heimili. Þetta var hið eftirsótta ævintýri, jafnvel þó að viðkomandi ætti heima suður í Hafnarfirði. Þætti það ekki langt ferðalag nú. En tímarnir breytast og alltaf var gaman að koma á heimili Dedda og Hillu síðan. Það voru alltaf miklir kærleikar með systkinum Dedda, en þau voru Gísli læknir, giftur Svanlaugu Jóns- dóttur, Júlíus símritari, giftur Agn- esi Kragh, Kristín, gift Jens Jó- hannessyni lækni, Páll Haraldur stórkaupmaður, giftur Bryndísi Guðmundsdóttur, og Þóra, fóstur- systir, gift Pétri Sigurðssyni há- skólaritara. Var mikil samheldni í þessari ijölskyldu, sem hafði mikil áhrif á okkur í næstu kynslóð og mjög til góðs. Heyrði ég oft talað um slík áhrif frá foreldrum þeirra, Páli H. Gíslasyni og Stefaníu Guð- mundsdóttur, sem bjuggu lengi í Kaupangi innst við Lindargötu hér í borg, en þar rak Páll fjölþætta verslunarstarfsemi. Það var fróðlegt að fylgjast með hinum íjölþættu félagsstörfum Dedda. Kom honum þá að góðu gagni hin víðtæka þekking á högum fólks og skoðunum þess á ýmsum málum. Hann var alla tíð virkur í starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, stjórnaði kosningaskrifstofu hans í yfir 40 ár. Áður fyrr gat hann oft, sagt ótrúlega fyrir um úrslit kosn- inga svo að litlu skakkaði. Veit ég að ýmsir forustumenn flokksins, svo sem Bjarni Benediktsson, ráðfærðu sig oft við hann, hvernig best væri að haga kosningabaráttu og hvern- ig horfur væru. Hann var ungur í forustu hjá knattspyrnufélaginu Fram, eins og öll fjölskylda hans. Þá var hann mjög virkur í ýmsum söfnuðum hér í borg og vann mikið fyrir þá. Fleira mætti nefna. Allt fram til hins síðasta fylgdist Deddi með og hafði sínar skoðanir á málum. Þegar hann strauk um hökuna, áður en hann sagði nokk- uð, þá vissi maður að fróðlegt yrði að heyra hvað það yrði. Og nú er minn kæri frændi og vinur horfinn frá okkur. Þá fyllist hugur okkar þakklæti fyrir svo margt, sem hann veitti af sínu glaða . geði og kærleika í líf okkar, sem yngri erum. Aðrir munu skrifa um fjölskyldu hans, en við sendum Hillu og fjöl- skyldum barna þeirra hugheilar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þau öll. Páll Gíslason „Ekkert líf án dauða, enginn dauði án lífs.“ Andlát Stefáns kom okkur hjón- um ekki svo mjög á óvart, þar sem aldur og hejlsa hjálpaðist að við að stytta göngu hans meðal okkar, en þótt hann sé horfinn um stundar- sakir lifir minningin um góðan vin. Fljótlega eftir að ég kynntist konu minni sagði hún mér frá Hildi systur sinni og Stefáni manni henn- ar. Hun dvaldist sem unglingur um tíma hjá þeim. Sá tími var Unni minni ógleymanlegur, bæði vegna góðsemi þeirra hjóna og þess trausta undirbúnings sem hún hlaut þar og kom henni að góðu gagni síðar í lífinu og hún minnist enn föðurlegrar umhyggju Stefáns. Það mun hafa verið árið 1953 sem mér var boðið ásamt konu minni til jólaboðs hjá Stefáni og Hildi. Ég hálf kveið fyrir þessu boði, því ég vissi að þessi jólaboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.