Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 60
Virðisaukaskattur: Mikið ann- ríki hjá ríkis- "skattstjóra MIKIÐ annriki var í gær hjá virð- isaukaskattsdeild ríkisskattstjóra vegna upptöku 24,5% virðisauka- skatts í stað 25% söluskatts um áramótin, en þangað bárust eink- um fyrirspurnir vegna álitamála varðandi undanþágur frá skattin- um. Verð á áfengi og tóbaki lækkar um 0,4% vegna lækkunar skatthlut- fallsins. Til dæmis lækkar fiaska af íslensku brennivíni um tíu krónur, úr 1.500 krónum í 1490, og pakki af algengum amerískum sígarettum úr 199 krónum í 198. —, Kaupmenn munu ekki endurverð- leggja vörur á lager vegna 0,5% lægri skattprósentu. Sjá nánar bls. 24-25. Bruninn í Krossanesi: Níu verka- menn missa atvinnuna Akureyri. NIU verkamenn af þrettán missa atvinnu sína eftir brunann í Krossanesverksmiðjunni á Akur- eyri að morgni gamlársdags. Starfsmönnunum var öllum sagt upp fyrir jól en jafníramt óskað eftir að þeir störfuðu áfram út vertíðina. Nú er ljóst að loðna verður ekki brædd á næstunni og ekki vinna fyrir mennina níu. Mörg hundruð milljóna tjón varð er verksmiðjan brann en endanlegt mat liggur enn ekki fyrir. Fasteign- ir, vélar og tæki voru tryggð fyrir um 900 milljónir kr. Tilkynnt var um eldinn laust fyr- ir klukkan hálf fimm að morgni gamlársdags. Er eldsvoðinn einn sá mesti sem slökkvilið Akureyrar hef- ur fengist við í um 20 ár. Sjá fréttir á bls. 34. Viðbótarsamning- urinn við Sovét: Síldin verð- "*ur söltuð næsta haust SOVÉZKA innkaupastofnunin Sovrybflot hefur samþykkt að við- bót sú við saltsíldarkaup, sem hún hefúr staðfest, verði söltuð á hausti komanda og afhent á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Um er að ræða 50.000 tunnur. Við undirritun samnings um sölu 150.000 tunna af saltsíld í Moskvu að áliðnum nóvembermánuði, var ákvæði þess efnis að sovézku kaup- endumir leituðu leiða til kaupa á 50.000 tunnum til viðbótar. Stað- festing þess efnis barst Síldarútvegs- "" néfnd milli jóla og nýárs og ákvað hún að leita eftir því við Sovétmenn að síldin yrði ekki söituð fyrr en næsta haust. Skýringin á því, var meðal annars sú, að hæpið væri að síldin væri nógu feit nú til að upp- fylla kröfur Sovétmanna. Ennfremur var kvótinn nær upp urinn og nokkr- um vandkvæðum bundið að úthluta viðbótarkvóta. Samþykki að austan barst Síldarútvegsnefnd í gær og verður því síldin söltuð í upphafi næstu vertíðar. Morgunblaðið/Þorkell Hátíðahöld á fyrsta degi íslandsbanka íslandsbanki opnar í dag með pompi og prakt. Starfsfólkið mætir að höfuðstöðvum bankans í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, klukkan átta þar sem „blásið verður í lúðrana.“ Fyrsti bankaráðsfundurinn verður haldinn og tekið formlega á móti fyrstu viðskipavinunum. Síðan verður boðið upp á veitingar og ýmislegt annað gert í útibúum nýja bankans í tilefni dagsins. Myndin var tekin í gærkvöldi þegar merki ís- landsbanka var sett upp og merki Útvegs- bankans tekið niður af gömlu höfuðstöðvunum við Lælqartorg. Skoðunar- gjald hækkar GJALD fyrir skoðun bifreiða hækkaði samkvæmt vísitölu um áramót og er nú 2.350 krónur, en var á fyrra ári 1.900 krónur. Hækkunin er 24%. I dag hefst starfsemi í nýrri skoð- unarstöð Bifreiðaskoðunar á Hest- hálsi 6-8 í Reykjavík. Stöðin er fyrsta sérsmíðaða skoðunarstöð fyrirtækis- ins sem tekin er í notkun. Á þessu ári er ráðgert að hefja byggingu skoðunarstöðvar á Akureyri. Sjá fréttir bls. 41. Stærsta fyrirtæki Eskifjarðar stöðvast: Starfsfólki Hraðfrystihússins sagt upp vegna deilu um fískverð Tekið af launaskrá í dag en mætir samt til vinnu ÁHAFNIR togaranna Hólma- tinds og Hólmaness frá Eskifirði mættu ekki til brottfarar í gær vegna ágreinings við útgerð tog- aranna um fiskverð. Starfsfólki Hraðfrystihúss Eskifjarðar, sem gerir togarana út, var fyrirvara- laust sagt upp störfúm í gær af þessum sökum, og hefúr það ver- ið tekið af launaskrá, en Verka- Arnarflug er byrjað að fijúga til Vestmannaeyja 11 ferðir verða farnar þangað á viku ARNARFLUG innanlands hf. hefúr hafið áætlunarflug til Vest- mannaeyja. Samgönguráðuneytið heimilaði félaginu þetta flug frá áramótum ásamt Flugleiðum, sem áður höfðu leyfið einir, við úthlutun í innanlandsflugi í haust. Twin Otter-flugvél Arnarflugs fór fyrstu ferðina til Vestmannaeyja í gærmorgun kl. 8.15 og síðan aðra ferð í gærkvöldi. Leyfi Arnarflugs til Vest- mannaeyjaflugs er háð því skil- yrði að hlutur félagsins fari ekki yfir 20% af flutningsþörf á móti 80% Flugleiða. Arnarflug mun fara ellefu ferðir til Vestmanna- eyja í viku. Farnar verða tvær ferðir á virkum dögum, ein ferð á sunnudegi en aftur á móti verð- ur ekki flogið á laugardögum. Jörundur Guðmundsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Arnarflugs innanlands hf., sagði að Twin Otter yrði notuð á flugleiðinni til að byija með, eða þar til að Dorn- ier-flugvélin sem Arnarflug var með í leigu sl. sumar, kemur til landsins 25. janúar. „Það er nú verið að gera breytingar á vélinni og hún skoðuð áður en hún verð- ur afhent okkur til kaups. Domier mun taka átján farþega eins og Twin Otter,“ sagði Jörundur. Ferð fram og til baka til Vest- mannaeyja, með flugvallarskatti, kostar 5.500 kr. með Arnarflugi. Það er um 14% lægra verð en fargjald Flugleiða, sem er 6.382 krónur. „Við reiknum með að það verði sextíu prósent sætanýting hjá okkur í ferðunum til Vestmanna- eyja,“ sagði Jörundur. Sagði hann að Arnarf lug myndi bjóða sérstakar pakkaferðir frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í janúar. Flug og tvær nætur á hóteli kostar 7.500 kr. í febrúar verður boðið upp á pakkaferðir á milli Vestmannaeyja og Amsterd- am. lýðsfélagið Árvakur á Eskifirði telur uppsagnirnar ólöglegar og hefúr hvatt starfsfólkið til að mæta til vinnu í dag. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins fóru áhafnir togaranna fram á fund um kjaramál sín með forráðamönnum Hraðfrystihúss Eskifjarðar á Þorláksmessu. Að sögn eins talsmanna sjómanna voru ekki settar fram neinar kröfur á fundinum um hækkun á fiskverði, en sjómenn á togurunum hafa feng- ið greitt verðlagsráðsverð fyrir fisk- inn, sem er lágmarksverð. Á fundi þessara aðila sem haldinn var 29. desember hefðu sjómennirnir síðan gert kröfu um að 35% af lönduðum afla togaranna yrðu gerð upp á því verði sem fengist á fiskmörkuðum, en þeim verið boðið að um 10% af af lanum yrðu greidd á þennan hátt. Sjómennirnir hefðu þá lækkað kröfu sína í 30% og við það stæði, en það gæfi þeim um 20% tekju- aukningu. Þeir þyrftu hins vegar um 25% tekjuhækkun til að ná meðalskiptaverði togara á Aust- fjarðasvæðinu á hvert kíló. Kröfu sjómannanna var hafnað og til- kynntu þeir þá að þeir færu ekki til sjós, og mætti enginn þeirra til skráningar í brottför sem tilkynnt hafði verið 2. janúar. Öllu starfsfólki Hraðfrystihúss Eskifjarðar var síðan sagt upp störfum fyrii'varalaust í gær, og það tekið af launaskrá frá og með deg- inum í dag. Vísaði stjórn fyrirtækis- ins í því sambandi til ákvæða í lög- um um að heimilt sé að segja upp starfsfólki fyrirvaralaust vegna ófyrirsjáanlegra orsaka af völdum hráefnisskorts. Hrafnkell A. Jóns- son formaður Verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði sagði að félag- ið gæti ekki fallist á þessa túlkun laganna. Uppsagnir með þessum hætti væru ekki heimilar, og því hefði starfsfólk frystihússins verið hvatt til að mæta þar til vinnu i dag. Kristján Ragnarsson formaður LIU sagði að aðgerðir sjómanna á Eskifirði væru óumdeilanlega ólög- legar þar sem til loka janúar væri í gildi fiskverð sem ákveðið væri með löglegum hætti. Hann sagði að sjómenn á Fáskrúðsfirði hefðu gert svipaðar kröfur og sjómenn á Eskifirði, og þeir hefðu hafnað til- boði sem þeim hafi verið gert, en ekki hefði reynt á hver viðbrögð þeirra yrðu. „Kjarasamningar voru úti um áramót, en þeir eru í gildi nema að þeir séu hindraðir með verkfalli eða verkbanni, sem ekki hefur verið gert og ekki verið boðað til. Þarna er því um algjöriega ólög- lega aðgerð að ræða og að okkar mati mjög óeðlilega með hliðsjón af því að fiskverð á að ákvarðast um næstu mánaðamót og það á að gilda fyrir allt landið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.