Morgunblaðið - 03.01.1990, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 03.01.1990, Qupperneq 60
Virðisaukaskattur: Mikið ann- ríki hjá ríkis- "skattstjóra MIKIÐ annriki var í gær hjá virð- isaukaskattsdeild ríkisskattstjóra vegna upptöku 24,5% virðisauka- skatts í stað 25% söluskatts um áramótin, en þangað bárust eink- um fyrirspurnir vegna álitamála varðandi undanþágur frá skattin- um. Verð á áfengi og tóbaki lækkar um 0,4% vegna lækkunar skatthlut- fallsins. Til dæmis lækkar fiaska af íslensku brennivíni um tíu krónur, úr 1.500 krónum í 1490, og pakki af algengum amerískum sígarettum úr 199 krónum í 198. —, Kaupmenn munu ekki endurverð- leggja vörur á lager vegna 0,5% lægri skattprósentu. Sjá nánar bls. 24-25. Bruninn í Krossanesi: Níu verka- menn missa atvinnuna Akureyri. NIU verkamenn af þrettán missa atvinnu sína eftir brunann í Krossanesverksmiðjunni á Akur- eyri að morgni gamlársdags. Starfsmönnunum var öllum sagt upp fyrir jól en jafníramt óskað eftir að þeir störfuðu áfram út vertíðina. Nú er ljóst að loðna verður ekki brædd á næstunni og ekki vinna fyrir mennina níu. Mörg hundruð milljóna tjón varð er verksmiðjan brann en endanlegt mat liggur enn ekki fyrir. Fasteign- ir, vélar og tæki voru tryggð fyrir um 900 milljónir kr. Tilkynnt var um eldinn laust fyr- ir klukkan hálf fimm að morgni gamlársdags. Er eldsvoðinn einn sá mesti sem slökkvilið Akureyrar hef- ur fengist við í um 20 ár. Sjá fréttir á bls. 34. Viðbótarsamning- urinn við Sovét: Síldin verð- "*ur söltuð næsta haust SOVÉZKA innkaupastofnunin Sovrybflot hefur samþykkt að við- bót sú við saltsíldarkaup, sem hún hefúr staðfest, verði söltuð á hausti komanda og afhent á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Um er að ræða 50.000 tunnur. Við undirritun samnings um sölu 150.000 tunna af saltsíld í Moskvu að áliðnum nóvembermánuði, var ákvæði þess efnis að sovézku kaup- endumir leituðu leiða til kaupa á 50.000 tunnum til viðbótar. Stað- festing þess efnis barst Síldarútvegs- "" néfnd milli jóla og nýárs og ákvað hún að leita eftir því við Sovétmenn að síldin yrði ekki söituð fyrr en næsta haust. Skýringin á því, var meðal annars sú, að hæpið væri að síldin væri nógu feit nú til að upp- fylla kröfur Sovétmanna. Ennfremur var kvótinn nær upp urinn og nokkr- um vandkvæðum bundið að úthluta viðbótarkvóta. Samþykki að austan barst Síldarútvegsnefnd í gær og verður því síldin söltuð í upphafi næstu vertíðar. Morgunblaðið/Þorkell Hátíðahöld á fyrsta degi íslandsbanka íslandsbanki opnar í dag með pompi og prakt. Starfsfólkið mætir að höfuðstöðvum bankans í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, klukkan átta þar sem „blásið verður í lúðrana.“ Fyrsti bankaráðsfundurinn verður haldinn og tekið formlega á móti fyrstu viðskipavinunum. Síðan verður boðið upp á veitingar og ýmislegt annað gert í útibúum nýja bankans í tilefni dagsins. Myndin var tekin í gærkvöldi þegar merki ís- landsbanka var sett upp og merki Útvegs- bankans tekið niður af gömlu höfuðstöðvunum við Lælqartorg. Skoðunar- gjald hækkar GJALD fyrir skoðun bifreiða hækkaði samkvæmt vísitölu um áramót og er nú 2.350 krónur, en var á fyrra ári 1.900 krónur. Hækkunin er 24%. I dag hefst starfsemi í nýrri skoð- unarstöð Bifreiðaskoðunar á Hest- hálsi 6-8 í Reykjavík. Stöðin er fyrsta sérsmíðaða skoðunarstöð fyrirtækis- ins sem tekin er í notkun. Á þessu ári er ráðgert að hefja byggingu skoðunarstöðvar á Akureyri. Sjá fréttir bls. 41. Stærsta fyrirtæki Eskifjarðar stöðvast: Starfsfólki Hraðfrystihússins sagt upp vegna deilu um fískverð Tekið af launaskrá í dag en mætir samt til vinnu ÁHAFNIR togaranna Hólma- tinds og Hólmaness frá Eskifirði mættu ekki til brottfarar í gær vegna ágreinings við útgerð tog- aranna um fiskverð. Starfsfólki Hraðfrystihúss Eskifjarðar, sem gerir togarana út, var fyrirvara- laust sagt upp störfúm í gær af þessum sökum, og hefúr það ver- ið tekið af launaskrá, en Verka- Arnarflug er byrjað að fijúga til Vestmannaeyja 11 ferðir verða farnar þangað á viku ARNARFLUG innanlands hf. hefúr hafið áætlunarflug til Vest- mannaeyja. Samgönguráðuneytið heimilaði félaginu þetta flug frá áramótum ásamt Flugleiðum, sem áður höfðu leyfið einir, við úthlutun í innanlandsflugi í haust. Twin Otter-flugvél Arnarflugs fór fyrstu ferðina til Vestmannaeyja í gærmorgun kl. 8.15 og síðan aðra ferð í gærkvöldi. Leyfi Arnarflugs til Vest- mannaeyjaflugs er háð því skil- yrði að hlutur félagsins fari ekki yfir 20% af flutningsþörf á móti 80% Flugleiða. Arnarflug mun fara ellefu ferðir til Vestmanna- eyja í viku. Farnar verða tvær ferðir á virkum dögum, ein ferð á sunnudegi en aftur á móti verð- ur ekki flogið á laugardögum. Jörundur Guðmundsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Arnarflugs innanlands hf., sagði að Twin Otter yrði notuð á flugleiðinni til að byija með, eða þar til að Dorn- ier-flugvélin sem Arnarflug var með í leigu sl. sumar, kemur til landsins 25. janúar. „Það er nú verið að gera breytingar á vélinni og hún skoðuð áður en hún verð- ur afhent okkur til kaups. Domier mun taka átján farþega eins og Twin Otter,“ sagði Jörundur. Ferð fram og til baka til Vest- mannaeyja, með flugvallarskatti, kostar 5.500 kr. með Arnarflugi. Það er um 14% lægra verð en fargjald Flugleiða, sem er 6.382 krónur. „Við reiknum með að það verði sextíu prósent sætanýting hjá okkur í ferðunum til Vestmanna- eyja,“ sagði Jörundur. Sagði hann að Arnarf lug myndi bjóða sérstakar pakkaferðir frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í janúar. Flug og tvær nætur á hóteli kostar 7.500 kr. í febrúar verður boðið upp á pakkaferðir á milli Vestmannaeyja og Amsterd- am. lýðsfélagið Árvakur á Eskifirði telur uppsagnirnar ólöglegar og hefúr hvatt starfsfólkið til að mæta til vinnu í dag. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins fóru áhafnir togaranna fram á fund um kjaramál sín með forráðamönnum Hraðfrystihúss Eskifjarðar á Þorláksmessu. Að sögn eins talsmanna sjómanna voru ekki settar fram neinar kröfur á fundinum um hækkun á fiskverði, en sjómenn á togurunum hafa feng- ið greitt verðlagsráðsverð fyrir fisk- inn, sem er lágmarksverð. Á fundi þessara aðila sem haldinn var 29. desember hefðu sjómennirnir síðan gert kröfu um að 35% af lönduðum afla togaranna yrðu gerð upp á því verði sem fengist á fiskmörkuðum, en þeim verið boðið að um 10% af af lanum yrðu greidd á þennan hátt. Sjómennirnir hefðu þá lækkað kröfu sína í 30% og við það stæði, en það gæfi þeim um 20% tekju- aukningu. Þeir þyrftu hins vegar um 25% tekjuhækkun til að ná meðalskiptaverði togara á Aust- fjarðasvæðinu á hvert kíló. Kröfu sjómannanna var hafnað og til- kynntu þeir þá að þeir færu ekki til sjós, og mætti enginn þeirra til skráningar í brottför sem tilkynnt hafði verið 2. janúar. Öllu starfsfólki Hraðfrystihúss Eskifjarðar var síðan sagt upp störfum fyrii'varalaust í gær, og það tekið af launaskrá frá og með deg- inum í dag. Vísaði stjórn fyrirtækis- ins í því sambandi til ákvæða í lög- um um að heimilt sé að segja upp starfsfólki fyrirvaralaust vegna ófyrirsjáanlegra orsaka af völdum hráefnisskorts. Hrafnkell A. Jóns- son formaður Verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði sagði að félag- ið gæti ekki fallist á þessa túlkun laganna. Uppsagnir með þessum hætti væru ekki heimilar, og því hefði starfsfólk frystihússins verið hvatt til að mæta þar til vinnu i dag. Kristján Ragnarsson formaður LIU sagði að aðgerðir sjómanna á Eskifirði væru óumdeilanlega ólög- legar þar sem til loka janúar væri í gildi fiskverð sem ákveðið væri með löglegum hætti. Hann sagði að sjómenn á Fáskrúðsfirði hefðu gert svipaðar kröfur og sjómenn á Eskifirði, og þeir hefðu hafnað til- boði sem þeim hafi verið gert, en ekki hefði reynt á hver viðbrögð þeirra yrðu. „Kjarasamningar voru úti um áramót, en þeir eru í gildi nema að þeir séu hindraðir með verkfalli eða verkbanni, sem ekki hefur verið gert og ekki verið boðað til. Þarna er því um algjöriega ólög- lega aðgerð að ræða og að okkar mati mjög óeðlilega með hliðsjón af því að fiskverð á að ákvarðast um næstu mánaðamót og það á að gilda fyrir allt landið.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.