Morgunblaðið - 03.01.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 03.01.1990, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 1990 33% fækkun farþega 1 N or ður- Ameríkuflugi FARÞEGUM með Flugleiðum, sem hafa átt viðkomu á Keflavík- urflugvelli í ferðum á milli Evr- ópu og Bandaríkjanna, hefiir fækkað um 33% fá árinu 1988. 135.938 þúsund farþegar komu við á Keflavíkurflugvelli 1989, en 1988 áttu 203.867 farþegar viðkomu þar. Þetta kemur fram í árssamantekt Péturs Guð- Kjartan P. Kjartansson hættur hjá SÍS Sambandssljórn ræðir tilboð Landsbanka á föstudaginn STJÓRN Sambands íslenskra sam- vinnufélaga kemur saman til fund- ar á föstudaginn og tekur afstöðu til tilboðs Landsbankans í 52% hlut Sambandsins í Samvinnu- bankanum. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að næsta öruggt er talið að stjórn Sambandsins taki tilboðinu, sem hljóðar upp á 605 milljónir króna. Kjartan P. Kjartansson, fjármála- stjóri Sambandsins, sagði upp starfi sínu nú um áramótin. Hann mun hafa reiðst mjög fyrirhugaðri sölu á hlut Sambandsins í Samvinnubank- anum og því verði sem Landsbankinn býður í bréfin en fleiri ágreinings- efni munu hafa verið til staðar. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sam- bandsins, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að Kjartan P. Kjartansson hafi sagt upp starfi sínu um áramótin, og hafi hann þegar hætt störfum. Annað vildi Guðjón ekki um málið segja. Ekki tókst að ná sambandi við Kjartan P. Kjartans- son í gær. 49 Islending- ar létust af slysförum árið 1989 49 ÍSLENDINGAR létust af slysförum árið 1989, þar af 3 erlendis, en 62 íslendingar létust af slysförum árið 1988, þar af 8 erlendis, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarna- félagi íslands. Þijátíu íslendingar létust í umferðarslysum árið 1989, þar af 2 erlendis, en 33 árið 1988, þar af 5 erlendis. Sjö drukknuðu eða biðu bana í sjóslysum árið 1989 en 11 árið áður og einn lést í flugslysi 1989 eri enginn 1988. Dauðsföll vegna annarra slysa voru 11 árið 1989, þar af eitt erlendis, en 18 árið 1988, þar af 3 erlendis. mundssonar, flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli, yfir árið 1989. „Þessi fækkun farþega er eðlileg. Það hefur orðið samdráttur hjá okkur í Norður-Ameríkufluginu. Þó svo að við förum að fljúga til Wash- ington í vor, er ekki reiknað með mikilli fjölgun farþega. Við höfum boðið upp á lág fargjöld á þessari leið. Það hefur aukist að farþegar ferðast á Saga Cláss á leiðinni, en við reiknum jneð að 90% farþeg- anna ferðist áfram á lægri fargjöld- unum,“ sagði Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða. Pétur Guðmundsson, flugvallar- stjóri á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við Morgunblaðið að 5.908 farþegaflugvélar hafi lent á Keflavíkurflugvelli árið 1989 og það hafi verið 3,3% aukning frá árinu 1988, en þá lentu 5.717 far- þegaflugvélar á vellinum. 658.119 farþegar komu um Keflavíkurflugvöll, en það eru 10,6% færri farþegar en árið 1988, en þá áttu rúmlega 736 þúsund farþegar leið um völlinn. Farþegum sem komu inn í landið og fóru úr landi fækkaði einnig. 262.651 fórú úr landi 1989 á móti 266.264 farþegum 1988. Það er 1,3% fækkun. Farþegar sem komu inn í landið voru 259.530 á móti 266.077 farþegum 1988, en það er 2,4% fækkun. Alþjóðaflugmálastofnunin spáir því í langtímaspá að 6% fjölgun farþega verði á Norður-Atlants- hafssvæðinu. Morgunblaðið/Ingvar Lögreglumenn handtaka mann sem reynt hafði innbrot á þaki húss við Laugaveg á nýársnótt. Erilsamt hjá lögregl- unni en stórslysalaust Lögreglumönnum í Reykjavík þótti áramótahelgin í ár með rólegra móti þrátt fyrir nokkurn eril. Starfsbræður þeirra úti um landið sem Morgunblaðið hafði tal af líktu áramótunum við venjulega en fremur annasama helgi, Engum var kunnugt um að alvarleg slys hefðu orðið. Færri gistu fangageymslur lög- reglunnar í Reykjavík en oftast áður um áramót þrátt fyrir að lögreglan hefði þurft að sinna rúmlega 40 útköllum vegna ölvun- arástands, auk fjölmargs annars sem upp á kom. Níu líkamsárásir voru kærðar á gamlársdag og nýársdag en engar þeirra voru taldar alvarlegar og oftast-hafði verið um slagsmál að ræða. Hins vegar var mikið um rúðubrot og hvers konar skemmdarverk. Alls hafði 41 tilkynning um slíkt bor- ist lögreglunni fyrstu tvo daga ársins, þar á meðal skemmdarverk sem unnin voru á 51 bíl í Norður- mýrinni á nýársnótt. Bílarnir stóðu við Auðarstræti, Snorra- braut, Mánagötu og Skarphéðins- götu. Gengið hafði verið á milli þeirra, rúðuþurrkur, loftnets- stangir og hliðarspeglar brotnir. Ekki er vitað hveijir voru að verki en lögreglan biður þá sem gætu gefið upplýsingar að hafa við sig samband. Rannsóknarlögreglu ríkisins var tilkynnt um 11 innbrot í ýmis fyrirtæki um áramótahelgina. Póstur og sími; 61 símsmiður aflaunaskrá SEXTÍU og einn símsmiður hvarf út aflaunaskrá nú um mánaðamót- in hjá Pósti og síma, samkvæmt upplýsingum starfsmannadeildar stofnunarinnar. Mennimir hafa sto&iað sitt eigið verkalýðsfélag og sagt sig úr Félagi íslenskra símamanna. Félagið hefur fengið aðild að Rafiðnaðarsambandinu og og er það vijji félagsmanna að það geri kjarasamninga fyrir þá, en á það hefur ríkisvaldið ekki geta fallist. Ágúst Geirsson, símstjóri í Reykjavík, en á símstöðinni starfar um helmingur þeirra sem hætt hafa, sagði að hægt hefði verið að sinna því sem upp hefði komið í gær. Menn hefðu verið færðir til í störfum og yfirmenn hefðu einnig hlaupið í skarðið. Hann sagði að símsmiðirnir hefðu einkum starfað á þremur deild- um, jarðsímadeild, bilanadeild og við uppsetningu á nýjum símum. Þetta hefði gengið áfallalaust fyrir sig, enda um helmingur símsmiða enn eftir hjá símstöðinni í Reykjavík. Ágúst sagði að sér sýndist þessi deila í sjálfheldu og engin lausn í sjónmáli. Auðvitað væri best að símsmiðirnir gætu snúið aftur til fyrri starfa. Þetta væru starfsmenn með mikla reynslu margir hveijir og slæmt að missa þá. Á næstu dögum ætti að koma í ljós hvort um varan- legt ástand væri að ræða eða hvort einhver möguleiki væri á að starfs- mennirnir sneru aftur til fyrri starfa. Það yrði að gerast fyrr en seinna. Annars yrði að grípa til að fá menn í nám. Verslunarbankimi eign- ast meirihlutann í Stöð 2 EIGNARHALDSFÉLAG Verslunarbankans hf. eignaðist á gamlársdag meirihluta í Stöð 2. Jafiiframt var hlutafé fyrirtækisins aukið úr 5,5 milljónum í 405,5 milijónir. Af því leggur eignarhaldsfélagið fram 250 milljónir en þrír fyrri aðaleigendur Stöðvar 2 leggja fram 150 milljón- ir. Þessir aðilar keyptu jafiiframt hlut Páls Jónssonar forstjóra sem átti 10% hlutafjár. Með þessu telur Verslunarbankinn sig hafa tryggt stöðu sína í íslandsbanka hf. sem tók til starfa um áramótin. Viðskipti Stöðvar 2 munu nú færast til íslandsbanka. Eignarhaldsfélag Verslunarbank- ans hf. var stofnað um áramótin um eignir Verslunarbankans þegar rekstur bankans var afhentur ís- landsbanka. Félagið sér um skuld- bindingar vegna kaupa Verslunar- banka á hiutabréfum í Utvegsbank- anum. Bankaráð Verslunarbankans hf. myndar stjóm eignarhaidsfélags- ins og Höskuldur Ólafsson, áður bankastjóri Verslunarbanka, er starfsmaður þess. Höskuldur sagði við Morgunblað- ið, að með samningunum á gamlárs- dag hefði verið eytt þeirri óvissu sem var í kringum málefni Stöðvar 2 og teknar ákvarðanir um endurskipu- lagningu á rekstrinum. í þvi fælist að aflað hefði verið viðbótarhlutafjár til að mæta eðlilegum þörfum fyrir- tækis af þessari stærð og einnig lögð áhersla á að efla stjörnunarþætti Stöðvar 2 til að ná þeim árangri sem stefnt væri að. Samningar voru gerðir um að eignarhaldsfélagið keypti eða seldi 250 milljóna króna hlutafé. Stjórn félagsins samþykkti einnig heimild til að auka 100 milljónum við hluta- féð ef þörf kræfi. Höskuldur sagði að ekki hefði verið ákveðið hvort allt hlutaféð yrði selt eða hvort félag- 250 Kópavogsbúar á Vatnsenda Reykjavíkurborg býður 162 milljónir í landið KÓPAVOGSBÆR hefiir forkaupsrétt að Vatnsendalandi, sem Reykjavíkurborg hefiir gert kauptilboð í. Verði af sölu landsins mun land, sem um 250 Kópavogsbúar byggja, komast í eigu Reykjavíkur- borgar. Tilboð Reykjavíkur er í 550 hektara af landi Vatnsenda og hljóðar upp á 162 milljónir kr. Tilboðið gerir ráð fyrir 12 milljóna króna útborgun og að eftirstöðvar greiðist á 15 árum. Heimir Pálsson, formaður bæjar- ráðs Kópavogs, segir það með öllu óviðunandi að sveitarfélag kaupi byggingarland annars sveitarfé- lags en ef svo fari muni Kópavogs- bær eftir sem áður sjá um að skipu- ieggja byggðina og þá jafnframt ráða hvenær það verði byggingar- hæft. „Við bíðum átekta þar til ijóst er um hvað er verið að ræða. Það eru svo óljósar og misvísandi upp- lýsingar meðal annars um land- stærð og svæði, sem við fáum eft- ir því við hvorn aðila málsins við ræðum, eiganda landsins eða borg- arstjóra," sagði Heimir. „Þessar viðræður hafa staðið lengi yfir og Kópavogi hefur verið boðið landið til kaups en ef af þessum samningi verður munum við grípa til okkar ráða. Við munum ekki una því að byggingarland okkar sé keypt und- an okkur né undan þessum 250 Kópavogsbúum sem þarna búa. Þetta land er innan Kópavogs og lögsögu þess verður ekki breytt nema með samþykki beggja aðila.“ Að sögn Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, er jörðin í heild um 700 hektarar. Að frádregnum þeim skikum sem þegar hafa verið seld- ir úr landinu til Kópavogs og Reykjavíkur og þeim hluta lands- ins, sem seljandinn óskar að halda eftir auk um 80 hektara af vatn- inu, standa eftir um 550 hektarar samkvæmt mælingu starfsmanna borgarinnar. Tilboðið er gert með fyrirvara um samþykki borgarráðs, en þar hefur það tvisvar verið rætt óformlega. Þá er fyrirvari um að Kópavogsbær neyti ekki forkaups- réttar auk fyrirvara um að sölu- heimildir séu fyrir hendi. Tilboðið stendur til 5. janúar. ið héidi einhveiju eftir. Fyrri aðaleigendur, þeir Jón Óttar Ragnarsson, Hans Kristján Ámason og Óiafur H. Jónsson, lögðu fram 150 milljón króna hlutafé sem tryggt er með með veði í Vatnsendalandi. Höskuldur sagði aðspurður að það hlutafé sem kæmi inn á þennan hátt myndi tryggja skuldir og styrkja fjárhagsstöðuna. Þetta létti fjár- magnskostnaðinn og það hefði lengi verið lögð áhersla á það, af hálfu Verslunarbankans, að dregið yrði úr skuldsetningu félagsins og komið á eðlilegu hlutfalli milli hlutafjár og lánsfjár. Ný stjórn íslenska sjónvarpsfé- lagsins var kosin á gamlársdag í samræmi við breytta hlutafjáreign. í stjóminni eru Jónas Aðalsteinsson lögmaður sem er formaður, Þorvarð- ur Elíasson skólastjóri varaformaður, Hans Kristján Árnason ritari, Þor- valdur Guðmundsson forstjóri og Orri Vigfússon forstjóri. Stjórnin hefur ákveðið að sameina sjónvarpsfélagið og Islenska mynd- verið. Jón Sigurðsson verður áfram framkvæmdastjóri Stöðvar 2 og hef- ur jafnframt æðsta vald í öllum málum fyrirtækisins. Þá hafa verið gerðir gert sérstakir starfssamningar við þijá fyrri aðaleigendur stöðvar- innar. Jón Óttar Ragnarsson verður forstjóri og hefur umsjón með mark- aðs- og dagskrármálum. Ólafur H. Jónsson er aðstoðarforstjóri en Hans Kristján Árnason, sem var stjórnar- formaður Stöðvar 2, er ritari stjórn- ar. í framkvæmdaráði sitja Jónas Aðalsteinsson, Jón Sigurðsson og Jón Óttar Ragnarsson. Jón Sigurðsson sagði við Morgun- blaðið, að rekstraráætlun fyrir fyrir- tækið myndi liggja fyrir í næstu viku. Stefnt væri að mun meira aðhaldi í rekstrinum en verið hefði þótt ekki yrði um byltingu-að ræða. Aðspurður hvort um frekari uppsagnir starfs- fólks yrði að ræða sagði hanh að engin ákvörðun hefði verið tekin um slíkt. Jón sagði síðan að Stöð 2 væri mjög sterkt fyrirtæki, sem almenn- ingur hefði mikla trú á. Það sæist af því að 2.800 nýir áskrifendur hefðu bæst við á síðustu 10 dögum ársins. Og af um 45.000 áskrifendum Stöðvar 2 hefðu 95,29% greitt áskriftargjöld í desember. Þetta sýndi að bæði nýir áskrifendur og gamlir hefðu mikla tiltrú á stöðinni þrátt fyrir þann úifaþyt sem verið hefði í kringum hana síðustu vikur. Jón sagði ennfremur að bráða- birgðatölur sýndu að hagnaður hefði verið á rekstri stöðvarinnar á síðasta ári, þrátt fyrir gífurlegan fjármagns- kostnað. Þetta væri árangur af að- haldsaðgerðum á árinu en árið 1988 hefði tap á reksti verið á annað hundrað milljónir króna. Bankaráð Verslunarbankans sat á fundi nær allan laugardag og að- faranótt gamlársdags vegna málefna Stöðvar 2, en áhersla var lögð á að ljúka málinu fyrir áramót. Daginn áður hafði ríkisstjórnin lýst sig reiðu- búna að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi um ríkisábyrgð handa Stöð 2 á erlent lán. Ríkisstjórnin hafnaði síðan kröfu Verslunarbanka að setja bráðabirgðalög um ríkisábyrgðina. Ríkisstjómin leitaði þó áfram leiða tii að koma Stöð 2 til aðstoðar. Embættismenn skoðuðu ýmsa mögu- leika í því sambandi.^ M.a. var rætt um að Þróunarfélag íslands gengist í ábyrgð fyrir skuidum Stöðvarinnar. Þá var einnig kannað hvort Búnaðar- bankinn gæti tekið yfir skuldbinding- ar Stöðvar 2. Hann treysti sér ekki til að taka þá ákvörðun með svo stuttum fyrirvara, og vildi að nýtt bankaráð, sem tók við um áramót, fjallaði um málið áður. Aðfaranótt sunnudags var samið við fyrrverandi aðaleigendur Stöðvar 2 um þá niðurstöðu sem varð. Á gamlársdag hélt bankaráð Verslun- arbankans fund með þeim fimm aðil- um sem verið höfðu í viðræðum um að kaupa hlut í Stöð 2. Höskuldur Ólafsson sagði að þeir væru enn inni í myndinni varðandi kaup á því hlut- afé sem eignarhaldsfyrirtækið ætlar að selja. Einnig hefðu fleiri aðilar lýst yfir áhuga á að kaupa hlutafé.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.