Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 1990 51 Lilja Jóhannes- dóttir - Minning Fædd 8. ágúst 1923 Dáin 23. desember 1989 Mig langar til að minnast í fáum orðum vinkonu minnar, Lilju Jó- hannesdóttur. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði á Þorláksmessu 66 ára gömul. Lilja fæddist í Hafnarfirði og ólst upp hjá föður sínum, Jóhannesi Þorsteinssyni, og fósturmóður, Þóru Jónsdóttur, Vesturhamri 5, Hún átti fjögur hálfsystkini, Þor- stein sem dó ungur, Jón, Sigurð og Einhildi sem er tengdamóðir mín. Það er í gegnum íjölskyldu eigin- manns míns sem ég kynnist Lilju. Kynni mín af henni voru ekki mikil framan af, en urðu nánari þegar árin liðu. Hún var mikill sjúklingur seinni hluta ævi sinnar og þurfti oft að dveljast langdvöjum á hjúkr- unarheimilum, Ung giftist Lilja Benedikt Þórar- inssyni og eignuðust þau tvo syni, Þorvald Benediktsson yélstjóra og Rúnar Benediktsson trésmið. Þau slitu samvistum. Síðar eignaðist Lilja þriðja soninn, Kristleif Inga Lárusson-sjómann, faðir hans var Lárus Ingimarsson. Barnabörnin era nú orðin sex að tölu, Ég kynntist Lilju best þegar hún dvaldi hjá mér nokkrum sinnum, sér til tilbreytjngar og okkur heimil- isfólkinu til ánægju. Það var ávallt skemmtilegt að fá hana í heimsókn, þvi hún var fróð um menn og mál- efni. Hún hafði mikla samkennd með því fólki sem bágt átti og hafði ekki glatað þeim eiginleika þrátt fyrir erfitt lífshlaup. Lilja hafði t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, VALGEIR ÞÓRÐUR GUÐLAUGSSON, Hörðalandi 24, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 3. janúar kl. 13.30. Hrefna Sigurðardóttir, Halldór Valgeirsson, Erna Helgadóttir, Elísabet Valgeirsdóttir, Sigfús Þór Magnússon, Böðvar Valgeirsson, Jónína Ebeneserdóttir, Þórey Valgeirsdóttir, Eggert Hannesson, Ásta Dóra Valgeirsdóttir, Ægir Ingvarsson, Sigurður Guðni Valgeirsson, Valgerður Stefánsdóttir, Þurfður Valgeirsdóttlr, Friðbert Friðbertsson. skemmtilega frásagnargáfu og minnist ég skemmtilegra yiðræðna við hana á kyrrlátum kvöldstund- um. Við hjónin þökkum allar góðu samverustundirnar og vottum börn- um hennar og öðrum ættipgjum samúð okkar. Guð blessi minningu hennar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. (23. Daviðssálmur) Aðalheiður Hafsteinsdóttir t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, SIGRlÐAR BOGADÓTTUR, Hlíðarstræti 6, BolungaRvík. Margrét Eyjólfsdóttir, Jón Karl Þórhallsson, Áslaug Jóhannsdóttir, Gunnar Jónsson, Gróa Guðjónsdóttir, Guðjón Bjarnason, Ásthildur Ólafsdóttir, Valur Karlsson, Gunnhildur Halldórsdóttir, Ingþór Karlsson, Elisa Baldursdóttir, börn og barnabörn. Lokað frá kl. 13-17 vegna jarðarfarar VALGEIRS GUÐLAUGSSONAR. Ferðaskrifstofan Atlantik hf. Hallveigarstíg 1. Lokað fyrir hádegi á fimmtudag 4. janúar vegna jarðarfarar JÓNS JÚLÍUSSONAR. Fiskverslun Hafliða Baldvinssonar, Hverfisgötu 123. SKIPULAG SJUKRATRYGGINGA FRÁ ÁRAMÓTUM Hinn 1. janúar 1990 taka gildi sem kunnugt er breytingar á skipulagi sjúkratrygginga innan almannatryggingakerfisins. Þá verða lögð niöur öll 40 sjúkrasamlög landsins og starfsemi þeirra falin Tryggingastofnun rikisins. Sýslumenn og bæjarfógetar munu frá 1. janúar 1990 taka að sér umboö sjúkratrygginga utan Reykjavikur, eins og gilt hefur um aðra þætti almannatrygginga hingað til, en aöalskrifstofur Tryggingastofnunar ríkisins að Laugavegi 114 og Tryggvagötu 28 munu annast sjúkratryggingar Reykvikinga. Miðað er við, aðflestallar greiðslur, sem sjúkra- samlögin hafa annast fram að þessu, fari fram eftir breytinguna i viðkomandi umboðum Trygg- ingastofnunar rlkisins hjá bæjarfógetum og sýslumönnum eða ( útibúum þeirra. Stefnt er að þvl, að innan tveggja ára geti almenningur fengið greiddar hvers kyns sjúkrabætur ( hvaða umboði sem er eða hjá aðalskrifstofunni ( Reykjavlk. Þangað til verður það hins vegar meginreglan, að hver og einn haldi sig við það umboð (í Reykjavík aðalskrifstofu Tryggingastofnunar,) þar sem hann á lögheimili. Séu hins vegar sérstakar ástæður fyrir hendi svo sem tlmabundin dvöl vegna atvinnu eða náms eða annars þess háttar, er i lagi að skipta við annað umboö eöa aðalskrif- stofu. Þetta gildir þó ekki um greiðslur á sjúkra- dagpenjngum eða ferðakostnaði innanlands, en þær verða fyrst um sinn eingöngu bundnar við afgreiðslustað þar sem viðkomandi á lögheimiji, HYERT ATTU AÐ LEITA? b) f) í REYKJAVÍK 1. Á skrifstofunni í Tryggvagötu 28 mun fólk sækja áfram alla þá þjónustu, sem þaö hefur hingað til sótt til Sjúkra- samlags Reykjavíkur nema afgreiðslu lyfjasklrteina og endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaði, sem hvort tveggja verður á Laugavegi 114. í Tryggvagötu fer því fram eftirtalin afgreiösla til almennings: a) Endurgreiðsla tannlæknareikninga, sem ekki þarf að samþykkja sérstak- lega af hálfu Tryggingastofnunar. b) Afgreiðsla sjúkradagpeninga til Reykvíkinga. c) Greiðsla vegna endurkræfs læknis- hjálparkostnaðar. d) Greiðsla vegna endurkræfs sjúkra- flutningskostnaðar. e) Greiðsla á ferðakostnaði sjúklinga innanlands til Reykvikinga. f) Útgáfa skfrteina til örorku- og ellilif- eyrisþega vegna 12 skipta hjá sérfrafeðingum. g) Útgáfa réttindaskírteina sjúkra- trygginga. h) Val og skráning hjá heimilislæknum I Reykjavík. 2. Á Laugavegi 114 mun fólk sækja áfram þá þjónustu, sem það hefur hingað til sótt til sjúkratryggingadeildar Tryggingastofnunar rikisins og auk þess afgreiðslu lyfjaskírteina og endur- greiðslu áerlendum sjúkrakostnaði. A Laugavegi fer því fram eftirtalin afgreiðsla tii almennings: a) Afgreiðsla hjálpartækjaumsókna. b) Afgreiðsla tannlæknareikninga, sem þurfa sérstakt samþykki Trygginga- stofnunar til greiðslu. c) Útgáfa lyfjaskirteina. d) Greiðsla vegna læknismeðferðar erlendis. Þessi starfsemi verður eingöngu að Laugavegi 114 fyrir allt iandið. Til að byrja með verða gömlu sjúkrasamlagsskirteinin látin halda gildi sinu þar til sérstök sjúkratryggingaskírteini leysa þau af hólmi. Þá skal áróttað, að framangreindar breytingar hafa engin áhrif á þjónustu lifeyris- og slysa- trygginga, sem verður þvi meö óbreyttum hætti á sömu stöðum og verið hefur. UTAN REYKJAVIKUR í umboðum Tryggingastofnunar rlkisins hjá bæjarfógetum og sýslumönnum og mögulpgum útibúum þeirra mun fólk sækja áfram alla þá þjónustu, sem það hefur hingað til sótt til sins sjúkra- samlags, þó ekki afhendingu lyfja- skírteina og endurgreiðslu áerlendum sjúkrakostnaði. Vegna húsnæðiseklu verða bæjarfógetar á nokkrum stöðum á landinu að nýta tímabundið húsnæði sjúkrasamlaganna fyrir þessa nýju starfsemi. Gildir þettaá Akranesi, Akureyri, í Hafnarfirði og Kópavogi fyrst um sinn. I umboðunum fer því fram eftirtalin afgreiðsla til almennings: a) Endurgreiðsla tannlæknareikninga, sem ekki þarf að samþykkja sérstak- lega af hálfu Tryggingastofnunar. Afgreiðsla sjúkradagpeninga til sjúklinga með lögheimili á svæði umboðsins. Greiðsla vegna endurkræfs læknis- hjálparkostnaðar. Greiðsla vegna endurkræfs sjúkra- flutningskostnaðar. Greiðsla á ferðakostnaði sjúklinga innanlands til þeirra, sem eiga lögheimili á svæði umboðsins. Útgáfa skirteina til örorku- og ellillf- eyrisþega vegna 12 skipta hjá sérfræðingum. Útgáfa réttindaskírteina sjúkra- trygginga. Milliganga gagnvart aðalskrif- stofunni á Laugavegi 114 I Reykjavlk vegna þeirrar starfsemi, sem eingöngu fer fram þar. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.