Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 13
MORGUlýBLAÐIÐ MIÐVlkuDÁGÚR '3. JANt'AR 1990 iá Lífsspegill afreksmanns eftirHelga Þorláksson í Lífsspegli, minningabók Ingólfs Guðbrandssonar, verðum við margs vísari, eigi aðeins um fjölþætt störf hans, áhugamál og aflcöst, heldur skynjum við þar hjartslætti úr sögu okkar á þessari öld, þar sem þjóð- inni opnast undraheimar æðstu tón- listar sem og fegurð og furður fjar- lægustu landa. Á síðasta aldar- þriðjungi hefur Ingólfur öllum öðr- um fremur veitt okkur sýn til æðri listheima og jarðneskrar fegurðar, sem aðeins fáir nutu áður nema af bókum eða afspurn. • Lífsspegill er hvorki ævisaga Ingólfs né starfssaga fósturbarna hans, Pólýfónkórs og Útsýnar, en frásögn hans er þó af þessu öllu, rituð á þróttmiklu og vönduðu máli, sem honum er tamt og mætti til vitna víða. Fegurð og hlýja eru lífsförunautar og leiðtogar hans, allt frá bernskuárum í móðurfaðmi við ilm og unað skaftfellskrar nátt- úru, í minningum hans um kennara og leiðbeinendur frá bernsku til fullorðinsára, í listaverkum og list- sköpun, í furðuheimum fjarlægustu landa. Fegurð kvenna er Ingólfi gleðigjafi og ástin ríkur þáttur í lífsnautninni. Bamalán hans er mikið, enda feta þau mörg í fótspor föðurins. í öllu lífi og list skynjar Ingólfur unað ómælis og almættis, sjálfan guðdóminn. Með beinum og óbeinum hætti tjáir hann þessa skynjun sína með bók sinni, í bundnu máli sem óbundnu. Við þekkjum líka úr tónleikasal með Pólýfónkórnum þögula, andartaks „Ingólfi Guðbrandssyni hefur tekist, mörgum fremur, að láta fagra æskudrauma rætast þrátt fyrir ótal erfið- leika og vonbrigði. Af- kastamikið og tilfinn- ingaríkt skapmenni eignast ýmsa öfundar- menn, en Ingólfur á sér ótal aðdáendur og þjóð- in á honum mikið að þakka.“ bænarstund Ingólfs áður en tón- sprotanum er lyft. Sú tilbeiðsla veit- Helgi Þorláksson ir honum styrk og kór og áheyrend- um samstillingu. Ingólfi Guðbrandssyni hefur tek- ist, mörgum fremur, að láta fagra æskudrauma rætast þrátt fyrir ótal erfiðleika og vonbrigði. Afkastam- ikið og tilfinningaríkt skapmenni eignast ýmsa öfundarmenn, en Ing- ólfur á sér ótal aðdáendur og þjóð- in á honum mikið að þakka. Nem- endur hans, allt frá börnum á skóla- bekk tii kórfélaga, áheyrenda og ferðafélaga, hafa þúsundum saman notið leiðsagnar hans á liðnum ára- tugum. Lífsspegill á erindi við marga, unga sem aldna. Það er saga af atorku, eldmóði, gleði og vonbrigð- um landa okkar, sem átti sér djarfa æskudrauma en lét engar torfærur hindra sig í sigurgöngu til páfa- garðs og mikiila afreksverka. Pólýfónfélagar, ferðalangar Út- sýnar og við hin eigum Ingólfi Guðbrandssyni þökk að gjalda og rifjum upp margar ljúfar minningar er við gluggum í Lífsspegil hans. Höíundur er fyrrverandi skólastjóri. -------- j^j ----- É SKEXFAM FASTEIGNAMIÐLUN • SKEIFUNNI 19 • 685556 SKÝR SVÖR - SKJÓT ÞJÓNUSTA Einbýli og raðhús STÓRITEIGUR - MOSB. Fallegt raðhús á tveimur hæðum 145 fm ásamt bílsk. 4 svefnherb. Gott hús. LYIMGBERG - HAFN. Fallegt nýtt einb. á einni hæð 142 fm með innb. bílsk. Góður staður. Frág. og snyrtil. eign. Ákv. sala. Verð 12,2 millj. DALSBYGGÐ - GBÆ Höfum ! einkasölu glæsil. einbhús á tveimur pöllum ásamt kj. 212,2 fm nettó. Fallegar sérsmíöaðar innr. Tvöf. bílsk. Hiti í bila- plani. Stór og falleg lóð. Verð 15,2 millj. ÁLFTANES Fallegt einbhús á einni hæð ásamt 80 fm bílsk. á fráb. stað v/Bessastaðatjörn. Hálfur hektari lands fylgir. Fráb. útsýni. Ákv. sala. Laust strax. BRATTHOLT - MOSBÆ Fallegt parh. sem er kj. og hæð ca 160 fm. Vandaðar innr. Góður staður. Falleg ræktuð lóö. Verð 8,5 nriillj. BUGÐUTANGI- MOSBÆ Glæsil. einbhús á tveimur hæðum 274 fm nettó ásamt ca 100 fm óinnr. rými. Glæsil., sérsmíöaðar innr. Góður bílsk. Fráb. útsýni. Ákv. sala. Verð 14,0 millj. NÖNNUSTÍGUR - HAFN. Snoturt einb. (timburh.) á tveimur hæðum 144 fm nettó. Góður staður. Ákv. sala. Bílskréttur. Verð 6,7 millj. DALATANGI - MOS. Fallegt raðh. á tveim hæðum. Ca 150 fm. Innb. bílsk. Falleg ræktuð lóð. Ákv. sala. Góö eign. Verð 8,7 millj. SELTJNES - RAÐHÚS Vorum að fá í einkasölu stórgl. ca 200 fm raðhús á tveimur hæðum á einum besta stað á norðanveröu Nesinu. 30 fm ný sól- stofa. Stórgl. útsýni. Verð 12,7 millj. 4ra-5 herb. og hæðir FURUGRUND Mjög falleg 5 herb. íb. ca 120 fm á 3. hæð (efstu) ásamt aukaherb. I kj. Suöursv. Ákv. sala. Laus fljótt. Verð 7,5 millj. ÁSTÚN Falleg 4ra herb. íb. á 1. hæð ca 100 fm. Ákv. sala. FROSTAFOLD Góð 4ra herb. íb. á 2. hæð ásamt bílsk. Suðursv. Þvottah. og geymsla í íb. Ákv. sala. Verð 7,3 millj. ORRAHÓLAR - BÍLSK. Falleg 5 herb. íb. á 2. hæð í lítilli blokk ásamt bílsk. 4 svefnherb. Ákv. sala. Verð 7,7-7,8 millj. STELKSHÓLAR - BÍLSK. Éalleg íb. á 1. hæð 93 fm nettó ásamt bílsk. Suövestursv. Fallegt útsýni. Ákv. sala. Verð 6,8 millj. SKÓGARÁS Falleg 6 herb. íb. hæð og ris 140 fm ásamt bílsk. Frábært útsýni yfir borgina. Ákv. sala. Verö 8,5 millj. KJARRHÓLMI Falleg íb. á 4. hæð 90 fm nettó. Suöursv. Þvhús í íb. Fallegt útsýni. Verð 5,8 millj. VESTURBERG ORRAHÓLAR Glæsil. 5 herb. 123 fm nettó íb. sem er hæð og kj. á 1. hæð í lyftubl. Stórar suðursv. Park- et. Góðar innr. Húsvörður. Verð 7,3 millj. SNORRABRAUT Falleg 117 fm efri sérh. ásamt 50 fm geymslurisi sem mögul. er að nýta sem íbrými. 3ja herb. HLÍÐARVEGUR - KÓP. Mjög falleg íb. á 1. hæð í fjórb. ca 85 fm. Fallegar innr. Suðursv. Parket. Verð 5,6 millj. BARÐAVOGUR Mjög falleg 3ja herb. íb. á jarðhæð í þríb. 80 fm nettó. Nýtt eldhús. Sérinng. LEIRUTANGI - MOSBÆ Falleg íb. á jarðh. í fjórb. 96 fm. Sér suður- og vesturlóð. Snyrtil. og falleg íb. Allt sér. Ákv. sala. Áhv. gott lán frá húsnstj. Sérbíla- stæði. Verð 5,7 millj. HOFTEIGUR Mjög falleg og mikið endurn. íb. í kj. í þríb. 78 fm nettó. Snyrtil. innr. Nýtt gler. Verð 4,8 millj. RAUÐALÆKUR Góð 3ja-4ra herb. ib. i fjórb. í kj. 85 fm. Sérhiti. Sérinng. Sérbilast. Fráb. staður. Ákv. sala. Laus fljótl. Verð 4,7 millj. 2ja herb. AUSTURBRÚN Falleg 2ja-3ja herb. íb. á jarðh. lítið niðurgr. 83 fm nettó. Snyrtil. íb. á fráb. stað. Ákv. sala. VÍKURÁS Falleg ib. á 2. hæð 60 fm nettó. Parket. Fullb. og falleg íb. Ákv. sala. Áhv. gott lán frá húsnstj. KLEPPSHOLT Mjög falleg 2ja-3ja herb. íb. á jarðhæð. Nýjar, fallegar innr. Nýir gluggar. Laus strax. Ákv. sala. HRAUNBÆR Falleg íb. á 4. hæð (efstu) 54 fm nettó. Suðursv. Góðar innr. Nýtt bað. Áhv. gott lán frá húsnæðisstj. 2 millj. Ákv. sala. Getur losnað strax. Verð 4,3 millj. LAUGARNESVEGUR Falleg íb. í risi í þríbhúsi. Geymsluris yfir íb. Ákv. sala. Laus strax. Verð 3,2-3,4 millj. KRUMMAHÓLAR Falleg íb. á 2. hæð 56 fm nettó í lyftubl. Þvhús á hæöinni. Snyrtil. íb. Áhv. gott lán frá húsnæðisstj. Verð 4,2-4,3 millj. NJÁLSGATA Snotur 2ja-3ja herb. íb. á 1. hæð í þríb. Sérinng. Ákv. sala. getur losnað fljótl. Verð 3,3-3,4 millj. HVASSALEITI Falleg 2ja herb. íb. i kj. ca 44 fm. Verð 3,5-3,6 millj. HRÍSATEIGUR Falleg íb. í kj. 44 fm nettó. Mikið endurn. íb. Laus í jan. Verð 3,2 millj. Útb. aðeins 50%. Vantar Sérhæð eða raðhús vantar. Höfum mjög góðan kaup- anda að sérhæð eða raðh. í Háaleitishverfi. í smíðum DALHÚS Höfum til sölu 3 raðh. 162 fm ásamt bílsk. Húsin afh. fullb. að utan, fokh. að innan. Lóð grófj. Fallegt útsýni. Allar uppl. og teikn. á skrifst. VIÐARÁS Falleg raðh. á einni hæð 170 fm. Skilast fullb. að utan, fokh. að innan. Bílsk. fylgir. Teikn. og uppl. á skrifst. Verð 6,7 millj. GERÐHAMRAR - EINB. Höfum í einkasölu einb. á einni hæð 170 fm ásamt 30 fm innb. bílsk. Afh. múrað að utan m/frág. þaki, fokh. að innan. Grófj. lóð. _ SVEIGHÚS Fallegt einb. á einni hæð 137 fm ásamt. góðum bílsk. Selst fullb. að utan, tilb. u. trév. að innan. Húsið verður fokh. um ára- mót. Teikn. á skrifst. Verð 8,7-8,8 millj. ÞINGÁS - SELÁS Höfum í einkasölu þetta glæsil. einbhús sem er 175 fm ásamt sólstofu, 36 fm bílsk. og 60 fm rými í kj. 4 svefnherb. Skilast fullb. að utan, fokh. að innan í sept.-okt. ’89. LINDARBYGGÐ - MOS. Fallegt parhús á einni hæð 160 fm ásamt bílskýli. Tilb. u. trév. að innan, fullb. að ut- an. Til afh. fljótl. Verð 7,9 millj. HJARÐARLAND - MOS. Höfum í einkasölu glæsil. parh. 183 fm á tveimur hæðum ásamt bílsk. Afh. fullb. ut- an, tilb. u. trév. innan í mars-apríl 1990. Verð 7,8 millj. DVERGHAMRAR - BÍLSK. Höfum í einkasölu fokh. neðri sérhæð (jarð- hæð) 172 fm ásamt 25 fm bílsk. íb. er í dag fullb. að utan, fokh. að innan. Hiti kominn. Áhv. nýtt lán húsnstjórn. SVEIGHÚS - EINB. Höfum til sölu einbhús 163 fm ásamt 41 fm bílsk. Afh. tilb. að utan, fokh. að innan, gróf- jöfnuö lóð. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. DALHÚS Höfum til sölu endaraðhús 182 fm á tveim- ur hæðum. Afh. fullb. að utan, fokh. innan, grófjöfnuð lóð. Bílsk. Teikn. á skrifst. GRAFARVOGUR - ÚTSÝNI Höfum til sölu glæsilegar 2ja-5 herb. íbúðir á einum besta stað í Keldnaholti. Bílskúrar geta fylgt. Afh: tilb. u. trév., sameign fullfrág. Húsið er nánast fokh. í dag og tilb. til veðsetningar. SÍMI:685556 rMAGNÚS HILMARSSON EYSTEINN SIGURÐSSON SVANUR JÓNATANSSON JÓN MAGNÚSSON HRL. Falleg 4ra herb. Ib. á 4. hæð (3. hæð). Fráb. útsýnl. Mikiö áhv. Verð 5,7 millj. Síðustu tónleikar 1989 Tónlist Jón Ásgeirsson Síðustu tónleikar ársins 1989 voru haldnir í Hallgrímskirkju 28. desember. Þar var á ferðinni Mót- ettukór Hallgrimskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Flytj- endur auk kórsins voru einsöngvar- arnir Ásdís Kristmundsdóttir, Marta Halldórsdóttir, Guðrún Finn- bjarnardóttir, Snorri Wium og Magnús Baldvinsson, strengjasveit undir forustu Rutar Ingólfsdóttur, hörpuleikarinn Elísabet Waage og orgelleikarinn Ann Toril Lindstad. Fyrsta verkefnið var Jóiaórat- oría op. 12, eftir Saint-Saéns. Um Saint-Saéns er sagt að með verkum hans hafi rómantíkin glatað fersk- leika sínum og ástríðuþunga og orðið innihaldslaus eftirherma. Hvað sem því líður var Saint-Saéns mikilhæfur tónlistarmaður, snill- ingur á orgel og píanó, með af- brigðum mikill málamaður, kunn- áttumaður í bókmenntum bæði sem skáld og fræðimaður, m.ö.o. há- menntaður en ófrumlegur. Jólaóra- toría hans ber þessa glögglega merki og auk þess sem formgerð hvers kafla er ákaflega einföld og heildin nánast safn smálaga, þá reynir ekki mikið á hljómsveit eða aðra flytjendur í glímu við tónmál verksins. Kórinn 'og hljóðfæraleik- arar voru ágætir en f lutningur ein- söngvara var nokkuð mikið á þeim nótunum sem vel hæfir góðum nemendum, sem þeir allir eru, auk þess sem ókunnggleiki um verkið sjálft kann að leika þarna smá hlut- verk. Fimm einsöngvarar áttu þarna misstóran þátt en mest mæddi á Ásdísi Kristmundsdóttur. Rödd Ásdísar hefur breyst nokkuð frá því síðast heyrðist til hennar hér heima, en hún stundar nám í Bandaríkjunum og eru miklar von- ir bundnar við þessa efnilegu söng- konu. Síðari hluti efni^skrár var safn jólasöngva og af níu lögum átti Willcock sex raddsetningar. Will- cock er kirkjutónlistarmaður og hefur m.a. starfað við Kings Coll- ege í Cambridge. Raddsetningar hans njóta nokkurra vinsælda, þó um þær sé sagt að séu eins konar yfirradda útfærslur í „sing-a-1- ong“-stíl og færi lögin nær því að vera dægurlög en eiginleg sálma- lög. Þarna er um að ræða ákveðna stefnu, sem m.a. birtist í söng Kings College-söngvaranna, sem hér voru fyrir stuttu og hafa í nútímanum líka stöðu og Komidian Harmonists höfðu á tímanum milli heimsstyijaldanna. Hvað sem segja má um viðhorf manna til slíkrar tónlistarstefnu er víst að svona útfærslur eru afskaplega leiði- gjamar og þarf flutningurinn að vera afburða góður og magnþrung- inn í hljómi, svo nokkurt gaman sé að fyrir þá sem vanir eru öðru. Andmælendur telja að ekki sé mögulegt að yfirfæra vinsældir dægurlaga yfir á trúarlega tónlist, því dansgleði og trúarleg upphafn- ing eigi litla samleið. Mótettukór Hallgrímskirkju er mjög góður kór og samhljómán radda þétt og í góðu jafnvægi. Þrátt fyrir það mátti merkja að kórfélagar fundu sig ekki í Will- cock-raddsetningunum, því í þeim þarf að „syngja út“ og gera minna af því að dekra við viðkvæm tón- brigði eða leika með þróttmikið fjölradda tónmál. Þá er eitt sér- kenni þessara útsetninga að sífellt er verið að breyta um raddskipan, rétt eins og ekki megi flytja sömu útfærsluna tvisvar og þess vegna er oft gripið til einsöngs, sem oft- ast er varla meira en svo sem ein tónhending. í einu lagi, „Einu sinni í ættborg Davíðs“, söng Marta Halldórsdóttir með sinni undurfögru rödd allt lag- ið án undirleiks og hefði mátt að skaðlausu sleppa yfirraddasamsull- inu eftir Willcock. Aðrir sem sungu voru Snorri Wium, efnilegur tenór sem nú stundar framhaldsnám í Vín, Magnús Baldvinsson bassi sem er efni í stórsöngvara og Guðrún Finnbjarnardóttir, sem enn er við nám hér heima og því nokkuð óráð- ið hversu henni tekst að vinna úr góðum hæfileikum sínum. ÆTTFRÆÐINAMSKEIÐ í næstu og þarnæstu viku hefjast ný ættfræðinám- skeið hjá Ættfræðiþjónustunni, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Notið tækifærið og leggið grunninn að skemmtilegri, fræðandi tómstundaiðju. Öll undirstöðu- atriði ættrakningar tekin fyrir. Þátttakendur fá þjálfun og aðstöðu til ættarleitar með afnotum af alhliða heim- ildasafni. Leiðbeinandi er Jón Valur Jensson. Uppl. og innritun í síma 27101 frá kl. 9.30-19.30. Höfum mikið úrval ættfræðibóka til sölu, m.a. mann- töl, niðjatöl, ættartölur, ábúendatöl, stéttartöl o.s.frv. Hringið eða skrifið og fáið senda ókeypis nýútkomna bókaskrá. _ Ættfræðiþjónustan-Ættfræðiútgáfan, Sólvallagötu 32A, pósthólf 1014,121 Rvík, sími 27101.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.