Morgunblaðið - 03.01.1990, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 03.01.1990, Qupperneq 13
MORGUlýBLAÐIÐ MIÐVlkuDÁGÚR '3. JANt'AR 1990 iá Lífsspegill afreksmanns eftirHelga Þorláksson í Lífsspegli, minningabók Ingólfs Guðbrandssonar, verðum við margs vísari, eigi aðeins um fjölþætt störf hans, áhugamál og aflcöst, heldur skynjum við þar hjartslætti úr sögu okkar á þessari öld, þar sem þjóð- inni opnast undraheimar æðstu tón- listar sem og fegurð og furður fjar- lægustu landa. Á síðasta aldar- þriðjungi hefur Ingólfur öllum öðr- um fremur veitt okkur sýn til æðri listheima og jarðneskrar fegurðar, sem aðeins fáir nutu áður nema af bókum eða afspurn. • Lífsspegill er hvorki ævisaga Ingólfs né starfssaga fósturbarna hans, Pólýfónkórs og Útsýnar, en frásögn hans er þó af þessu öllu, rituð á þróttmiklu og vönduðu máli, sem honum er tamt og mætti til vitna víða. Fegurð og hlýja eru lífsförunautar og leiðtogar hans, allt frá bernskuárum í móðurfaðmi við ilm og unað skaftfellskrar nátt- úru, í minningum hans um kennara og leiðbeinendur frá bernsku til fullorðinsára, í listaverkum og list- sköpun, í furðuheimum fjarlægustu landa. Fegurð kvenna er Ingólfi gleðigjafi og ástin ríkur þáttur í lífsnautninni. Bamalán hans er mikið, enda feta þau mörg í fótspor föðurins. í öllu lífi og list skynjar Ingólfur unað ómælis og almættis, sjálfan guðdóminn. Með beinum og óbeinum hætti tjáir hann þessa skynjun sína með bók sinni, í bundnu máli sem óbundnu. Við þekkjum líka úr tónleikasal með Pólýfónkórnum þögula, andartaks „Ingólfi Guðbrandssyni hefur tekist, mörgum fremur, að láta fagra æskudrauma rætast þrátt fyrir ótal erfið- leika og vonbrigði. Af- kastamikið og tilfinn- ingaríkt skapmenni eignast ýmsa öfundar- menn, en Ingólfur á sér ótal aðdáendur og þjóð- in á honum mikið að þakka.“ bænarstund Ingólfs áður en tón- sprotanum er lyft. Sú tilbeiðsla veit- Helgi Þorláksson ir honum styrk og kór og áheyrend- um samstillingu. Ingólfi Guðbrandssyni hefur tek- ist, mörgum fremur, að láta fagra æskudrauma rætast þrátt fyrir ótal erfiðleika og vonbrigði. Afkastam- ikið og tilfinningaríkt skapmenni eignast ýmsa öfundarmenn, en Ing- ólfur á sér ótal aðdáendur og þjóð- in á honum mikið að þakka. Nem- endur hans, allt frá börnum á skóla- bekk tii kórfélaga, áheyrenda og ferðafélaga, hafa þúsundum saman notið leiðsagnar hans á liðnum ára- tugum. Lífsspegill á erindi við marga, unga sem aldna. Það er saga af atorku, eldmóði, gleði og vonbrigð- um landa okkar, sem átti sér djarfa æskudrauma en lét engar torfærur hindra sig í sigurgöngu til páfa- garðs og mikiila afreksverka. Pólýfónfélagar, ferðalangar Út- sýnar og við hin eigum Ingólfi Guðbrandssyni þökk að gjalda og rifjum upp margar ljúfar minningar er við gluggum í Lífsspegil hans. Höíundur er fyrrverandi skólastjóri. -------- j^j ----- É SKEXFAM FASTEIGNAMIÐLUN • SKEIFUNNI 19 • 685556 SKÝR SVÖR - SKJÓT ÞJÓNUSTA Einbýli og raðhús STÓRITEIGUR - MOSB. Fallegt raðhús á tveimur hæðum 145 fm ásamt bílsk. 4 svefnherb. Gott hús. LYIMGBERG - HAFN. Fallegt nýtt einb. á einni hæð 142 fm með innb. bílsk. Góður staður. Frág. og snyrtil. eign. Ákv. sala. Verð 12,2 millj. DALSBYGGÐ - GBÆ Höfum ! einkasölu glæsil. einbhús á tveimur pöllum ásamt kj. 212,2 fm nettó. Fallegar sérsmíöaðar innr. Tvöf. bílsk. Hiti í bila- plani. Stór og falleg lóð. Verð 15,2 millj. ÁLFTANES Fallegt einbhús á einni hæð ásamt 80 fm bílsk. á fráb. stað v/Bessastaðatjörn. Hálfur hektari lands fylgir. Fráb. útsýni. Ákv. sala. Laust strax. BRATTHOLT - MOSBÆ Fallegt parh. sem er kj. og hæð ca 160 fm. Vandaðar innr. Góður staður. Falleg ræktuð lóö. Verð 8,5 nriillj. BUGÐUTANGI- MOSBÆ Glæsil. einbhús á tveimur hæðum 274 fm nettó ásamt ca 100 fm óinnr. rými. Glæsil., sérsmíöaðar innr. Góður bílsk. Fráb. útsýni. Ákv. sala. Verð 14,0 millj. NÖNNUSTÍGUR - HAFN. Snoturt einb. (timburh.) á tveimur hæðum 144 fm nettó. Góður staður. Ákv. sala. Bílskréttur. Verð 6,7 millj. DALATANGI - MOS. Fallegt raðh. á tveim hæðum. Ca 150 fm. Innb. bílsk. Falleg ræktuð lóð. Ákv. sala. Góö eign. Verð 8,7 millj. SELTJNES - RAÐHÚS Vorum að fá í einkasölu stórgl. ca 200 fm raðhús á tveimur hæðum á einum besta stað á norðanveröu Nesinu. 30 fm ný sól- stofa. Stórgl. útsýni. Verð 12,7 millj. 4ra-5 herb. og hæðir FURUGRUND Mjög falleg 5 herb. íb. ca 120 fm á 3. hæð (efstu) ásamt aukaherb. I kj. Suöursv. Ákv. sala. Laus fljótt. Verð 7,5 millj. ÁSTÚN Falleg 4ra herb. íb. á 1. hæð ca 100 fm. Ákv. sala. FROSTAFOLD Góð 4ra herb. íb. á 2. hæð ásamt bílsk. Suðursv. Þvottah. og geymsla í íb. Ákv. sala. Verð 7,3 millj. ORRAHÓLAR - BÍLSK. Falleg 5 herb. íb. á 2. hæð í lítilli blokk ásamt bílsk. 4 svefnherb. Ákv. sala. Verð 7,7-7,8 millj. STELKSHÓLAR - BÍLSK. Éalleg íb. á 1. hæð 93 fm nettó ásamt bílsk. Suövestursv. Fallegt útsýni. Ákv. sala. Verð 6,8 millj. SKÓGARÁS Falleg 6 herb. íb. hæð og ris 140 fm ásamt bílsk. Frábært útsýni yfir borgina. Ákv. sala. Verö 8,5 millj. KJARRHÓLMI Falleg íb. á 4. hæð 90 fm nettó. Suöursv. Þvhús í íb. Fallegt útsýni. Verð 5,8 millj. VESTURBERG ORRAHÓLAR Glæsil. 5 herb. 123 fm nettó íb. sem er hæð og kj. á 1. hæð í lyftubl. Stórar suðursv. Park- et. Góðar innr. Húsvörður. Verð 7,3 millj. SNORRABRAUT Falleg 117 fm efri sérh. ásamt 50 fm geymslurisi sem mögul. er að nýta sem íbrými. 3ja herb. HLÍÐARVEGUR - KÓP. Mjög falleg íb. á 1. hæð í fjórb. ca 85 fm. Fallegar innr. Suðursv. Parket. Verð 5,6 millj. BARÐAVOGUR Mjög falleg 3ja herb. íb. á jarðhæð í þríb. 80 fm nettó. Nýtt eldhús. Sérinng. LEIRUTANGI - MOSBÆ Falleg íb. á jarðh. í fjórb. 96 fm. Sér suður- og vesturlóð. Snyrtil. og falleg íb. Allt sér. Ákv. sala. Áhv. gott lán frá húsnstj. Sérbíla- stæði. Verð 5,7 millj. HOFTEIGUR Mjög falleg og mikið endurn. íb. í kj. í þríb. 78 fm nettó. Snyrtil. innr. Nýtt gler. Verð 4,8 millj. RAUÐALÆKUR Góð 3ja-4ra herb. ib. i fjórb. í kj. 85 fm. Sérhiti. Sérinng. Sérbilast. Fráb. staður. Ákv. sala. Laus fljótl. Verð 4,7 millj. 2ja herb. AUSTURBRÚN Falleg 2ja-3ja herb. íb. á jarðh. lítið niðurgr. 83 fm nettó. Snyrtil. íb. á fráb. stað. Ákv. sala. VÍKURÁS Falleg ib. á 2. hæð 60 fm nettó. Parket. Fullb. og falleg íb. Ákv. sala. Áhv. gott lán frá húsnstj. KLEPPSHOLT Mjög falleg 2ja-3ja herb. íb. á jarðhæð. Nýjar, fallegar innr. Nýir gluggar. Laus strax. Ákv. sala. HRAUNBÆR Falleg íb. á 4. hæð (efstu) 54 fm nettó. Suðursv. Góðar innr. Nýtt bað. Áhv. gott lán frá húsnæðisstj. 2 millj. Ákv. sala. Getur losnað strax. Verð 4,3 millj. LAUGARNESVEGUR Falleg íb. í risi í þríbhúsi. Geymsluris yfir íb. Ákv. sala. Laus strax. Verð 3,2-3,4 millj. KRUMMAHÓLAR Falleg íb. á 2. hæð 56 fm nettó í lyftubl. Þvhús á hæöinni. Snyrtil. íb. Áhv. gott lán frá húsnæðisstj. Verð 4,2-4,3 millj. NJÁLSGATA Snotur 2ja-3ja herb. íb. á 1. hæð í þríb. Sérinng. Ákv. sala. getur losnað fljótl. Verð 3,3-3,4 millj. HVASSALEITI Falleg 2ja herb. íb. i kj. ca 44 fm. Verð 3,5-3,6 millj. HRÍSATEIGUR Falleg íb. í kj. 44 fm nettó. Mikið endurn. íb. Laus í jan. Verð 3,2 millj. Útb. aðeins 50%. Vantar Sérhæð eða raðhús vantar. Höfum mjög góðan kaup- anda að sérhæð eða raðh. í Háaleitishverfi. í smíðum DALHÚS Höfum til sölu 3 raðh. 162 fm ásamt bílsk. Húsin afh. fullb. að utan, fokh. að innan. Lóð grófj. Fallegt útsýni. Allar uppl. og teikn. á skrifst. VIÐARÁS Falleg raðh. á einni hæð 170 fm. Skilast fullb. að utan, fokh. að innan. Bílsk. fylgir. Teikn. og uppl. á skrifst. Verð 6,7 millj. GERÐHAMRAR - EINB. Höfum í einkasölu einb. á einni hæð 170 fm ásamt 30 fm innb. bílsk. Afh. múrað að utan m/frág. þaki, fokh. að innan. Grófj. lóð. _ SVEIGHÚS Fallegt einb. á einni hæð 137 fm ásamt. góðum bílsk. Selst fullb. að utan, tilb. u. trév. að innan. Húsið verður fokh. um ára- mót. Teikn. á skrifst. Verð 8,7-8,8 millj. ÞINGÁS - SELÁS Höfum í einkasölu þetta glæsil. einbhús sem er 175 fm ásamt sólstofu, 36 fm bílsk. og 60 fm rými í kj. 4 svefnherb. Skilast fullb. að utan, fokh. að innan í sept.-okt. ’89. LINDARBYGGÐ - MOS. Fallegt parhús á einni hæð 160 fm ásamt bílskýli. Tilb. u. trév. að innan, fullb. að ut- an. Til afh. fljótl. Verð 7,9 millj. HJARÐARLAND - MOS. Höfum í einkasölu glæsil. parh. 183 fm á tveimur hæðum ásamt bílsk. Afh. fullb. ut- an, tilb. u. trév. innan í mars-apríl 1990. Verð 7,8 millj. DVERGHAMRAR - BÍLSK. Höfum í einkasölu fokh. neðri sérhæð (jarð- hæð) 172 fm ásamt 25 fm bílsk. íb. er í dag fullb. að utan, fokh. að innan. Hiti kominn. Áhv. nýtt lán húsnstjórn. SVEIGHÚS - EINB. Höfum til sölu einbhús 163 fm ásamt 41 fm bílsk. Afh. tilb. að utan, fokh. að innan, gróf- jöfnuö lóð. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. DALHÚS Höfum til sölu endaraðhús 182 fm á tveim- ur hæðum. Afh. fullb. að utan, fokh. innan, grófjöfnuð lóð. Bílsk. Teikn. á skrifst. GRAFARVOGUR - ÚTSÝNI Höfum til sölu glæsilegar 2ja-5 herb. íbúðir á einum besta stað í Keldnaholti. Bílskúrar geta fylgt. Afh: tilb. u. trév., sameign fullfrág. Húsið er nánast fokh. í dag og tilb. til veðsetningar. SÍMI:685556 rMAGNÚS HILMARSSON EYSTEINN SIGURÐSSON SVANUR JÓNATANSSON JÓN MAGNÚSSON HRL. Falleg 4ra herb. Ib. á 4. hæð (3. hæð). Fráb. útsýnl. Mikiö áhv. Verð 5,7 millj. Síðustu tónleikar 1989 Tónlist Jón Ásgeirsson Síðustu tónleikar ársins 1989 voru haldnir í Hallgrímskirkju 28. desember. Þar var á ferðinni Mót- ettukór Hallgrimskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Flytj- endur auk kórsins voru einsöngvar- arnir Ásdís Kristmundsdóttir, Marta Halldórsdóttir, Guðrún Finn- bjarnardóttir, Snorri Wium og Magnús Baldvinsson, strengjasveit undir forustu Rutar Ingólfsdóttur, hörpuleikarinn Elísabet Waage og orgelleikarinn Ann Toril Lindstad. Fyrsta verkefnið var Jóiaórat- oría op. 12, eftir Saint-Saéns. Um Saint-Saéns er sagt að með verkum hans hafi rómantíkin glatað fersk- leika sínum og ástríðuþunga og orðið innihaldslaus eftirherma. Hvað sem því líður var Saint-Saéns mikilhæfur tónlistarmaður, snill- ingur á orgel og píanó, með af- brigðum mikill málamaður, kunn- áttumaður í bókmenntum bæði sem skáld og fræðimaður, m.ö.o. há- menntaður en ófrumlegur. Jólaóra- toría hans ber þessa glögglega merki og auk þess sem formgerð hvers kafla er ákaflega einföld og heildin nánast safn smálaga, þá reynir ekki mikið á hljómsveit eða aðra flytjendur í glímu við tónmál verksins. Kórinn 'og hljóðfæraleik- arar voru ágætir en f lutningur ein- söngvara var nokkuð mikið á þeim nótunum sem vel hæfir góðum nemendum, sem þeir allir eru, auk þess sem ókunnggleiki um verkið sjálft kann að leika þarna smá hlut- verk. Fimm einsöngvarar áttu þarna misstóran þátt en mest mæddi á Ásdísi Kristmundsdóttur. Rödd Ásdísar hefur breyst nokkuð frá því síðast heyrðist til hennar hér heima, en hún stundar nám í Bandaríkjunum og eru miklar von- ir bundnar við þessa efnilegu söng- konu. Síðari hluti efni^skrár var safn jólasöngva og af níu lögum átti Willcock sex raddsetningar. Will- cock er kirkjutónlistarmaður og hefur m.a. starfað við Kings Coll- ege í Cambridge. Raddsetningar hans njóta nokkurra vinsælda, þó um þær sé sagt að séu eins konar yfirradda útfærslur í „sing-a-1- ong“-stíl og færi lögin nær því að vera dægurlög en eiginleg sálma- lög. Þarna er um að ræða ákveðna stefnu, sem m.a. birtist í söng Kings College-söngvaranna, sem hér voru fyrir stuttu og hafa í nútímanum líka stöðu og Komidian Harmonists höfðu á tímanum milli heimsstyijaldanna. Hvað sem segja má um viðhorf manna til slíkrar tónlistarstefnu er víst að svona útfærslur eru afskaplega leiði- gjamar og þarf flutningurinn að vera afburða góður og magnþrung- inn í hljómi, svo nokkurt gaman sé að fyrir þá sem vanir eru öðru. Andmælendur telja að ekki sé mögulegt að yfirfæra vinsældir dægurlaga yfir á trúarlega tónlist, því dansgleði og trúarleg upphafn- ing eigi litla samleið. Mótettukór Hallgrímskirkju er mjög góður kór og samhljómán radda þétt og í góðu jafnvægi. Þrátt fyrir það mátti merkja að kórfélagar fundu sig ekki í Will- cock-raddsetningunum, því í þeim þarf að „syngja út“ og gera minna af því að dekra við viðkvæm tón- brigði eða leika með þróttmikið fjölradda tónmál. Þá er eitt sér- kenni þessara útsetninga að sífellt er verið að breyta um raddskipan, rétt eins og ekki megi flytja sömu útfærsluna tvisvar og þess vegna er oft gripið til einsöngs, sem oft- ast er varla meira en svo sem ein tónhending. í einu lagi, „Einu sinni í ættborg Davíðs“, söng Marta Halldórsdóttir með sinni undurfögru rödd allt lag- ið án undirleiks og hefði mátt að skaðlausu sleppa yfirraddasamsull- inu eftir Willcock. Aðrir sem sungu voru Snorri Wium, efnilegur tenór sem nú stundar framhaldsnám í Vín, Magnús Baldvinsson bassi sem er efni í stórsöngvara og Guðrún Finnbjarnardóttir, sem enn er við nám hér heima og því nokkuð óráð- ið hversu henni tekst að vinna úr góðum hæfileikum sínum. ÆTTFRÆÐINAMSKEIÐ í næstu og þarnæstu viku hefjast ný ættfræðinám- skeið hjá Ættfræðiþjónustunni, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Notið tækifærið og leggið grunninn að skemmtilegri, fræðandi tómstundaiðju. Öll undirstöðu- atriði ættrakningar tekin fyrir. Þátttakendur fá þjálfun og aðstöðu til ættarleitar með afnotum af alhliða heim- ildasafni. Leiðbeinandi er Jón Valur Jensson. Uppl. og innritun í síma 27101 frá kl. 9.30-19.30. Höfum mikið úrval ættfræðibóka til sölu, m.a. mann- töl, niðjatöl, ættartölur, ábúendatöl, stéttartöl o.s.frv. Hringið eða skrifið og fáið senda ókeypis nýútkomna bókaskrá. _ Ættfræðiþjónustan-Ættfræðiútgáfan, Sólvallagötu 32A, pósthólf 1014,121 Rvík, sími 27101.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.