Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990
35
Slökkviliðs-
stjórar
heiðraðir
Brunamálastofnun ríkisins
heiðraði fjóra slökkviliðsstjóra
við athöfn sem fram fór þann 29.
desember siðastliðinn. Er þetta í
fyrsta skipti sem stofnunin heiðr-
ar slökkviliðsstjóra. Slökkviliðs-
stjórarnir eru:
Guðmundur Guðmundsson,
slökkviliðsstjóri, fæddist 13. nóv-
ember 1919. Hann var starfandi
sem slökkviliðsstjóri á Reykjavíkur-
flugvelli frá árinu 1947-1989 eða
samtals 42 ár. Guðmundur bytjaði
sem varamaður í slökkviliðinu 18
ára gamall og var varamaður í tvö
ár, en síðan fastur starfsmaður upp
frá því.
Bjarni Eyvindsson, slökkviliðs-
stjóri, fæddist 3. maí 1920. Hann
var slökkviliðsstjóri í Hveragerði frá
1965-1989 eða samtals 25 ár.
Bjarni var í slökkviliðinu frá byrjun
þess (stofnað 1951).
Guðjón Jónsson, slökkviliðsstjóri,
fæddist 19. september 1929. Hann
var slökkviliðsstjóri á Suðureyri frá
1971-1989, samtals 19 ár.
Jón Kristinsson, slökkviliðsstjóri,
fæddist 4. maí 1912. Hann var
slökkviliðsstjóri á Stokkseyri frá
1973-1987 eða í samtals 14 ár. Jón
var varaslökkviliðsstjóri frá 1964-
1973.
Norræni
menningarsjóðurinn:
Sinfóníu-
v
hljómsveitin
fékk um 3
milljónir kr.
ÚTHLUTAÐ var úr norræna
menningarsjóðnum í lok des-
ember samtals 4.018.000
dönskum krónum, um 37,2
milljónum íslenskra króna,
til menningarstarfeemi 40
aðila á Norðurlöndum. Með-
al styrkþega voru Sinfóníu-
hljómsveit íslands sem fékk
150.000 d. kr. til tónleika-
ferðar í Finnlandi.
Sinfóníuhljómsveit íslands
hafði fyrr á árinu fengið sömu
upphæð í styrk þannig að sam-
tals nemur styrkveitingin tæp-
um þremur milljónum íslenskra
króna.
Jazzvakningu var úthlutað
90.000 d. kr. til þáttöku í norr-
ænum jassútvarpsdögum og
Æskulýðs- og tómstundaráði
Reykjavíkur 50.000 d. kr. til
þáttöku í ráðstefnu um menn-
ingu unglinga á Norðurlönd-
um.
Stærsti styrkurinn, 400.000
d. kr., rann til George
Pompidou-miðstöðvarinnar í
París en þar er ráðgert að efna
til kynningar á sögu norrænna
kvikmynda auk þess sem sett
verður upp sýning og gefin út
bók um norrænar kvikmyndir.
Þá hlaut Miðstöð fyrir rann-
sóknir í Norður-Atlantshafi,
sem starfar í tengslum við
háskólann í Árósum, 50 d. kr.
til ráðstefnuhalds um „Hval-
veiðiþjóðir í Norður-Atlants-
hafi“.
Eiður Guðnason, sem sæti á
í Norræna menningarsjóðnum,
sagði að umsóknir um styrki
séu ævinlega miklu fleiri en
unnt sé að veita. Sjóðurinn
hafði í ár á milli 11-12 milljón-
ir d. kr. til ráðstöfunar og er
úthlutað úr honum fjórum
sinnum á ári. Framlög til sjóðs-
ins eru ákveðin í fjárlögum
Norðurlandaráðs.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Frá vinstri: Jón Kristinsson, Guðmundur Guðmundsson, Bergsveinn
Gissurarson, brunamálastjóri, Bjarni Ey vindsson og Guðjón Jónsson.
NAMSAÐSTOÐ
viðþásemviíjaná (erujraískóta
• grunnskóla
• framhaldsskóla
• háskóla
Við bjóðum einnig:
• fullorðinsfræðslu
• námsráðgjöf
• flestar námsgreinar
• stutt námskeið -
misserisnámskeið
• litlir hópar - einkakennsla
• reyndir kennarar
Innritun í síma: 79233
kl. 14.30-18.30
Nemendaþjórcustan s/.
Þangbakka 10, Mjódd.
STAÐGREÐSLA 1990
SKATTHLUTFALL OG
PERSÓNUAFSLÁTTUR
ÁRÐ1990
Breyting á almennu skatthlutfalli og persónuafslætti hefur ekki í för með sér að ný
skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Launagreiðanda ber
hins vegar að nota ofangreint skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar
við útreikning staðgreiðslu.
Veita skal launamanni persónuafslátt í samræmi við það hlutfall persónuafsláttar sem
fram kemur á skattkorti hans.
rIkisskattstjóri