Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 1990 59* FRJALSAR / GAMLARSHLAUP IR Jóhann fyrstur ámark JÓHANN Ingibergsson hlaup- ari úr FH varð fyrstur á mark í Gamlárshlaupi ÍR, sem fram fór sl. gamlársdag. Var hlaupið háð 14. árið í röð og var met- þátttaka þar sem 86 luku hlaupinu en þeir höfðu flestir verið 57 áður. Fyrst kvenna á mark varð Martha Ernstdóttir ÍR. Eg er í góðri æfingu og fann mig vel, hef æft vel undanfarna mánuði í Gautaborg. Kom heim í jólafrí og held aftur út strax eftir áramót. Það er mikill munur að æfa ytra. Þar hefur verið logn og gott hlaupaveður í allaíi vetur. Þá er frábært að æfa inni í skógum þar sem er að finna sérstakar upp- lýstar skokkbrautir,“ sagði Jóhann í samtali við Morgunblaðið. Jóhann hélt til Svíþjóðar sl. haust þar sem hann stundar æfingar og vinnu en hann er trésmiður. A sama stað er Már Hermannsson, hlaupari úr Keflavík, og hafa þeir æft mikið saman ytra. Annar í Gamlárshlaupinu varð Bragi Sigurðsson úr Ármanni en hann er sömuieiðis staddur heima í jólafríi. Stundar hann nám í Bandaríkjunum. Bragi veitti Jó- hanni keppni framan af en þegar hlaupið var hálfnað tók Jóhann for- ystu sem hann lét ekki af hendi eftir það. Greinilegt var að þeir Jóhann og Bragi eru í góðri æf- ingu. Þriðji á mark varð Daníel S. Guðmundsson USAH. Jóhann Ingibergsson. KNATTSPYRNA / BRETLAND Draumamark Guðmundar ÞorvaldurÖrlygsson og Guðni Bergsson fyrstu íslend- ingarnir sem mætst hafa í ensku knattspyrnunni GUÐMUNDUR Torfason var í sviðsljósinu í leik St. Mirren og Hearts í skosku úrvalsdeild- inni á laugardag. Hann tók við verðlaunum fyrir leik sem leik- maður mánaðarins, tryggði liði sínu 2:0 sigur með drauma- marki beint úr aukaspyrnu og var valinn maður leiksins. Guðmundur, sem var bókaður I leiknum, skoraði úr auka- spyrnu rétt utan vítateigs, er fimm mínútur voru til leiksloka. Hann var á ferðinni allan tímann, vann vel fyrir liðið og kórón- aði leik sinn með þessu glæsilega Frá Bob Hennessy í Englandi KORFUKNATTLEIKUR leikmaður mótsins Danir unnu íslendinga með eins stigs mun Guðjón Skúlason var stiga- hæsti leikmaðurinn á fjög- urra liða körfuboltamótinu í Dan- mörku sem lauk á laugardaginn. Hann skoraði samtals 83 stig í þremur leikjum. Pétur Guðmunds- son varð næst stigahæstur með 82 stig. íslendingar léku gegn Dönum í síðast^ leik mótsins á laugardag og töpuðu með eins stigs mun, 76:75, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 37:27 fyrir Dani. ís- lenska liðið lék illa í fyrri hálfleik og náði sér ekki á strik fyrr en á síðustu mínútum leiksins og gerði reyndar tíu síðustu stig leiksins, þar af gerði Guðjón Skúlason níu þeirra. Stig íslands gerðu: Guðjón Skúlason 25, Pétur Guðmundsson 24, Páll Kolbeinssson 11, Svali Björgvinsson 6, Nökkvi Jónsson 5, Birgir Mikaelsson 2 og ívar Ásgrimsson 2. Island hafnaði í 2. sæti í mót- inu. Eistlendingar sigruðu í mót- inu, unnu alla sína leiki. Banda- ríska úrvalsliðið varð í 3. sæti og Danir ráku lestina. SKIÐI / LANDSLIÐIÐ Örnólfur á verð- launapall í Finnlandi ÖRNÓLFUR Valdimarsson hafnaði í þriðja sæti í svigi á stigamóti íRovaniemi iFinn- landi á laugardag. Hann keppti einnig á sunnudag og varð þá í 5. sæti. Hinn ungi og efnilegi Ólafsfirðingur, Kristinn Björns- son, stóð sig einnig vel og hef- ur sýnt miklar framfarir. Ornólfur var 1,14 sekúndum á eftir Finnanum, Janne Leskin- en, sem sigraði í sviginu á laugar- daginn og hlaut fyrir það 58,80 stig. Hinn 17 ára gamli Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði varð í 8. sæti, 1,02 sek á eftir Örnólfi. Hauk- ur Arnórsson hafnaði í 23. sæti 6 sek á eftir Kristni. íslensku strákarnir tóku þátt í svigkeppni á sama stað á gamlárs- dag. Þar hafnaði Örnólfur í 5. sæti, Kristinn í 14. sæti og Arnór í 23. sæti. Örnólfur var þá 1,12 sek á eftir Finnanum Leskinen sem sigraði og hlaut fyrir það 56,79 fis-stig sem er hans besti árangur. Kristinn bætti sig einnig mjög mikið, hlaut 73,03 stig en hann átti áður best um 90 fis-stig. Krist- inn hefur sýnt miklar framfarir upp á síðkastið. fpRÍhWR FOLK ■ KARI Elíson, lyftingamaður á Akureyri, setti 170. Islandsmet sitt á gamlársdag. Þá fór fram Akureyrarmót í bekkpressu og lyfti Kári 180 kg. Bætti met Ólafs Sig- urgeirssonar frá 1983, en það var 173 kg. Kári tvíbætti reyndar met- ið; lyfti fyrst 175,5 kg og síðan 180. Hann keppti nú í 82,5 kg fl. en venjulega í 67,5 kg eða 75 kg flokki. Kári drakk tvo lítra af vatni fyrir keppnina, drakk sig upp um flokk. Keppendur á mótinu voru 13 og setti Helgi Jónsson einnig ís- landsmet; lyfti 71 kg í 52 kg flokki. Bætti eigið met um hálft kíló en þetta er bæði fullorðins- og ungl- ingamet. SKIÐI Stenmark heidursgestur á Vetra ríþróttahátídi n n i? Skíðasamband Islands hefur boðið sænska skíðakappan- um, Ingemar Stenmark, að vera sérstakur heiðursgestur á Vetrar- íþróttahátíðinni á Akureyri, sem hefst síðari hluta marsmanaðar og stendur í tíu daga. SKÍ hefur haft samband við umboðsmann Ingemars Stenmark vegna þessa og er nú beðið eftir svari frá hon- um. Að sögn Sigurðar Einarssonar, formanns SKI, verður allt reynt til að fá Stenmark hingað til lands. Stenmark, sem er einni besti skíðamaður sem uppi hefur verið, hætti sem kunnugt er form- lega að keppa í heimsbikarnum í fyrra. Hann hefur áður lýst því yfir að hann hafi áhuga á að heim- sækja ísland. „Ef Stenmark kæmi hingað yrði hann hér sem heiðurs- gestur, en ekki sem keppandi. Það er þó ekki óhugsandi að hann renndi sér eina ferð sem undan- fari,“ sagði Sigurður. marki. Ekki gekk eins vel í gær; þá tapaði St. Mirren 2:0 gegn Motherwell. Þorvaldur góður Þorvaldur Örlygsson stóð sig vel gegn Liverpool og fékk góða dóma, er Nottingham Forest gerði 2:2 jafntefli á heimavelli, en leikurinn var í beinni útsendingu sjónvarps. Þorvaldur var á hægri kanti, hélt boltanum vel, lék skynsamlega og yfirvegað, en átti sök á öðru marki Liverpool, er John Barnes tók af honum boltann, óð upp kantinn og gaf á Ian Rush, sem skoraði. Brian Moore, sjónvarpmaður, spurði Jimmy Greaves, markakónginn fyrrverandi sem lýsti leiknum með honum, fimm mínútum fyrir leiks- lok hver væri maður leiksins. Gre- aves sagði að erfitt væri að velja, þeir væru allir góðir og sagði að GETRAUNIR: 111 211 X 2 X 1X1 Guðmundur Torfason. hann gæti kosið Rush, Þorvald eða einhvern annan! Röng skipting Tottenham tapaði á laugardag fyrir Þorvaldi og samherjum, en gerði síðan markalaust jafntefli í Coventry á mánudag. Guðni og Þorvaldur mættust í fyrsta sinn i leik og var það jafnframt í fyrsta sinn, sem íslendingar eru mótheijar í ensku deildinni, en báðum var skipt út af undir lokin. „Skiptingin kostaði okkur sigur- inn,“ sagði Venables hjá Spurs, en hann tók Guðna og Paul Walsh af velli, er 20 mínútur voru eftir. „Hin- ir komust ekki inn í leikinn og því fór sem fór.“ Guðni lék hins vegar allan leikinn gegn Coventry og stóð vel fyrir sýnu. Þorvaldur Örlygsson. KNATTSPYRNA / U-18 „Góður skóli fýrir strákana“ - sagði Sveinn Sveinsson, fararstjóri Islenska U-18 landslið karla í knattspyrnu vann Lichtenstein 9:0 í aukaleik í gær, en þá var leik- ið um efstu sæti í mótinu í ísrael. Ríkharður Daðason gerði fjögur mörk, Þórður Guðjónsson 3, Arnar Grétarsson 1 og Arnar Gunnlaugs- son eitt mark. A laugardag töpuðu strákarnir 3:2 fyrir Svisslendingum og gerði Arnar Gunnlaugsson bæði mörk íslands. Á gamlársdag töpuðu þeir svo 5:1 gegn Pólverjum og gerði Bjarki Gunnlaugsson mark Islands. „Leikurinn gegn Pólveijum var slakur hjá okkur, en í sjálfu sér var gengið ekki svo slæmt, þegar Htlð' er á andstæðingana. Við eigum hins vegar margt eftir ólært, en þetta var góður skólr fyrir strákana,“ sagði Sveinn Sveinsson, fararstjóri og stjórnarmaður KSÍ við Morgun- blaðið í gær. Sovétmenn sigruðu í keppninni, unnu Svía 2:1 í góðum úrslitSleik. Portúgal vann ísrael 2:0 og hafnaði í 3. sæti. íslenska liðið kemur heim í dag. Mennisdeild Vikings auglýsir eftir nýjum félögum í alla flokka. Góð aðstaða í TBR-húsinu. Upplýsingar í síma 36862, Pétur. Borðtennisdeild Víkings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.