Morgunblaðið - 03.01.1990, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 03.01.1990, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 1990 59* FRJALSAR / GAMLARSHLAUP IR Jóhann fyrstur ámark JÓHANN Ingibergsson hlaup- ari úr FH varð fyrstur á mark í Gamlárshlaupi ÍR, sem fram fór sl. gamlársdag. Var hlaupið háð 14. árið í röð og var met- þátttaka þar sem 86 luku hlaupinu en þeir höfðu flestir verið 57 áður. Fyrst kvenna á mark varð Martha Ernstdóttir ÍR. Eg er í góðri æfingu og fann mig vel, hef æft vel undanfarna mánuði í Gautaborg. Kom heim í jólafrí og held aftur út strax eftir áramót. Það er mikill munur að æfa ytra. Þar hefur verið logn og gott hlaupaveður í allaíi vetur. Þá er frábært að æfa inni í skógum þar sem er að finna sérstakar upp- lýstar skokkbrautir,“ sagði Jóhann í samtali við Morgunblaðið. Jóhann hélt til Svíþjóðar sl. haust þar sem hann stundar æfingar og vinnu en hann er trésmiður. A sama stað er Már Hermannsson, hlaupari úr Keflavík, og hafa þeir æft mikið saman ytra. Annar í Gamlárshlaupinu varð Bragi Sigurðsson úr Ármanni en hann er sömuieiðis staddur heima í jólafríi. Stundar hann nám í Bandaríkjunum. Bragi veitti Jó- hanni keppni framan af en þegar hlaupið var hálfnað tók Jóhann for- ystu sem hann lét ekki af hendi eftir það. Greinilegt var að þeir Jóhann og Bragi eru í góðri æf- ingu. Þriðji á mark varð Daníel S. Guðmundsson USAH. Jóhann Ingibergsson. KNATTSPYRNA / BRETLAND Draumamark Guðmundar ÞorvaldurÖrlygsson og Guðni Bergsson fyrstu íslend- ingarnir sem mætst hafa í ensku knattspyrnunni GUÐMUNDUR Torfason var í sviðsljósinu í leik St. Mirren og Hearts í skosku úrvalsdeild- inni á laugardag. Hann tók við verðlaunum fyrir leik sem leik- maður mánaðarins, tryggði liði sínu 2:0 sigur með drauma- marki beint úr aukaspyrnu og var valinn maður leiksins. Guðmundur, sem var bókaður I leiknum, skoraði úr auka- spyrnu rétt utan vítateigs, er fimm mínútur voru til leiksloka. Hann var á ferðinni allan tímann, vann vel fyrir liðið og kórón- aði leik sinn með þessu glæsilega Frá Bob Hennessy í Englandi KORFUKNATTLEIKUR leikmaður mótsins Danir unnu íslendinga með eins stigs mun Guðjón Skúlason var stiga- hæsti leikmaðurinn á fjög- urra liða körfuboltamótinu í Dan- mörku sem lauk á laugardaginn. Hann skoraði samtals 83 stig í þremur leikjum. Pétur Guðmunds- son varð næst stigahæstur með 82 stig. íslendingar léku gegn Dönum í síðast^ leik mótsins á laugardag og töpuðu með eins stigs mun, 76:75, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 37:27 fyrir Dani. ís- lenska liðið lék illa í fyrri hálfleik og náði sér ekki á strik fyrr en á síðustu mínútum leiksins og gerði reyndar tíu síðustu stig leiksins, þar af gerði Guðjón Skúlason níu þeirra. Stig íslands gerðu: Guðjón Skúlason 25, Pétur Guðmundsson 24, Páll Kolbeinssson 11, Svali Björgvinsson 6, Nökkvi Jónsson 5, Birgir Mikaelsson 2 og ívar Ásgrimsson 2. Island hafnaði í 2. sæti í mót- inu. Eistlendingar sigruðu í mót- inu, unnu alla sína leiki. Banda- ríska úrvalsliðið varð í 3. sæti og Danir ráku lestina. SKIÐI / LANDSLIÐIÐ Örnólfur á verð- launapall í Finnlandi ÖRNÓLFUR Valdimarsson hafnaði í þriðja sæti í svigi á stigamóti íRovaniemi iFinn- landi á laugardag. Hann keppti einnig á sunnudag og varð þá í 5. sæti. Hinn ungi og efnilegi Ólafsfirðingur, Kristinn Björns- son, stóð sig einnig vel og hef- ur sýnt miklar framfarir. Ornólfur var 1,14 sekúndum á eftir Finnanum, Janne Leskin- en, sem sigraði í sviginu á laugar- daginn og hlaut fyrir það 58,80 stig. Hinn 17 ára gamli Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði varð í 8. sæti, 1,02 sek á eftir Örnólfi. Hauk- ur Arnórsson hafnaði í 23. sæti 6 sek á eftir Kristni. íslensku strákarnir tóku þátt í svigkeppni á sama stað á gamlárs- dag. Þar hafnaði Örnólfur í 5. sæti, Kristinn í 14. sæti og Arnór í 23. sæti. Örnólfur var þá 1,12 sek á eftir Finnanum Leskinen sem sigraði og hlaut fyrir það 56,79 fis-stig sem er hans besti árangur. Kristinn bætti sig einnig mjög mikið, hlaut 73,03 stig en hann átti áður best um 90 fis-stig. Krist- inn hefur sýnt miklar framfarir upp á síðkastið. fpRÍhWR FOLK ■ KARI Elíson, lyftingamaður á Akureyri, setti 170. Islandsmet sitt á gamlársdag. Þá fór fram Akureyrarmót í bekkpressu og lyfti Kári 180 kg. Bætti met Ólafs Sig- urgeirssonar frá 1983, en það var 173 kg. Kári tvíbætti reyndar met- ið; lyfti fyrst 175,5 kg og síðan 180. Hann keppti nú í 82,5 kg fl. en venjulega í 67,5 kg eða 75 kg flokki. Kári drakk tvo lítra af vatni fyrir keppnina, drakk sig upp um flokk. Keppendur á mótinu voru 13 og setti Helgi Jónsson einnig ís- landsmet; lyfti 71 kg í 52 kg flokki. Bætti eigið met um hálft kíló en þetta er bæði fullorðins- og ungl- ingamet. SKIÐI Stenmark heidursgestur á Vetra ríþróttahátídi n n i? Skíðasamband Islands hefur boðið sænska skíðakappan- um, Ingemar Stenmark, að vera sérstakur heiðursgestur á Vetrar- íþróttahátíðinni á Akureyri, sem hefst síðari hluta marsmanaðar og stendur í tíu daga. SKÍ hefur haft samband við umboðsmann Ingemars Stenmark vegna þessa og er nú beðið eftir svari frá hon- um. Að sögn Sigurðar Einarssonar, formanns SKI, verður allt reynt til að fá Stenmark hingað til lands. Stenmark, sem er einni besti skíðamaður sem uppi hefur verið, hætti sem kunnugt er form- lega að keppa í heimsbikarnum í fyrra. Hann hefur áður lýst því yfir að hann hafi áhuga á að heim- sækja ísland. „Ef Stenmark kæmi hingað yrði hann hér sem heiðurs- gestur, en ekki sem keppandi. Það er þó ekki óhugsandi að hann renndi sér eina ferð sem undan- fari,“ sagði Sigurður. marki. Ekki gekk eins vel í gær; þá tapaði St. Mirren 2:0 gegn Motherwell. Þorvaldur góður Þorvaldur Örlygsson stóð sig vel gegn Liverpool og fékk góða dóma, er Nottingham Forest gerði 2:2 jafntefli á heimavelli, en leikurinn var í beinni útsendingu sjónvarps. Þorvaldur var á hægri kanti, hélt boltanum vel, lék skynsamlega og yfirvegað, en átti sök á öðru marki Liverpool, er John Barnes tók af honum boltann, óð upp kantinn og gaf á Ian Rush, sem skoraði. Brian Moore, sjónvarpmaður, spurði Jimmy Greaves, markakónginn fyrrverandi sem lýsti leiknum með honum, fimm mínútum fyrir leiks- lok hver væri maður leiksins. Gre- aves sagði að erfitt væri að velja, þeir væru allir góðir og sagði að GETRAUNIR: 111 211 X 2 X 1X1 Guðmundur Torfason. hann gæti kosið Rush, Þorvald eða einhvern annan! Röng skipting Tottenham tapaði á laugardag fyrir Þorvaldi og samherjum, en gerði síðan markalaust jafntefli í Coventry á mánudag. Guðni og Þorvaldur mættust í fyrsta sinn i leik og var það jafnframt í fyrsta sinn, sem íslendingar eru mótheijar í ensku deildinni, en báðum var skipt út af undir lokin. „Skiptingin kostaði okkur sigur- inn,“ sagði Venables hjá Spurs, en hann tók Guðna og Paul Walsh af velli, er 20 mínútur voru eftir. „Hin- ir komust ekki inn í leikinn og því fór sem fór.“ Guðni lék hins vegar allan leikinn gegn Coventry og stóð vel fyrir sýnu. Þorvaldur Örlygsson. KNATTSPYRNA / U-18 „Góður skóli fýrir strákana“ - sagði Sveinn Sveinsson, fararstjóri Islenska U-18 landslið karla í knattspyrnu vann Lichtenstein 9:0 í aukaleik í gær, en þá var leik- ið um efstu sæti í mótinu í ísrael. Ríkharður Daðason gerði fjögur mörk, Þórður Guðjónsson 3, Arnar Grétarsson 1 og Arnar Gunnlaugs- son eitt mark. A laugardag töpuðu strákarnir 3:2 fyrir Svisslendingum og gerði Arnar Gunnlaugsson bæði mörk íslands. Á gamlársdag töpuðu þeir svo 5:1 gegn Pólverjum og gerði Bjarki Gunnlaugsson mark Islands. „Leikurinn gegn Pólveijum var slakur hjá okkur, en í sjálfu sér var gengið ekki svo slæmt, þegar Htlð' er á andstæðingana. Við eigum hins vegar margt eftir ólært, en þetta var góður skólr fyrir strákana,“ sagði Sveinn Sveinsson, fararstjóri og stjórnarmaður KSÍ við Morgun- blaðið í gær. Sovétmenn sigruðu í keppninni, unnu Svía 2:1 í góðum úrslitSleik. Portúgal vann ísrael 2:0 og hafnaði í 3. sæti. íslenska liðið kemur heim í dag. Mennisdeild Vikings auglýsir eftir nýjum félögum í alla flokka. Góð aðstaða í TBR-húsinu. Upplýsingar í síma 36862, Pétur. Borðtennisdeild Víkings.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.