Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 1990 43 ValgeirÞ. Guðlaugs- son — Minningarorð múrarameistara í Hafnarfirði og síðar í Reykjavík og konu hans, Huldu Sigfúsdóttur. Albróðir Einars er Sig- urður fæddur 1948. Tveir bræður hans og ein systir eru samfeðra og þrír bræður sammæðra. Við Einar Sigfússon kynntumst haustið 1968 er við urðum skólabræð- ur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Attum við ásamt fleiri félögum margt saman að sælda þaðan í frá, þótt dregið hafi úr samneyti eftir að menntaskóla lauk, enda tvístraðist þá hópurinn og hélt hver í sína áttina. Sumarið 1976 kvæntist Einar Önnu Maríu Egilsdóttur, frá Breið í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, dótt- ur Ásthildar Svavarsdóttur og Egils Halldórssonar. Anna María hafði áð- ur misst mann sinn og síðar barn af slysförum. Þau Einar settust að í Reykjavík og síðar suður með sjó. Synir þeirra eru þrír, Svavar Már, fæddur 22. desember 1976, Sigfús, fæddur 1. febrúar 1978, og Sigur- björn, fæddur 6. apríl 1981. Einar og Anna María slitu samvistir og býr Anna María nú ásamt sonum sínum á Hvammstanga. Einar var í rúmu meðallagi á hæð, grannur, spengilegur og myndarleg- ur; hinn vaskasti maður. Að upplagi var hann viðkvæmur og góðhjartað- ur, hlédrægur og jafnvel svolítið feim- inn. í hópi vina og kunningja var hann á hinn bóginn hrókur alls fagn- aðar og einstaklega skemmtilegur félagi. Fáir voru hans líkar. Einar var óvenju vel gerður, gæddur góðum námsgáfum, Ijúfu skopskyni og kímni og snjall íþróttamaður. Hann lék fyr- ir hönd skólans bæði í knattspyrnu- og handknattleiksliði og var ávallt í fremstu röð í bridsliðinu. Nánast var sama að hveiju hann beitti sér, hvort heldur var í leik eða starfi, árangur- inn lét ekki á sér standa. Upp í hugann koma myndir hvers- dagslegra atvika og ferðalaga frá skólaárunum; norður til Akureyrar, til Laugarvatns og víðar. Eitt suma- rið fórum við nokkrir félagar í ferð norður að Grímsstöðum á Fjöllum. Gistum í tjaldi og skoðuðum náttúru- fyrirbæri, komum í Gijótagjá, að Mývatni, á Húsavík, í Asbyrgi. Sú ferð er mér ógleymanleg, ekki síst fyrir tilstilli Einars, uppátækja hans, óþreytandi kímni, ljúfmennsku og þekkingar á landinu. Eftir stúdentsprófið hóf Einar að starfa í lífsins ólgusjó, vann marg- vísleg störf bæði til sjávar og sveita og fór víða um land. Hann var líkt og gestur sem kominn er til að kynn- ast mannlífinu. Og sannarlega kynnt- ist hann mannlífinu í margbreytileik þess, var sem áhorfandi, sífellt spyij- andi, lesandi og næmur á menn og umhverfi. Á þeim árum sem liðin eru hittumst við sjaldnar, einkum eftir að hann flúttist frá Reykjavík og við Systa og Ásgeir til Edinborgar á ár- unum 1978-84. En ávallt hélst sam- bandið og aldrei lét Einar hjá líða að hringja eða líta við er hann var staddur í bænum. Er hann stundaði sjóinn kom hann með fisk og stundum hékk fiskpoki á hurðarhúninum ef hann hafði komið að mannlausu húsi. Hann hringdi og lét í sér heyra, hvar hann var staddur og hvert hann ætl- aði að fara. Hógværðin og kurteisin var svo mikil að hann vildi aldrei trufla, aldrei ryðjast inn í annarra manna líf, einungis láta vita af sér og heyra röddina þína, eins og hann sagði við Systu. Þegar hann var hjá okkur sat hann hnarreistur í stól, höfðinglegur að vanda, sagði sögur, lýsti því sem á dagana hafði drifið og ávallt var stutt í hinar skoplegu hliðar mannlífsins. Fyllti hann þá herbergið smitandi hlátri. En undir niðri var djúp alvara, kvik einmana sál, sem var sælla að gefa en þiggja í framandi heimi manna. Vegir lífsins eru órannsakanlegir. Einar átti ríka hæfileika og við- kvæma lund. Hann var sem gestur í tilætlunarsömum mannheimi, gestur sem skynjar lífið og tilveruna, kannske næmar og skýrar en aðrir menn. Gæfa hans var að eignast góða konu og þijá sonu sem honum þótti óendanlega vænt um, en ógæfa hans að geta ekki verið þeim það sem hann vildi af sínum innstu hjartarót- um. Við það gat hann ekki ráðið. Ást hans á sínum nánustu var bæði djúp og einlæg og orpin miklum trega hin seinni ár'in. Gæfa okkar sem hann þekktu var að fá að kynnast honum og eiga að vini og félaga. Hann var sannur vinur vina sinna og einstak- lega heill í allri sinni framkomu. Lífið lék ekki við Einar í samræmi við þá hæfileika sem hann var gædd- ur og varð honum á stundum býsna harðdrægt, þótt aldrei heyrði maður um það æðruorð. Guð varð honum haldreipi sem hann fann til æ dýpri návistar við og huggunar á lífsins ólgusjó. Nú hefur hann horfið úr heimi manna til Guðs sem gaf okkur hann. Þar finnur hann frið og þar verður heiðríkjan hans. Við Systa og Ásgeir vottum drengjunum sonum Einars, Önnu Maríu, foreldrum og öllum hans nánu skyldmennum og vinum okkar dýpstu samúð. Söknuðurinn er mikill, en minningin um traustan hjartahlýjan dreng lifir með okkur öllum. Þórður Kristinsson Óvenjulega glæsilegur ungur mað- ur lést af slysförum að morgni nýlið- innar Þorláksmessu. Einar Sigfússon var ekki orðinn fertugur að aldri. Honum var samt ekkert að van- búnaði að hlýða kalli þess, sem öllu ræður. Þegar skemmstur var sólar- gangur hér norður við heimskaut hvarf hann til rísandi sólar í austri, þar sem aldrei hallar degi. Hljóðlega steig hann til jarðar á göngu sinni þessa lífs. Hann var sannmenntaður og hafði ekki þörf fyrir að láta að sér kveða með fyrir- gangi. Sat þó þéttur maður á þóftu þar sem hann reri. Var áralag hans skilvirkt bæði á sjó og landi. í æsku og uppvexti naut Einar ástríkis móður sinnar og fjögurra bræðra. Lauk hann stúdentsprófi, en frestaði frekara námi, þegar hann kvæntist góðri konu, Önnu Maríu Egilsdóttur, og stofnaði með henni heimili. Eiga þau þijá mannvænlega syni, Svavar Má, Sigfús og Sigur- björn. Ekki báru þau hjón gæfu til samþykkis. Fóru þau ekki varhluta af þjáningu þess hlutskiptis. Einar Sigfússon var trúmaður og víðlesinn. Hann innritaðist til guð- fræðináms í Háskóla Islands fyrir nokkrum árum, þótt ekki yrði þá úr því námi. Trúarstyrk sótti hann með- al annars til Samhjálpar hvítasunnu- manna. Naut hann og umhyggju í Hlaðgerðarkoti. Umhyggju þeirrar gerðar, sem gefur með gleði það, sem öllu máli skiptir, þegar krapar í sál- inni. Þegar blikaði fyrsta silfur hafsins fyrir Austfjörðum viku af október síðastliðið haust, hófst sú vertíð Ein- ars, sem varð hans seinasta. Þótt ekki væri mannekla hjá Pólarsíld á Fáskrúðsfirði var honum þar auðsótt starf. Þar hafði hann verið áður. Hann reyndist ailtaf vel. Hann brást ekki. Fáir dagar voru til jóla, þegar hann brá sér hingað suður til þess að sinna skyldum við drengina sínd. Því var lokið. Vinur Fæddur 18. júlí 1910 Dáinn 26. desember 1989 Það var gott að vera nálægt hon- um Valgeiri tengdaföður mínum. Hann var góður maður, rólegur og traustur. Valgeir átti erfiða bernsku. Fjöl- skyldan var stór. Pabbi hans og syst- ir dóu úr spönsku veikinni 1918 þeg- ar Valgeir var átta ára gamall. Nokkrum árum síðar lagðist mamma hans inn á Vífilsstaðaspítala með berkla. Þá var börnunum komi að fyrir en hún lá á spítalanum í sjö ár — til dauðadags. Valgeir var móður sinni hinn besti sonur og heimsótti hana næstum á hveijum degi. Sam- bandið á milli þeirra var svo sterkt að hún gat alltaf sagt fyrir um hvort hann kæmi að heimsækja sig eða ekki. Á unglingsárunum átti Valgeir um tíma ekki fastan samastað. Þegar hann var sautján ára bjó hann til dæmis sumarlangt á Hafnarfjarð- arspítala þar sem hann var settur í fitun. Hann spaugaði oft með það eftir að hann eltist og þéttist. Á þessu sumri þyngdist hann um eitt kíló og svo grannur var hann langt fram eftir aldri að þegar pilsbuxur voru í móð passaði önnur buxnaskálmin honum í mittið. Valgeir lærði prent í Prentsmiðju Hafnarfjarðar hjá Guðmundi J. Guð- mundssyni. Hann vann í tíu ár í ísa- foldarprentsmiðju, fyrst sem prentari og seinna sem verkstjóri í spilagerð- inni. Þar voru gerð íslensk spil þar sem kappar fornsagnanna skreyttu mannspilin. Einnig vann Valgeir lengi við verslun Sæði hjá sjálfum sér og öðrum. Valgeir kvæntist Hrefnu Sigurðar- dóttur og eignaðist með henni stóra fjölskyldu því þau eignuðust sjö börn, sem öll hafa verið dugleg að bæta við fjölskylduna. Nú eru barnabörnin 23 og barnabarnabömin 11. Allri sinni fjölskyldu var Valgeir besti vinur — börnum jafnt sem full- orðnum. Hans síðasta vei'k var að heimsækja tengdamóður sína en hún dvelst á Sólvangi í Hafnarfirði. Þar lést Valgeir á annan dag jóla. Valgeir entist endalaust til að segja ungum afkomendum sínum sögur og leika við þá. Strákunum mínum fannst skemmtilegast þegar hann sagði þeim frá og þeir léku við lestina hans afa. Hann var varalest- arstjórinn. Valgeir var ekki bara fyrir börnin. Hann var mikill höfðingi, gjafmildur og örlátur. Hamingjusamastur var hann þegar hann gat gefið öðrum eða hjálpað. Við leituðum öll til hans með hvers kyns vanda sem hann gerði allt til að leysa úr. í sumar vorum við Sigurður sonur hans að byggja við húsið okkar og þurftum að flytja út um tíma. Þá bjuggum við fimm manns í mánuð hjá þeim Hrefnu og var tekið opnum örmum. Valgeir var um þetta leyti nýhættur' störfum og féll illa að vera aðgerðar- laus. Hann fór óft með Sigurði á kvöldin að hjálpa honum að mála eða varð eftir heima með Hrefnu að passa börnin okkar. Valgeir lagði hart að sér við allt sem hann tók sér fyrir hendur og engin verk voru fyrir neðan hans virðingu. Hann var í eðli sínu mikill jafnréttismaður og var að því leyti á undan sinni samtíð. Hann tók mikinn þátt í uppeldi barnanna, bjó til mat, bakaði og gat gengið í öll störf heim- ilisins. Hann var ákveðinn þegar þess þurfti en aldrei að óþörfu. Ég kynntist Valgeiri fyrir átján árum og hef aldrei séð hann reiðast. Valgeir var ræðinn og skemmti- legur. Hann kunni ógrynni af gaman- sögum og var mjög orðheppinn. Hann var fyndinn án þess að gera Iítið úr öðrum. Valgeir hafði lag á að lyfta öllum upp úr voli og væli með glettni og kenndi okkur að meta önnur verðmæti en þau sem fást fyrir peninga. Stórt skarð er eftir Valgeir fyrir okkur öll. En missirinn er þó mestur fyrir Hrefnu því þau voru bestu vin- ir og hjón í fimmtíu og þijú ár. Bles- suð sé minning hans. Valgerður Stefánsdóttir Hann elskulegi afi minn, Valgeir Þórður Guðlaugsson, er dáinn. Hann elskulegi afi okkar frænd- systkina sem okkur þótti svo vænt um. Hann var alltaf til staðar, hvort sem um var að ræða sár á hné, flís í fingri eða barnatönn sem var að losna, alltaf var hægt að leita til hans. Aldrei var neitt vont að láta taka flísina eða hreinsa sárið ef hann gerði það. Afi var alltaf svo góður og blíður. Hann hafði alveg einstaklega gott lag á börnum sem hændust líka mjög að honum. Hann hafði alltaf pláss fyrir enn eitt barn- ið í fanginu, til að segja því sögur. Afi var mjög vel að sér í alls kyns sögum, hann vissi alla skapaða hluti og miðlaði vel af þekkingu sinni. Einnig var hann alla tíð mjög minn- ugur. Hann gat rifjað upp atburði sem gerðust fyrir sextíu árum eins og þeir hefðu gerst í gær. Hann hafði alltaf mjög gaman af því að segja frá. Hann fæddist 18. júlí 1910. Sem barn missti hann föður sirin og móðir hans dó þegar hann var 24 ára. Stuttu fyrir andlát móður sinnar kynntist hann ömmu minni, Hrefnu Sigurðardóttur, en hún gát fyllt vel í það tómarúm sem hafði myndast við fráfall langömmu. Amma og afi voru mjög samrýnd og stóðu þau alltaf saman þau 53 ár sem þau voru gift. Ömmu og afa hefur hlotnast sá heiður að eignast sjö börn, 23 barnabörn og 11 barnabarnabörn, allt heilbrigt og vel skapað fólk. Heimili þeirra hefur alltaf verið opið öllum þeim sem vildu koma. Þó að íbúðin væri ekki stór, hefur alltaf verið pláss fyrir alla fjöIsky~Wg)- una, aðra ættingja og vini. Hvort heldur var í afmælum, jólaboðum eða við önnur tækifæri. Það var einmitt í slíku jólaboði sl. jóládag ■sem við flest eigum okkar síðustu minningu um hinn elskulega afa minn, en hann féll svo skyndilega frá daginn eftir. Það var hans ósk að fá að deyja án sjúkralegu eða elliheimilisvistar. Ég þakka því guði fyrir að uppfylla þá ósk hans. Ég vottá ömmu minni og öðrum ættingjum mína dýpstu samúð. Megi minningin um minn elskulega afa lifa í okkur um ókomna tíð. Hrefiia Böðvarsdóttir DANSSKÓLI HERMANNS RAGNARS Bolholti 6, l.hæð og Austurströnd 3 Seltjarnarnesi, húsi SPRON OKKAR DANSAR ERU SPES ÞAÐ GETA ALLIR LÆRT AÐ DANSA KENNSLA HEFST MANUDAGINN 8. JANÚAR1990 Kennum allt, sem ykkur langar til að dansa, börnum, unglingum og fullorðnum. Jk Jl Jk Innritun nýrra nemenda hefst miðvikudaginn 4. janúar 1990 frá kl. 14-18. ▼ ▼ ▼ Símar 68 74 80 og 68 75 80. Hringið strax og verið með frá byrjun. Barnadansar ★ ★ Undirstaóa fyrir allan samkvæmis- dans. Hringdansar og sungið meö. Uanilir og splunkunýir dansar. 5 dansar amkvœmis- % iillVír SlSBf Fyrir alla, börn, unglinga, ungt fólk og fullorðna. Merkjapróf DÍ: Brons - silfiir - gull. Þjálfum fyrir danskeppni vetrarins. Hagnýta heimskerfið fyrir fullorðna. sr ’ yj Jaxxleikskólinn Spennandi leikdansar fyrir yngstu börnin. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.