Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990 45 aldri. Á þeim árum hittum við afa- Kaj oft, ýmist heima hjá okkur eða hjá honum. Og það er sérstaklega eitt sem situr fast í minningunni hjá mér, því mér þótti það alltaf stinga dálítið í stúf við þennan ann- ars ráðsetta, aldraða mann, en það var hvað honum fannst gaman að horfa á Tomma og Jenna í sjón- varpinu. Þetta þekkti ég ekki hjá fullorðnu fólki og fannst það bráð- fyndið að hann gæti hlegið að þessu þegar meira að segja mér fannst ég vera vaxin upp úr svona löguðu. Annað sem festist í manni voru ýmis skondin dönsk orðatiltæki sem hann notaði, t.d. þegar hann þurfti að fara snemma á fætur, sagðist hann þurfa að vakna „for fanden faar sko paa“ eða þegar hann heyrði eitthvað sem gekk fram af honum þá varð honum oft á orði „man skal hore meget far arene falder af“. Ég vil að lokum þakka honum þá velvild sem hann hefur ætíð sýnt mér frá því að ég kom fyrst inn í fjölskyldu hans. Megi hann hvíla í friði. Lóa Minningarnar um vin okkar og tengdaföður dóttur okkar, Kaj Pind, koma upp í hugann er við kveðjum hann í hinsta sinn. Fundum okkar bar fyrst saman er við vorum að fara með dóttur okkar að veita móttöku stúdentsprófsskírteini í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hann var að fara með son sinn í sömu erindagjörðum. Við vorum eitthvað sein fyrir og ókum með hraði niður heimkeyrsluna að húsi okkar er þeir feðgar keyrðu fram hjá í sömu andrá og lá við að þar yrði árekstur sem þó ekki varð. En upp frá þeim degi má segja að leið- ir okkar hafi legið saman. Kynni okkar þróuðust í vináttu sem aldrei bar skugga á enda var Kaj traustur félagi. Kaj Pind var danskur, fæddur og uppalinn í Kaupmannahöfn, en kom hingað til Islands rúmlega tvítugur að aldri í leit að atvinnu. Upphaflega ætlaði hann að dvelja hér í eitt ár eða svo en árin urðu yfir fimmtíu. Fyrst vann hann við bólstrun húsgagna á ýmsum verk- stæðum en svo kom að því að hann stofnaði eigið húsgagnaverkstæði og -verslun. Síðar á ævinni fékkst hann einnig við innflutning á vörum fyrir húsgagnaframleiðslu. Hús- gögnin sem hann framleiddi voru bæði vönduð og smekkleg. Kaj giftist danskri konu, Önnu Guðrúnu Sand frá Herning á Jót- landi, en leiðir þeirra lágu saman hér á landi. Hún kom hingað eftir seinna stríð í atvinnuleit. Þau stofn- uðu heimili sitt hér á landi árið 1950 en sambúðin varð ekki löng því að Anna Guðrún veiktist árið 1966 og lést um aldur fram aðeins 41 árs að aldri. Þau eignuðust tvö börn, Jönu sem var aðeins 11 ára og Jörgen sem var 17 ára er móðir þeirra féll frá. Fráfall hennar var mikið áfall fyrir þau öll en Kaj stóð af sér þessa raun og fórst honum uppeldi barna sinna vel úr hendi. Heimili þeirra var bæði smekklegt og hlýlegt og þangað var gott að koma. Börnin komust vel til manns. Jana er kennari við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti, gift Ara Skúlasyni hagfræðingi ASÍ og eiga þau tvær dætur. Jörgen er forstöðumaður Orðabókar Háskólans, giftur Aldísi Guðmundsdóttur menntaskóla- kennara og eiga þau tvær dætur og einn son. Samband okkar við Kaj var hvað nánast er sonur hans og dóttir okk- ar voru við nám í Englandi en þá hittumst við í hverri viku og rædd- um mikið saman. Kaj var bæði ræðinn og gamansamur, oft var talað um pólitík, enda var hann mikill verkalýðssinni og hafði sterk- ar taugar til þeirra er minna máttu sín í þjóðfélaginu. Hann fylgdist vel með á vettvangi stjórnmálanna, bæði hér heima og erlendis, og hafði oft ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Pólitísk við- horf hans hafa sjálfsagt mótast að verulegu leyti af harðri lífsbaráttu á kreppuárunum. Eins og áður segir var Kaj dansk- ur og hafði hann sterkar taugar til ættjarðar sinnar. Hann dreymdi um að lifa sín síðustu ár í heimalandi sínu Danmörku, sem hann og gerði um tíma, en er heilsu hans fór _að hraka ákvað hann að flytja til ís- lands aftur enda bæði börn hans búsett hér. Keypti hann sér íbúð í húsi aldraðra við Sunnuhlíð í Kópa- vogi en hann hafði verið búsettur í Kópavogi áður en hann flutti til Danmerkur. En dvölin í íbúðinni varð ekki löng því heilsu hans hrak- aði stöðugt. Flutti hann þá inn á hjúkrunarheimili Sunnuhlíðar og dvaldi þar síðasta árið. Þar fékk hann góða aðhlynningu og leið eft- ir atvikum, en hann lést þar að kvöldi jóladags 25. desember. Við hjónin viljum þakka fyrir nær tuttugu ára vináttu og margar góð- ar samverustundir, ekki síst fýrir góðvild og hlýleika í garð barna okkar og barnabarna. Hvíl hann í friði. Olöf og Guðmundur kenns rfáað 126908 Krakkar! Óskar og Emma verða í hátíðarskapi í dag þegar þau skunda um borgina og heimsækja nokkur útibú íslandsbanka. Þar gefa þau öllum krökkum endurskinsmerki, Íslandsbanka-Ópal og skemmtileg plaköt.* Þið hittið Óskar og Emmu á þéssum stöðum: Góða skemmtun! 'Ath. að allir þessir hlutir eru líka í boði í öðrum útibúum íslandsbanka. í takt vió nýja tíma! Strandgötu 1, Hafnarfiröi kl. 9.30 Hörgatúni 2, Garðabæ kl. 10.30 Háaleitisbraut 58 kl. 11.30 Þarabakka 3, Mjódd kl. 12.30 Glæsibæ, Álfheimum 74 kl. 13.30 Austurstræti 19 kl. 14.30 Eiðistorgi kl. 15.30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.