Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990 Upplýsingasíminn er (91) I þessu númeri getur þú fengiö upplýsingar oc svörviö spurningum þínum um íslandsbanka. Upplýsingasíminn er opinn virka daga kl. 9.00-16.00. Ef þú ert með spurningu, hringdu! í takt viö nýja tíma! Bretland: 1989 hlýjasta ár frá því mæl- ingar hófust St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðs- ins. MEÐALHITI í Mið-Englandi var sl. ár hærri en nokkru sinni frá því að mælingar hófust fyrir 350 árum að því er Brezka veðurstofan sagði á nýársdag. Meðalhiti í Mið-Englandi var 10,70° á sl. ári. Árið 1949 var meðal- hitinn 10,61°, en það var hlýjasta ár fram til þessa frá því mælingar hófust fyrir 350 árum. Allar fjórar árstíðirnar voru hlýrri en venjulega í fyrsta sinn á þessari öld. Bráðabirgðatölur benda til, að árið 1989 hafi verið sólríkasta ár á Bretjandseyjum frá 1909 og það þurrasta frá 1976. í 26 mánuði frá því í júlí 1987 hefur hitastig verið í meðallagi eða hærra. Vatnsbirgðir eru sums staðar ekki komnar í eðlilegt horf eftir sl. ár. Talið er að það þurfi 50% meiri rign- ingu en í meðalári fram á vor til að vatnsbirgðir komist í eðlilegt horf í Sussex- og Kent-héruðunum á Suð- ur-Englandi. Gróður og dýralíf hafa lagað sig að þessum nýju aðstæðum. Lyng er víða enn í fullum blóma í Norður- Wales og broddgeltir ieggjast ekki í dvala. Lægri útgjöld til viðhalds vega hafa bætt hag sveitarstjórna víða um landið. NÁMSKEIÐIN HEFJAST 15. JANÚAR INNRITUN STENDUR YFIR FYRIR FULLORDNA 7 VIKNA ENSKUNÁMSKEIÐ 1 2 VIKNA UMRÆÐUHÓPAR 1 2 VIKNA ENSKAR BÓKMENNTIR 1 2 VIKNA RITUÐ ENSKA FYRIR FÓLK Á VPSKIPTASVIPI V2 VIKNA VIÐSKIPTAENSKA SKRIFSTOFU- OG RITARAENSKA. SÍMAENSKA FYRIR BÖRW 1 2 VIKNA LEIKSKÓLI 3-5 ÁRA 1 2 VIKNA FORSKÓLI 6-8 ÁRA 12 VIKNA ALMENN ENSKUNÁM- SKEIÐ 8-12 ÁRA 1 2 VIKNA UNGLINGANÁMSKEIÐ 13-15 ÁRA 12 VIKNA STUÐNINGSNÁMSKEIÐ FYRIR 9. BEKK NÝTT BRETLAND - SAGA - MENNING - FERÐALÖG 1 2 VIKNA NÁMSKEIÐ ICELANDIC/ ÍSLENSKA 12 VIKNA ÍSLENSKUNÁMSKEIÐ FYRIR ÚTLENDINGA. Ensku Skólinn TÚNGATA 5, 101 REYKJAVÍK HRINGDU í SÍMA 25330/25900 OG KANNADU MÁLIÐ Ahlaupið á bústað sendiherra Nicaragua í Panama: Bush Bandaríkjaforseti segir aðgerðina „klúður“ Panamaborg. Reuter. GUILLERMO Endara, forseti Pan- ama, hvatti á nýársdag sendiherra Páfagarðs í Panama til að vísa Manucl Antonio Noriega, fyrrum einræðisherra landsins, á dyr svo að bandarískir hermenn geti handtekið hann. Bandaríska varn- armálaráðuneytið harmaði á laug- ardag þá ákvörðun yfirmanna bandaríska hersins í Panamaborg að senda hermenn inn í bústað sendiherra Nicaragua þar í borg. George Bush Bandaríkjaforseti sagði að aðgerðin hefði verið „klúður". Endara forseti virðist vera á önd- verðum meiði við dómsmálaráðherra landsins, sem vill að Noriega verði dreginn fyrir rétt í Panama. Banda- ríkjastjóm vill hins vegar að réttar- höldin fari fram í Bandaríkjunum en Páfagarður hefur neitað að framselja hann. „Við’förum ekki fram á það að sendiherra Páfagarðs framselji Noriega til Bandaríkjanna, heldur aðeins að honum verði vísað úr sendi- ráðinu,“ sagði Endara við blaðamenn eftir nýársmessu í Panamaborg. „Noriega á ekkert erindi í sendiráð- ið. Hanrt er venjulegur glæpamaður af verstu tegund," bætti hann við. Bandarísku stjórnarerindrekarnir, sem vísað varfrá Nicaragua á laug- ardag, fóru frá Managua á nýárs- dag. Þeir voru reknir úr landi eftir að bandarískir hermenn höfðu ráðist inn í bústað sendiherra Nicaragua í Panamaborg til að leita að vopnum. Hermennimir sögðust hafa talið að byggingin væri ekki embættisbú- staður sendiherrans og nyti því ekki friðhelgi. Þeir fundu vopn í bygging- unni, meðal annars handsprengjur, Reuter Guillermo Endara, forseti Panama (fyrir miðju), við nýársmessu í Panamaborg. Hann sagði á blaðamannafundi eftir messuna að Manu- el Antonio Noriega, fyrrum einræðisherra landsins, væri venjulegur glæpamaður og sendiherra Páfagarðs ætti að vísa honum á dyr til að bandarískir hermenn gætu handtekið hann. vopn gegn skriðdrekum og árásar- riffla. George Bush Bandaríkjafor- seti sagði að aðgerð bandarísku her- mannanna væri „klúður" en kvaðst furða sig á því að sendiherrann skyldi hafa svo stórt vopnabúr í bú- stað sínum. Páfagarður hefur sent sérfræðing í málefnum Rómönsku Ameríku til að aðstoða sendiherrann í Pan- amaborg við að leysa deiluna um Noriega. Fyrstu bandarísku her- mennimir, sem sendir voru til lands- ins fyrir tæpum tveim vikum, voru fluttir til Bandaríkjanna á nýársdag. Tvær stórskotaliðssveitir, alls 141 hermaður, vom þá kallaðar heim. Alls vom 13.000 hermenn sendir til landsins til aðstoðar þeim 12.000 hermönnum, sem voru þar fyrir. Danmörk: Hæsti meöalhiti í 55 ár Kaupmaiinahöfn. Reuter. Danska veðurstofan upplýsir að síðasta ár hafi verið hið heitasta þar í landi frá 1934. Enska er okkar mál Mestu veldur að óvenju hlýtt var í veðri í janúar og febrúar er meðal- hitinn reyndist vera 4,6 og 4,9 gráð- ur. Meðalhitinn yfir árið var hins vegar 9,2 gráður vel yfir meðallagi. síðustu ára sem var 7,9 gráður. Því hefur verið haldið fram að almennt hafi hitastig farið hækkandi á undanfömum ámm vegna gróður- húsaáhrifanna svonefndu en danskir veðurfræðingar telja ótímabært að draga slíkar ályktanir þó að árið 1989 hafi verið hið mildasta í 55 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.