Morgunblaðið - 03.01.1990, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990
Upplýsingasíminn er (91)
I þessu númeri getur þú fengiö upplýsingar oc
svörviö spurningum þínum um íslandsbanka.
Upplýsingasíminn er opinn virka daga
kl. 9.00-16.00.
Ef þú ert með spurningu, hringdu!
í takt viö nýja tíma!
Bretland:
1989 hlýjasta
ár frá því mæl-
ingar hófust
St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari
Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðs-
ins.
MEÐALHITI í Mið-Englandi var
sl. ár hærri en nokkru sinni frá
því að mælingar hófust fyrir 350
árum að því er Brezka veðurstofan
sagði á nýársdag.
Meðalhiti í Mið-Englandi var
10,70° á sl. ári. Árið 1949 var meðal-
hitinn 10,61°, en það var hlýjasta
ár fram til þessa frá því mælingar
hófust fyrir 350 árum.
Allar fjórar árstíðirnar voru hlýrri
en venjulega í fyrsta sinn á þessari
öld. Bráðabirgðatölur benda til, að
árið 1989 hafi verið sólríkasta ár á
Bretjandseyjum frá 1909 og það
þurrasta frá 1976. í 26 mánuði frá
því í júlí 1987 hefur hitastig verið í
meðallagi eða hærra.
Vatnsbirgðir eru sums staðar ekki
komnar í eðlilegt horf eftir sl. ár.
Talið er að það þurfi 50% meiri rign-
ingu en í meðalári fram á vor til að
vatnsbirgðir komist í eðlilegt horf í
Sussex- og Kent-héruðunum á Suð-
ur-Englandi.
Gróður og dýralíf hafa lagað sig
að þessum nýju aðstæðum. Lyng er
víða enn í fullum blóma í Norður-
Wales og broddgeltir ieggjast ekki í
dvala. Lægri útgjöld til viðhalds vega
hafa bætt hag sveitarstjórna víða um
landið.
NÁMSKEIÐIN HEFJAST 15. JANÚAR
INNRITUN STENDUR YFIR
FYRIR
FULLORDNA
7 VIKNA ENSKUNÁMSKEIÐ
1 2 VIKNA UMRÆÐUHÓPAR
1 2 VIKNA ENSKAR BÓKMENNTIR
1 2 VIKNA RITUÐ ENSKA
FYRIR FÓLK Á
VPSKIPTASVIPI
V2 VIKNA VIÐSKIPTAENSKA
SKRIFSTOFU- OG RITARAENSKA.
SÍMAENSKA
FYRIR BÖRW
1 2 VIKNA LEIKSKÓLI 3-5 ÁRA
1 2 VIKNA FORSKÓLI 6-8 ÁRA
12 VIKNA ALMENN ENSKUNÁM-
SKEIÐ 8-12 ÁRA
1 2 VIKNA UNGLINGANÁMSKEIÐ
13-15 ÁRA
12 VIKNA STUÐNINGSNÁMSKEIÐ
FYRIR 9. BEKK
NÝTT
BRETLAND - SAGA - MENNING -
FERÐALÖG
1 2 VIKNA NÁMSKEIÐ
ICELANDIC/
ÍSLENSKA
12 VIKNA ÍSLENSKUNÁMSKEIÐ
FYRIR ÚTLENDINGA.
Ensku Skólinn
TÚNGATA 5, 101 REYKJAVÍK
HRINGDU í SÍMA
25330/25900
OG KANNADU MÁLIÐ
Ahlaupið á bústað sendiherra Nicaragua í Panama:
Bush Bandaríkjaforseti
segir aðgerðina „klúður“
Panamaborg. Reuter.
GUILLERMO Endara, forseti Pan-
ama, hvatti á nýársdag sendiherra
Páfagarðs í Panama til að vísa
Manucl Antonio Noriega, fyrrum
einræðisherra landsins, á dyr svo
að bandarískir hermenn geti
handtekið hann. Bandaríska varn-
armálaráðuneytið harmaði á laug-
ardag þá ákvörðun yfirmanna
bandaríska hersins í Panamaborg
að senda hermenn inn í bústað
sendiherra Nicaragua þar í borg.
George Bush Bandaríkjaforseti
sagði að aðgerðin hefði verið
„klúður".
Endara forseti virðist vera á önd-
verðum meiði við dómsmálaráðherra
landsins, sem vill að Noriega verði
dreginn fyrir rétt í Panama. Banda-
ríkjastjóm vill hins vegar að réttar-
höldin fari fram í Bandaríkjunum en
Páfagarður hefur neitað að framselja
hann. „Við’förum ekki fram á það
að sendiherra Páfagarðs framselji
Noriega til Bandaríkjanna, heldur
aðeins að honum verði vísað úr sendi-
ráðinu,“ sagði Endara við blaðamenn
eftir nýársmessu í Panamaborg.
„Noriega á ekkert erindi í sendiráð-
ið. Hanrt er venjulegur glæpamaður
af verstu tegund," bætti hann við.
Bandarísku stjórnarerindrekarnir,
sem vísað varfrá Nicaragua á laug-
ardag, fóru frá Managua á nýárs-
dag. Þeir voru reknir úr landi eftir
að bandarískir hermenn höfðu ráðist
inn í bústað sendiherra Nicaragua í
Panamaborg til að leita að vopnum.
Hermennimir sögðust hafa talið að
byggingin væri ekki embættisbú-
staður sendiherrans og nyti því ekki
friðhelgi. Þeir fundu vopn í bygging-
unni, meðal annars handsprengjur,
Reuter
Guillermo Endara, forseti Panama (fyrir miðju), við nýársmessu í
Panamaborg. Hann sagði á blaðamannafundi eftir messuna að Manu-
el Antonio Noriega, fyrrum einræðisherra landsins, væri venjulegur
glæpamaður og sendiherra Páfagarðs ætti að vísa honum á dyr til
að bandarískir hermenn gætu handtekið hann.
vopn gegn skriðdrekum og árásar-
riffla. George Bush Bandaríkjafor-
seti sagði að aðgerð bandarísku her-
mannanna væri „klúður" en kvaðst
furða sig á því að sendiherrann
skyldi hafa svo stórt vopnabúr í bú-
stað sínum.
Páfagarður hefur sent sérfræðing
í málefnum Rómönsku Ameríku til
að aðstoða sendiherrann í Pan-
amaborg við að leysa deiluna um
Noriega. Fyrstu bandarísku her-
mennimir, sem sendir voru til lands-
ins fyrir tæpum tveim vikum, voru
fluttir til Bandaríkjanna á nýársdag.
Tvær stórskotaliðssveitir, alls 141
hermaður, vom þá kallaðar heim.
Alls vom 13.000 hermenn sendir til
landsins til aðstoðar þeim 12.000
hermönnum, sem voru þar fyrir.
Danmörk:
Hæsti meöalhiti í 55 ár
Kaupmaiinahöfn. Reuter.
Danska veðurstofan upplýsir að
síðasta ár hafi verið hið heitasta
þar í landi frá 1934.
Enska er okkar mál
Mestu veldur að óvenju hlýtt var
í veðri í janúar og febrúar er meðal-
hitinn reyndist vera 4,6 og 4,9 gráð-
ur. Meðalhitinn yfir árið var hins
vegar 9,2 gráður vel yfir meðallagi.
síðustu ára sem var 7,9 gráður.
Því hefur verið haldið fram að
almennt hafi hitastig farið hækkandi
á undanfömum ámm vegna gróður-
húsaáhrifanna svonefndu en danskir
veðurfræðingar telja ótímabært að
draga slíkar ályktanir þó að árið
1989 hafi verið hið mildasta í 55 ár.