Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 47
Minning: Eyrún Guðna- dóttir Fædd 28. febrúar 1912 Dáin 18. desember 1989 í dag fer fram frá Fossvogskap- ellu útför Eyrúnar Guðnadóttur. Sálin í útlegð er, æ meðan dvelst hún hér ! holdsins hreysi naumu, haldin fangelsi aumu. (Passíus. 17.s. lö.v.) Eyrún Guðnadóttir fæddist í Haga í Holtum, dóttir hjónanna Guðfinnu Loftsdóttur og Guðna Einarssonar bónda. Eyrún var elzt systkina sinna, en þau eru Guðmunda, Jón Guðni og Lilja, einnig á hún tvö hálfsystk- ini, Margréti og Eyjólf, sem eru samfeðra, öll eru þau á lífi og búa nú í Reykjavik að Eyjólfi undan- skildum sem er bóndi að Bryðju- holti. Eyrún ólst upp í foreldrahúsum en fluttist til Reykjavíkur, þegar fjölskyldan færði sig um set um stundarsakir, en Guðni Einarsson keypti síðan sögujörðina Landakot á Vatnsleysuströnd. Eyrún settist að í Reykjavík og vann við ýmis störf, svo sem við framreiðslustörf á Hressingarskál- anum við Austurstræti, þar sem skáld og listamenn samtímans ylj- uðu sér við heitan kaffibolla og töluðu um vandamál hvunndagsins. Á þeim tíma voru menn á borð við Jóhannes S. Kjarval fastir gestir og uppfartaði Eyrún hann eins og henni var lagið, samviskusöm og þjónustulundin var henni í blóð bor- in. Um þrítugt veiktist Eyrún af flensu, sem lagðist þungt á hana. Upp frá því fékk hún alvarlegan sjúkdóm sem fjötraði hana við sjúkrahús alla sína ævi, að nokkrum árum undanskildum, er foreldrar mínir tóku hana á heimili sitt í Stigahlíð 20. Á þeim árum kynntist ég Eyju, það voru ófáir göngutúr- arnir, sem við fórum saman, upp í Öskjuhlið eða í njólum vaxinni Kripglumýrinni, þar sem Eyja sagði mér frá tímum liðinna ára, þegar hún var að alast upp, dögum kreppu og atvinnuleysis. Eyja var kona síns tíma, þar sem hver stund var nýtt, þá sat hún með heklunálina og bjó til hin feg-' urstu handverk, svo sem dúka og púða, vettlinga og sokka og gaf öllum er hafa vildu. Svo gjafmild og góðhjörtuð var hún að einsdæmi þótti. Hún Eyja var perla, þessi fátæk- legu orð eru minning um fagra sál í veikum og þjáðum líkama, samt gat hún alltaf brosað og gert að gamni sínu. Nú þegar hún er horfin til æðri heima, þá er sál hennar laus við fjötra líkamans. Bið ég góðan Guð 'að vera nleð sálu hennar. Blessuð sé minning hennar. Gunnar Ingimarsson MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990 47 Ferdamálanám Hefur þú áhuga á siörfum fengdum ferðaþjonustu ? Málaskólinn Hefur pú áhuga á að starfa að spennandi og fjölbreyttum störfum íferðaþjónustu hér heima eða erlendis? Vissir pú að ferðamannapjónusta er í örum vexti á Islandi? Ablaðamannafundi sem Ferða- málaráð hélt nýverið kom fram að heildarvelta ferðaþjónustu þessa árs hér á landi )T"ði á milli 9 og 10 milljarðar króna. Áætlað er að um 135 þúsund ferðamenn heimsæki’ ísland í ár og miðað við aukninguna frá 1984 munu um 300 þúsund ferðamenn sækja ísland heim á ári hverju um næstu aldamót. Á blaðamannafundinum kom einnig fram að nú eru 6 þúsund ársstörf hér á landi tengd ferðaþjónustu og reikna mætti með verulegri fjölgun þeirra á næstu árum. Með þetta í huga hefur Málaskól- inn, í samvinnu við Viðskipta- skólann, nú skipulagt námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á að takast á við hin margvíslegu verkefni sem bjóðast í ferðamannaþjónustu. Námið er undirbúið af fagmönnum og sérfræðingum á ýmsum sviðum ferðamála. Sérstök áhersla er lögð.á lausn raunhæfra verkefna. Starfsemi ferðaskrifstofa. Erlendir ferðamannastaðir. Innlendir ferðamannastaðir. Tungumál. - Rekstur fyrirtækja í ferða- mannaþj ónustu. - Flugmálasvið. - Heimsóknir í fyrirtæki. Hringdu í okkur og við sendum þér bækling með nánari upplýsingum. Ath. Fjöldi þátttakenda er takmark- aður. Námið tekur alls löOklst. og stendur yfir í 13 vikur. Kennarar á námskeiðinu hafa allir unnið við störf tengd ferðaþjónustu og hafa mikla reynslu á því sviði. Meðal námscjreina í ierðamálanaminu eru:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.