Morgunblaðið - 28.02.1990, Page 1
48 SIÐUR B
49. tbl. 78. árg._________________________________MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990 _______________________Prentsmiðja Morgunbiaðsins
Reuter
HAVEL HEIÐRAR MINNINGU SAKHAROVS
Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, (t.h.) tók tíma
frá opinberum erindagjörðum meðan hann dvaidist
í Moskvu til þess að votta hinum kunna sovéska
andófsmanni Andrej Sakharov virðingu sína. Fór
hann í gærmorgun að leiði hans í fylgd ekkju Sak-
harovs, Jelenu Bonner (t.v.). Báðir sættu á sínum
tíma ofsóknum af hálfu yfirvalda kommúnista vegna
baráttu sinnar fyrir- auknum mannréttindum.
Mandela tekið sem
þjóðhetju í Zambíu
Lúsaka, Zambíu. Reuter.
SUÐUR-afríska blökkumannaleið-
toganum Nelson Mandela var tek-
ið sem þjóðhetju er hann kom til
Lúsaka í Zambíu í gær til við-
ræðna við leiðtoga ríkja sem um-
lykja Suður-Afríku og helstu
forvígismenn Afriska þjóðarráðs-
ins (ANC).
Mandela sagði við komuna til
Lúsaka, að pólitískar umbætur í
Suður-Afríku að undanförnu væru
viss áskorun fyrir ANC. Til þess að
samtökin gætu tekið þátt í því að
stuðla þar að frekari breytingum
þyrftu þau aðstoð erlendis frá, m.a.
fjárframlög.
Næstu daga munu Mandela og
aðrir leiðtogar ANC móta stefnu
samtakanna í fyrirhuguðum viðræð-
um við suður-afrísk stjórnvöld. Hann
mun einnig eiga viðræður við fulltrúa
ýmissa Samveldisríkja meðan hann
dvelst í Zambíu, m.a. Joe Clark, ut-
anríkisráðherra Kanada. Clark segist
hafa lagt að fulltrúum ANC að af-
lýsa vopnaðri baráttu sinni gegn
stjórn hvíta minnihlutans í Suður-
Afríku. Kvaðst hann mundu gera hið
sama í viðræðum sínum við Mand-
ela, en blökkumannaleiðtoginn hefur
sagt að vopnaðri baráttu verði ekki
hætt fyrr en neyðarlögum hefur ver-
ið aflétt og pólitískum föngum sleppt.
Æðsta ráð Sovétríkjanna:
Samþykkt að stórauka
völd forseta landsins
Moskvu. Reuter.
EFTIR harðar deilur samþykkti Æðsta ráð Sovétríkjanna í gær frum-
varp er felur í sér að Míkhaíl Gorbatsjov, forseta, verði fengin mjög
aukin og víðtæk völd. Andstæðingar breytinganna sögðu þær eiga eft-
ir að fæða af sér einræðisherra en Gorbatsjov sagði þær nauðsynlegar
til þess að tryggja framgang perestrojku og hraða umbótum. Til þess
að frumvarpið verði að lögum þarf fulltrúaþingið að samþykkja það
og hefúr þingið verið kallað saman í því skyni 12.-13. mars nk. Með
samþykkt þess mun forseti fá framkvæmdavald í fyrsta skipti í sögu
Sovétríkjanna.
Samkvæmt frumvarpinu fær for-
seti völd til þess að grípa til herlaga
A-Þýskaland:
Möppufjöll
hjá Stasi
Austur-Berlín. dpa.
TALSMAÐUR borgaralegrar
nefndar, sem hefur með hönd-
um að leysa upp austur-þýsku
öryggislögregluna, Stasi,
sagði í gær, að í höfuðstöðvum
hennar væru svo fjallháir
haugar af skjalamöppiun, að
væru þær lagðar hlið við hlið
næðu þær 100 km langan veg.
Nefndin, sem er skipuð 90
mönnum, efndi til blaðamanna-
fundar í Austur-Berlín í gær og
kom þar fram, að enn hefði að-
eins unnist tími til að skoða
möppur, sem svöruðu til „fjög-
urra kílómetra". í skjölunum eru
alls kyns upplýsingar um hagi
manna, um það hvernig þeir
hafi kosið í kosningum og jafn-
vel um kynferðislíf þeirra.
eða lýsa yfir neyðarlögum. Einnig
gera þau ráð fyrir því að hann geti
gert tillögur til Æðsta ráðsins um
skipan eða brottvikningu forsætis-
ráðherra, forseta hæstaréttar og
annarra háttsettra embættismanna.
Ennfremur að hann fái völd til að
gera alþjóðasamninga og lýsa yfir
hernaði verði Sovétríkin fyrir árás.
Samkvæmt frumvarpinu verður
forseti Sovétríkjanna í framtíðinni
kosinn í beinum, leynilegum kosning-
um til fimm ára í senn. En til þess
að koma breytingunum sem fyrst í
höfn lagði flutningsmaður frum-
varpsins, Vladímír Kúdijavtsev,
varaforseti sovésku vísindaakadem-
íunnar, til að í fyrstu atrennu kysi
Æðsta ráðið forsetann til fjögurra
ára og að þeim loknum fengi þjóðin
að velja hann. Hermt er að þetta
muni tryggja Gorbatsjov áframhald-
andi völd. Róttækir fulitrúar í Æðsta
ráðinu vildu stytta fyrsta kjörtímabil
forsetans í tvö til þijú ár en að þeim
tíma liðnum yrðu nýir stjórnmála-
flokkar og fylkingar tilbúnin til að
bjóða fram. Vildu þeir einnig fá
meiri tíma til að ræða um frum-
varpið, tvo til þijá daga, en Gorbatsj-
ov, sem stýrði fundi, neitaði og
keyrði málið í gegn á einum degi.
Ástæðan fyrir því að ráðamenn í
Kreml vilja auka völd forseta mun
m.a. vera sú, að talið er að hægt
hefði verið að koma í veg fyrir blóð-
ug þjóðaátök í Azerbajdzhan og
Tadjíkístan hefðu stjórnvöld gripið
fyrr í taumana, en forsetinn hefur
ekki haft völd til þess. Ennfremur
þykir stjórnkerfið of klunnalegt í
vöfum eftir breytingar sem gerðar
voru á því í fyrra og því sé þörf fyr-
ir valdamikinn leiðtoga.
Ósammála
um opnun
lofthelgi
Ottawa. Reuter.
SAMKOMULAG náðist ekki
um opnun lofthelgi á ráð-
stefnu NATO og Varsjár-
bandalagsríkjanna, sem lauk
i Ottawa í Kanada í gær.
Ákveðið var að boða til nýs
fundar í Búdapest í apríl nk.
Tilgangur ráðstefnunnar var
að ná samkomulagi um gagn-
kvæmt eftirlitsflug yfir lands-
svæði ríkja NATO og Varsjár-
bandalagsins. John Hawes,
fulltrúi Bandaríkjanna, gaf til
kynna í gærkvöldi að vegna
andstöðu Sovétmanna í ýmsum
atriðum hefðu vonir manna um
að af undirritun gæti orðið í
maí dofnað verulega. Hermt er
að þeir hafi einangrast frá öðr-
um ríkjum. Leggjast þeir m.a.
gegn notkun hátæknibúnaðar í
fyrirhuguðu eftirlitsflugi þar
sem þeir telja að NATO-ríkin
ráði yfir háþróaðri tækjum en
þeir sjálfir. Fulltrúar NATO
segja eftirlitsflugið þjóna eng-
um tilgangi fái þeir ekki að
nota mælitæki sem safnað geti
upplýsingum í vondu veðri eða
að næturlagi.
Spáð áframhaldandi ofsa-
roki í Norðvestur-Evrópu
París, Haag, Hamborg og Kaupmannahöfn. Reuter.
FRANSKA veðurstofan gaf í gær út viðvörun um áframhaldandi ofsa-
rok í norðvestanverðri Evrópu með allt að 130 kilómetra vindhraða á
klukkustund. Einnig var spáð ofsaveðri við Miðjarðarhaf og allt að 150
km vindhraða. I Hollandi var flóðvarnargörðum lokað meðfram allri
ströndinni. Þar er nú mesta flóðahætta frá því á árinu 1953.
Á mánudag fórst hátt á fjórða tug
manna í norðvestanverðri Evrópu í
flóðum og ofsaveðri, þar af ellefu í
í Vestur-Þýskalandi og níu í Frakk-
Reuter
Vegna fióða sigla íbúar bæjarins Towyn í Wales bátum þar sem
þeir eru vanir að aka um í bílum. Klofdjúpt vatn erá götum bæjarins.
landi. í Hamborg hækkaði vatnsyfir-
borð um 3,5 metra og sá aðeins á
þök bíla sem lagt hafði verið á hafn-
arsvæðinu. Spáð var áframhaldandi
hvassviðri, en minnkandi vindstyrk.
Feijusiglingar lögðust niður milli
dönsku eyjanna og sjór flæddi yfír
láglendi á Vestur-Jótlandi. Engir
mannskaðar eða alvarleg slys urðu,
en vegasamband rofnaði og rafmagn
fór víða af.
Aðfaranótt þriðjudags unnu yfir
60 slökkviliðsmenn sleitulaust að því
að hemja skógareld við bæinn Juden-
burg í Austurríki, skammt frá júgó-
slavnesku landamærunum. Eldurinn
kviknaði þegar tré féll á háspennu-
streng. Á mánudag slösuðust þrír
Austurríkismenn í veðurofsanum,
vegir lokuðust, hús og bílar skemmd-
ust og rafmagn fór víða af.
Hollendingar standa nú frammi
fyrir mestu flóðahættu frá árinu
1953, þegar varnargarðar gáfu sig
og 2.000 manns fórust. Um tveir
þriðju hlutar landsins liggja fyrir
neðan sjávarborð.