Morgunblaðið - 28.02.1990, Síða 29

Morgunblaðið - 28.02.1990, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990 29 Aftnæliskveðja: Klemenz Jónsson Fjórða hvert ár bætum við einum degi við almanaksárið og köllum hlaupársdag. Á þeim degi, 29. febr- úar 1920, fæddist Klemenz Jónsson leikari, sem vegna skorts á afmælis- dögum heldur í dag upp á sjötugsaf- mæli sitt. Klemenz fæddist í Klettstíu í Norðurárdal, sonur Jóns Jóhannes- sonar bónda þar, og Sæunnar Klem- ensdóttur konu hans. Klemenz lauk prófi frá Héraðsskólanum í Reyk- holti 1939 og kennarapróf við Kennaraskóla Islands árið 1942. Eftir tveggja vetra nám í leiklist hjá Haraldi Björnssyni fór Klemenz til framhaldsnáms í Royal Academy of Dramatic Art í London og lauk prófi árið 1948. Hann stundaði einnig nám í skylmingum í London og eftir heimkomuna rak hann skyimingaskóla í Reykjavík frá ár- inu 1948 til 1958. Klemenz var leik- ari hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1948 til 1950 en þá var hann ráðinn að Þjóðleikhúsinu þar sem hann starf- aði sem leikari, leikstjóri og blaða- fulltrúi. Auk þessa stjórnaði Klem- enz mörgum leiksýningum utan Reykjavíkur og tók þátt í leikferð- um út um land á sumrum. Þá var Klemenz leiklistarstjóri ríkisút- varpsins um árabil en hin síðari ár hefur hann verið starfsmaður Dag- blaðsins. Það er af svo mörgu að taka í lífshlaupi Klemenzar að þessi upp- talning er ef til vill þegar orðin of löng en þó verður ekki við hana skilið svo að ekki sé getið mikilla starfa að félagsmálum, en vegna áhuga síns og eljusemi hefur hann valist til forystu í mörgum félögum, til dæmis í Ferðafélagi íslenskra leikara og Starfsmannafélags ríkisútvarpsins svo að eitthvað sé nefnt. Klemenz hefur einnig um áratugi verið virkur félagi í Frímúrarareglunni. Margar viðurkenningar hefur Klemenz hlotið fyrir störf sín en hér skal aðeins einnar til gamans getið. Norska leikritaskáldið Thor- björn Egner afhenti Klemenzi Jóns- syni heiðursborgarabréf í Kard- imommubænum fyrir frábæra leik- stjórn á því vinsæla barnaleikriti. Klemenz kvæntist 17. júní 1950 Guðrúnu Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú börn, en þau eru Olafur Örn, f. 1951, hagfræðingur í Seðla- banka íslands, kvæntur Ingu Valdi- marsdóttur hjúkrunarfræðingi. Sæ- unn, f. 1956, deildarstjóri í Lands- bankanum, gift Haili Helgasyni vélstjóra. Yngstur er svo Guðmund- ur Kristinn, f. 1969, nemi í Há- skóla íslands. Barnabörn Klemenz- ar og Guðrúnar eru fímm. Um þriggja áratuga skeið höfum við hjónin búið í nánd við þetta ágæta fólk og með okkur hefur vaxið sú vinátta að aldrei verður hún að verðleikum metin. Við höf- um notið gestrisni þeirra og góð- vilja og á milli heimila okkar hafa legið gagnvegir. Nábýli okkar hefur þó aldrei verið meira en í löngum ferðum innanlands og utan. Klemenz Jónsson er iðinn maður og ann sér ekki hvíldar. Þegar við höfum verið um kyrrt á ferðum okkar vinnur hann gjarnan að gerð þeirra útvarpsþátta um þjóðlegan fróðleik sem hann er löngu lands- þekktur fyrir. Efni í þessa þætti sækir hann í fornsögur og gögn allt fram til vorra daga en enginn skyldi ætla að þættir hans verði til án þrotlausrar umhugsunar og vinnu. I aldagömlu þorpi í Suður-Frakk- landi, þar sem akrar sólblómanna sýnast endalausir, situr Klemenz og les Brennu-Njálssögu. í huga hans eru að fá á sig mynd atburðir sem hann býr í búning til flutnings fyrir þá sem vilja hlusta á þjóðlegan fróðleik. í súld og rigningu sitjum við í sumarhúsi að Eiðum austur á Héraði og Klemenz blaðar í gömlum skjölum þar sem hann leitar að söguþræði í gömlu sakamáli. Þessu höfum við hjónin kynnst í ferðum okkar með Klemenzi og Guðrúnu á erlendri grund og hér á landi en ein er þó sú mynd sem skýrust er af Klemenzi. Af litlum miða í lófa sér les hann vísu eða brot úr kvæði. Hann hrífst af hugs- un eða hrynjanda en Klemenz þarf ekki að leita í orðasmiðju annarra svo hagur er hann í eigin orðasmíð. Við hjónin óskum Klemenzi til hamingju með afmælið og þökkum honum og Guðrúnu samfylgdina en óskum okkur sjálfum að við eigum enn langa samfylgd með þessum góðu vinum. Klemenz dvelst um þessar mund- ir erlendis. Hilmar Biering AUGL YSINGAR \ TILBOÐ - ÚTBOÐ 01ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Vatnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í renniloka (solid vedge gate valves). Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtu- daginn 29. mars 1990 kl. 14.00. INNKAUPASTOriMUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirk|uvec|i 3 Sinn 25800 tJRARIK A 1 RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Utboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að byggja aðveitustöðvarhús við Rimakot í Austur-Landeyjum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Raf- magnsveitna ríkisins við Dufþaksbraut 12, Hvolsvelli, og Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 1. mars 1990, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins á Hvolsvelli fyrir kl. 14.00 mið- vikudaginn 14. mars 1990 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK 90001 aðveitustöð við Rimakot". Reykjavík, 22. febrúar 1990. Rafmagnsveitur ríkisins. CJRARIK RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Utboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-90002: Háspennuskápar, 11 og 19 kV, fyrir aðveitustöð Rangárvöllum og Smyrlu. Opnunardagur: Fimmtudagur 22. mars 1990, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað áð viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 1. mars 1990 og kosta kr. 500,- hvert eintak. Reykjavík, 27. febrúar 1990. Rafmagnsveitur ríkisins. Q| ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í pípúundirstöður. Um er að ræða 275 pípuundirstöður og 27 pípustýringar fyrir 500 mm og 600 mm pípu í steyptan hitaveitustokk. Samtals 18 tonn af stáli. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 13. mars 1990 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 SJÁLF5TJEDISPLOKKURINN F É I. A G S S T A R F Akranes Fundur veröur í fulltrúaráöi sjálfstæðisfélaganna á Akranesi í Sjálf- stæðishúsinu, Heiöargerði 20, föstudaginn 2, mars kl. 20.30. Fundarefni: Tillaga uppstillingarnefndar um framboðslista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar á Akranesi á vori komanda. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna áAkranesi. Kópavogur - Kópavogur Sjálfstæðiskvennafélagið Edda Öskudagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 28. febrúar kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1, 3. hæð. Konur á framboðslista flokksins mæta á fundinn. Þórdís Pétursdóttir kynnir Stjórnmála- skóla Sjálfstæðisflokksins. Kaffiveitingar. Allar sjálfstæðiskonur velkomnar. Stjórnin. Hafnfirðingar Bjór í eitt ár. Hefur ástandið versnað? Hefur bjórinn bjargað veitingarekstri i Hafnarfirði? Fundur Stefnis vegna þess að eitt ár er liöiö frá afléttingu bjórbanns verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu kl. 20.30 fimmtu- daginn 1. mars. Hafnfirðingar, mætum og ræðum málið ásamt viðkomandi aðilum úr veitingarekstri og víðar og könnum hvort áhrifin hafa orðið til góðs eða ills. Stjórn Stefnis. Tálknafjörður Fundur verður haldinn i kaffistofu Þórs- bergs miðvikudaginn 28. febrúar kl. 20.30. Þorvaldur Garðar Kristjánsson mætir á fundinn og ræðir um stjórnmálaviðhorfið og byggðamál. Sjálfstæðisfólk, fjölmennið. Sjálfstæðisfélag Tálknafjarðar. Egilsstaðir Fundur í Sjálfstæðisfélaginu á Egilsstöðum verður i Valaskjálf mið- vikudaginn 28. febrúar kl. 21.00. Fundarefni: Undirbúningur bæjarstjórnarkosninganna. Stjórnin. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins Kvöld- og helgarskóli Helgarnámskeið fyrir sjálfstæðis- konur íVestmannaeyjum Dagskrá: Laugardagur 3. mars: Kl. 11.00-12.00 Ræðumennska og fundarsköp: Bjarndis Lárusdóttir. Kl. 12.00-12.30 Matarhlé. Kl. 12.30-15.00 Ræðumennska - framhald. Kl. 15.00 Kaffihlé. Kl. 15.30-18.00 Greinaskrif: Þórunn Gestsdóttir. Sunnudagur 4. mars: Kl. 10.00-12.30 Ræðumennska og fundarsköp: Bjarndis Lárusdóttir. Kl. 12.30 Matarhlé. Kl. 13.00-16.00 Greinaskrif: Þórunn Gestsdóttir. Kl. 16.00 Kaffihlé. Kl. 16.30-18.00 Basjarstjómarkosningar: Sigurður Jónsson, bæjarfulltrúi. Við höfum skömm á skattastjórnum Opinn fundur um skattamál verður haldinn á Hótel Borg fimmtudag- inn 1. mars kl. 17.00 undir fyrirsögininni: Við höfum skömm á skatta- stjórnum. Erindi flytja: Þuríður Pálsdóttir, Ólafur B. Thors, Kristján Guðmundsson, Geir H. Haarde og Halldór Blöndal. Fundarstjóri verður Davíð-Stefánsson. Allir, sem fengið hafa nóg af skattpiningu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, eru velkomnir á fundinn. Samband ungra sjálfstæðismanna, Málfundafélagið Óðinn, Landsmálafélagið Vörður og verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.