Morgunblaðið - 28.02.1990, Page 30

Morgunblaðið - 28.02.1990, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990 Félagsstarf til fyrirmyndar Fræðslufundir og tæknisýningar á vegum Lagnafélags íslands eftir Þóri Hilmarson Lagnafélag íslands var stofnað 4. október 1986. Stofnfélagar eru ýmsir þeir, lærðir og leikir, sem áhuga hafa á þeim margslungna málaflokki sem eru lagnir í mann- virkjagerð. Höfuðmarkmiðið félagsins er að fjalla um alla þætti tæknilagna, s.s. vatnslagnir, hitalagnir, loftræsti- kerfí, slökkvikerfi og annan lagna- búnað í mannvirki, allt frá fram- leiðslu og sölu lagnaefnis, og til- heyrandi stýribúnaðar, til hönnun- ar, tæknilegra úrlausna og uppsetn- ingar og loks þjónustu og viðhalds. Sömuleiðis að fjalla út frá sömu forsendum um lagnir og virkjanir utanhúss, hvort sem eru boranir eftir heitu eða köldu vatni, vatns- veitur, hitaveitur, holræsi, snjó- bræðslukerfi eða annað. Útgáfustarfsemi Frá upphafi hafa menn tekið höndum saman um að gera veg félagsins sem mestan og stuðla að sem bestum árangri. Strax var sú stefna mótuð um starfsemina að halda fræðslufundi um sérstök og afmörkuð viðfangsefni, sem síðar gæti þróast til víðtækari starfsemi hjá félaginu. Til að halda fyrirlestra á slíkum fundum hafa verið fengn- ir hæfustu menn og erindi þeirra verið gefin út í fréttablaði og sérrit- um félagsins. Eins og fram kom í máli Krist- jáns Ottóssonar, blikksmíðameist- ara og eins af frumkvöðlum Lagna- félags íslands, á fræðslufundi á Akureyri 4. nóvember sl., þá hefur margvísleg útgáfustarfsemi þegar átt sér stað á vegum félagsins. Má þar nefna 7 sérrit Lagna- frétta sem eru: Varmaendurvinnsla, Snjóbræðslulagnir, Eftirlit og út- tekt á loftræsi- og hitakerfum, Stjómbúnaður fyrir loftræsi- og hitakerfi, Brunavamakerfi, Leið- beiningar varðandi uppsetningu á reyk-, hitageisla- og bmnalokum í loftræsikerfí og Lagnir í fiskeldi, auk 12 fréttablaða sem m.a. hafa að geyma viðtöl við þekkta sérfræð- inga um lagnamál Og ýmsa aðra sem sýnt hafa starfsemi félagsins áhuga. Félagsstarfið Sú þróun hefur einnig orðið, að fræðslufundir félagsins hafa smám saman og í stöðugt vaxandi mæli orðið vettvangur fyrir söluaðila til að kynna þá vöm sem þeir hafa á boðstólum og fýrir hinar ýmsu stofnanir, er lagnamálum sinna í einni eða annarri mynd, að kynna starfsemi sína. Frá stofnun Lagnafélags íslands hafa verið haldnir 8 fræðslufundir og er óhætt að segja að starfsemi félagsins er mjög blómleg þessa stundina. Má geta þess, að á aðeins fjögurra mánaða tímabili hafa verið haldnir tveir fræðslufundir og tæknisýningar, á Akureyri og í Reykjavík, auk þess fræðslufundar sem nú er fyrirhugað að halda í mars á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Ætíð hefur verið margt um manninn á fræðslufundum og tæknisýningum Lagnafélags ís- lands og em menn einhuga um að mikið og margvíslegt gagn sé af þeirri starfsemi. Þar geta þeir sem að lagnamálum starfa með ein- hveijum hætti borið saman bækur sínar og miðlað fróðleik og reynslu sín á milli. Þórir Hilmarsson „Ætíð hefur verið margt um manninn á fræðslufundum og tæknisýningum Lagna- félags Islands og eru menn einhuga um að mikið og margvíslegt gagn sé af þeirri starf- semi.“ Fræðslufiindur um rekstur og viðhald A næsta fræðslufundi félagsins, sem hefst kl. 13.00 laugardaginn 3. mars á Hótel Loftleiðum, verður wSB&Bma . Mmmmm Heímsnýjung! WK Komið og kynnist nýju UNIX- tölvunum frá IBM IBM RISC SYSTEM/6000 Kynningar í dag, miðvikudag, og á morgun, fimmtudag, f húsakynnum okkar að Skaftahlíð 24. Skráning í síma 697700 m.a. rætt um rekstur og viðhald lagnakerfa. Það er málefni, sem hönnuðir og rekstaraðilar lagnakerfa telja mjög brýnt að krufið sé til mergjar á fundi sem þessum þar sem lagna- menn og aðrir er málið varðar koma saman. Lagnakerfi eru margs konar, eins og áður er getið, en á þessum fræðslufundi verður sérstaklega rætt um loftræsikerfi í byggingum í þessu sambandi. Loftræsikerfi eru sum hver flókin og margslungin í allri uppbyggingu og margháttaður stýribúnaður er á boðstólum. Tals- verð reynsla hefur þegar safnast um slík kerfi hér á landi, bæði um það sem vel hefur farið og einnig það sem miður hefur reynst. Þess vegna er mjög áhugavert að ræða þessi mál á slíkum fræðslufundi sem hér er fyrirhugaður. Rætt verður um rekstur og við- hald lagnakerfa, annars vegar frá sjónarhóli verkkaupa og hins vegar frá sjónarhóli verksala. Á fræðslufundinum verður einnig rætt um stýribúnað fyrir lagna- kerfi, t.d. um mælingar og stillingar á loftræsi- og hitakerfum, svo dæmi sé tekið. Flutt verða erindi um tækjabún- að, þ.e. hlutverk og samvirkun tækja í lagnakerfum, og um útboðs- gögn til viðhalds á lagnakerfum. Þetta umræðuefni er vafalaust mjög forvitnilegt fyrir þá sem með einhveijum hætti sinna þessum 'málum. Framsögumenn og fleiri valin- kunnir menn munu sitja fyrir svör- um að framsöguerindum loknum. Það hefur sýnt sig að einmitt þann- ig koma ýmsir markverðir hlutir betur fram í dagsljósið, enda geta þá fundarmenn, sem áhuga hafa, komið hugðarefnum sínum á fram- færi og e.t.v. fengið svör við brenn- andi spurningum um einstök tækni- leg vandamál sem krefjast úrlausn- ar. Handbók fyrir lagnakerfi Á fundinum verður kynnt Hand- bók fyrir lagnakerfi, sem lengi hef- ur verið unnið að á vegum Lagnafé- lagsins. Verðúr handbókin til sölu meðan á fundinum stendur fyrir þá sem áhuga kunna að hafa á því að eignast þessa ágætu bók. Að gefa út sérstaka íslenska handbók um lagnamál er mjög gott framtak, og áhugavert verður að skoða bókina og kynna sér það merka brautryðj- endastarf sem hér hefur verið unn- ið, að mestu með óeigingjörnu sjálf- boðastarfi. Tæknisýning Og síðast en ekki síst verður haldin vegleg tæknisýning á vegum framleiðslu- og söluaðila lagnaefn- is. Tæknisýningin hefst fyrr um daginn, eða kl. 10.00, og stendur síðan yfir til kl. 18.00. Það skaðar ekki að geta þess, að hin gullfallega Hugrún Linda Guðmundsdóttir, fegurðardrottning Islands, mun eftir þyí sem best er vitað klippa á borðann ásamt form- anni Lagnafélags íslands og opna þannig tæknisýninguna með form- legum hætti. Það er einnig von bjartsýnustu manna, að fegurðardrottningin muni aftur gleðja augu þeirra sem verða á sjálfum fræðslufundinum er hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 16.30. Höíundur er byggingarverkfræðingur. „Við gerum okkar besta“ FYRST OG FREMST SKAFTAHLlO 24 105 REYKJAVlK SlMI 697700 ~ ' . : .*/. ... :. . . -- - .- eftir Birgi Þorgilsson í dag leikur íslenska landsliðið í handknattleik sinn fyrsta leik í heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik í Tékkóslóvakíu. Eins og svo oft áður ætlast lands- menn til þess að landslið okkar verði í röð fremstu þjóða í þessari keppni. Þegar ekki vinnast tveir leikir í handknattleik gegn einni af fremstu íþróttaþjóða heims, Hol- lendingum, tala menn um að nú hafi „strákarnir okkar“, eins og Iandsliðsmenn okkar í handknatt- leik eru oft nefndir þegar vel geng- ur, brugðist þjóðinni illilega. Slík viðbrögð eru mannleg og í mörgu tilliti skiljanleg, en við skulum minnast þess, að það eitt að öðlast rétt til þátttöku í heimsmeistara- keppni er mikið afrek, ekki síst þegar í hlut á ein minnsta þjóð heims. Með því að ná þeim áfanga hafa landsliðsmenn okkar í hand- knattleik unnið þjóð sinni ómetan- Iegt gagn og borið hróður lands og þjóðar víðar en flestir aðrir Islend- ingar. Þessa staðreynd hefi ég oft sannreynt í starfí mínu á sviði land- kynningar og ég veit að svo er með marga aðra sem vinna að útflutn- ingsmálum. Að sjálfsögðu eigum við að halda áfram að gera miklar kröfur til þessara ungu og glæsilegu afreksmanna okkar, en um leið skulum við muna alla þá glæstu sigra sem þeir hafa nú þegar unn- ið. í hníijafnri íþróttakeppni afreks- þjóða getur svo ótal margt ráðið úrslitum um endanlega niðurröðun og árangur í einstökum leikjum, atriði sem enginn mannlegur mátt- ur getur ráðið við á stað og stundu. I mínum huga hefur landslið okkar í handknattleik staðið sig með miklum ágætum í öllum lands- leikjum síðan það komst í hóp þeirra bestu — aðeins misjafnlega vel. Á Birgir Þorgilsson „En við skulum minnast þess, að þ^ð eitt að öðl- ast rétt til þátttöku í heimsmeistarakeppni er mikið afrek.“ ykkur, ungu landsliðsmenn, hvílir ennþá einu sinni mikil ábyrgð. Ekki aðeins að „tapa eða vinna með sama hugarfari" á leikvelli, heldur einnig að vera áfram fyrirmynd þeirrar íþróttaæsku, sem nú er að alast upp í okkar ágæta landi. Gangið svo vel og drengilega fram í leikjum ykkar í Tékkóslóv- akíu og snúið heim aftur enn betri og heilli menn. Tugþúsundir Islend- inga bíða nú spenntir úrslitanna, en jafnframt sannfærðir um að þið munið „gera ykkar besta“. Höfundur er ferðamálastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.