Morgunblaðið - 28.02.1990, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990
37
Æ/ M/
MOHOU
SÍMI 78900 - ÁLFABAKKA 8 - BREIÐHOLTI
FRUMSÝNIR TOPPMYNDINA:
SAKLAUSIMAÐURIIMM
★ ★★ SV. MBL. — ★ ★ ★ SV.MBL.
HÉR ER HÚN KOMIN TOPPMYNDIN „INNO-
CENT MAN" SEM GERÐ ER AE HINUM SNJALLA
LEIKSTJÓRA PETER YATES. ÞAÐ ERU ÞEIR
TOM SELLECK OG F. MURRAY ABRAHAM SEM
FARA HÉR ALDEILIS Á KOSTUM f ÞESSARI
FRÁBÆRU MYND.
TOPP-SPENNUMYND í SAMA FLOKKI OG
„DIE HARD" OG „LETHAL WEAPON".
Aðalhl.: Tom Selleck, F. Murray Abraham, Laila
Robins, Richard Young. — Leikst.: Peter Yates.
Framl.: Ted Field/Robert W. Cort.
Sýnd kl. 4.45, 6.55, 9 og 11.10.
Bönnuð innan 14 ára.
LÆKNANEMAR
MaTTIIEW ManNE DaTHN'E ZlTNKA CWUSTTNE Um
Sýnd kl. 5,7,9,11.10.
JOHNNY MYNDARLEGI fl
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.10.
Bönnuö innan 16 ára.
Sími 32075
FRUMSYNIR:
BUCK FRÆNDI
__a JOHN HUGHES film_
JOHN CANDY
★ ★ ★Vz AI.MBL.
★ ★★★ DV.
Sýnd í C-sal kl. 5,7,9 og 11.
LOSTI
★ ★★ SV.MBL.
Sýnd í B-sal kl. 5,7,9 og 11.10.
Bönnuðinnan14ára.
Frábær gamanmynd um feita, lata svoiann, s
fenginn var til þess að sjá um. heimili bróður síns í s
tíma og passa tvö börn og tánings-stúlku, sem vildi f
sínu fram. Mynd þessi hefur verið sýnd við fádæi
vinsældir í Bandarikjunum síðustu mánuði.
Aðalhlutverk: John Candy (Great outdoors,
Trains and automobiles) og Amy Madigan
(Twice in a lifetime).
Leikstjóri, framleiðandi og handrit John Huges
(Breakfast Club, Mr. Mom o.fl., o.fl.).
Sýnd í A-sal kl. 5,7,9 og 11.
AUNIVERSAIRHJEASE
c nmMvasu. cmrmna »c
FANTASÍA
8ýnir
VAGNADANS
í Skeifunni 3c,
húsnæði Frú Emilíu.
3. sýn. föstud. kl. 21.00.
4. sýn. sunnud. kl. 21.00.
Miðapantanir í síma 697172.
Stjörnubíó frumsýnir
myndina
TEFLTÍTVÍSÝNU
meðJAMES WOODS og
ROBERT DOWNEYJR.
BILLIARD
ERÆÐI
Ókeypis kennsla
fyrir dömur
Borgartúni 32,
sími 624533.
il m\ NliOGII NN 19000
Frumsýnir toppmyndina:
Hér er á ferðinni splunkuný og aldeilis þrælgóð spennumynd
sem nú gerir það gott víðs vegar um Evrópu. Sylvester Stall-
one og Donald Sutherland elda hér grátt silfur saman og eru
hreint stórgóðir. Stallone segir sjálfur að „I.ock Up" sé hans
besta mynd síðan hann gerði „Rocky I".
Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Donald Sutherland,
John Amos og Darlanne Fluegel.
Framl.: Lawrence og Charles Gordon (Die Hard, 48 hrs.).
Leikstjóri: John Flynn (Best Seller).
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.10. — Bönnuð innan 16 ára.
FULLTTUNGL
Frábær gamanmynd með
Gene Hackman.
Sýnd kl. 5,7 og 9.
Tvær góðar spennumyndir
eftir sögum
ALISTAIR MacLEAN
sýndar í nokkra daga!
SPYRJUM AÐ LEIKSLOKUM
Sýnd kl. 5 og 9.
TATARALESTIN
Sýnd kl.7og11.10.
KOLDERU
KVENNARÁÐ
Sýnd7,11.10.
ÞEIRLIFA
)ohn Carpcnter:
„THEYLIVE"
★ ★★ G.E.DV.
Sýnd kl. 5,7,9,11.10.
Bönnuð innan 16 ára.
FJOLSKYLDU-
MÁL
★ ★★ SV.MBL.
Sýnd5og9.
HRYLUNGSBOKIN (IMADMAN) -Sýnd w. n.io.
VAKNINGARSAMSKOMA
er í kvöld í Herkastalanum
við Kirkjustræti kl. 20.30.
Majorshjónin Björg og
Conrad Örsnes syngja og
tala en Erlingur Níelsson
mun túlka. Þá flytur Ingi-
björg Jónsdóttir brigadier
upphafsorð. Hersöngsveitin
syngur og að lokum verður
kaffi borið fram.
KIRKJA_____________
ÁRBÆJARKIRKJA: Fyrir-
bænastund kl. 16.30.
NESKIRKJA: Föstumessa í
kvöld kl. 20. Sr. Frank M.
Halldórsson.
DÓMKIRKJAN: Bænaguðs-
þjónusta í dag kl. 17.30. Sr.
Hjalti Guðmundsson.
ELLIHEIMILIÐ Grund:
Föstumessa í kvöld kl. 18.
Pétur Þorsteinsson.
DAGBÓK
FELLA- OG HÓLA-
KIRKJA: Guðsþjónusta, alt-
arisganga, í kvöld kl. 20.30.
Sr. Guðmundur Karl Ágústs-
son. Organisti Guðný- M.
Magnúsdóttir.
HALLGRÍMSKIRKJA:
Föstumessa kl. 20.30 í kvöld.
Sr. Jakob Ág. Hjálmarsson
prédikar. Dómkórinn syngur.
Organisti Marteinn H. Frið-
riksson.
HÁTEIGSKIRKJA: Kvöld-
bænir og fyrirbænir kl. 18 í
kvöld.
ÁSKIRKJA: Föstumessa kl.
20.30 í kvöld.
SKIPIIM
REYK JAVÍKURHÖFN: í
fyrradag kom Hekla og fór
aftur samdægurs í strand-
ferð. Þá kom nótaskipið Pét-
ur Jónsson úr söluferð með
loðnuafla. í gær kom Kyndill
af ströndinni og fór aftur í
ferð samdægurs, eins var
háttað um ferðir Mánafoss.
Þá kom 30.000 dw-tonna
norskt olíuskip Fjöd Shell og
grænlenskur togari kom til
að taka veiðarfæri, Ramoen
heitir sá.
HAFN ARF JARÐARHÖFN:
í gær kom togarinn Hjalteyr-
in inn til löndunar og togarinn
Sölvi Bjarnason til viðgerð-
ar. Þá kom Urriðafoss að
utan. Frystiskipið Polar Nan-
ok er farið út aftur.
MINNIIMGARKORT
HEILAVERND hefur minn-
ingarkort sín til sölu í Blóma-
húsinu við Glerárgötu á Akur-
eyri. í Reykjavík í Holts apó-
teki og í blómabúðunum Dögg
Álfheimum 6 og Runna
Hrísateig 19. í Hafnarfirði í
Hafnarfjarðarapóteki.
IMURNUM
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Innilokaður („Lock Up“).
Sýnd í Regnboganum.
Leiksljóri: John Flynn.
Aðalhlutverk: Sylvester
Stallone og Donald Suther-
land.
Innilokaður er fyrsta til-
raun Silvesters Stallones til
að fóta sig á hvíta tjaldinu
eftir Rambómyndirnar og
leika sæmilega eðlilega per-
sónu sem getur t.d. haldið
uppi samræðum og stillir sig
um að drepa nokkum mann
þær 90 mínútur sem myndin
varir. Hann er allur mýkri
en áður sem kemur þó ekki
í veg fyrir að persónusköpun-
in sé í ódýrari kantinum sem
fyrr, sérkennilega líflaus og
einfeldningsleg og gæti
raunar á sínu hjárænulega
plani hvergi átt heima nema
í Stallonemynd.
Innilokaður fjallar nánast
um ekki neitt og er mest-
megnis einleikur á Stallone.
Hann er stórkostlegur fyrir-
myndarfangi og meginvinur
litla mannsins í steininum en
svo vill til að mesti óvinur
hans er fangelsisstjórinn —
leikinn af glettilega sadista-
legum Donald Sutherland —
og sá ætlar að sjá til þess
að Stallone dúsi í múmum
alla ævi. En myndin, undir
leikstjóm John Flynns
(þokkalegur BestSeller), ætl-
ar einhvernveginn aldrei af
stað og gengur illa að finna
sér stíl eins og stjömu henn-
ar. Hún er í aðra röndina
drungaleg lýsing á ofbeldis-
fullu fangelsislífí og dimm í
kvikmyndun og raunsæisleg
í grófum hasarstílnum en svo
getur hún allt í einu orðið
að líflegu rokkmyndbandi
með vöðvastæltan Stallone í
bílaviðgerðum ásamt félög-
um sínum svona eins og
glæpir séu loksins famir að
borga sig.
Og væmnin í kringum per-
sónu píslarvottsins Stallone
(hvað hann er yfírleitt að
gera í fangelsi skilur maður
ekki en tengist uppáhalds-
setningu Rambós: maður
verður að gera það sem mað-
ur verður að gera) lýkur með
sigurgöngu hans í gegnum
fangahópinn í lokin sem með
tilliti til annarra mynda hans
er löngu orðið að óborgan-
legu hallæri.
Handritið virðist sumsé
samið sérstaklega fyrir Stall-
one en það er ósköp lítið bita-
stætt í því. Þegar loks dreg-
ur að uppgjörinu á milli
Stallones og Sutherlands
alltof seint í myndinni kemur
í hana góður kippur og hasar
sem er vel framreiddur.