Morgunblaðið - 07.04.1990, Page 2

Morgunblaðið - 07.04.1990, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRIL 1990 Varð fyrir vélsleða og beið bana DRENGURINN, sem varð fyrir vélsleða á veginum skammt frá Nesjavallavirkjun í fyrrakvöld, var látinn af áverkum sinum við komu á sjúkrahús. Hann hét Grétar Þór Sigurðsson, 11 ára gamall, til heimilis að Kársnes- braut 90 í Kópavogi. Drengurinn var einn á gangi á veginum skammt frá virkjuninni þegar hann varð fyrir sleðanum, sem ekið var eftir veginum. Skyggni var lélegt. Þyrla Landhelg- isgæslunnar flaug austur og sótti drenginn, en hann var látinn við komu á sjúkrahús í Reykjavík. Ökumaður vélsleðans hlaut einn- ig áverka, en þeir voru ekki taldir lífshættulegir. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi. Umhverfísráð- herra hafíiar samkomulagi JÚLÍUS Sólnes umhverfisráð- herra haihaði í gær samkomulagi forsætisráðherra við stjórnarand- stöðuna um framgang stjórnar- frumvarps um verkefni umhverfis- málaráðuneytisins. Sjálfstæðismenn og fijálslyndir hægri menn stóðu að samkomulags- gerðinni við forsætisráðherra. Þeir gera kröfur um að felldar verði niður eða frestað verði gildistökU sjö greina frumvarpsins, sem fjalla um færslu mengunardeildar Siglingamálastofn- unar, Geislavama ríkisins og Holl- ustuvemdar undir umhverfísráðu- neytið. Gildistöku greinanna verði frestað þar til heildarendurskoðun laga um þessar stofnanir lýkur. Stjómarandstæðingar vildu ekki fall- ast á tímamórk endurskoðunar og mun forsætisráðherra hafa verið til- búinn að gefa þetta atriði eftir. Umhverfísráðherra, sem staddur er í Genf, harðneitaði hins vegar að samþykkja að tímamörk féllu út. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði í gærkvöldi að hann ætti von á að samkomulag næðist við umhverfisráðherra, þegar hann kæmi heim. ísland viðurkenni sjálfetæði j^tháens: ForsðÞtisráð- herra alhent áskorun 600 Islendinga JÓN Valur Jensson guðfræð- ingur afhenti Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra í gær áskorun rúmlega 600 ís- lendinga til ríkisstjórnarinnar um tafarlausa viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Lithá- ens. Jón Valur Jensson átti frum- kvæði að undirskriftasöfnuninni, sem stóð í 4 daga. Hann safnaði sjálfur rúmlega 80% undir- skrifta. Listar lágu einnig frammi á fáeinum stöðum en söfnunin fór aðeins fram í Reykjavík. I samtali við Morgun- blaðið sagði Jón Valur að undir- tektir við undirskriftasöfnuninni hefðu verið geysilega góðar. Jón Valur sagði að forsætis- ráðherra hefði veitt undirskrift- unum viðtöku með þeim orðum að viðurkenning Dana fyrir hönd íslendinga frá 1921 á fullveldi og sjálfstæði Litháens væri enn í gildi og sér sýndist sem Lithá- ar mætu 'yfirlystan stuðning Al- þingis við málstað þeirra. Framkvæmdir Landsvirkjunar vegna nýrrar álbræðslu; Fj áríestingíu' að meðaltali 7,7 milljarðar á ári næstu fimm ár FJÁRFESTINGAR Landsvirkjunar á tímabilinu 1990-1994 eru áætlað- ar 7,7 milljarðar króna á ári að meðaltali ef samningar takast um byggingu Atlantal álbræðslu hér á landi. Ennfremur er gert ráð fyrir að aðrir í orkugeiranum fjárfesti fyrir um 1 milljarð að meðaltali á ári á sama tímabili. Á sama hátt er áætlað að vinnuaflsþörf í orkufram- kvæmdum á næstu fimm árum gæti numið um 600-650 ársverkum að meðaltali á ári með mannafla sem gæti numið um 1300-1400 mönnum þegar mest væri umleikis á árunum 1992-1993. í ræðu Jóhanns Más Maríussonar, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins í gær kom fram að áætluð orkuþörf Atlantal bræðslu mæld í orkuveri muni nema um 3 þúsund gígawattsstundum. Samkvæmt orkuspá fyrir núverandi markað að viðbættri áætlaðri af- gangsorkusölu er áætlað að heildar- orkuvinnsla á þennan markað muni SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu verkamanna í álverinu í Straums- vík og viðsemjenda þeirra hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun var árangurslaus og lauk án þess að til nýs væri boðað. Sáttasemj- ari tók sér frest til að hugsa mál- ið og hefúr samband við deiluað- ila í dag. Deiluaðilar ræddu við forsætis- og iðnaðarráðherra síðdegis í gær. Jakob Möller, starfsmannastjóri íslenska álvers- ins, segir að það sé ljóst að for- svarsmenn ISALs muni í engu hvika frá fyrri afstöðu og þeim samningum sem gerðir hefðu ver- ið. Að óbreyttu kæmi því til fram- leiðslustöðvunar. „Við ætlum ekki að breyta samningnum," sagði Jakob. Þetta var fyrsti fundurinn eftir að verkamennirnir, sem eru félags- menn í verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði, felldu kjarasamninga, sem tekist höfðu við starfsmenn í álverinu, en þeir eru alls í tíu verka- lýðsfélögum. Samningamir voru nema um 5 þúsund gígawattsstund- um árið 1995. Þannig myndi hin nýja álbræðsla auka núverandi orku- markað um 60%. Til að mæta orkuþörfum Atlantal bræðslunnar og aukningu hins al- menna markaðs er reiknað með Biönduvirkjun, stækkun Búrfells- virkjunar og tilheyrandi aðgerðum á Þjórsársvæðinu og Fljótsdalsvirkjun. samþykktir með miklum meirihluta í hinum félögunum, en þeir voru bomir upp í fyrradag. Verkfall Hlífar heldur því áfram, en það hefur stað- ið í viku. Eftir viku til viðbótar storknar álið. í kerunum og fram- leiðsla álversjns stöðvast, hafi samn- ingar ekki tekist fyrir þann tíma, en samkomulag er milli aðila um tveggja vikna niðurkeyrslutíma, til að minnka þann skaða sem verður ef framleiðslan stöðvast. Jakob Möller sagði að í gærmorg- un hefði straumur til keranna síðast verið minnkaður og straumurinn væri nú kominn niður í 90 kílóamp- er úr 104,5. Straumurinn yrði ekki minnkaður frekar, en það yrði hald- ið áfram að lækka álhæð í kerunum. Þannig yrði tekið 50 tonnum meira úr þeim á sólarhring en framleitt væri. í lok næstu viku yrði álhæðin komin eins neðarlega og hægt væri. Framleiðslutap á niðurkeyrslutíman- um næmi nokkur hundruð tonnum'. Sólarhringsframleiðslan væri nú 88-89% af því sem hún væri þegar Til viðbótar er einnig gert ráð fyrir að virkja 30 megawött til raforku- framleiðslu á Nesjavöllum auk þess sem stækkun Kröflu um 30 mega- wött myndi koma fljótt í kjölfarið. Jóhann sagði að til að geta séð þessari áliðju fyrir nægjanlegri orku yrði stækkun Búrfellsvirkjunar að geta ásamt Nesjavallavirkjun tekið til starfa á fyrstu mánuðum ársins 1994 og Fljótsdalsvirkjun yrði að vera komin í gagnið haustið 1994. Til þess að unnt væri að standa við þessar tímasetningar væri nauðsyn- legt að hefjast handa nú þegar við útboðsgagnagerð við vatnsaflsvirkj- anír og tilheyrandi flutningskerfi og þegar líða tæki á árið yrði að hefja verksmiðjan væri rekin með fullum afköstum. Fyrir verkfall var fram- leiðsla á sólarhring 242 tonn. Hann sagði tjónið ef verksmiðjan lokaði skipta mörg hundruð milljón- um, þrátt fyrir þessar undirbún- ingsráðstafanir. Því mætti skipta í beint framleiðslutap, kostnað við aðgerðir samfara gangsetningu verksmiðjunnar aftur, en meginhluti þess kostnaðar væri fólginn í því að hreinsa kerin. í þriðja Iagi styttist endingartimi keranna og sum þeirra eyðilegðust. Það tæki nokkra mán- uði að ná fullum afköstum aftur, en ef samningar takast í næstu viku tæki svipaðan tíma að keyra verk- smiðjuna í full afköst og tók að minnka þau. Hins vegar sýni reynsl- an frá síðasta hausti, þegar verkfall stóð í tvær vikur áður en samningar tókust, að það yrði ójafnvægi í ker- ganginum, sem tæki um tvo mánuði að jafna. Það þýddi eitthvað fram- leiðslutap, en aukna vinnu og um- stang og erfiðari vinnuskilyrði að ýmsu leyti fyrir starfsmenn. byijunarframkvæmdir við þær. Áætlað er að á fyrsta ársþelmingi þessa árs þurfí að veija um 70 millj- ónum króna til þessa undirbúnings en á seinni helmingi ársins um 330 milljónum eða samtals 400 milljón- um króna. Þá kom fram hjá Jóhanni að viðræður um orkuverð hefðu leitt í ljós að hægt yrði að ná yið\jnandi samningum fyrir báða aðila, hvað varðaði orkuverðið, verðtrVgginar- skilmála og endurskoðunarákvæði. Jóhannes Nordal, stjórnarfor- maður Landsvirkjunar, sagði m.a. í ræðu sinni á ársfundinum að þegar hinar miklu framkæmdir sem búast mætti við næstu ár yrðu skipulagð- ar, myndi Landsvirkjun sérstaklega gefa gaum að því að dreifa fram- kvæmdum þannig að eftirspurn eftir vinnuafli yrði sem jöfnust allan framkvæmdatímann. Til að forðast óeðlilegt álag á byggingariðnaðinn og jafna framkvæmdaálag væri hugsanlegt- að Landsvirkjun tæki hluta af framkvæmdafé sínu á bygg- ingartíma virkjananna að láni innan- lands og greiddi það aftur á skömm- um tíma þar á eftir. Jafnvel væri hugsanlegt að fá hluta af þessu fé að láni hjá öðrum framkvæmdaaðil- um t.d. vegagerð og sveitarfélögum, sem frestuðu framkvæmdum sínum um tíma, en fengju svo lánsféð end- urgreitt frá Landsvirkjun með full- um vöxtum tveimur til þremur árum síðar. Seyðisfiörður; Fiskvinnsl- an var slegin Byggðasjóði FISKVINNSLAN hf. á Seyðis- firði, ásamt öllum vélum, tækjum og búnaði fyrirtækisins, var sleg- in Byggðasjóði á 47 milljónir króna á uppboði í gær, fóstudag. Stærstu kröfuhafar voru Byggðasjóður, Fiskveiðasjóður og Landsbankinn. Norðursíld hf., sem Fiskvinnslan atti, er hins vegar sérstakt skuldafrágöngubú og verð- ur boðið upp síðar í þessum mánuði. Sáttafiindur í áldeilunni skilar engum árangri: Hvikum í engn frá fyrri afstöðu okkar - segir Jakob Möller starfsmannastjóri fslenska álversins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.