Morgunblaðið - 07.04.1990, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1990
1.500 böm í heimsókn hjá Granda hf.:
Lyktin vond - steikt
ýsa með tómatsósu góð
UM 1.500 grunnskólanemendur
lögðu leið sína í fiskvinnslustöð
Granda hf. í gær og skoðuðu starf-
semina sem þar fer fram. Var á
mörgum nemendanna að heyra
að heimsóknin hefði verið bæði
skemmtileg og fróðleg. Mikla
kátínu vakti meðal krakkanna að
allir urðu að hafa hárnet á höfði
og plast yfir skóm, en þau tóku
því vel og virtust skilja að nauð-
synlegt er að gæta fyllsta hrein-
lætis þar sem matvælaframleiðsla
fer fram.
Bömin gengu í fylgd kennara
sinna og starfsmanna Granda um
Norðurgarðinn þar sem fram fer
vinnsla á bolfiski, þorski og ufsa og
fieiri tegundum. Ráðgert var að eng-
in vinnsla færi fram meðan á heim-
sókninni stæði en svo fór að helming-
ur starfsmanna var við vinnu á flæð-
ilínum en hinn helmingur gekk um
salina og fræddi nemendurna um
starfsemina.
Fisklyktin virtist fara illa fyrir
bijóstið á sumum
en krakkarnir báru
sig vel og sögðust
vita að fiskveiðar
og fiskvinnsla
væru undirstöðu-
atvinnugreinar ís-
lendinga. Brynjóif-
ur Bjarnason,
framkvæmdastjóri Halldór
Sigmundsson
Granda hf., var í hlutverki gestgjaf-
ans og gekk með krökkunum um
salina. Hann sagði að von væri á
framhaldsskólanemendum eftir kl.
14 sem ætluðu einnig að kynna sér
starfsemina.
Halldór Sigmundsson, 11 ára
nemandi í Engidalsskóla í Hafnar-
firði, sagði að sér litist vel á svona
starfskynningu. „Við byijuðum á því
að fara í gegnum gúmbjörgunarbát-
inn uppi og síðan gengum við um
fiskvinnslusalina. Annars gæti ég
ekki hugsað mér að vinna hérna,
lyktin er svo ægilega vond. En fisk-
vinnsla er mikilvæg fyrir þjóðarbúið,
Dagbjört 0111 Ólafsdóttir
Freysdóttir
75% af útflutningstekjum." Halldór
sagði að sér þætti þó steikt ýsa með
tómatsósu góður matur.
Dagbjört Freysdóttir, 11 ára nem-
andi í Engidalsskóla, sagðist ekki
hafa farið í starfskynningu áður.
„Ég gæti ekki hugsað mér að vinna
í fiski vegna lyktarinnar. Það byija
líka svo margir að reykja sem vinna
í fiski en það ætla ég aldrei að gera.
Þjóðin kemst hins vegar ekki af án
fiskvinnslu, þetta er undirstaða þjóð-
arinnar. Við höfitm oft fisk heima
og mér finnst hann bara ágætur á
bragðið," sagði Dagbjört.
Ollí Olafsdóttir, 12 ára nemandi
VEÐURHORFUR í DAG, 7. APRÍL
YFIRLIT i GÆR: Fremur hæg sunnan- og suðvestanátt um mest
allt land. Þó var hægviðri á Suðausturlandi. Skýjað var um allt land,
en að mestu úrkomulaust. Hiti +2 til -5-6 stig.
SPÁ: Sunnan- og suðvestanátt. Skúrir eða slydduél sunnan og
vestanlands og á vestanverðu Norðurlandi.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Suðvestanátt sums stað-
ar allhvöss með skúrum sunnan- og vestanlands, en að mestu
úrkomulaust í öðrum landshlutum. Hiti +4 til +6 stig.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
-)0° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
Skúrir
*
V ■
== Þoka
= Þokumóða
» , ’ Súld
OO Mistur
—{- Skafrenningur
[T Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík hiti <■5 1 veftur skýjað skýjað
Bergen 4 léttskýjað
Helsinki 7 skýjað
Kaupmannah. 7 léttskýjað
Narssarssuaq +6 snjókoma
Nuuk +1 snjókoma
Osló 7 skúr
Stokkhólmur 7 skýjað
Þórshöfn 3 skýjað
Algarve 14 skúr
Amsterdam 10 heiðskírt
Barcelona 16 þokumóða
Berlín 10 skýjað
Chicago 4 skýjað
Feneyjar alskýjað
Frankfurt 10 skýjað
Glasgow 8 skúr
Hamborg 8 hálfskýjað
Las Palmas 20 alskýjað
London 11 léttskýjað
Los Angeles 14 SÚId |
Lúxemborg 10 skýjað
Madríd 10 skúr
Malaga 19 hálskýjað
Mallorca 17 skýjað
Montreal 0 snjóél
New York 8 rigning
Orlando 13 léttskýjað
Paris 12 skýjað
Róm 18 alskýjað
Vín vantar
Washington 9 skúr
Winnipeg +12 léttskýjað
Morgunblaðið/Emilía
Börnin horfa angistarfull á ísaðan fiskinn en Brynjólfiir Bjarnason,
framkvæmdastjóri Granda, brosir til þeirra.
úr Varmárskóla í Mosfellsbæ, sagði
að sér litist vel á þá starfsemi sem
færi fram í Granda. Hún var að
skoða fiska sem lágu ísaðir í fisk-
körum. „Það sem kom mér mest á
óvart er allur tækjabúnaðurinn hér
og hve margar tegundir af fiski eru
hér. Ég gæti vel hugsað mér að
vinna við fiskvinnslu en ég held að
launin séu kannski of lág,“ sagði
Ollí.
í dag er opið hús hjá Granda hf.
og býðst almenningi þá að kynna
sér starfsemi fyrirtækisins.
Fimm valkostir um
veðurupplýsingar
VEÐURSTOFA íslands hefur í samvinnu við Póst og síma tekið í
notkun nýjan símsvara með upplýsingum um veður, þar sem lands-
mönnum öllum er í sömu símanúmerum, 990600 til 605 og fyrir sama
gjald boðið að velja milli fimm valkosta með upplýsingum um veður
af ýmsu tagi.
Páll Bergþórsson, veðurstofu-
stjóri, sagði að í fyrsta númerinu
væri þessi þjónustua kynnt og allir
valkostir. I öðru númerinu fengjust
upplýsingar um veður og veðuhorfur
í stórum dráttum fyrir landið í heild,
í því þriðja hefðbundin veðurspá fyr-
ir einstök spásvæði á landi og mið-
um. I fjórða númerinu er ahægt að
fá upplýsingar um veður og veður-
horfur á höfuðborgarsvæðinu, í því
fimmta verður hægt að fá veðurlýs-
ingu fyrir valdar erlendar veður-
stöðvar og í því sjötta flugveðurskil-
yrði yfir Islandi að degi til.
Páll sagði að þeir hjá Veðurstof-
unni vonuðust eftir að þessi bætta
þjónusta mæltist vel fyrir, því hvergi
væri jafn mikið hugsað um veðrið
og hér. Þannig hefði hann kannað
hringingar í eldri svarsíma Veður-
stofunnar 17000, sem náði einungis
til höfuðborgarsvæðisins og Akur-
eyrar. Hann hefði fylgst með hring-
ingum í eina viku og þær hefðu ver-
ið 800 að meðaltali á dag og 1.500
þegar mest var og veður slæmt.
Þetta samsvaraði 300 þúsund hring-
ingum á ári og sýndi að þörfin væri
mikil fyrir þessa þjónustu, 'auk þess
sem ónæði veðurfræðings á vakt
ætti vonandi eftir að minnka.
Yfírmenn á Herjólfí
boða til verkfalls
FARMANNA- og fiskimannasam-
band íslands hefur boðað til
þriggja sólarhringa verkfalls fyrir
hönd yfirmanna á farþegaskipunu
Heijólfi og hefst verkfallið 12.
Haftiarfj örður:
Veggjakrot
veldur usla
ÓKUNNUR maður hefúr undan-
farna daga farið um Hafnarfjörð
og krotað á húsveggi. Hann skilur
eftir sig sömu áletrunina alls stað-
ar: HF 32. Rannsóknardeild lög-
reglunnar í Hafiiarfirði telur
líklegt að kvikmynd, sem Stöð 2
sýndi um liðna helgi, hafi vakið
þessa áráttu með manninum.
Maðurinn hefur úðað málningu á
veggi Hafnarfjarðarkirkju, Prent-
smiðju Hafnarfjarðar og Dvergs 0g
þurfa forráðamenn húsanna að mála
veggi þeirra. Lögreglan biður þá sem
búa yfir upplýsingum um málið að
hafa við sig samband.
Um liðna helgi sýndi Stöð 2 kvik-
mynd um pilt sem berst við yfirvöld
í heimaborg sinni. Hann beitir fyrir
sig veggjakroti og kvittar fyrir með
áletruninni Turk 182. Að sögn
Sveins Björnssonar, yfirlögreglu-
þjóns rannsóknardeildar lögreglunn-
ar í Hafnarfirði, tók hafnfirski
veggjakrotarinn til við iðju sína eftir
sýningu þessarar myndar en ekki
hefur tekist að ráða í skammstöfun-
ina HF 32.
apríl ef ekki hefúr samist fyrir
þann tíma. Að sögn Helga Lax-
dal, varaformanns FFÍ, er þess
krafist að laun yfirmanna hækki
i samræmi við hækkanir undir-
manna hjá útgerð Heijólfs.
„Um borð í þessu skipi er orðinn
óeðlilega lítill launamunur milli und-
irmanna og yfirmanna. Farmanna-
og fiskimannasambandið semur fyrir
hönd yfirmanna á farskipum og Sjó-
mannafélagið almennt fyrir hönd
undirmanna. Þessu er þannig varið
að yfirmenn á Heijólfi sigla sam-
kvæmt samningum FFÍ en Jötunn í
Vestmannaeyjum semur fyrir undir-
menn á skipinu. Þeir samningar
hafa byggst á samningum Sjó-
mannafélagsins en þó hafa verið í
þeim ákveðnar viðbætur. Við teljum
að hliðstæða samninga eigi að gera
við alla áhöfnina," sagði Helgi.
Helgi sagði að erfitt væri að nefna
einhveijar tölur um þá launahækkun
sem yfirmenn á Heijólfi færu fram
á, það yrði að skoða það í samhengi
við heildarkjör áhafnarinnar. Þó
væri um talsverðar upphæðir að
ræða.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bands íslands, sagði að sér þætti
verkfallsboðunin ekki skynsamleg
ráðstöfun. „Það eru allir mjög róleg-
ir yfir þessu, um þetta leyti eru litl-
ir flutningar á milli lands og Eyja.
Hins vegar er það ljóst að tímabært
er orðið að ljúka gerð kjarasamninga
við Farmanna- og fiskimannasam-
bandið,“ sagði Þórarinn.
Ekki hefur verið boðað til samn-
ingaviðræðna með deiluaðilum.