Morgunblaðið - 07.04.1990, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1990
33*
■ BANDA-
RÍSKI gítar-
Ieikarinn Mic-
hael Chapdela-
ine heldur tón-
leika í Norræna
húsinu í
Reykjavík, á
morgun, sunnu-
daginn 8. apríl
og hefjast þeir
kl. 20.30. Michael Chapdelaine hef-
ur unnið til fyrstu verðlauna í virt-
um gítar- og tónlistarkeppnum og
má þar nefna „Guitar Foundation
of America“-keppnina, Paganini-
keppnina og keppni Félags banda-
rískra tónlistarkennara. Chapdela-
ine hefur lokið meistaragráðu við
Florida State-háskólann og voru
honum veitt verðlaun fyrir framúr-
skarandi námsferil við það tæki-
færi. Hann hefur auk þess sótt
námskeið til virtra kennara, t.d.
Andreas Segovia. Hann kemur
reglulega fram á tónleikum um öll
Bandaríkin, jafnt sem einleikari og
kammertónlistarmaður og leikur í
útvarpi og sjónvarpi. Chapdelaine
er nú á leið í tónleikaferðalag um
Evrópu.
■ NOKKUR ungmenni og kirkju-
kór Neskirkju munu bera pálmavið-
argreinar til kirkju sinnar á vígslu-
afmæli Neskirkju á pálmasunnudag
kl. 14.00.
Er þetta gert til að minnast þess
GENGI OG GJALDMIÐLAR
GENGISSKRÁNING
Nr. 68 6. aprfi 1990 Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.16 Kaup Sala Gengi
Dollari 60,98000 61.14000 61.68000
Sterlp. 100,25100 100,51400 100.02300
Kan. dollari 52.21100 52.38400 52.39300
Dönsk kr. 9.41050 9.43520 9.44930
Norsk kr. 9,29430 9.31870 9,32290
Sasnsk kr. 9.94290 9.96900 9.99190
Fi. mark 15.24310 15.28310 15.27300
Fr. franki 10.70200 10.73010 10.69120
Belg. franki 1.73860 1.74310 1.73940
Sv. franki 40.69400 40.80080 40.54430
Holl. gyllini 31.96020 32.04400 31.92960
V-þ. mark 35.98280 36.07720 35.93880
ít. líra 0.04889 0.04902 0.04893
Austurr. sch. 5.11580 5.12920 5.10600
Port. escudo 0.40710 0.40810 0.40790
Sp. peseti 0.56570 0.56720 0.56270
Jap.yen 0.38770 0.38872 0.38877
írskt pund 96.41200 96.66500 96.15000
SDR (Sérst.) 79.34350 79,55170 79.64060
ECU, evr.m. 73.61810 73.81130 73.56270
Tollgengi fyrir apríl er sölugengi 28. mars. Sjálfvirkur
simsvari gengisskránmgar er 62 32 70.
er Jesú kom til Jerúsalem og mann-
fjöldinn fagnaði honum með því að
bera pálmagreinar eins og tíðkaðist
í þá daga þegar konungar voru á
ferð.
■ HAFLIÐI Kristinsson verður
settur inn sem nýr forstöðumaður
Hvitasunnukirkjunnar Fíladelfíu í
Reykjavík á morgun, sunnudaginn
8. apríl. Fráfarandi forstöðumaður,
Einar J. Gíslason, lætur nú af
störfum eftir 20 ára forstöðu við
Einar J. Gíslason Hafliði Kristins-
son
Fíladelfíusöfnuðinn, og tékur Haf-
liði við sem fjórði forstöðUmaður
safnaðarins frá stofnun haqs árið
1936. Samkoman á pálmasunnudag
hefst kl. 16.30, og eftir samkomuna
er samkomugestum boðið til kaffi-
drykkju í neðri sal kirkjunnar. Allir
eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
■ LANDSSAMBAND lijálpar-
sveita skáta, Bandalag íslenskra
skáta og Hjálparstofnun kirkj-
unnar tóku höndum saman á sl.
ári um stofnun fyrirtækis til að
safna einnota öl- og gosdrykkjaum-
búðum og koma þeim til skila til
Endurvinnslunnar. Fyrirtæki sitt
nefndu eigendur Þjóðþrif hf. Um
50 dósakúlur eru nú staðsettar á
höfuðborgarsvæðinu og í nokkrum
kaupstöðum og bæjum úti á Iandi.
í dósakúlurnar má setja allar ein-
nota öl- og gosdrykkjaumbúðir,
hvort heldur er glerflöskur, plast:
flöskur, plastdósir eða áldósir. í
dag, laugardag, gefst fólki kostur
á því að hringja í síma 26440 og
621390 og þá munu skáta koma
og sækja uppsafnaðar birgðir. Skát-
ar munu einnig standa við dósakúl-
urnar í dag og aðstoða fólk við að
losa sig við tómar umbúðir.
■ FÉLAG einstæðra foreldra
hélt fund um meðlagsmál fímmtu-
daginn 22. mars sl. Framsöguerindi
Michael Chap-
delaine
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA
I 6. apríl.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð(kr.)
Þorskur 78,00 32,00 70,49 1,721 121.307
Þorskur(ósl.) 75,00 65,00 70,37 7,058 496.684
Þorskur(smár) 30,00 20,00 26,31 1,365 35.914
Ýsa 75,00 75,00 75,00 0,360 27.000
Ýsa(ósl.) 36,00 36,00 36,00 0,024 864
Karfi 23,00 23,00 23,00 0,053 1.219
Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,047 940
Steinbítur 28,00 20,00 25,78 0,621 15.994
Steinbítur(ósL) 29,00 20,00 21,51 0,621 13.356
Langa 40,00 40,00 40,00 0,070 2.800
Skata 5,00 5,00 5,00 0,021 105
Hnísa 140,00 140,00 140,00 0,015 2.030
Gellur 215,00 160,00 201,94 0,070 14.035
Samtals 60,75 12,763 775.380
í dag verður m.a. selt óákveðið magn af þorski, karfa og ufsa úr Víði HF.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 74,00 46,00 65,75 30,669 2.016.499
Þorskur(ósl.) 85,00 40,00 61,66 39,173 2.415.317
Ýsa 73,00 50,00 67,43 34,719 2.341.108
Ýsa(ósl.) 68,00 68,00 68,00 0,163 11.084
Karfi 34,00 31,00 32,81 16,829 562.218
Ufsi 36,00 20,00 31,69 68,841 2.181.727
Hlýri+steinb. 43,00 20,00 30,10 5,720 172.168
Langa 41,00 38,00 39,22 6,295 246.921
Lúða 390,00 140,00 267,41 1,200 320.895
Skarkoli 50,00 20,00 22,88 0,787 18.008
Keila 13,00 13,00 13,00 0,160 2.080
Skata 5,00 5,00 5,00 0,010 50
Skötuselur 215,00 215,00 215,00 0,040 8.600
Rauðmagi 50,00 20,00 24,26 1,742 42.266
Hrogn 130,00 130,00 130,00 0,043 5.590
Samtals 49,97 207,026 10.345.304
í dag, laugardag, verður selt úr bátum og hefst uppboðið klukkan 12.30.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 101,00 31,00 70,95 108,881 7.725.537
Ýsa 95,00 50,00 76,32 25,572 1.951.575
Karfi 46,00 15,00 28,93 . 2,746 79.445
Ufsi 32,00 15,00 25,47 9,383 238.971
Steinbítur 29,00 15,00 19,73 21,712 428.395
Hlýri 23,00 23,00 23,00 0,177 4.071
Langa 51,00 29,00 45,79 • 0,288 13.188
Lúða 310,50 105,00 253,93 0,518 131.534
Skarkoli 50,00 35,50 47,52 0,982 46.664
Keila 19,00 5,00 18,08 1,177 21.285
Skötuselur 340,00 340,00 340,00 0,004 1.360
Rauðmagi 43,00 40,00 • 41,71 0,051 2.127
Hrogn 150,00 150,00 150,00 0,105 15.750
Samtals 61,82 172,956 10.691.760
| í dag, laugardag, verður selt óákveðið magn úr dagróðrabátum.
fluttu Geir H. Haarde alþingis-
maður, Finnur Ingólfsson, aðstoð-
armaður tryggingamálaráðherra,
og Ingibjörg Magnúsdóttir, vara-
formaður Félags einstæðra for-
eldra. Fundurinn var vel sóttur og
var eftirfarandi ályktun samþykkt
af fundinum. „Almennur fundur
Félags einstæðra foreldra skorar á
stjórnvöld að beita sér fyrir því að
gerð verði könnun á raunverulegum
framfærslukostnaði barna og miða
meðlag/barnalífeyri við þá könnun,
þannig að foreldrum verði í reynd
gert skylt að framfæra börn sín að
jöfnu.“
■ DR. DUNCAN Brown verk-
fræðingur frá Nýja Sjálandi heldur
fyrirlestur í húsi Verkfræði- og
raunvísindadeilda, VR-II, við Hjarð-
arhaga mánudaginn 9. apríl nk. kl.
17.00.
Dr. Duncan Brown starfar hjá
Design Power New Zealand Ltd.,
ríkisrekinni stofnun, sem hefur yfír-
umsjón með allri hönnun jarð-
varmavirkjana þar í landi. Hann
mun dveljast á íslandi í nokkra
daga sem gestur Háskóla íslands,
Verkfræðingafélags íslands og
Orkustofnunar. Erindi hans hingað
er að kynna sér stöðu í rannsóknum
og nýtingu jarðvarmans á Islandi.
Fyrirlesturinn fjallar um stöðuna í
þessum málum í heimalandi hans
og þá einkum nýjustu framkvæmd-
ir í þeim málum á Nýja Sjálandi,
sem er Ohaaki raforkuverið á
Broadlands jarðhitasvæðinu. Þama
var reist 116 mW raforkuver og
voru fyrstu hverflarnir ræstir síðla
árs 1988.
Fyrirlesturinn er öllurn opinn.
■ PÁSKABASAR Kvenfélags
Fríkirkjunnar í Reykjavík verður
haldinn að Laufásvegi 13, í dag,
laugardaginn 7. apríl, kl. 14.
I FYRIRLESTRAR um hernám
Danmerkur og Noregs verða í
Norræna húsinu mánudaginn 9.
apríl kl. 20.30, en þann dag eru
50 ár liðin frá því að þýski herinn
réðist inn í löndin. Fyrst talar norski
sagnfræðingurinn Berit Nokleby
og nefnir hann fyrirlesturinn
„Ockupasjonen av Norge 9. april
1940“. Danski sagnfræðingurinn
Knud J.V. Jespersen heldur fyrir-
lestur um „Politik og modstand
under den tyske besættelse af Dan-
mark 1940-45“. Berit Nokleby er
einn fremsti sagnfræðingur Noregs
hvað snertir heimsstyrjöldina. Hún
starfar við háskólann í Helsinki.
Nýlega kom út eftir hana bókin „Da
krigen kom“. Berit Nokleby vinnur
nú að bók um ævi Josefs Terboven.
Knud J.V. Jespersen er lektor við
háskólann í Óðinsvéum og hefur
ritað mikið um og rannsakað her-
námsárin í Danmörku.
(Fréttatilkynning frá Norræna húsinu.)
■ MÁLFUNDAFÉLAGIÐ
Magni gengst fyrir Magnavöku í
Hafnarborg í dag, laugardag, kl.
14.00. Lúðrasveit Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar leikur undir stjóm
Stefáns Ómars Jakobssonar, Hanna
Eiríksdóttir les ljóð, Kári Þormar
leikur einleik á píanó, Stefán Ómar
Jakobsson leikur á básúnu við und-
irleik Helga Bragasonar á píanó og
Karlakórinn Þrestir syngur. Að-
gangur á vökuna er ókeypis.
■ FÉLAGSFUNDUR Kríunnar,
félags um óháð framboð á Höfn í
Hornafirði, hefur samþykkt fram-
boðslista fyrir næstu bæjarstjórn-
arkosningar og hafði til hliðsjónar
skoðanakönnun sem fram fór á
stofnfundi félagsins þann 26. mars
sl. Var tillagan samþykkt í einu
Keppt um Morgun
blaðsskeifuna
KEPPT verður um Morgun-
blaðsskeifuna á bændaskól-
unum á sunnudag og mið-
vikudag.
Skeifukeppni Bændaskólans á
Hvanneyri verður haldin á
pálmasunnudag og hefst dag-
skráin klukkan 10 með keppni
í A og B flokki gæðinga. Hóp-
reið verður frá kirkjunni klukk-
an 13, en skeifukeppnin hefst
klukkan 14. Að henni lokinni
verður kaffi í boði skólans og
þar fer fram verðlaunaafhend-
ing.
A Hólum verður skeifu-
keppnin á miðvikudaginn og
hefst klukkan 14. Að henni lok-
inni verður gæðingakeppni og
þar á eftir óvænt dagskráratriði.
Yarmr Kanada og NATO
Yfírmaður allra hervarna í
Kanada, A. John G.D. de Chastela-
in, flytur fyrirlestur á hádegisverð-
arfundi Samtaka um vestræna sam-
vinnu (SVS) og Varðbergsí Átt-
hagasal Hótels Sögu í dag.
Vegna breytinganna í Austur-
Evrópu eru nú miklar umræður um
þróun öryggismála og Atlantshafs-
bandalagsins (NATO). í því sam-
bandi beinist athyglin að varnar-
samstarfi Evrópuríkja og Banda-
ríkjanna og Kanada í Norður-
Ameríku. Fyrirlestur kanadíska
hershöfðingjans fjallar um varnir
Kanada með sérstöku tilliti til
Norður-Atlantshafssvæðis NATO.
Átthagasalur Hótels Sögu verður
opnaður klukkan 12 á hádegi.
A. John G.D. de Chastelain
hljóði og er listinn því þannig skip-
aður: 1. Gísli Sverrir Árnason,
2. Svava Kristbjörg Guðmunds-
dóttir, 3. Stefán Ólafsson, 4.
Björn Grétar Sveinsson, 5. Ragn-
hildur Jónsdóttir, 6. Guðjón Þor-
björnsson, 7. Hrönn Pálsdóttir,
8. Svava Arnórsdóttir, 9. Haukur
Þorvaldsson, 10. Bára Ingvadótt-
ir, 11. Guðni Þór Hermannsson,
12. Inga Kristín Sveinbjörnsdótt-
ir, 13. Árni Stefánsson, 14. Sig-
urður Hjaltason. Ákveðið var á
fundinum að sækja um listabók-
stafinn H.
■ NÁTTÚRUVERNDARFÉ-
LAG Suðvesturlands fer tvær
vettvangsferðir laugardaginn 7.
apríl til að kanna loftmengun við
aðalumferðaræðar í Reykjavíkur-
borg. Kynntar verða einfaldar
kannanir á rykögnum í lofti og
sýrustigi í úrkomu. Kannanir sem
allir geta gert með einföldum og
ódýrum áhöldum. Fyrri ferðin verð-
ur farin kl..13.30 frá gömlu rafstöð-
inni við Ártúnsvað og að Breiðholts-
braut eða Miklubraut eftir því hver
vindstaðan hefur verið sl. sólar-
hring. Seinni ferðin sem verður
samanburðarferð verður farin kl.
15.30 úr Nauthólsvík austur eða
norður með Öskjuhlíð.
■ SMEKKLEYSA efhir til
veislu í Tunglinu sunnudagskvöld-
ið 8. apríl. Þar koma fram ýmsir
listamenn til eflingar þjóðerni og
menningu íslendinga. Sýnd verður
kvikmynd Óskars Jónassonar,
Sérsveitin, Laugarásvegi 25, og
tónlist flytja Laufey Sigurðardótt-
•ir fiðluleikari í félagi við Pál Eyj-
ólfsson gítarleikara og Megas treð<-'
ur upp. Skáldin Einar Már Guð-
mundsson, Sigfús Bjartmarsson,
Halla Frímannsdóttir, Bragi Ól-
afsson, Einar Örn Benediktsson
og Bárður R. Jónsson koma fram.
Einnig verður lesið úr trúarljóðum
eftir Vestur-íslendinginn Harald C.
Leiðrétting
í forystugrein blaðsins í gær seg-
ir að þingmenn allra flokka á þingi
nema Borgaraflokksins standi að
bréfí um málskot til Lagastofunar
vegna frumvarps til laga um físk-
veiðistjóm. Hið rétta er að það eru
þingmenn allra flokka nema Fram'
sóknarflokksins sem standa að
þessu bréfi.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför móður minnar, ömmu okkar, dóttur, systur og mágkonu,
CECILÍU ÞÓRÐARDÓTTUR
fulltrúa,
Espigerði 16,
Reykjavík.
Sérstakar þakkirtil hjúkrunarfólks og lækna á Landakotsspítala.
Þórður Einarsson,
Ólafur Þórðarson,
Cecilfa Þórðardóttir,
Þórður Hjálmar Þórðarson,
Þórður Ólafsson, Kristín S. Helgadóttir,
Helgi G. Þórðarson, Þorgerður Mortensen,
Þórunn Þórðardóttir,
Sigurður Þ. Guðmundsson, Kristín Einarsdóttir.