Morgunblaðið - 07.04.1990, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRIL 1990
Utgerðarfélag’ Akureyringa:
Afli 700 tonnum minni
fyrstu 3 mánuði ársins
SLÉTTBAKUR landaði í vikunni 225 tonnum af íirystum fiski að
verðmæti um 45 milljónir króna og er verðmæti aflans með því
mesta sem skipið heíur borið að landi, en í maí á síðasta ári var
verðmæti eftir eina veiðiferð tæplega 42 milljónir króna.
_ , _ Heildarafli fimm ísfisktogara
'' Utgerðarfélags Akureyri á fyrstu
þremur mánuðum ársins er 3.595
tonn, en á fyrstu þremur mánuðum
síðasta árs höfðu togararnir fímm
komið með 4.288 tonn að landi.
Einar Óskarsson hjá ÚA sagði að
Flugleiðir
opna bílaleigu
FLUGLEIÐIR ætla að opna bíla-
leigu á Akureyri og hefur verið
auglýst laust til umsóknar starf
umsjónarmanns bílaleigunnar.
Félagið hefur keypt Shell-húsið
gegnt flugvellinum, þar sem til
skamms tíma var starfandi tóla-
leiga. Um tuttugu bílar verða á leig-
unni og er ætlunin að starfsemin
hefjist í sumar.
hluti skýringarinnar á minni afla
nú væri, að Svalbakur hefði verið
frá veiðum í einn og hálfan mánuð,
en hann var í slipp og fór ekki til
veiða fyrr en um miðjan febrúar.
A fyrstu þremur mánuðum ársins
veiddi Sléttbakur tæp 1.200 tonn
og er þá miðað við fisk upp úr sjó,
en á liðnu ári hafði hann veitt
1.130 tonn. Að viðbættum afla
Sléttbaks hafa togarar Útgerðarfé-
lagsins veitt um 4.800 tonn af físki
á árinu.
Kaldbakur landaði í fyrradag 173
tonnum, og Harðbakur kom með
178 tonn í vikunni. I síðustu viku
landaði Sólbakur 82 tonnum, Sval-
bakur 168 tonnum og Hrímbakur
134 tonnum. Stór hluti afla Kald-
baks var karfi, eða 87 tonn, en
afli Harðbaks var nokkuð blandað-
ur. Afli annarra togara var að
mestu þorskur.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Frá undirritun samningsins. Frá vinstri eru Sigurgeir Haraldsson, Skautafélaginu, Ragnar Steinbergs-
son, Golfklúbbi Akureyrar, Sigfús Jónsson bæjarstjóri og Aðalsteinn Sigurgeirsson, Þór. Þá eru einnig
á myndinni Hermann Sigtryggsson íþróttafulltrúi, Ingólfúr Ármannsson og Baldvin Grétarsson lrá Skaut-
afélaginu, Páll Stefánsson, íþróttaráði, Þórarinn B. Jónsson, GA og Smári Garðarsson, GA.
Samningnr undirritaður:
Bærinn greiðir íþrótta-
félögum 15,5 milliónir
SAMNINGUR um samstarf Akur-
eyrarbæjar og þriggja íþróttafé-
laga á Akureyri var undirritaður
í gær, en alls mun bærinn greiða
- v
Byg-g-ðastofnun tryggir ekki áframhaldandi rekstur:
Fóðurstöðin á Dalvík
verður ekki opnuð á ný
Hræddur um að þetta þýði endalokin, segir
formaður Loðdýraræktarfélags Eyjaíjarðar
FÓÐURSTÖÐIN á Dalvík verður ekki opnuð aftur eftir að hún var
innsigluð um miðja síðustu viku. Á fúndi stjórnar Byggðastofhunar
sem haldinn var í gær var rætt um vanda bænda á svæði Fóðurstöðv-
arinnar á Dalvík og var niðurstaða meirihluta stjórnar stofnunarinn-
ar að ekki væri fært að leggja fram það fé sem þarf til að opna
og tryggja áframhaldandi rekstur stöðvarinnar. Ekki er talið ólík-
legt að þessi niðurstaða geti leitt til endaloka loðdýraræktar á
EyjaQarðarsvæðinu.
bænda sem talið er að geti numið
um 50 milljónum króna hjá loð-
dýrabændum á landinum öllu.
Jafnframt verði unnið að því með
bændum að tryggja áframhaldandi
fóðurframleiðslu á Norðurlandi þar
til lausn til lengri framtíðar finnst.
Jón Hjaltason formaður Loðdýr-
aræktarfélags Eyjafjarðar sagði
að þessi niðurstaða fundar Byggð-
astofnunar þýddi að um helmingur
bændanna á svæðinu myndi slát'ra
dýrum sínum, en á fundi í fyrri
viku var mjög þungt hljóð í mörg-
um. Hann sagði að allt benti til
að komið væri að endalokum grein-
arinnar á svæðinu, en hluti bænda
myndi reyna að hjara til hausts
enda væru skinnin verðlaus nú.
Á fundi stjórnar Byggðastofn-
unar var samþykkt að stofnunin
greiddi kostnað vegna flutnings á
fóðri til loðdýrabænda í Eyjafirði
frá fóðurstöð Melrakka á Sauðár-
króki, á meðan unnið er að athug-
un á fyrirkomulagi fóðurfram-
leiðslu á Norðurlandi. í fréttatil-
kynningu frá Byggðastofnun segir
að áhersla hafí verið á það lögð í
umræðum að leggja sem fyrst fram
tillögur um skipan fóðurframleiðsi-
umála á Norðurlandi, en áður en
slíkar tillögur verði gerðar þarf að
liggja fyrir hversu umfangsmikil
loðdýraræktin verður á svæðinu
öllu í næstu framtíð. Þá þurfi einn-
ig að liggja fyrir hver kaupi af
-stöðvunum ríkistryggð skuldabréf
Ómögulegt væri að segja fyrir um
hvort menn reyndu að þrauka leng-
ur.
Jón sagði að bændur austast á
svæðinu, þ.e. í Fnjóskadal og á
Svalbarðsströnd út í Grýtubakka-
hrepp, hefðu hug á að fá fóður frá
Húsavík, enda um mun styttri veg-
alengd að ræða. Þeir bændur sem
eftir stæðu hefðu af því áhyggjur
að fóður frá Sauðárkróki yrði æði
dýrt. „Þetta er langur vegur með
ekki stóra slettu," eins og Jón orð-
aði það. Bændur hafa lítillega rætt
þá hugmynd að koma sér upp eig-
in fóðurstöð þar sem þeir ynnu
sjálfir og sagði Jón að mönnum
þætti það mun skynsamlegri lausn
en að fá fóður frá Skagafirði.
Bændur á svæði Fóðurstöðvar-
innar á Dalvík ætla að hittast um
helgi, eða í síðasta lagi á mánu-
dag, til að ræða stöðu mála. Fóðri
var ekið til bænda í gær og dugar
það fram yfir helgi.
15.5 milljónir króna til félaganna
þriggja samkvæmt samningnum á
þessu ári. Bæjarstjóri undirritaði
samninginn fyrir hönd Akur-
eyrarbæjar, en formenn félag-
anna þriggja fyrir hönd íþrótta-
félaganna.
Samningurinn við Þór tekur til
framkvæmda í félagsheimili og vall-
arhúsi félagsins, frá síðustu áramót-
um og þar til framkvæmdum við
þann hluta hússins sem ætlaður er
undir íþróttastarfsemi er lokað.
Kostnaðaráætlun vegna fram-
kvæmdanna hljóðar upp á tæplega
23,8 milljónir króna og hefur bærinn
fallist á að greiða 75% af kostnaði,
eða 17,8 milljónir króna á árunum
1990-93, eftir því sem framkvæmd-
um miðar og kveðið er á um í fjár-
hagsáætlun hverju sinni.
Hvað varðar Golfklúbb Akureyrar
tekur samningurinn til stækkunar
og endurbóta golfvallar og golfskála
að Jaðri á árunum 1985-89, samtals
15.6 milljónir króna. Akureyrarbær
mun einnig greiða styrk til félagsins
á árunum 1990-93, samkvæmt því
sem nánar verður ákveðið í fjár-
hagsáætlun hvers árs.
Samningurinn við Skautafélag
Akureyrar tekur til þeirra mann-
virkja sem reist hafa verið á félags-
svæðinu við Krókeyri um síðustu
áramót og kaupa á frystivél, sem
og framkvæmda á félagssvæðinu
vegna byggingar 70 fermetra bún-
ingsaðstöðu. Fjárfestingar á skauta-
svæðinu nema tæplega 15,4 milljón-
um króna og hefur bærinn fallist á
að greiða 75% kostnaðar eða rúmar
11,5 milljónir króna, en frá þeirri
tölu dregst styrkur úr íþróttasjóði
og frá Akureyrarbæ samtals tæp-
lega 9 milljónir króna. Kostnaður
við byggingu húss fyrir búningsað-
stöðu er 3,5 milljónir króna og er
hlutur bæjarins rúmlega 2,6 milljón-
ir króna.
Öll félögin skuldbinda sig til að
ráðast ekki í frekari framkvæmdir
á félagssvæðum sínum og einnig er
í samningunum kveðið á um að
stuðningur Akureyrarbæjar sé bund-
inn því að sem flestum sé gefínn
kostur á að nýta sér þau án óhóflegr-
ar gjaldtöku.
Starfslaun bæjarlistamanns Akureyrar
Á fundi stjórnar Menningarsjóðs Akureyrarbæjar 22.
mars sl. var samþykkt að auglýsa eftir umsóknum um
starfslaun fyrir tímabilið júlí til desember í ár.
Aðeins listamenn búsettir og starfandi á Akureyri
koma til greina við úthlutun starfslaunanna.
Gengið er út frá því, að viðkomandi gegni ekki öðru
starfi, eða námi, á því tímabili, sem starfslaunin næðu
til.
Umsóknir um starfslaunin skal senda til skrifstofu
menningarmála, Strandgötu 19b, 600 Akureyri, fyrir
1. maí í ár.
í umsókninni komi fram upplýsingar um starfsferil við-
komandi og hvernig umsækjandi hugsi sér að nýta
þann tíma, sem starfslaunin nái til.
Nánari upplýsingar á skrifstofu menningarmála, sími
27245.
Menningarfulltrúi Akureyrarbæjar.
UTIHURÐIR
Mikið úrval. SýningaMir á staðnum.
Tré-x búðin, Smiðjuvegi 30, s. 670777,
Brúnás, Ármúla 17, Rvík, s. 84585 og
84461, Tró-x, löavöllum 6, Keflavík, s.
92-14700, TrósmlAjan Börkur, Frosta-
götu 2, Akureyri, s. 96-21909.
Akureyrarbær
Almennar
kaupleiguíbúðir
Akureyrarþær auglýsir lausar til umsóknar sex íbúðir,
3ja og 4ra herbergja, í fjölbýlishúsi við Helgamagra-
stræti 53, á kjörum almennra kaupleiguíbúða (sbr. lög
um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 86/1988 30.-47. gr.).
íbúðirnar verða væntanlega fullbúnar í október 1990.
Með íbúðum þessum hyggst Akureyrarbær meðal ann-
ars auðvelda fólki með stækkandi fjölskyldu að auka
við sig húsnæði, gefa ungu fólki kost á leigukjörum fram-
an af veru sinni á Akureyri, laða fólk með ferskar hug-
myndir í atvinnumálum til bæjarins og eins fólk með
menntun og verkkunnáttu, sem hingað til hefur skort.
Skilyrði fyrir úthlutun eru:
a) Að umsækjandi hafi fullan lántökurétt
hjá Húsnæðisstofnun ríkisins.
b) Að umsækjandi hafi nægar tekjur til
að standa straum af kostnaði við leigu
eða kaup.
c) Að umsækjandi eigi ekki íbúð fyrir.
Eyðublöð, ásamt upplýsingabæklingi um almenn kaup-
leigukjör, fást á bæjarskrifstofunum, Geislagötu 9. Hag-
sýslustjóri Akureyrarbæjar veitir frekari upplýsingar.
Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofurnar eigi síðar
en 30. apríl 1990, ásamt umbeðnum fylgiskjölum.
Bæjarstjóri.