Morgunblaðið - 07.04.1990, Síða 44

Morgunblaðið - 07.04.1990, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Sjálfsagi kemur þér vel í starfi í dag. Þú lýkur farsællega við verkefni sem þú hefur haft á þinni könnu. Varaðu þig á fjárglæfra- mönnum. Naut (20. apríl - 20. maí) Gerðu þér eitthvað til skemmtun- ar núna, en taktu ekki þátt í leynifundum. Þú færð gott ráð. Hittu kennara bamsins þíns að máli. Tvíburar (21. mai - 20. júní) 3» Þú sinnir forgangsverkefnum núna. Félagi þinn sem kemur við hjá þér á vinnustað gerir þér erf- itt um vik að standa við tímaáætl- un þína. Láttu fjölskylduna ganga fyrir í kvöld. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >“10 Starf og leikur fara ekki vel sam- an í dag. Þú hefur ánægju af einhvetju skapandi verkefni. Þið hjónin skiptið ábyrgðinni jafnt með ykkur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú vinnur að ýmsu smálegu heima fyrir. Óvæntir kostnaðar- liðir skjóta upp kollinum. Þér miðar vel áfram í starfi vegna sjálfsaga og dugnaðar. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þér verður á í messunni ef þú flýtir þér um of. Fjármálaviðræð- ur sem þú tekur þátt í reynast flóknar og erfiðar á einhvern hátt. Þú ferð á gamalkunnan stað í kvöld. , Vog (23. sept. - 22. október) Hafðu nógu mikið fyrir stafni þá valda erfiðleikamir þér síður hug- arangri. Þú gleðst yfir vel leyst- um verkefnum heima fyrir. Nú ertu búinn að koma á góðu skipu- lagi þar sem óreiða var fyrir. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) Taktu þátt í félagslífi í dag. Ein- hver spenna er í sambandi þínu við einn úr vinahópnum. Veldu fremur að fara að finna gamlan vin en kynnast nýjum. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Láttu til þín taka á bak við tjöld- in. Haltu starfi og félagslífi hvoru fyrir sig. Þú færð greidda pen- inga sem einhver skuldaði þér. Elja þín og úthald leiða til já- kvæðs árangurs. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Það er spenna í loftinu milli ein- hvers í fjölskyldunni 0g vinar. Þú átt eftir að ganga frá ein- hveijum smáatriðum í ferðaáætl- un. Kvöldið verður ánægjulegt. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Einhver neitar að leggja spilin á borðið. Þetta líkist leik kattarins að músinni. Leitastu við að spara eins og þú getur. Þú hálpar ein- hveijum úr klípu í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Makinn er besli trúnaðarvinur þinn í dag. Þú færð ekki það verð sem þú þarft að fá ef þú selur í dag. Vinátta færir þér gleði í kvöld. AFMÆLISBARNIÐ hefur meiri þörf fyrir að tjá sig og er gætt meira innsæi en aimennt er um fólk í þessu stjömumerki. Það er góður nemandi, en vinnur best þegar andinn kemur yfir það. Það getur helgað sig einhverri hug- sjón og er fúst að leggja mikið á sig til að vinna að framgangi hennar. Það er stundum tauga- óstyrkt og háspennt og verður þess vegna að gæta þess að skapsmunirnir verði því ekki fjöt- ur um fót í lífinu. Stjömuspána á að lesa sem dœgradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI VIE> sjoppudJW' fr\e> VAR SVO rKAMOIZOlÐ ) AP V£SALlhl6£> KLAKA GAJ, VAKLA HALOl£> ^ FERDINAND WE5, IT DOES MAKE v V0U LOOK TALLEK 50RE, U)HV NOT? U)ELL, PUT IT ON, ANP . LET ME 5EE... . e-JL-ML x x niik ’ o SMAFOLK Auðvitað, af hverju ekki? Settu hana upp og iof mér að sjá ... Jú, hún lætur þig sýnast hærri. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Settu þig í spor suðurs, sem sagnhafi í þremur gröndum. Vestur kemur út með hjartasex- una, fjórða hæsta: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ K864 VK3 ♦ Á9652 *Á4 Vestur Austur : iii * ♦ ♦ * * Suður ♦ Á5 ¥ D85 ♦ K4 ♦ KG8732 Vestur Norður Austur Suður — 1 tígull Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Kóngur blinds fær fyrsta slaginn og nú tekur þú við. Áætlunin er svo sem nógu einföld: að fríspila laufið án þess að austur komist inn. En það getur orðið dýrkeypt að leggja niður laufásinn í öðrum slag: Norður ♦ K864 ¥K3 ♦ Á9652 *Á4 Suður ♦ Á5 ¥ D85 ♦ K4 ♦ KG8732 Austur kemst þá inn, fyrr eða síðar, til að spila hjarta i gegnum drottninguna. Þetta er auðvitað ekki líklegasta legan, en það kostar ekkert að gera ráð fyrir henni: Fara heima á tigul eða spaða í öðrum slag og spila litiu laufi AÐ blindum. Þegar drottn- ingin birtist, er óhætt að dúkka. Austur ♦ D107 ¥1072 ♦ DG7 ♦ 10965 Vestur ♦ G932 ¥ ÁG964 ♦ 1083 ♦ D Umsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom upp á Búnaðar- bankamótinu í viðureign þeirra Tómasar Björnssonar (2.300), sem hafði hvítt og átti leik, og pólska alþjóðameistarans Aleks- ander Wojtkiewicz (2.550). 34. Hxf8+! (En alls ekki 34. Dd8+ - Kg7, 35. He7-i— Kh6 og svart- ur er sloppinn) 34. - Kg7 (34. - Bxf6, 35. Dxf6+ - Ke8, 36. Bc6 er auðvitað mát) 35. Hxg6+! og svartur gafst upp, því hann er óverjandi mát í öðrum leik. Tómas stóð sig mjög vel á mótinu, hlaut 6 v. af 11 mögulegum. Það dugði honum þó ekki til áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli, því hann tefldi við þijá stigalausa andstæð- inga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.